Morgunblaðið - 23.10.2001, Síða 29

Morgunblaðið - 23.10.2001, Síða 29
SAGAN af hinum vængjaða, blíðlynda og munaðarlausa dreng Blíðfinni og leit hans að týnda Barninu átti greiðan aðgang að hjarta lesanda, jafnt eldri sem yngri, þegar hún kom út fyrir þremur árum. Þorvaldur Þor- steinsson skrifaði síðan aðra bók um Blíðfinn en leikgerð Hörpu Arnardóttur byggist þó aðallega á þeirri fyrri auk þess sem höfundur hefur bætt nokkru við leikverkið, að ósk Hörpu að mér skilst. Sög- urnar af Blíðfinni eru óvenjulegar barnasögur, ekki síst fyrir þá stað- reynd að hér er um að ræða tákn- sögur sem fullorðnir lesendur geta skilið á allegórískan hátt, en sá skilningur er þó ekki nauðsynlegur til þess að boðskapurinn um mátt kærleikans og hins barnslega þátt- ar í tilverunni komist til skila. Blíðfinnur hvetur okkur öll til að glata ekki barninu (í okkur sjálf- um) og til að takast á við óttann og hið óþekkta. Í mörgu tilliti sverja bækurnar um Blíðfinn sig í ætt við hina þekktu barnabók Litla prinsinn eftir Antoine de Saint-Exupéry og þau tengsl virðast ítrekuð í upp- hafi sýningar Borgarleikhússins þar sem Blíðfinnur vökvar blómin heima í garðinum sínum og yfir honum svífa hnettir. Eins og les- endur Litla prinsins vita þá bjó hann á lítilli stjörnu, eða hnetti, með lambi og rós sem hann vökv- aði af kærleika og af stjörnunni sinni hafði hann útsýn til annarra hnatta. Og eins og Litli prinsinn leggur Blíðfinnur upp í ferðalag á óþekktar slóðir. Hann leitar hins horfna barns og áður en yfir lýkur finnur hann það aftur – í líki gam- als manns. Þessi fallega saga um glataða bernsku og hætturnar sem verða á vegi þess sem bernskan hefur yfirgefið er skrifuð á afar ljóðrænu máli og stemmningin í bókunum er bæði tregafull og dul- úðug. Harpa Arnardóttir reynir að viðhalda þessari einstöku stemmn- ingu bókanna í sviðsetningunni og tekst það ágætlega með dyggri að- stoð Snorra Freys Hilmarssonar, sem hannar leikmyndina, Kára Gíslasonar, sem sér um lýsingu, og Hilmars Arnar Hilmarssonar sem semur tónlistina við verkið. Yfir- bragð sýningarinnar er rólegt og yfirvegað, í anda bókanna, og í raun má telja það mikið afrek hjá þeim sem að þessari sýningu standa að ná að fanga athygli barnungra áhorfenda í heilar tvær klukkustundir án þess að beitt sé ærslum og hamagangi. Og það tókst þeim svo sannarlega; ég hef sjaldan verið á barnasýningu þar sem börnin meðal áhorfenda voru eins róleg og á frumsýningu Blíð- finns. Gunnar Hansson (í hlutverki Blíðfinns) náði strax vel til barnanna með einlægninni og Smælkið (Ásta Sighvats Ólafsdótt- ir) var hinn fullkomni félagi hans í ferðinni um hættusvæðið sem þau ferðuðust um. Ólafur Guðmunds- son vakti kátínu í hlutverki Barns- ins og börnin þekktu hann aftur í gervi gamla mannsins undir lokin. Þríeykið Engumlíkur (Guðrún Ás- mundsdóttir), Söðull (Edda Björg Eyjólfsdóttir) og Vöðull (Árni Pét- ur Guðjónsson) átti skemmtilega innkomu og sýndi ýmsa kunna trúðstakta sem féllu vel í kramið. En það er ekki síst hin frábæra leikmynd og búningar Snorra Freys og lýsing Kára, ásamt stór- skemmtilegum leikgervum Sigríð- ar Rósu Bjarnadóttur, sem ljær sýningunni lit og ævintýrablæ. Sérlega sniðug voru gervi Gúbb- anna, dverganna höfuðstóru (Árni Pétur Guðjónsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Guðrún Ásmunds- dóttir, Jón Hjartarson og Ólafur Guðmundsson) og Klóbítanna (Ásta Sighvats Ólafsdóttir, Diljá Ámundadóttir og Sóley Kristjáns- dóttir), svo og gervi Spekingsins (Jón Hjartarson) og óvættarinnar í helli Akademónanna í Háskahelli. Katla Margrét Þorgeirsdóttir heillaði bæði Blíðfinn og börnin meðal áhorfenda í hlutverki Merlu, en óneitanlega var hún skemmti- legri í hlutverki Drullumalla. Í heild er hér um afar fallega leiksýningu að ræða með boðskap sem höfðar á einfaldan og skýran hátt til barnanna. Hins vegar er það skoðun mín að hið tvöfalda táknsæi sem er ótvírætt til staðar í bókunum um Blíðfinn fari nokkuð forgörðum í þessari sviðsetningu verksins. Að því leyti er ekki eins auðvelt að yfirfæra heim Blíðfinns á leiksviðið og heim Skilaboða- skjóðunnar, eftir sama höfund, sem sviðsett var á Stóra sviði