Morgunblaðið - 23.10.2001, Side 42

Morgunblaðið - 23.10.2001, Side 42
MINNINGAR 42 ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Emma KristínReyndal fæddist í Vestmannaeyjum, 25. janúar 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 15. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðjón Eyjólfsson, útvegsbóndi á Kirkjubæ, f. 9.3. 1872, d. 14.7. 1935, og kona hans, Halla Guðmundsdóttir, f. 4.9. 1876, d. 7.9. 1939. Emma var 12. í röð 14 systkina sem öll eru látin. Þau voru: Guðmund- ur, f. 28.4. 1900, d. 16.12. 1924; Jó- hann Eyjólfur, f. 20.12. 1901, d. 20.8. 1924; Gunnar, f. 12.10. 1903, d. 21.11. 1903; Kristinn, f. 7.10. 1904, d. 18.10. 1904; Gunnar, f. 6.12. 1905, d. 6.2. 1938; Sigrún, f. 9.7. 1907, d. 20.6. 1967; Þórdís, f. 26.11. 1908, d. 2.6. 1995; Jórunn, f. 11.4. 1955, Emmu í móðurstað og tók að sér uppeldi hennar. Emma giftist 18. nóvember 1939, Guðna Eyjólfssyni, skipstjóra og síðar vigtarmanni, f. 1.11. 1916. Börn þeirra eru: 1) Erna Sigríður, f. 12.10. 1940, gift Einari Jóni Ólafs- syni, f. 26.12. 1938. Þeirra synir eru Einar Gunnar og Guðni Krist- inn. 2) Helgi Þröstur, f. 8.6. 1945, kvæntur Rögnu Ragnarsdóttur, f. 15.4. 1950. Þeirra börn eru Ester Sigríður, Guðni Steinar og Ragn- heiður. 3) Birgir Már, f. 29.10. 1947, kvæntur Ólafínu Ólafsdótt- ur, f. 10.7. 1946. Þeirra dætur eru Emma Heiðrún og Ólöf Inga. Langömmubörnin eru nú fjögur. Emma stundaði nám við Héraðs- skólann á Laugarvatni 1934–1935. Eftir að hún giftist helgaði hún að mestu heimilinu krafta sína en um langt árabil starfaði hún einnig við Verslunina Einar Ólafsson á Akra- nesi. Þau Emma og Guðni bjuggu allan sinn búskap á Akranesi, fyrst á Heiðargerði 12 og síðar á Heið- argerði 10 en síðustu þrjú árin stóð heimili þeirra á Höfðagrund 23. Útför Emmu fer fram frá Akra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 14.2. 1910, d. 28.11. 1995; Þórarinn, f. 20.1. 1912, d. 7.5. 1992; Gísli, f. 20.1. 1914, d. 6.2. 1938; Lilja, f. 16.10. 1915, d. 10.3. 1921; andvana barn, f. 4.3. 1918; Kjartan, f. 22.4. 1919, d. 3.5. 1919. Kjörfor- eldrar Emmu voru hjónin Jóhann Reyn- dal, f. 4.5. 1878, d. 9.9. 1971, og kona hans, Halldóra Kristjáns- dóttir, f. 26.8. 1877, d. í mars 1922. Önnur kjördóttir þeirra var Halldóra Reyndal, f. 7.9. 1903, d. 11.6. 1942, eiginkona Magnúsar Bergssonar, bakarameistara í Vestmannaeyj- um. Eftir lát kjörmóður sinnar árið 1922 gekk systir Halldóru, Sigríð- ur Kristjánsdóttir (Tanta), ættuð frá Tungu í Skutulsfirði, lengi bú- sett í Bolungarvík, f. 30.10. 