Morgunblaðið - 23.10.2001, Side 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 41
heima var amma tilbúin með fulla
potta af mat handa fólkinu. Og
þarna voru þær svo komnar syst-
urnar hennar ömmu og þeirra mak-
ar og þetta voru: Efemía og Einar
Jónsson, Pálína og Þorsteinn Lofts-
son, Þorbjörg og Júlíus Evert og
Elín, ekkja Sveinbjarnar Egilsson-
ar. Eftir að gist var nokkrar nætur
hjá ömmu og afa, var haldið af stað
til Ólafsvíkur til að heimsækja Guð-
björgu systur og Sigtrygg og Guð-
brand bróður og Elínu. Þegar hald-
ið var til baka, fylgdu systkinin úr
Ólafsvík stundum hópnum suður í
Böðvarsholt og þá var mikið hlegið
og skrafað yfir matar- og kaffihlað-
borðum ömmu Bjarnveigar. Sigurð-
ur bróðir þeirra kom líka oft sunnan
úr Reykjavík og stundum Vigfús úr
Hafnarfirði. Guð blessi minningu
þessa góða fólks.
En það var ekki eilíft sumar og
sól. Ég á einmitt minningar um að
þegar leið á haust og rökkrið færð-
ist yfir, þá gerðist heimasætan unga
í Böðvarsholti ætíð kvöldsvæf. Var
látin hátta snemma og datt fljótlega
útaf frá uppáhalds iðju sinni lestr-
inum. Það var einmitt einn haust-
dag að þau komu feðginin Guð-
brandur og Guðrún. Hann þurfti að
fara lengra í einhverjum erinda-
gjörðum, en frænka var eftir á með-
an. Þegar kominn var háttatími hjá
mér settist Guðrún við rúmstokkinn
og hóf að endursegja mér sögu úr
bók sem ég átti ekki en hún hafði
nýlega fengið. Sagan var um tat-
aratelpu sem lenti í miklum raun-
um, en þó hún væri spennandi fór
samt svo að svefninn sigraði mig og
þegar ég vaknaði næsta morgunn
voru gestirnir auðvitað löngu farn-
ir. Eftir nokkra daga var ferð frá
Ólafsvík og þá barst mér bókin að
láni frá Guðrúnu, svo ég missti nú
ekki af endinum. Svona var hugul-
semin alltaf við mig.
Það var heilt ævintýri fyrir unga
telpu að fá að fara til Ólafsvíkur í
heimsókn. Þar voru svo margir nán-
ir ættingjar, sem alltaf voru mér
svo innilega góðir. Ef ég fór með
ömmu fórum við auðvitað alltaf í
heimsókn til Guðbrands, Elínar og
Guðrúnar. það var svo skemmtilegt.
Guðbrandur var á sinn hæga hátt
svo elskulegur og sagði mörg gull-
kornin sem hann laumaði út úr sér,
með sínum sérstaka blæ. Hjá Elínu
var allt svo fínt, fágað og glansandi
út úr dyrum og mér fannst herberg-
in svo stór og húsgögnin falleg. Hún
sjálf var svo einstök. Alltaf svo glöð
og glettin og hún lék allt fyrir mann
um leið og hún sagði frá – stundum
mörg hlutverk í heilu „kómedíun-
um“. Hún sá alltaf spaugilegu hlið-
arnar á flestu. Þau voru yndisleg
hjón Guðbrandur og Elín.
Þegar ég fermdist og mamma
bauð þeim hjónum í veisluna, mundi
mamma alltar svar Guðbrands, sem
henni fannst svo einkennandi fyrir
hug hans til okkar. Það hljóðaði svo,
sagt hægt og með festu: – Ég hefði
komið þó mér hefði ekki verið boðið.
Alltaf sendu þau mér jólagjafir
og frá þeim fékk ég gullfallegt og
sérstakt silfurarmband í ferm-
ingargjöf. Armbandið á ég enn.
Sú lífsferð er löng sem staðið hef-
ur í nær heila öld. Það er því vitað
mál hvílíkar gífurlegar breytingar
frændi minn hefur upplifað á sínum
rúmlega 94ra ára ferli. Hann var
góðum gáfum gæddur. Hafði alltaf
mikinn áhuga á því sem var að ger-
ast í þjóðfélaginu og sinnti störfum
sínum, m.a. sem oddviti Ólafsvíkur
á sínum tíma, af stakri samvisku-
semi og heilindum.
Ég leyfi mér fyrir hönd Böðvars-
holtsbarnanna, sem ég kalla svo,
þ.e. eftirlifandi móðursystkina
minna Ólafar, Guðjóns og Gunnars,
ásamt Friðriki Lindberg, Bjarn-
veigu Karlsdóttur og mér, sem
þessar línur rita, er áttum skjól hjá
ömmu og afa í Böðvarsholti, að
þakka samfylgdina og tryggðina
sem frændi okkar bar til fólksins
síns og æskustöðva sinna og kom
líka fram í hagleik handa hans en
hann var listamaður í eðli sínu og
gerði fagra og ómetanlega gripi.
Við Sævar sendum innilegar
samúðarkveðjur til Guðrúnar og
Guttorms og biðjum Guð að geyma
þau góðu hjón Elínu og Guðbrand í
Landi eilífðarinnar. Blessuð sé
minning þeirra.
Álfheiður Bjarnadóttir.
Elsku Guðbrandur, guð blessi þig
að eilífu.
Þó missi ég heyrn og mál og róm
og máttinn ég þverra finni,
þá sofna ég hinzt við dauðadóm,
ó, Drottinn, gef sálu minni
að vakna við söngsins helga hljóm
í himneskri kirkju þinni.
(Ólína Andrésdóttir.)
Kveðja.
Halla Eyjólfsdóttir yngri.
