Morgunblaðið - 23.10.2001, Side 16
AKUREYRI
16 ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
VOGIR
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum eitt mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafðu samband
Síðumúla 13, sími 588 2122
www.eltak.is
KRISTJÁN Þór Júlíusson, bæj-
arstjóri á Akureyri, tók fyrstu
skóflustunguna að fjölnota
íþróttahúsi á félagssvæði Þórs við
Skarðshlíð sl. laugardag að við-
stöddu fjölmenni. Þetta var stór
dagur í íþróttasögu Akureryrar
en markmið bæjaryfirvalda með
byggingunni er að koma upp inn-
anhússaðstöðu fyrir knattspyrnu
og frjálsar íþróttir.
Bæjarstjóri notaði til verksins
stunguskóflu sem KA færði Þór
að gjöf á 75 ára afmæli félagsins
árið 1990. Bæjarstjóri lét ekki
þar við sitja heldur stökk upp í
vélskóflu og tók aðra skóflu-
stungu á vélinni. Í kjölfarið skrif-
aði bæjarstjóri undir samning við
Stefán Friðfinnsson, fram-
kvæmdastjóra Íslenskra að-
alverktaka hf., um byggingu
hússins. Við það tækifæri sagði
bæjarstjóri m.a. að aðstaða til
knattspyrnuiðkunar í bænum
hefði frekað versnað undanfarin
ár en hins vegar hefðu Akureyr-
arfélögin náð frábærum árangri á
knattspyrnuvellinum í sumar. Og
hann spurði hvernig yrði með
frekari árangur liðanna eftir að
húsið rís og sagði að þá væri ekki
víst að landið dygði til.
Húsið tilbúið eftir rúmt ár
Unnið verður að jarðvegs-
skiptum nú í haust, auk þess sem
knattspyrnuvöllurinn verður
fergjaður. Framkvæmdir við hús-
ið hefjast næsta vor en húsinu á
verktakinn að skila í desember á
næsta ári. Húsið er um 9.500 fer-
metrar að stærð, auk þess sem
byggður verður 67 fermetra
tengigangur við Hamar, þar sem
búningsaðstaða, böð og snyrt-
ingar verða nýtt. Í húsinu verður
löglegur knattspyrnuvöllur lagð-
ur gervigrasi og aðstaða fyrir
frjálsar íþróttir. Heildarkostn-
aður við þessa framkvæmd er um
hálfur milljarður króna.
Við athöfnina á laugardag
færði Stefán Friðfinnsson, fram-
kvæmdastjóri Íslenskra að-
alverktaka, KA og Þór pen-
ingagjöf, 100 þúsund krónur
hvoru félagi, og bolta. Eftir at-
höfnina var viðstöddum boðið upp
á veitingar í Hamri.
Morgunblaðið/Kristján
Stefán Friðfinnsson, framkvæmdastjóri Íslenskra aðalverktaka, afhenti formönnum KA og Þórs, Helgu Stein-
unni Guðmundsdóttur og Jóni Heiðari Árnasyni, peningastyrk og bolta að gjöf við athöfnina á félagssvæði Þórs.
Kristján Þór Júlíusson, bæjar-
stjóri á Akureyri, tók fyrstu
skóflustunguna að fjölnota
íþróttahúsi á félagssvæði Þórs
og lék sér aðeins með torfuna
við það tækifæri.
Fyrsta skóflustungan tekin
að fjölnota íþróttahúsi
BÆJARSTJÓRN Akureyrar sam-
þykkti á síðasta fundi sínum tillögu
umhverfisráðs þess efnis að breyta
göngugötunni í vistgötu og opna
hana fyrir bílaumferð alla virka daga
frá kl. 8–22. Í vistgötu eiga gangandi
vegfarendur réttinn gagnvart bíla-
umferð. Báðir bæjarfulltrúar Akur-
eyrarlistans lögðu fram bókun á
fundinum, þar sem fram kom að þeir
væru á móti því að göngugatan væri
opin fyrir bílaumferð yfir sumartím-
ann.
Ásgeir Magnússon, formaður bæj-
arráðs og bæjarfulltrúi Akureyrar-
listans, sagðist vilja sjá að þetta
svæði yrði notað með öðrum hætti
yfir sumarið. Nauðsynlegt væri að
leita leiða til að lífga upp á miðbæinn.
Tillögu umhverfisráðs um að
hleypa umferð á götuna með lág-
marksaðgerðum til bráðabirgða var
vísað til framkvæmdaráðs og einnig
þeirri tillögu að fresta þeim um-
fangsmiklu framkvæmdum sem fyr-
irhugað er að ráðast í á næsta ári.
Framkvæmdaráð samþykkti að fela
framkvæmdadeild að gera nauðsyn-
legar breytingar þannig að gatan
yrði vistgata með lágmarkskostnaði.
Göngugatan
opnuð fyrir
bílaumferð
TILBOÐ voru opnuð hjá Vega-
gerðinni í gær í rekstur tveggja
ferja í Eyjafirði, Hríseyjarferju
og Grímseyjarferju. Vegagerð-
in óskaði eftir tilboðum í rekst-
urinn síðastliðið sumar. Annars
vegar er um að ræða ferjuleið-
ina Dalvík-Grímsey-Dalvík
með ferjunni Sæfara á tíma-
bilinu 2002 til 2004. Þrjú tilboð
bárust í reksturinn. Þau voru
frá Jóni Magnússyni í Reykja-
vík, Eysteini Ingvasyni,
Reykjavík, og Samskipum,
Reykjavík.
