Morgunblaðið - 23.10.2001, Side 20

Morgunblaðið - 23.10.2001, Side 20
Morgunblaðið/Golli LYFJAVERSLUN Íslands hf. seldi í gær allan eignarhlut sinn í Delta hf., en Lyfjaverslunin átti rúmar 34 milljónir hluta og rúmar 13 milljónir hluta í framvirkum samningum. Gengi bréfanna var 34,50 krónur á hlut og samtals var söluverðmætið því rúmir 1,6 millj- arðar króna. Lokagengi fyrir helgi var 33,50 krónur, en gengið hækk- aði um rúm 10% í gær og var loka- gengi gærdagsins 37 krónur. Lyfjaverslunin var fyrir söluna stærsti hluthafi Delta með 15,7% hlutafjár. Söluhagnaður Lyfja- verslunarinnar vegna hlutabréf- anna í Delta er áætlaður rúmlega 500 milljónir króna eftir skatta. Eiginfjárhlutfall Lyfjaverslunar- innar hefur farið lækkandi síðustu misseri. Hlutfallið var 41% um mitt ár 1999, 29% um mitt ár í fyrra en var komið niður í 12% um mitt þetta ár. Við söluna hækkar eiginfjár- hlutfallið í rúmlega 25%. Sturla Geirsson, forstjóri Lyfjaverslunar Íslands, segir að ástæða þess að fé- lagið seldi bréf sín í Delta sé sú að það hafi verið að vaxa mikið. Ætl- unin hafi verið að fjármagna vöxt- inn að hluta til með hlutafjárútboði, en eins og staðan sé í dag á mörk- uðum sé mjög erfitt að fara í hluta- fjárútboð. Þess vegna hafi þótt mun vænlegri kostur að selja bréfin í Delta, meðal annars vegna þess að þau hafi farið hækkandi að undan- förnu. Þá segir Sturla að stjórnend- um Lyfjaverslunarinnar hafi þótt gengi bréfa hennar lágt um þessar mundir og það hafi enn frekar stutt þessa ákvörðun. Við þetta bætist að félagið eigi í málaferlum við einn stærsta hluthafann og það hefði gert hlutafjárútboð nánast ómögu- legt. Íslandsbanki keypti 5 milljónir króna að nafnverði af bréfum Lyfjaverslunar í Delta og miðlaði 5 milljónum að auki til annars eða annarra fjárfesta. Fyrir kaupin átti Íslandsbanki 8,3% í Delta, en eftir kaupin fór hlutur bankans upp í 10,6%, eða rúmar 23 milljónir hluta. Af þessum 23 milljónum hafa 16,7 milljónir verið seldar framvirkt, þannig að bankinn á tæplega 3% í Delta sé litið til framvirku sölunn- ar. Búnaðarbanki Íslands keypti samtals um 371⁄2 milljón króna að nafnverði af hlutafé og framvirkum samningum um hlutafé í Delta af Lyfjaversluninni og eftir þessi kaup var eignarhlutur bankans 14,2%. Að sögn Árna Tómassonar bankastjóra er markmið bankans ekki að eiga stóran hlut í félaginu, heldur kemur bankinn að þessum kaupum sem milligönguaðili fyrir fjárfesta sem höfðu lýst áhuga á að eignast hlut í Delta. Lyfjaverslun selur eignarhlut sinn í Delta VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ STAÐA heimsmála getur haft áhrif á markaðsstöðu fyrir framleiðsluvörur Laugafisks í Nígeríu. Þetta kemur fram á heimasíðu Útgerðarfélags Ak- ureyringa. Lúðvík Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Laugafisks, segir að á því svæði sem Laugafiskur selur mest vörur sínar í Nígeríu hafi komið upp alvarlegar skærur milli kristinna og múslima og fjöldi manna látið lífið. Þótt menn voni að þessi átök hafi ekki áhrif á markaðsmálin sé ekki