1870, d. Lífsganga elskulegrar tengdamóð- ur minnar var um margt margslung- in saga þar sem líf hennar framan af ævi tók á sig margar og óvæntar myndir gleði og sorgar og atburða- rásin varð nokkuð sérstæð. Hún var tólfta í röð fjórtán barna þeirra Guð- jóns og Höllu á Kirkjubæ í Vest- mannaeyjum. Áreiðanlega hafa þau góðu hjón haft nokkrar áhyggjur af afkomu barnahópsins stóra og fram- tíð þeirra allra, eins og algengt var þar sem barnmargar fjölskyldur áttu í hlut. Af ástæðum sem mér eru ekki kunnar varð það úr að önnur hjón, þá búsett í Vestmannaeyjum, fengu litlu stúlkuna í sína umsjá og varð hún kjördóttir þeirra en fyrir áttu þau aðra kjördóttur nokkru eldri. Fjöl- skyldan ásamt systur húsfreyjunnar flytur skömmu síðar til Danmerkur og sest þar að. Aðeins rúmum tveim- ur árum eftir komuna þangað and- aðist húsfreyjan, kjörmóðir Emmu og er hún þá aðeins fimm ára gömul. En gæfan fylgdi samt litlu stúlkunni og tók móðursystir hennar, sem flust hafði með þeim, hana í sína umsjá og gekk henni í móðurstað. Þessi elsku- lega kona, sem jafnan var af fjöl- skyldunni kölluð Tanta, varð síðan kjölfestan í lífi Emmu allt til fullorð- insára og aldrei skildu þær fyrr en Tanta lést árið 1955. Þá hafði Emma og fjölskylda hennar getað launað henni uppeldið og leiðsögnina út í líf- ið. Þrátt fyrir það fannst Emmu hún aldrei geta launað sem skyldi þessari góðu konu og virðingin, ástin og þakklætið til hennar dvínaði aldrei. Emma var orðin 12 ára gömul þeg- ar hún flutti aftur heim til Íslands en alltaf hafði þess verið gætt að hún héldi sambandi við foreldra sína og systkini í Vestmannaeyjum. Kjör- systir hennar var þá þegar gift og hafði stofnað heimili í Eyjum. Emma hélt alla tíð traustu og elskulegu sambandi við fólkið sitt þar og voru miklir kærleikar með þeim öllum. Hún var ævinlega sem ein af fjöl- skyldunni frá Kirkjubæ og mat allt sitt fólk afar mikils og þótti vænt um það. Gerði sér enda far um það að viðhalda því góða sambandi sem hún jafnan hafði við þau öll. Eftir heimkomuna bjuggu þær Emma og Tanta um tíma í Reykjavík en fluttu síðan til Akraness árið 1932. Þar kynntist hún eiginmanni sínum Guðna Eyjólfssyni, miklum sómamanni, og hófu þau búskap þar. Hamingjusól þeirra í elskulegu hjónabandi hafði þegar Emma lést staðið í tæplega 62 ár. Mikið jafn- ræði var ávallt með þeim hjónum og hjónaband þeirra einstaklega fagurt og ástríkt. Vissulega til eftirbreytni allt hið fagra og trausta hjónaband þeirra og heilbrigða fjölskyldulíf og vandfundin tel ég hafa verið sam- hentari hjón. Emma var mikil hús- móðir og bar óvenju fallegt og elsku- legt heimili þeirra vott um það. Hún var gestrisin með afbrigðum og þar stóð jafnan veisluborð ef gesti bar að garði. Hún var einnig mikil hann- yrðakona og gerði fjölmargt fagurra muna og var allt hennar handbragð sérstaklega vandað. Þá hafði hún mikið yndi af því að annast um garð- inn sinn og blómin og sinnti því öllu af sérstakri natni og smekkvísi enda hlaut garður þeirra hjóna í Heiðar- gerði 10 að minnsta kosti tvisvar verðlaun fyrir fagurt útlit. Dugnaði hennar var við brugðið og féll henni aldrei verk úr hendi. Hún leysti öll sín verk þannig að til mikils sóma var. Hún var afskaplega trygglynd, mikill vinur vina sinna og lét hvar- vetna gott af sér leiða. Við í Einarsbúð áttum því láni að fagna að hafa Emmu sem starfsmann í yfir 30 ár og urðu dagleg samskipti til þess að styrkja