Hafi nokkur átt skilið sæmdar-
heitið heiðursmaður, þá var það
Guðbrandur Vigfússon. Orð hans
voru betri en þinglýstir pappírar
annarra. Hann var sjálfstæðismað-
ur af gamla skólanum, lagði áherslu
á frelsi og sjálfstæði einstaklingsins
en jafnframt og ekki síður ábyrgð
hans á eigin lífi og athöfnum. Guð-
brandur var ekki maður margra
orða en þegar hann talaði hlustuðu
nærstaddir. Hann var afskaplega
sanngjarn maður og tillitssamur,
hjálpsamur grönnum sínum og vin-
um, dómharka og hleypidómar voru
víðsfjarri hans skapgerð og hann lét
hvern mann njóta sannmælis.
Snyrtimennsku hans var við brugð-
ið og þótt hann starfaði lengst af að
iðn sinni, vélsmíðinni, sem þykir
ekki með hreinlegri störfum, var
hann jafnan eins og hreinn og
strokinn, hvað sem á dundi. Guð-
brandur var afskaplega hagur mað-
ur, verkhygginn og verklaginn og
er hann settist í helgan stein átti
hann margar stundir við rennibekk-
inn sinn og smíðaði ýmsa búshluti
sem prýða margt heimilið og jafnvel
fegurstu skartgripi.
Mannkostir Guðbrands og traust
samborgara hans leiddi af sér að
hann varð að láta undan þrýstingi
um að taka virkan þátt í sveitar-
stjórnarmálum í heimabyggð sinni.
Var hann valinn oddviti í vöskum
hópi manna úr öllum stjórnmála-
flokkum, sem tóku höndum saman
um að rífa sveitarfélagið upp úr
fjárhagslegri öskustó á öndverðum
sjöunda áratugnum og gott betur
en það, því meðan þessa hóps naut
við í sveitarstjórnarmálum kaup-
staðarins urðu miklar framfarir í
Ólafsvík sem enn sér stað og íbúar
njóta góðs af. Er ekki að efa að þeir
íbúar Ólafsvíkur, sem lifðu og muna
þessi ár, þakka Guðbrandi og fé-
lögum hans í sveitarstjórn á þessum
árum þau afrek, sem þar voru unn-
in.
Guðbrandur var kvæntur Elínu
Snæbjörnsdóttur frá Ólafsvík, en
hún lést fyrir nokkrum árum. Þau
hjónin áttu eina dóttur barna, Guð-
rúnu, en hún er tvígift. Hún missti
fyrri mann sinn, Jóhann Ólason raf-
magnstæknifræðing, eftir tiltölu-
lega skamma sambúð, en giftist síð-
ar Guttormi Þormar verkfræðingi
og átti Guðbrandur skjól hjá þeim
hin síðari ár. Var afskaplega kært
með þeim öllum þremur og einlæg
samstaða um smátt og stórt í dag-
legu lífi.
Sá sem þetta ritar átti því láni að
fagna að búa nánast við hlið þeirra
Guðbrands og Elínar frá fyrstu
bernsku til fullorðinsára. Við systk-
inin áttum ævinlega víst skjól hjá
þeim ef á þurfti að halda og náin
vinátta var með þeim hjónum og
foreldrum okkar sem aldrei bar
skugga á. Ekki hefur heldur dregið
úr sambandi fjölskyldnanna einlæg
og óslítandi vinátta þeirra stall-
systra Guðrúnar og Kristbjargar,
systurinnar í okkar hópi. Fyrir allt
það, sem þau voru okkur systkinun-
um, verður líklega aldrei hægt að
þakka sem vert væri.
Við kveðjum nú Guðbrand Vig-
fússon og þökkum honum sam-
fylgdina. Við vitum að það hefur
verið tekið vel á móti honum þar
sem andi hans dvelur nú. Guðrúnu
og Guttormi er vottuð einlæg sam-
úð. Megi minning hans lifa.
Guðbr. Þorkell Guðbrandsson.
Fleiri minningargreinar um Guð-
brand Vigfússon bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Davíð Osvaldsson
útfararstjóri
Sími 551 3485 • Fax 568 1129
Áratuga reynsla
í umsjón útfara
Önnumst alla þætti
Vaktsími allan sólarhringinn
896 8284
!
"#$%#
! !
" # $
&& % '()* &
+%
,& & &
&
& -. /0&
& & 0% &
1 1. 21. (
3
45 ''3
6 .#7
2
% &$ $ &
'( /(
& &
, (
2 & 8& /$.
2 0 2&
1 1. 1 1 1. (
)
99
553/ ''3
2:0
:
"$
%+
16;<
"#$%#
% *
!
%+!
',-
*((
. !
!
%
/
+ 0& =% 2&
/ &&
5 1& -"$&&
8& & =&% &
1 1. 1 1 1. (
) /
"
9>
4 9
''3
?#%7@
"#$%#
0 /$ (/$
8& 1$.=()&
8& 1$./(& &
, 8&& 1
:(=$
1 1. "# (
/
"
:3/
3 3/A
>'-3 ''3
. ,<
16
% 1 2/ !
3 '(
4
!
%5 ! '-
,,(
1
B-
3 -
%
- -
? =$
/3(:20&
:(&
0 =(
&
2
C
1. (
)
-
3 9
/
3+ 4 2/6
% 1 2/ !
3 '( & - & )
(-
.# (-
1$.-(- & + &)
-
?(- &
+%-(- & =
1$.8&&
1 1. 21 (
) /
-D/
E5 ''3
:-'-
5
#
$!
=
C;FFF
#
.#
/ 6" !/ * 2 0'7
% / 8 '(/
+ !3 /
4 ." .
"! %
%92/3 '
:((
+"
2
:
(