hægt að útiloka að það geti gerst. „Við höfum vissar áhyggjur af þessu ástandi því að Nígería er ní- unda fjölmennasta ríki múslima í heiminum og allar þær skærur sem eru þarna eru á milli trúarbragða, múslima og kristinna. Okkar mark- aðir eru í austur-, suður- og vestur- hluta Nígeríu þar sem kristnir menn eru í meirihluta, en hins vegar seljum við ekkert inn á norðursvæði landsins þar sem múslimar eru í meirihluta, enda borða þeir ekki þessa vöru. Á dögunum voru fréttir af því að um tvöhundruð manns hefðu fallið í erj- um milli kristinna og múslima. Þetta eru beinar afleiðingar af því sem hef- ur verið að gerast í heiminum síðustu vikur og þetta ástand getur haft áhrif á sölu á vörum okkar,“ segir Lúðvík. Að undanförnu hefur neysla á skreið og skreiðarafurðum verið að aukast í Nígeríu, en Lúðvík telur þó vart raunhæft að ætla að Laugafiskur selji meira magn á þessu ári til Níger- íu en í fyrra. Skýringin er fyrst og fremst vinnslustopp hjá Laugafiski sl. vor vegna sjómannaverkfallsins. Hins vegar segir Lúðvík að veruleg aukn- ing hafi orðið í verksmiðju fyrirtæk- isins í Njarðvík. Þar sé nú verið að framleiða 2 tonn af skreiðarmjöli í litlum pokum upp í pantanir frá Níg- eríu. Þetta sé mun dýrari vara heldur en hinir klassísku hausar og hryggir sem seldir eru í stórum einingum til Nígeríu og millistéttir og þeir sem hafi minna fé á milli handa þar í landi kaupa. Vinnsla hafin í Færeyjum Það er í mörg horn að líta hjá Laugafiski þessa dagana. Fyrirtækið er þátttakandi í nýju þurrkunarfyr- irtæki í Færeyjum og er framleiðsla þar þegar hafin. Lúðvík segir að held- ur hægt gangi í fyrstu og vart verði kominn skriður á framleiðsluna fyrr en eftir áramót en þá verður búið að setja upp nýja framleiðslulínu sem Skaginn á Akranesi er að smíða. Nú eru starfandi 20–25 manns í Færeyj- um en eftir að tæknivæðingin verður komin í það horf sem ætlunin er má ætla að starfsmenn verði 16–18 tals- ins. Heimsmálin geta haft áhrif á markaðsstöðu Laugafisks Óvissuástand í Nígeríu Standard & Poor’s staðfestir óbreytt lánshæfismat BANDARÍSKA matsfyrirtækið Standard & Poor’s hefur staðfest óbreytt lánshæfismat fyrir Ísland, samkvæmt frétt fyrirtækisins sem gefin var út í gær. Í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands til Verðbréfa- þings kemur fram að einkunn fyrir langtímaskuldir í erlendri mynt er A+ og eru horfur um einkunnina taldar neikvæðar en voru áður stöð- ugar. Í frétt Standard & Poor’s segir að breyting á horfum endurspegli hækk- andi skuldahlutföll hins opinbera og aukna áhættu í fjármálakerfinu en skuldahlutföll ríkisins höfðu lækkað stöðugt frá miðjum síðasta áratug. Efnahagsuppsveiflan sem hófst árið 1996 og knúin var áfram af lánsfé er nú að hjaðna einmitt þegar ytri skil- yrði hafa versnað. Hugsanlega gæti afleiðingin orðið tiltölulega lítill hag- vöxtur og áhættusamari eignir bankakerfisins. Að mati S&P eru vís- bendingar um áhættu í fjármálakerfi fyrir hendi á Íslandi, svo sem mikil eftirspurn fjármögnuð af lánsfé, ör hækkun fasteignaverðs