Morgunblaðið - 23.10.2001, Page 19

Morgunblaðið - 23.10.2001, Page 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 19 Netsalan ehf., Frumsýning á Garðatorgi Sá nýjasti frá Chrysler kominn til Íslands Sýnum einnig hinn sívinsæla Garðatorgi 3, Garðabæ, sími 565 6241, fax 544 4211 ÞÁTTTAKA í þjóðahátíð á Reyð- arfirði síðastliðinn laugardag fór langt fram úr björtustu vonum og er talið að á annað þúsund manns hafi verið á svæðinu. Einkunnar- orð hátíðarinnar voru Fjölmenning á Austurlandi. Í íþróttahúsinu hafði verið kom- ið fyrir 650 sætum og húsið skreytt með fánum viðkomandi þjóða. Hátíðin hófst með ávarpi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Síðan voru ýmis atriði á dagskrá, t.d. þjóðdans frá Perú, kántrídansar og dansar frá Fil- ippseyjum og Taílandi. Bandarísk- ur einsöngur og hörpuleikur, breski þjóðsöngurinn og syrpa af skoskum þjóðlögum. Sungið var á ýmsum tungumálum, þýsku, taí- lensku, pólsku og íslensku og má segja að salurinn hafi tekið virkan þátt í söngnum. Einnig fluttu ávörp Anna Þrúð- ur Þorkelsdóttir, formaður Rauða kross Íslands, og Albert Eiríksson, framkvæmdastjóri Þjóðahátíðar á Austurlandi. Í Grunnskólanum voru settar upp sýningar þar sem erlendir og íslenskir íbúar fjórðungsins klæddust þjóðbúningum sínum og buðu gestum að koma og kynnast þjóð sinni, listum og lífi, smakka á ýmsum þjóðlegum mat o.fl. Einnig voru þar til kynningar: Fræðslu- net Austurlands, Rauði krossinn, Fjölmenningarsetrið og Rætur á Vestfjörðum, Ættfræðiþjónusta O.R.G., Alþjóðahúsið í Reykjavík og Þróunarstofa Austurlands. Undirbúningur stóð í eitt ár og sótt var þekking og reynsla til Vestfirðinga. Rauði krossinn hafði frumkvæði að hátíðinni og fékk með sér fólk og fyrirtæki. Markmiðið með þessari hátíð er að auka samskipti Íslendinga og útlendinga og draga fram í dags- ljósið hvað við getum lært hvert af öðru. Fjölbreytni eykur víðsýni, skilning og vináttu. Gefið var út blaðið Þræðir, sem borið var í hús á Austurlandi. Í því eru viðtöl við fólk af ýmsu þjóðerni þar sem það segir frá komu sinni og dvöl á Ís- landi. Efnt var til myndasam- keppni meðal grunnskólanema undir einkunnarorðunum Fjöl- menning á Austurlandi. Á þriðja hundrað myndir bárust og hafa 12 þeirra verið valdar til að prýða dagatal sem Rauði krossinn mun gefa út árið 2002. Framhaldsskólanemar á Austur- landi eru að gera heimasíðu um þjóðahátíð á Austurlandi. Þær eru stoltar á svip stúlkurnar frá Filippseyjum, enda hannyrðir þeirrar sérlega fallegar. Þau taka sig vel út í pólsku þjóðbúningunum við hlaðið pólskt veisluborð. Ljósmynd/Einar Þorvarðarson Hópur Taílendinga í þjóðbúningum dansaði taílenska dansa. Yfir þúsund manns á þjóðahátíð á Austurlandi Reyðarfjörður Á AUSTURLANDI búa um 300 einstaklingar frá 36 löndum utan Íslands. Þau eru: Ástralía, Bandaríkin, Belgía, Bosnía, Bretland, Búlg- aría, Danmörk, Eistland, Filipps- eyjar, Finnland, Frakkland, Fær- eyjar, Grænland, Holland, Honduras, Indónesía, Írland, Japan, Júgóslavía, Kína, Króatía, Lettland, Nígería, Noregur, Nýja-Sjáland, Perú, Pólland, Rússland, Spánn, Suður-Afríka, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Tyrk- land, Taíland og Þýskaland. Ótaldir eru skiptinemar og ein- staklingar sem hafa verið ætt- leiddir. Um 300 manns frá 36 þjóðlöndum SAMSTARFSNEFND um samein- ingu hefur sent frá sér bækling með tillögum sínum um sameiningu Bisk- upstungnahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps, Laugardals- hrepps og Þingvallahrepps. Afstaða til sameiningar sveitarfélaganna verður tekin í almennri atkvæða- greiðslu laugardaginn 17. nóvember nk. Sterkara afl til framfara Í bæklingnum kemur fram að til- gangur sameiningarinnar er að efla sóknarfæri og treysta samstöðu byggðarlaga á svæðinu. Sameinuð mynda sveitarfélögin sterkara afl til framfara og geta frekar veitt íbúum sveitarfélaganna þá þjónustu og um- hverfi sem nútíminn kallar á. Helsti ávinningur sameiningar að mati nefndarinnar er sá að eitt öflugt sveitarfélag sé betur í stakk búið til að takast á við lögbundin verkefni sveitarfélaga og koma fram út á við sem málsvari byggðarlaganna í heild. Sameining sé einnig forsenda markvissari stjórnunar, uppbygg- ingar og hagræðingar og til þess fall- in að treysta byggðarlögin sem eitt atvinnu- og þjónustusvæði. Kynningarfundir haldnir Almennir kynningarfundir um sameiningu sveitarfélaganna fjög- urra, þar sem tillögur verða kynntar og fyrirspurnum svarað, verða haldnir sem hér segir: Í Grímsnes-, Grafnings- og Þing- vallahreppi miðvikudaginn 7. nóvem- ber kl. 20.30 í Ljósafossskóla, í Laugardalshreppi fimmtudaginn 8. nóvember kl. 20.30 í Grunnskólanum Laugarvatni og í Biskupstungna- hreppi föstudaginn 9. nóvember kl. 20.30 í Félagsheimilinu Aratungu. Sveitarfélög í uppsveitum Árnessýslu vestan Hvítár Sameining for- senda markviss- ari stjórnunar Árnessýsla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.