Morgunblaðið - 23.10.2001, Side 38
UMRÆÐAN
38 ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ENSKA ER OKKAR MÁL
Innritun
í fullum
gangi
Ensku talnámskeið
Einnig önnur
fjölbreytt enskunámskeið
Susan Taverner
Hringdu í síma
588 0303
FAXAFENI 8
www.enskuskolinn.is
enskuskolinn@isholf.is
Julie Ingham Sandra Eaton Edward Rickson Susannah Hand Joon Fong
Enskuskólinn nú einnig á Selfossi
ÁHRIF inngöngu
Íslands í ESB á ís-
lenska tungu eru sjald-
an rædd hér á landi.
Þetta er dálítið ein-
kennilegt þegar litið er
til þess að slík inn-
ganga hefði gríðarleg
áhrif á íslenska mál-
pólitík, ekkert síður en
útgerð, og að íslensk
tunga hefur verið
þungamiðja í íslenskri
þjóðmenningu og þjóð-
ernishyggju frá því á
19. öld. Þetta sýnir
kannski að sú tilfinning
sem við höfðum fyrir
mikilvægi menningar-
innar hefur ævinlega verið ýkt, eða
a.m.k. undirmálsfiskur miðað við
golþorska útgerðarinnar, sem auð-
vitað hirðir lítt um kóðin nú á dög-
um. Landhelgin er kannski líka
fremur guðfræðilegt hugtak en
landfræðilegt þegar öllu er á botn-
inn hvolft, enda er hún eða öllu held-
ur hagsmunir innlendrar útgerðar
helsta skerið á leiðinni inni í Evr-
ópusambandið.
En er það raunsætt sé litið til
hagsmuna Íslendinga allra? Lítum
fyrst á fiskinn og útgerðina sem
vernda á fyrir útlendum togurum.
Mér sýnist alveg unnt að sjá 3 atriði
sem mæla alveg eins með því að
ganga inn í ESB jafnvel þegar litið
er til útgerðar og sjávarafla. Í fyrsta
lagi hafa margir bent á að ekki sé
sjálfgefið að Portúgalar (sem standa
hér fyrir útlendinga í heild) streymi
inn í landhelgina daginn eftir inn-
göngu Íslendinga í ESB, hvað sem
sameiginlegri landbúnaðar- og fisk-
veiðistefnu líður. Það færi eftir
samningum og hefðum hvernig
kvótaskipting yrði. Auk þess mætti
ætla að stöndug íslensk útgerðarfyr-
irtæki ættu að geta staðist sam-
keppnina við útlend fyrirtæki og er
það ekki óskastaðan að fá fram
aukna samkeppni á öllum sviðum?
Í öðru lagi gæti inngangan þá al-
veg eins verkað á hinn veginn þann-
ig að hinir íslensku útvegsmenn
ættu sóknarfæri inn á önnur mið.
Í þriðja lagi hefur kvótakerfið
með tilfærslum sínum í raun grafið
undan einhverjum „þjóðlegum“ rétti
íslenskra útvegsmanna til landhelg-
innar, því þeir haga sínum viðskipt-
um algjörlega eftir alþjóðlegum
kapítalískum aðferðum; þeir kaupa
allan kvóta úr byggðarlögum ef það
hentar þeim og selja fiskinn óunninn
á erlenda markaði ef þeim sýnist það
hagkvæmast. Arðinn
af kvótanum geta þeir
síðan fjárfest í erlend-
um sjóðum. Þeir gætu
eins verið Portúgalar.
Þetta er auðvitað ein-
földuð lýsing stað-
reynda en af þeim má
leiða að sérstök land-
helgisvernd fyrir slík
fyrirtæki sé ekki að-
eins óþörf heldur
hreint skaðleg hags-
munum þjóðarinnar.
Hagsmunir útvegs-
manna eru nú samt
ævinlega tíndir til þeg-
ar rætt er um ESB og
það er eins og fátt ann-
að skipti máli. Ýmsir þjóðmenning-
arsinnar af ýmsum pólitískum litum
hafa hins vegar einnig oft sameinast
gegn inngöngu í ESB af eins konar
ótta um missi á pólitísku sjálfstæði
þjóðarinnar. Þeir þurfa ekki að hafa
áhyggjur lengur því að sá missir fór
auðvitað í síðasta lagi fram við EES-
samninginn og raunar má færa rök
fyrir því að hið svokallaða sjálfstæði
Íslendinga hafi ævinlega verið þægi-
leg sjálfsblekking lítillar þjóðar sem
var hernumin án andstöðu og fékk
að fara sínar eigin leiðir í landhelg-
isstríðum þar sem hinir stóru höfðu
ákveðið að fara hina sömu leið.
