Morgunblaðið - 23.10.2001, Page 39

Morgunblaðið - 23.10.2001, Page 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 39 á innimálningu Íslensk gæðamálning miðað við 10 lítra dós í ljósum lit, gljástig 10. TILBOÐ H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Skeifunni 4, Reykjavík s: 568 7878 Snorrabraut 56, Reykjavík s: 561 6132 Stórhöfða 44, Reykjavík s: 567 4400 Austursíðu 2, Akureyri s: 464 9012 Hafnargötu 90, Keflavík s: 421 4790 Dalvegi 4, Kópavogi s: 540 9100 Bæjarlind 6, Kópavogi s: 544 4411 Harpa Sjöfn málningarverslanir 470 kr. 20-40% afsláttur af allri innimálningu Verð á lítra frá Fagleg ráðgjöf og þjónusta fyrir einstaklinga. Rannsóknarráð Ís- lands kynnti á dögun- um breytt form rann- sóknarstyrkja Vís- indasjóðs. Megin- breytingarnar eru þær að settur hefur verið upp nýr flokkur stærri styrkja veittra til grunnrannsókna, auk þess sem hinir hefðbundnu verkefna- styrkir sjóðsins eru nú bundnir við til- teknar upphæðir. Hinn nýi flokkur styrkja Vísindasjóðs er nefndur öndvegis- styrkir en upphæð þeirra er 5 til 10 milljónir kr. á ári til allt að þriggja ára til hvers verkefnis fyrir sig. Verkefnastyrk- irnir, sem áður miðuðust við heild- arkostnað verkefna, miðast nú við 1.500 þús. kr, 1.000 þús. kr. eða lægri upphæð en 1.000 þús.kr. á hvert verkefni sem sótt er um styrk fyrir. Skilyrði sem umsóknir, jafnt fyrir öndvegisstyrki og verkefna- styrki, þurfa að uppfylla eru óbreytt frá því sem áður var en miðað er við að verkefni sem hljóti öndvegisstyrki feli í sér mótfram- lag stofnana eða fyrirtækja þar sem rannsóknirnar munu fara fram. Mótframlag þetta skal, sam- kvæmt reglum sjóðsins, vera um- talsvert og fólgið í launakostnaði, rannsóknaraðstöðu og fleiru. Ljóst er því að nú geta einungis há- skólastofnanir og stöndugustu fyr- irtæki landsins sótt um styrki í sjóðinn. Samkvæmt því sem fram hefur komið við kynningu forráðamanna ráðsins á breytingunum er vonast er til þess að með öndvegisstyrkj- unum opnist nýjar leiðir til fjár- mögnunar á rannsóknarverkefn- um. Það jákvæða við breyting- arnar er að styrkupphæðir veittar til verkefna hafa verið hækkaðar umtalsvert frá því sem áður var. En ef öndvegisstyrkirnir eru skoð- aðar með tilliti til möguleika sjálf- stætt starfandi fræðimanna á að sækja um þá má glöggt sjá nei- kvæðar hliðar breytinganna, því að þessir aðilar geta sjaldnast lagt fram umtalsvert mótframlag til rannsókna sinna eins og gerð er krafa um nú. Sömu sögu má segja um verkefna- styrkina. Þeir eru nú bundnir við fastar upphæðir sem eru það lágar að ógerningur er að reka rannsókn með verkefnastyrk nema til mótframlags komi. Umsækjendum er í þessu tilliti bent á að sækja um öndveg- isstyrki ef heildar- kostnaður er hærri en 1.000 eða 1.500 þús. kr. Vert er að benda á í þessu samhengi að heildarupphæð sú sem nýta á til úthlut- ana öndvegisstyrkja er 25 milljónir en áætlað er að hver styrkupphæð nemi 5–10 milljónum króna. Rann- sóknarverkefni þau sem hljóta öndvegisstyrki í ár verða því aldrei fleiri en 5 talsins. Athygli vekur að þessi breytta stefna Rannsóknarráðs Íslands gengur þvert á þær tillögur sem menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, kynnti á ársfundi Rannsóknarráðs Íslands 9. apríl sl. varðandi fyrirhugaðar breytingar á lögum ráðsins. Í ræðu sinni mælti Björn gegn því að opinberar rannsóknarstofnanir fjármögnuðu starfsemi sína með styrkjum frá ráðinu. Hann hvatti til þess að styrkjum yrði úthlutað til einstak- linga og fyrirtækja þeirra en ekki til stofnana og ríkisaðila. Innan ReykjavíkurAkademíunn- ar eru starfandi að jafnaði 60 sjálf- stætt starfandi fræðimenn, aðal- lega á sviði hug- og félagsvísinda, en þarna hefur aðstöðu stór hluti þeirra fræðimanna sem fjármagna rannsóknarverkefni sín með styrkjum úr Vísindasjóði Rann- sóknarráðs Íslands. Reykjavík- urAkademían er samfélag fræði- manna sem lokið hafa háskóla- menntun og stunda sjálfstæðar rannsóknir á sviði fræða og vís- inda. Markmiðið með stofnun ReykjavíkurAkademíunnar var að skapa fræðimönnum þverfaglegan starfsvettvang en þannig átti að hvetja þá til samstarfs og nýsköp- unar, nokkuð sem ætti að efla grunnrannsóknir innan hug- og fé- lagsvísinda og stuðla að jákvæðum áhrifum á þróun þeirra. Vissulega er það fagnaðarefni að einstakir styrkir Vísindasjóðs hafi hækkað umtalsvert með breyting- um á styrkjaforminu en þau skil- yrði sem sett eru með breyting- unum útiloka sjálfstætt starfandi fræðimenn, fyrirtæki þeirra, svo og minni stofnanir sem margar hverjar eru úti á landsbyggðinni, frá því að eiga möguleika á að sækja um slíka styrki til rannsókn- arverkefna sinna. Afkoma og til- vist einkum og sér í lagi þessara aðila eru háðar styrkveitingum úr innlendum rannsóknarsjóðum og þar gegnir Vísindasjóður stærsta hlutverkinu. Vísindasjóður Rannsóknarráðs Íslands á fyrst og fremst að styrkja grunnrannsóknir á sviði hug- og félagsvísinda en ekki að vera sá aðili sem veitir fjárframlög til hefðbundinna verkefna opin- berra stofnana eða til stöndugustu fyrirtækja landsins. Fyrir þeim eru 5 milljóna króna fjárframlög til rannsóknarverkefna eins og dropi í hafið. Íslenskir mennta- og vísindamenn verða að fá tækifæri til að sinna rannsóknarstörfum sínum án bundinna ramma stofn- ana eða fyrirtækja. Nær væri því að beina úthlutunum úr sjóðnum að mestu til sjálfstætt starfandi fræðimanna og þar með væri ráðinu kleift að úthluta hærri styrkjum til færri aðila. Öndvegisstyrkir Vísindasjóðs Steinunn Kristjánsdóttir Rannsóknarstyrkir Þau skilyrði sem sett eru, segir Steinunn Kristjánsdóttir, útiloka sjálfstætt starfandi fræðimenn, fyrirtæki þeirra, svo og minni stofnanir frá því að eiga möguleika á að sækja um slíka styrki. Höfundur er fornleifafræðingur og formaður stjórnar Reykjavíkur- Akademíunnar. strets- gallabuxur tískuverslun v. Nesveg, Seltjarnarnesi. sími 561 1680. Kringlunni - sími 588 1680. Bómullar-satín og silki-damask rúmföt Skólavörðustíg 21, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.