og ójafnvægi í utanríkisviðskiptum. Vegna skulda- söfnunar setti S&P Ísland á lista með fjármálakerfum sem sýna merki álags. Líkur hafa aukist á rýrnandi gæðum útlána vegna horfa um minni hagvöxt og vegna versnandi skulda- stöðu við útlönd. Veikist fjármálakerfið enn frekar gæti komið til þess að íslenskar fjár- málastofnanir þyrftu á auknu eigin fé að halda, hugsanlega úr ríkissjóði. Erlendar skuldir landsins eru miklar (um 280% af útflutningi árið 2001). Mikil raungengislækkun krónunnar undirstrikar áhrif erlendrar skuld- setningar fyrirtækja og banka. Hagvöxtur hefur minnkað jafnt og þétt úr 5% árið 2000, búist er við sam- drætti á næsta ári en hagvexti á ný árið 2003. Minni hagvöxtur ásamt gengislækkun krónunnar hefur þegar haft áhrif á stöðu ríkisfjármála og leitt til hækkunar ríkisskulda eftir stöðuga lækkun þeirra um tíma. Þetta er óháð öðrum breytingum sem orðið hafa í fjármálageiranum. Fjár- lagafrumvarpið fyrir 2002 sem lagt var fram í byrjun október gerir ráð fyrir lítilsháttar afgangi en er byggt á bjartsýnum forsendum um hagvöxt og tekjur. S&P telur að halli ríkis- sjóðs árið 2002 geti orðið um 1,8% af vergri landsframleiðslu. Verulegar skattalækkanir gætu orðið enn meiri Þrándur í Götu fyrir því að jafnvægi náist aftur í fjármálum ríkissjóðs. FISKAFLI landsmanna í nýliðnum septembermánuði var 111.831 tonn, að því er fram kemur í tölum frá Hagstofu Íslands. Aflinn í sept- embermánuði í fyrra nam 89.973 tonnum og er aukningin því 21.858 tonn. Mun betri kolmunnaafli skýrir að mestu þennan mun milli ára því aukning kolmunnaaflans nemur 13.154 tonnum. Hafa því veiðst 285.449 tonn af kolmunna í ár samanborið við 194.539 tonn á sama tíma í fyrra. Síldveiði í sept- ember var 17.549 tonn í ár en var 11.140 tonn í september í fyrra. Botnfiskaflinn síðastliðinn sept- embermánuð var 38.051 tonn sem er ívið meira en á sama tíma í fyrra þegar 36.838 tonn höfðu borist á land. Í ár veiddust 7.655 tonn af úthafskarfa en enginn út- hafskarfaafli fékkst á sama tíma- bili í fyrra. Nokkru betri skel- og krabbadýraafli barst á land í ár eða 5.754 tonn á móti 4.675 tonn- um í fyrra. Skýrist munurinn á auknum afla í úthafsrækju, 718 tonn, og kúfiski, 759 tonn. Heildaraflinn það sem af er árinu nemur 1.682.016 tonnum sem er nokkru minni afli en á sama tíma í fyrra þegar 1.698.755 tonn höfðu veiðst og er munurinn tæp 17 þúsund tonn. Gerist þetta þrátt fyrir 90 þúsunda tonna aukningu á kolmunnaafla þar sem botnfisksafli hefur dregist saman um tæp 35 þúsund tonn og síld- arafli um rúmt 101 þúsund tonn. Meiri afli í september   !  !"   " #$ #    %  &% !        '! ( % ! $$)* &+ ) %      , - .   $%  ' -%#                  Lyfjaverslun Íslands eignast allt hlutafé í Lyfjadreifingu LYFJAVERSLUN Íslands hf. hef- ur keypt 13% hlut Farmasíu ehf. í Lyfjadreifingu ehf. og eftir kaupin á Lyfjaverslun Íslands hf. allt hlutafé í Lyfjadreifingu ehf. Lyfjadreifing ehf. dreifir lyfjum, heilbrigðisvörum og neytendavörum á innanlands- markaði. Við kaup Lyfjaverslunar Íslands hf. á Thorarensen Lyf ehf. í upphafi ársins eignaðist félagið 87% hlut í Lyfjadreifingu ehf. Í tilkynningu frá Lyfjaverslun Ís- lands segir að kaupin séu hluti af þeirri hagræðingarvinnu sem nú eigi sér stað innan félagasamstæðu lyfjaverslunar eftir kaupin á A. Karlsson hf. og Thorarensen Lyf ehf. og stefnt sé að því að sameina dreifingarþátt Lyfjaverslunar Ís- lands hf. og Lyfjadreifingar ehf. innan skamms. Við það verði til langstærsta dreifingarfyrirtæki í lyfjum og heilbrigðisvörum hér á landi með um 54% markaðshlutdeild í dreifingu lyfja. Jafnframt kaupunum var gengið frá langtímasamkomulagi um að Lyfjadreifing ehf. sjái um dreifingu á lyfjum og öðrum vörum sem Farmasía ehf. markaðssetur hér á landi. Farmasía ehf. er umboðsaðili og markaðssetur m.a. lyf frá einu stærsta lyfjafyrirtæki heims, Merck Sharp & Dohme. Velta Delta fram úr áætlunum VELTA Delta hf. á þriðja ársfjórð- ungi fer 600 milljónum króna fram úr áætlunum, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Ástæðan er sú að sala á sýklalyfinu Ciprofloxacin og ofnæmislyfinu Loratadine fer fram úr áætlunum á árinu. Áætluð velta fyrir fyrstu níu mánuðina var rétt rúmir 2 milljarðar króna og áætluð velta fyrir árið í heild var um 2,7 milljarðar. Dótturfélag Delta hf. á Möltu er ekki inni í þessum tölum. IBM með nýjan UNIX- netþjón IBM hefur kynnt öflugasta UNIX- netþjón sem um getur, en hann hef- ur verið fimm ár í þróun. Er í raun um að ræða nýjan flokk UNIX- netþjóna sem byggist á nýjum ör- gjörvum og tækni úr móðurtölvum. Hinn nýi IBM p690-netþjónn, sem kallaður hefur verið Regatta, er um helmingi ódýrari en nýlegir net- þjónar. „IBM p690 mun gera fyr- irtækjum kleift, á hagkvæmari hátt, að sameina og fækka UNIX- netþjónum í sínum rekstri og keyra mjög stór tölvuverkefni á aðeins einum netþjóni. Til að leysa hin stærstu og flóknustu verkefni er hægt að tengja saman marga p690- netþjóna í eina ofurtölvu með yfir 1000 örgjörvum,“ segir í frétt frá Nýherja. „Fyrir fimm árum setti IBM sér það markmið að endurskapa UNIX- netþjóninn og í dag er verið að setja á markað netþjón byggðan á tækni- nýjungum og tækni sem ekki hefur verið fyrir hendi í UNIX-netþjónum áður,“ segir Rod Adkins, forstjóri pseries-sviðs IBM. „Það er ekkert á UNIX-markaðnum, né væntanlegt í bráð, sem hefur sömu afköst, áreið- anleika eða sveigjanleika til að sam- eina mismunandi verkefni og/eða vinnslu í eina og sama netþjóninum. Með færri öflugri örgjörvum er IBM í forystuhlutverki hvað afköst varðar í viðskipta-, vísinda- og Java-vinnslu og er jafnframt örugg- ari í rekstri og hagkvæmari með til- liti til rafmagnsnotkunar, kerf- isumsjónar og viðhalds. Færri örgjörvar lækka líka eignarhalds- kostnað þar sem mörg hugbún- aðarleyfi eru gjaldfærð eftir fjölda örgjörva, en með færri örgjörvum má spara umtalsvert í hugbún- aðarkostnaði.“ Helstu nýjungar eru samkvæmt fréttinni netþjónn á flögu, kerf- issamþjöppun, sýndarvélar og sjálf- virkur leiðréttingarbúnaður. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.