Um var að ræða þrjú mis-
munandi tilboð eftir því hvað í
þeim var falið. Lægsta tilboðið
var frá Jóni Magnússyni, 79,2
milljónir, 82,3 milljónir og 102,3
milljónir. Eysteinn bauð, 87,1
milljón, 89,1 milljón og 117,6
milljónir, en tilboð Samskipa
var 176,0 milljónir, 176,2 millj-
ónir og 178 milljónir. Félagið
sendi einnig inn frávikstilboð
sem var lægra en það miðar við
breytingar á búnaði skipsins.
Verktaki áætlaði kostnað á
bilinu 78 til 83,6 milljónir.
Hreppurinn býður
í reksturinn
Reksturinn er boðinn út á
tímabilinu 2002 til 2004. Sam-
skip hafa séð um rekstur Sæ-
fara frá því síðasta útboð fór
fram.
Rekstur Hríseyjarferjunnar
Sævars var nú boðinn út í
fyrsta skipti, en eitt tilboð barst
í reksturinn frá Hríseyjar-
hreppi að upphæð 93.408.683
krónur. Áætlaður verktaka-
kostnaður er að upphæð
108.570.000 krónur.
Þrjú tilboð í
Grímseyj-
arferjuna
ÞRÍR keppendur urðu efstir og jafn-
ir í opnum flokki á Haustmóti Skák-
félags Akureyrar sem er nýlokið.
Þeir Jón Viðar Björgvinsson, Stefán
Bergsson og Halldór Brynjar Hall-
dórsson hlutu allir 7,5 vinninga af 9
mögulegum. Halldór og Stefán þurfa
því að tefla einvígi um titilinn Skák-
meistari Skákfélags Akureyrar en
Jón Viðar er í Taflfélagi Dalvíkur og
getur því ekki unnið titilinn. Björn
Ívar Karlsson frá Vestmanneyjum
hafnaði í fjórða sæti með 6,5 vinn-
inga og Tómas Veigar Sigurðarson í
því fimmta með 4,5 vinninga.
Jón Viðar og Stefán komu taplaus-
ir út úr mótinu en Halldór tapaði fyr-
ir Jóni Viðari í 2. umferð eftir drama-
tískt tímahrak beggja keppenda.
Halldór lét tapið ekki setja sig út af
laginu og vann allar skákirnar sem
eftir voru, nema gegn Stefáni í 8. og
næst síðustu umferð en viðureign
þeirra lyktaði með jafntefli eftir
langa og mikla baráttu.
Októberhraðskákmót félagsins fer
fram 25. október kl. 20, en 28. októ-
ber fer fram 15 mínútnamót kl. 14.
Barna- og unglingaæfingar eru á
laugardögum í vetur frá kl. 13.30 til
16. Teflt er í Íþróttahöllinni.
Þrír keppendur
efstir og jafnir
VÍÐÁTTA nefnist þróunarverkefni
sem nemendur í 5. bekk 1 í Síðu-
skóla taka þátt í en það er á vegum
Velferðarsjóðs íslenskra barna. Það
hófst síðastliðið vor og stendur til
áramóta 2002, en þetta verkefni
byggist á notkun myndfundabún-
aðar sem tengir saman skólastofur
víða um land.
Anna Sigrún Rafnsdóttir, kennari
bekkjarins, sagði að 7 skólar á Ís-
landi tækju þátt í verkefninu, 3 í
stærðfræði og 4 í íslensku. Skól-
arnir eru, auk Síðuskóla á Akur-
eyri, Dalvíkurskóli, Melaskóli í
Reykjavík, Fellaskóli í Fellabæ,
Grundaskóli á Akranesi, Smáraskóli
í Kópavogi og Grunnskólinn á Ísa-
firði. Fleiri skólar munu síðar bæt-
ast í þennan hóp, en áætlanir miða
að því að um 50 skólar muni taka
þátt í þessu verkefni áður en yfir
lýkur.
Markmiðið að auka
gæði náms
Anna Sigrún sagði að markmiðið
væri að auka gæði náms í grunn-
skólum þannig að sífellt fleiri börn
nytu sem bestrar kennslu. Kennsl-
an fer fram með myndsamskiptum,
ein til tvær kennslustundir í viku og
eru þá tengdar tvær til fjórar
kennslustofur í einu, allt eftir eðli
viðfangsefnisins hverju sinni. „Það
má líkja þessu við það að einn
bekkur fái aðra bekki í heimsókn
með öllum þeim námsmöguleikum
sem það býður upp á,“ sagði Anna
Sigrún.
Nú í októbermánuði vinna börnin
að verkefni um ljóðskáld í heima-
byggð og vinna þá kynningu á þeim
og verkum þeirra. Mikil áhersla er
lögð á að samskiptin séu gagnvirk,
þ.e. að nemendur í hverri kennslu-
stofu taki virkan þátt allan tímann,
skiptist á skoðunum og hugmynd-
um. „Á þennan hátt kenna börnin
hvert öðru og oft hafa skapast líf-
legar umræður milli landshluta.
Þetta er afar skemmtilegt verkefni
og það hefur skilað góðum árangri,
börnin hafa lært heilmikið á þessu
og þá hafa þau eignast nýja vini
víða um land, sem þau annars hefðu
ekki átt kost á að kynnast. Þannig
að börnin eru mjög jákvæð og
spennt fyrir þessu verkefni,“ sagði
Anna Sigrún.
Sjö skólar taka þátt í þróunarverkefninu Víðáttu
Líflegar umræður
milli landshluta
Morgunblaðið/Kristján
Börn í 5. bekk í Síðuskóla, sem taka þátt í Víðáttu, ræða við jafnaldra
sína í Grunnskólanum á Ísafirði um myndfundabúnað.
♦ ♦ ♦