Morgunblaðið - 23.10.2001, Page 18
LÖGREGLAN fór með níu
ungmenni í athvarf útideildar
Reykjanesbæjar síðastliðið
föstudagskvöld en þá höfðu
þessir aðilar samvinnu um
sérstakt átak í útivistarmál-
um barna og unglinga í
Reykjanesbæ.
Haft var samband við for-
eldra unglinganna og voru
þeir ýmist sóttir eða útideild-
in lét aka þeim heim. Sam-
kvæmt upplýsingum lögregl-
unnar í Keflavík voru tveir
unglinganna sem hún hafði
afskipti af ölvaðir, en þeir
voru 13 og 15 ára. Þá var
einni 16 ára gamalli stúlku
vísað út af skemmtistað í
Keflavík.
SUÐURNES
18 ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SIGURLÍNA Guðjónsdóttir og
Kristján Þ. Ársælsson sigruðu í Ís-
landsmóti Galaxy-sambandsins í
hreysti. Er þetta þriðja Íslandsmót-
ið í greininni og var það að þessu
sinni haldið í íþróttahúsinu í Kefla-
vík síðastliðinn laugardag.
„Fitness“, sem stundum en nefnt
hreysti, er ört vaxandi grein hér á
landi og var nú metþátttaka hjá
sambandinu. 20 konur tóku þátt í
keppninni og 19 karlar og var þetta
í fyrsta skipti sem konur eru í meiri-
hluta.
Undankeppni fór fram deginum
áður í Smáralind í Kópavogi og var
þar skorið úr um hvaða 24 kepp-
endur yrðu í úrslitum, en 12 karlar
og 12 konur keppa til úrslita í grein-
inni. Í undankeppninni keppa konur
í armbeygjum og karlar í upphíf-
ingum og dýfum. Bæði kyn keppa
svo í samanburði þar sem konur
koma fram í bikini og karlar í sund-
skýlu. Dæmt er eftir útliti og tekið
er tillit til líkamsstöðu, vöðvaskurð-
ar og útgeislunar þokka og heil-
brigðis.
Gaman að nýju stelpunum
Í úrslitum reyndu konurnar með
sér í armbeygjum, hraðaþraut og
samanburði, en úrslitin ráðast af
þrennu, armbeygjur vega 20% og
hraðaþraut 30% en samanburður
vegur mest eða 50%.
Íslandsmeistari kvenna varð Sig-
urlína Guðjónsdóttir frá Vest-
mannaeyjum, Lilja Kjalarsdóttir
varð í öðru sæti og Aðalheiður Jen-
sen í því þriðja.
Undirbúningur fyrir keppni sem
þessa getur verið afar langur og erf-
iður, þá sérstaklega fyrir konur sem
eru að eðlisfari með meiri fitu í lík-
amanum en karlar og þurfa því að
leggja hart að sér í æfingum og
mataræði til þess að ná fram sjáan-
legum og skornum vöðvum.
Sigurlína, sem sigraði í kvenna-
flokki, var að vonum ánægð með ár-
angurinn, en þetta var hennar ann-
ar titill í „fitness“: „Ég ákvað fyrir
þremur vikum að taka þátt í Ís-
landsmótinu. Ég er búin að æfa af
krafti í langan tíma þar sem ég ætl-
aði til Brasilíu ásamt Keflvíkingnum
Freyju Sigurðardóttur, en meiðsli
komu í veg fyrir að ég gæti æft um
tíma, þannig að óljóst var hvort ég
yrði tilbúin í tæka tíð,“ sagði Sig-
urlína eftir mótið. „Keppnin var
mjög fín og það var gaman að sjá
nýju stelpurnar sem voru að koma
inn. Þær stóðu sig vel og ég hvet
þær allar til að halda áfram. Annars
small allt saman hjá mér í þessari
keppni og ég tek bikarinn heim,“
bætti Sigurlína við og vildi nota
tækifærið til að þakka öllum sem
hafa stutt hana til dáða og þá sér-
staklega líkamsræktarstöðinni
Hressó í Vestmannaeyjum.