samband okkar enn frekar. Eðliskostir hennar og öll hennar nærvera var þannig að á betra varð ekki kosið og vandfundinn betri starfsmaður. Emma hafði alla tíð verið mjög heilsugóð en síðustu þrjú árin tók að halla undan fæti. Síð- asta árið dvaldu hún á E-deild Sjúkrahússins á Akranesi og naut þar framúrskarandi góðrar umönn- unar, sem ég nú við leiðarlok vil fyrir hönd fjölskyldu hennar þakka af heil- um hug. Tengdamóðir mín var mikil gæfu- manneskja og sannarlega göfug kona. Hún var elskuð, virt og dáð af allri sinni fjölskyldu enda gaf hún af sjálfri sér allt það er hún mátti, eig- inmanninum, börnunum, tengda- börnunum, barnabörnunum og öðr- um afkomendum. Hún hjálpaði og studdi svo sem best mátti verða og vakti yfir velferð þeirra allra. Ham- ingjusól hennar skein skært um langa tíð en þá er kraftar þverra er sannarlega sælt að vita sína sofna sátta inn í aftanskin sólarlagsins. Við Erna og synir okkar Einar Gunnar og Guðni Kristinn drúpum höfði í ein- lægri þökk fyrir allt sem hún Emma var okkur, þakkir fyrir alla umhyggj- una, ástúðina og hjálpsemina, sem aldrei mun gleymast. Guð veri með og vaki yfir henni um eilífð alla. Einar Jón Ólafsson. Elsku amma Stína. Nú ert þú farin frá okkur. Það er svo sárt að kveðja, þó að ég viti að nú líður þér betur eft- ir erfitt ár. Allar góðu minningarnar koma fram og mér finnst svo stutt síðan ég var lítil stelpa að skottast með ömmu. Það var alltaf svo gott að koma í heimsókn til þín og afa. Nánast um hverja helgi kom ég í morgunkaffi með pabba og þá fékk ég bestu brún- EMMA REYNDAL ✝ Unnur FjólaFinnbogadóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 16. desember 1917. Hún lést á Landakots- spítala 15. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Finnbogi Finnboga- son, skipstjóri, f. 11.5. 1891, d. 3.4. 1979, og Sesselja Einarsdóttir, f. 11.3. 1891, d. 14.10. 1964. Þau bjuggu allan sinn búskap í Vest- mannaeyjum. Systkini Fjólu eru: 1) Rósa Jórunn, f. 27.9. 1914, d. 28.10. 1994, maki Ásgeir Bjarna- son, f. 10.6. 1910, d. 13.4. 1978. 2) Kristinn Árni, f. 7.11. 1916, maki Reidun Finnbogason, f. 5.5. 1923, d. 30.7. 1994. 3) Lilja, f. 15.2. 1920, d. 1.5. 1959, fyrri maki Gunnar Jónas Þórðarson, f. 20.5. 1914, d. 8.6. 1950, seinni maki f. 4. júlí, 1949. Barn: Halldór Guð- jón Jónasson, f. 1967. c) Finnbogi, f. 27. janúar 1952, kvæntur Eyju Halldórsdóttur, f. 10. júní 1954. Börn þeirra: Fjóla, f. 1980, Fann- ey, f. 1988. Áður hafði Eyja eign- ast Halldór Jón Sævarsson, f. 1971. d) Þórður Guðjón, f. 10. júlí, 1955, kvæntur Karólínu Gunnars- dóttur, f. 22. október 1958. Börn þeirra eru: Elma Rut, f. 1980, Gunnar Örn, f. 1982, og Jakob Trausti, f. 1989. Fjóla ólst upp í föðurhúsum í Vestmannaeyjum, fyrst í Norður- garði, síðan í Bræðraborg og að lokum í Vallatúni. Rúmlega tví- tug fluttist hún upp á land og vann lengst af við þjónustu- og af- greiðslustörf. Fjóla hóf búskap með Halldóri og samhliða heim- ilisstörfum og barnauppeldi tók hún þátt í atvinnurekstri eigin- manns síns. Saman tóku þau þátt í ýmsum félagsstörfum og var hún meðal annarra stofnandi KEM, kvenfélags eiginkvenna málara- meistara, Kvenfélaginu Heimaey og Sinawik. Einnig var hún þátt- takandi í Oddfellowreglunni. Útför Fjólu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Emil Sigurðsson, f. 8.1. 