(George Bush eldri setti þetta í sam-
hengi á sínum tíma þegar Íslend-
ingar voru aðeins fljótari en Banda-
ríkjamenn að viðurkenna sjálfstæði
Eystrasaltsríkjanna).
Spurningin um sjálfstæði er hins
vegar tvíbentari en svo að hana megi
einungis ræða sem spurningu um
sjálfsákvörðunarrétt eða þjóðréttar-
legt ríkishugtak. Öllum Íslendingum
er kennt í skóla að undirstaða ís-
lenskrar þjóðar séu tungan og sag-
an, hin sérstaka íslenska menning.
Hún var í raun réttlæting þess að við
gætum talist vera eitthvað annað en
Danir, önnur rök áttu ekki við því
þjóðin hafði, líkt og Færeyingar,
lengi engin efni á sjálfstæðinu sem
loksins mátti njóta þegar stríðsgróð-
inn fleytti Íslendingum endanlega
inn í tækniframfarir 20. aldar.
Spurningin núna, þegar menn
velta fyrir sér framhaldinu á tíð al-
þjóðavæðingar, hlýtur því að vera sú
hvað verður um tunguna og menn-
inguna. Verði einfaldlega haldið í
horfinu má gera ráð fyrir að íslenska
fái mállýskustatus við hliðina á
ensku sem mál viðskipta, vísinda og
fjölmiðla. Einnig má hugsa sér að
mikið átak verði gert til að styrkja
málið á þessum sviðum eins og
merki eru um í tölvugeiranum með
námi í tungutækni við H.Í. Slíkt átak
þyrfti hins vegar að ná yfir miklu
fleiri svið samfélagsins, einkum í
viðskiptum og fræðum, því tungu-
mál lifa á notkuninni einni.
Loks mætti hugsa sér inngöngu í
ESB. Slíkt myndi samstundis hefja
stöðu íslenskunnar upp á svið
„meistaradeildar Evrópu“ sem kall-
aði á að fjöldi fólks þyrfti að starfa
við að halda henni við á sviðum við-
skipta og fræða, fjöldi Íslendinga og
útlendinga myndi mennta sig til
þess beita henni á þessum sviðum og
kostnaðurinn væri ekki Íslendinga
einna að bera. Þetta myndi líka
greiða aðgang íslenskra fyrirtækja
að Evrópumörkuðum enn frekar,
fyrir nú utan að unnt væri að losa sig
við gjaldmiðil sem er nær því að vera
haustlauf í vindi alþjóðavæðingar en
nokkur trygging sjálfstæðis þjóðar.
Að dómi málvísindamannsins
Ferdinand de Saussure mátti ein-
mitt líkja tungumálum við peninga
að því leyti að þeir standa fyrir eitt-
hvert gildi hluta sem þeim er gefið.
Það er hins vegar ekki gefið að gengi
einstakra gjaldmiðla haldi sér og má
þess vegna vel gera sér hugarlund
að gjaldfall íslenskunnar verði sam-
síða gjaldfalli krónunnar þegar frá
líða stundir. Hins vegar er kannski
lítil fórn í því falin að farga krónunni
og hagsmunum samviskulausra sæ-
greifa ef hækka á gengi íslenskrar
tungu verulega. Það er tæknileg
staðreynd sem hæglega má koma í
framkvæmd með inngöngu í ESB.
Nú eða halda í verðlitlar krónur sem
standa fyrir nákvæmlega það sem
þeim ber í ríki sem prentar frekar
peninga en bækur þegar harðnar á
dalnum.
Tunga sægreif-
anna og ESB
Gauti
Kristmannsson
Íslenskan
Þegar menn velta fyrir
sér framhaldinu á tíð al-
þjóðavæðingar hlýtur
spurningin að vera sú,
segir Gauti Krist-
mannsson, hvað verður
um tunguna og menn-
inguna.
Höfundur er háskólakennari.
SÚ STOFNUN sem
ég á sterkastar taugar
til er Landssími Ís-
lands. Þar hef ég starf-
að mestalla mína
starfsævi eða vel á
fjórða tug ára. Ég hef
fylgst með uppbygg-
ingu þessarar stofnun-
ar og sem formaður
Félags íslenskra síma-
manna um langt árabil
gafst mér kostur á að
kynnast ýmsum innvið-
um starfseminnar.