Úrslitin í karlaflokki ráðast af
upphífingum og dýfum sem gilda
25%, hraðaþraut 25% og saman-
burði 50%. Hlutskarpastur þar varð
Kristján Þ. Ársælsson, eins og und-
anfarin ár, Ívar Guðmundsson varð
í öðru sæti og Jósef Valur Guð-
mundsson í þriðja sæti.
Þarf að leggja harðar að mér
Kristján Þ. Ársælsson er kominn
með gott safn titla í „fitness“ og þar
af einn á alþjóðlegum vettvangi.
Hann hefur haft mikla yfirburði í
greininni hér á landi fram til þessa,
enda með góðan bakgrunn, en hann
var í landsliði Íslands bæði í fim-
leikum og júdó, auk þess sem hann
lagði stund á vaxtarrækt um tíma.
„Þetta er í fyrsta sinn sem ein-
hver ógnar mér í samanburðinum
og þýðir það að ég verð að fara að
leggja harðar að mér á því sviði því
þetta er aðeins farið að þyngjast,“
sagði Kristján í lok móts, en hann
varð í 1.-2. sæti í samanburðinum.
Kristján hafði þó mikla yfirburði í
hraðaþrautinni, sem hann kláraði á
12 sekúndna betri tíma en Ívar, sem
hafnaði í öðru sæti. „Þetta snýst allt
um að vinna tíma í hraðaþrautinni
og þar skipta minnstu smáatriði
miklu máli,“ sagði Kristján og bætti
því við að ekki væri erfitt fyrir hann
að undirbúa sig undir slíka keppni.
„Ég þarf bara að taka einn mánuð í
að borða saltlausan mat og fitu-
snauðan til að ná góðum skurði á
líkamann, en til að standa sig vel í
„fitness“ þarf maður að hafa mikla
leikgleði og dálitla tónlist í sér,“
bætti Kristján við.
Fjölmenni var á Íslandsmóti Galaxy-sambandsins í hreysti um helgina
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Sigurvegarar á hreystimótinu, Sigurlína Guðjónsdóttir í kvennaflokki og Kristján Ársælsson, sigurvegari karla.
Sigurlína og Kristján sigruðu
Keflavík
NEMENDUR úr sjötta bekk grunn-
skólanna í Reykjanesbæ og Sand-
gerði hafa lokið þriggja vikna
frönskunámskeiði. Segjast þau hafa
lært margt en langar að læra meira.
Frönskunámskeiðið var á vegum
Miðstöðvar símenntunar á Suð-
urnesjum og Háskóla Íslands og
lauk því síðastliðinn laugardag.
Leiðbeinendur voru Jórunn Tóm-
asdóttir og Gérard Lemarquis, auk
frú Vigdísar Finnbogadóttur, fyrr-
um forseta Íslands, sem hóf nám-
skeiðið. Markmið var að vekja at-
hygli og forvitni barnanna á
menningu Frakka og kenna þeim
gagnlegan orðaforða.
Jórunn sagði að nemendurnir
hefðu verið duglegir. „Þau hafa
staðið sig vel á þessum tíma. Fransk-
an var þeim algerlega framandi
tungumál, þar sem ekkert þeirra
hafði lært neitt í málinu fyrr,“ sagði
Jórunn, ánægð með árangurinn.
Fallegt mál
Helena Rós Þórólfsdóttir úr
Myllubakkaskóla í Keflavík, Ósk Jó-
hannesdóttir úr Heiðarskóla í Kefla-
vík, Halldís Thoroddsen úr Holta-
skóla í Keflavík, Gísli Guðnason úr
Sandgerðisskóla og Fannar Már
Guðnason úr Njarðvíkurskóla voru
öll á námskeiðinu sem þau sögðu
hafa verið skemmtilegt. „Við erum
búin að læra að heilsa, kveðja, telja
og fleira sem maður þarf að kunna
til að geta bjargað sér í Frakklandi.
Þegar við vorum lítil fannst okkur
franskan bara vera eitthvað bull, en
núna finnst okkur það fallegt mál og
okkur langar að læra það enn bet-
ur,“ sögðu krakkarnir hinir ánægð-
ustu og bættu því við að það hefði
líka verið spennandi að fá frú Vig-
dísi í heimsókn.