Þjóðleikhússins fyrir nokkrum ár- um. En það kemur kannski ekki að sök því það sem helst glatast er tvíræðnin sem sérstaklega var ætl- uð hinum fullorðnu lesendum. Sýn- ingin í Borgarleikhúsinu er fyrst og fremst gerð fyrir börnin og ef marka má frumsýninguna féllu þau öll fyrir Blíðfinni og vinum hans. Í leit að týndu barni ... LEIKLIST L e i k f é l a g R e y k j a v í k u r Höfundur: Þorvaldur Þorsteinsson. Leikgerð: Harpa Arnardóttir. Leikstjóri: Harpa Arnardóttir. Leikarar: Árni Pétur Guðjónsson, Ásta Sighvats Ólafsdóttir, Diljá Ámundadóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Guðrún Ásmunds- dóttir, Gunnar Hansson, Jón Hjartarson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Ólafur Guðmunds- son og Sóley Kristjánsdóttir. Leikmynd og búingar: Snorri Freyr Hilmarsson. Leikgervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir. Tónlist og hljóðmynd: Hilmar Örn Hilmarsson. Lýsing: Kári Gíslason. Stóra svið Borgarleikhússins, 19. október. BLÍÐFINNUR Soff ía Auður Birgisdótt ir Morgunblaðið/Þorkell „Í heild er hér um afar fallega leiksýningu að ræða með boðskap sem höfðar á einfaldan og skýran hátt til barnanna.“ LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 29 DRAUMALEIKARINN nefnast umræðurnar sem fram fara á þriðju hæð Borgarleikhússins í kvöld kl. 20. Hver er list leikarans? Í hverju er starf hans fólgið? Hvernig (starfs)kraftur er drauma- leikarinn? Er hann skapandi eða er hann strengjabrúða? Sýnir hann frumkvæði eða undirgefni? Hvert er hlutverk hans í tilurð leiksýn- ingar? Hvernig vinnur hann með leikstjóra? Hver er ábyrgð hans í leikhúslífi almennt? Frummælendur verða Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri, Brynhildur Guðjónsdóttir, leikkona, Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona, Pétur Einarsson, leikari og formað- ur félags leikstjóra á Íslandi. Aðgangur ókeypis. Rætt um list leikarans Á HÁSKÓLATÓNLEIKUNUM í Norræna húsinu á morgun, miðviku- dag, kl. 12.30, syngur Kristín Ragn- hildur Sigurðardóttir, sópran, við píanóundirleik Láru S. Rafnsdóttur. Á efnisskránni eru lög eftir Edvard Grieg og Jean Sibelius. Tónleikarnir taka um það bil hálfa klukkustund. Aðgangseyrir er kr. 500. Ókeypis er fyrir handhafa stúdentaskírteinis. Sibelius og Grieg á háskóla- tónleikum HAGSMUNAFÉLAG UM EFLINGU VERK- OG TÆKNIMENNTUNAR Á HÁSKÓLASTIGI Á ÍSLANDI Hagsmunafélag um eflingu verk- og tæknimenntunar á háskólastigi á Íslandi boðar til opins félagsfundar miðvikudaginn 24. október um: Tilgangur reiknilíkans Áhrif reiknilíkans á tækninám Áhrif reiknilíkans á tækninám Reiknilíkan og breytt rekstrarform tækniháskóla Fyrirspurnir og umræður....... Bergþór Þormóðsson, formaður Hagsmunafélagsins stýrir fundi ........................................ Gísli Þór Magnússon, menntamálaráðuneyti ............ Guðbrandur Steinþórsson, rektor Tækniskóla Íslands ....... Sigurður Brynjólfsson, deildarforseti verkfræðideildar HÍ ................................... Davíð Lúðvíksson, Samtökum iðnaðarins Dagskrá: Versalir - veislusalur, Hallveigarstíg 1, miðvikudaginn 24. október, kl. 8:30 til 10:00. Staður og tími: ÁHRIF REIKNILÍKANS Á VERK- OG TÆKNIMENNTUN Á HÁSKÓLASTIGI D a u ð a d a n sin n í B o rg a rle ik h ú sin u NÁMSKEIÐ um ítalskt þjóðlíf hefst hjá Endurmenntunarstofnun Há- skóla Íslands nk. þriðjudag. Fjallað verður í máli og myndum um menn- ingu á Ítalíu fyrr og nú og ljósi varp- að á helstu verk í ítalskri bók- menntasögu. Námskeiðið miðast við að þátttakendur skilji ítölsku ef hún er töluð hægt og skýrt og verður lögð megináhersla á að þjálfa talmál. Kennari er Mauro Barindi stunda- kennari við HÍ. Mál og mannlíf á Ítalíu  JÓGA fyrir byrjendur er eftir Guðjón Bergmann. Hann hefur með skrifum sínum, kennslu og sjónvarpsþáttum kynnt jóga fyrir fjölda fólks. Í bókinni er grunn- hugsun jógafræðanna kynnt og helstu stöður í Hatha-jóga kennd- ar með myndskreytingum. Útgefandi er Forlagið. Nýjar bækur i8-gallerí Málverkasýningu Kristjáns Dav- íðssonar lýkur á laugardag. i8-gallerí er opið þriðjudaga til laugardaga frá 13–17. Sýningu lýkur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.