Enda þótt við værum
ekki alltaf sátt við
launakjörin og vildum
fá meira í okkar hlut þá
var það engu að síður með nokkru
stolti að við horfðum árlega á eftir
drjúgri fjárfúlgu út úr stofnuninni og
inn í samneysluna þar sem peningar
komu að góðu gagni í margvíslegu
uppbyggingarstarfi. Á síðustu ára-
tugum hefur Landssíminn þannig
skilað ríkissjóði tugum milljarða
króna.
Þjóðin kaupi af sjálfri sér
Nú er hins vegar komið að því að
selja Landssímann. Að hluta til á að
selja símann til útlanda og mun svo-
kallaður kjölfestufjárfestir fá meiri-
hlutavald yfir stofnuninni jafnvel
þótt minnihlutaeign verði þar að
baki. Íslenskur almenningur er
vissulega einnig hvattur til að kaupa
hlutabréf enda gengur spilið út á að
selja þjóðinni, sjálfri sér, sína eigin
eign. Það var óneitanlega svolítið
kostulegt að hlusta á forstjóra
Landssímans lýsa því yfir í hádeg-
isfréttum útvarps fyrir skömmu að
innan fáeinna mánaða verði búið að
koma Landssímanum í almannaeign.
Það er nú einmitt mergurinn máls-
ins, að flestum finnst okkur við eiga
Símann og viljum helst ekki láta taka
hann af okkur.
Sölumenn Landssímans hamast
nú við að sannfæra þjóðina og fjár-
festa, erlenda jafnt sem
innlenda, að Síminn sé
traust fyrirtæki sem
komi til með að skila
eigendum sínum stór-
kostlegum arði. Ríkis-
stjórnin ætlar þjóðinni
ekki þennan arð heldur
fjárfestum og gildir
hana einu hvort þeir
eru innlendir eða er-
lendir. Ég skal alveg
játa það að mér er heitt
í hamsi vegna þessa.
Mér finnst þetta vera
eins mikið siðleysi og
hugsast getur. Og er-
um við þá komin að sið-
væðingunni.
Hvað er siðlegt?
Í seinni tíð eru menn farnir að skil-
greina siðleysi á nýjan hátt. Nú þyk-
ir bara fínt að afhenda þjóðareignir á
silfurfati, gefa þær út og suður. Hins
vegar snýst siðfræðin um hin smærri
tæknilegu efni, hvernig menn bera
sig að við að markaðsvæða þjóðar-
eignir og hver situr hvar; til dæmis
hvort forstjóri Símans sé í þessari
stjórninni eða hinni. Vissulega getur
það skipt máli hver tengsl manna eru
að þessu leyti en það breytir ekki
hinu að gerendurnir hvað snertir
einkavæðingu Landssímans, ríkis-
stjórnin, sá meirihluti sem hún
styðst við á Alþingi, einkavæðingar-
nefndin og þeir menn sem ganga er-
inda þessara aðila í stjórnunarstöð-
um Landssímans eru ábyrgir fyrir
því að rífa úr almenningseign mik-
ilvæga þjónustustarfsemi sem í of-
análag hefur reynst þjóðinni gull-
moli. Þetta eru þau tengsl sem máli
skipta og siðleysið felst í því að
svipta þjóðina arðvænlegum eignum
sínum.
Í þessu ljósi fannst mér það jaðra
við farsa að hlusta á forstjóra Lands-
símans hæla sér af því í Kastljós-
þætti sjónvarpsins 10. október sl. að
hann hefði vikið úr starfi tímabundið
vegna tengsla sinna í fjármálaheim-
inum. Hann sagði að þessi tengsl
gætu truflað sölu Símans. Hann
kvaðst gera þetta að ráði einkavæð-
ingarnefndar ríkisstjórnarinnar en
það gleddi sig jafnframt óumræði-
lega að gerast nú forgöngumaður um
að siðvæða íslenskt viðskiptalíf með
þessu athæfi sínu. Ég er sannfærð
um að margir hafi gerst nokkuð sljó-
ir til augnanna við þessi ummæli.
Forstjóri Lands-
símans siðvæðir
Ragnhildur
Guðmundsdóttir
Höfundur er fyrrverandi formaður
Félags íslenskra símamanna.
Viðskipti
Flestum finnst okkur
við eiga Símann, segir
Ragnhildur Guðmunds-
dóttir, og við viljum
helst ekki láta taka hann
af okkur.