„Hún sagði okkur að París og
Róm væru fallegustu borgir í heimi
og okkur langar öll að fara til Par-
ísar. Við viljum sjá Eiffel-turninn og
Sigurbogann, enda getum við bjarg-
að okkur þar núna, því við erum bú-
in að læra svo margt. Vigdís sagði
okkur líka að það væri mjög kurteist
fólk í Frakklandi sem heilsar alltaf
og kallar hvert annað herra, frú eða
ungfrú og biðst alltaf afsökunar ef
það rekst utan í einhvern“, sögðu
nemendurnir greinilega mjög upp
með sér yfir þessari framandi menn-
ingu.
Morgunblaðið/Sigríður Hjálmarsdóttir
Halldís Thoroddsen, Ósk Jóhannesdóttir, Gísli Guðnason, Helena Rós Þórólfsdóttir og Fannar Már Guðnason
voru ánægð með frönskunámið sem þau fengu á þriggja vikna námskeiði Miðstöðvar símenntunar.
Langar að læra frönskuna enn betur
Keflavík/Njarðvík/Sandgerði
LÖGREGLUMENN sem
voru við eftirlitsstörf á Hafn-
argötu í Keflavík síðastliðið
föstudagskvöld tóku eftir því
að áhöldum til fíkniefnaneyslu
var kastað út um glugga bíls
sem þar var á ferð.
Í bílnum voru þrír menn,
tveir átján ára og einn tvítug-
ur, og viðurkenndu þeir
neyslu fíkniefna. Hins vegar
fundust engin efni í bifreið-
inni eða á mönnunum, sam-
kvæmt upplýsingum lögregl-
unnar.
OPINN fundur verður um sjáv-
arútvegsmál í Sandgerði á
morgun, miðvikudag.
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélag-
anna í Gullbringusýslu stendur
fyrir fundinum sem verður í
veitingahúsinu Vitanum og
hefst klukkan 20. Árni M.
Mathiesen sjávarútvegsráð-
herra og þingmennirnir Krist-
ján Pálsson og Árni Ragnar
Árnason verða gestir fundarins.
Opinn fundur
um sjávarútveg
Sandgerði
Níu ung-
lingar
færðir í
athvarf
útideildar
Reykjanesbær
Köstuðu
frá sér
áhöldunum
Keflavík
ÖLL kennsla á vegum Tónlistar-
skóla Reykjanesbæjar lagðist niður í
gær vegna verkfalls tónlistarkenn-
ara. Um 600 nemendur stunda nám
við skólann.
Um 40 kennarar eru við Tónlistar-
skóla Reykjanesbæjar. „Það er allt
stopp, ég er hérna einn með ritaran-
um,“ sagði Haraldur Árni Haralds-
son skólastjóri í gær.
Tónlistarskólinn vinnur í nánu
samstarfi við grunnskólana í Reykja-
nesbæ. Allir nemendur 1. og 2.
bekkjar grunnskólanna eru í for-
skóla í Tónlistarskólanum og er þeim
kennt á skólatíma og nemendur í
þriðja til sjöunda bekk fá að fara úr
tímum í hljóðfæranám. Auk þess er
fjöldi fólks, allt frá fimm ára aldri til
rúmlega sextugs, í hljóðfæranámi í
þeim tveimur byggingum sem skól-
inn sjálfur hefur yfir að ráða. En öll
kennsla liggur niðri núna. Kveðst
Haraldur vona að verkfallið standi
ekki svo lengi að samstarfið við
grunnskólana skaðist.
Skammarlega lág laun
Hann segist hafa orðið var við
óánægju foreldra og nemenda með
ástandið. Fólki finnist þessi menntun
mikilvæg og vilji ekki missa af henni.
Haraldur Árni lýsir þeirri skoðun
sinni að laun tónlistarkennara séu
skammarlega lág miðað við menntun
þeirra og starf og kveðst óttast að
þeir muni leita annarra starfa ef ekki
verði bætt úr því nú. Hann segir að
það þjóni einnig hagsmunum sveit-
arfélaganna og tónlistarskólanna að
bæta launin, það muni skila sér til
baka í öflugra starfi og meiri starfs-
ánægju.
600 nemend-
ur án tónlist-
arkennslu
Reykjanesbær