1924. 4) Ólafur Tryggvi, f. 9.8. 1922, d. 14.2. 1999, maki Unnur Jónsdóttir, f. 24.5. 1922. 5) Ásta Guðfinna, f. 21.2. 1927, maki Björgvin Guðmundur Þórðar- son, f. 11.5. 1924, d. 26.5. 2001. 6) Finn- boga Gréta, f. 31.3. 1929, maki Jón Trausti Eyjólfsson, f. 22.11. 1927. Hinn 20. apríl 1946 giftist Fjóla Halldóri Guðjóni Magnússyni málara- meistara, f. 21.5. 1916, d. 29.6. 2000, og bjuggu þau allan sinn búskap í Reykjavík. Þau eignuð- ust fjögur börn: a) Magnús Krist- ján, f. 2. maí 1947, kvæntur Krist- ínu Ólafsdóttur, f. 23. mars, 1950. Börn þeirra eru Unnur Gyða, f. 1976, Ólafur, f. 1980, og Halldór Guðjón, f. 1984. b) Jónína Birna, Okkur langar með nokkrum orðum að minnast ömmu okkar, Fjólu Finn- bogadóttur. Amma Fjóla var fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Henni þótti ákaf- lega vænt um eyjuna sína og var óþreytandi að segja okkur skemmti- legar sögur af uppvaxtarárunum. Sögur úr Bræðraborg og Vallatúni þar sem systkinin sjö voru uppalin. Systkinahópurinn var mjög samheld- inn og voru ætíð sterk tengsl þeirra í milli og mikill samgangur á milli fjöl- skyldna þeirra. Amma giftist Halldóri Magnússyni málarameistara árið 1946 og hófu þau búskap á Sólvallagötunni. Eftir stutta viðdvöl á Eiríksgötu fluttu þau á Hjarðarhagann þar sem þau bjuggu í 25 ár. Þaðan man Unnur fyrst eftir ömmu og afa. Það var svo gaman að koma til þeirra, þau áttu svo marga skrýtna, skemmtilega hluti, enda höfðu þau ferðast víða. Í loftinu var líka svo fallegt málverk sem hægt var að dást að og ekki skemmdi fyrir að amma átti alltaf nýbakað gúmmelaði sem var svo gott í litla munna. Í lok áttunda áratugarins hófu amma og afi að byggja raðhús í Ár- bænum ásamt dóttur sinni, við hlið foreldra okkar. Einnig byggðu þau þriðja húsið í lengjunni í von um að annar sonur þeirra myndi setjast þar að með sína fjölskyldu. Slíkur var dugnaðurinn í þeim og samgangurinn í fjölskyldunni. Við systkinin nutum þannig þeirra forréttinda að hafa ömmu og afa í næsta húsi. Í tuttugu ár vorum við með annan fótinn inni á heimili þeirra og ótal góðar minning- ar sækja að um þessar mundir. Það var svo gott að geta leitað til þeirra. Við komum iðulega til ömmu eftir skóla, fengum að borða og sátum hjá henni fram eftir degi. Hún hjálpaði okkur með heimanámið, hlustaði þol- inmóð á sögur úr skólanum, leyfði okkur að hjálpa sér við baksturinn og svona mætti lengi telja. Á heimilinu var ávallt mikill gesta- gangur enda amma og afi vinamörg og ákaflega gestrisin. Amma sagði okkur einu sinni að eina ástæðan fyrir hinum fjölmörgu boðum í Melbænum væri sú að hún hefði svo gaman af að bjóða til sín fólki, annars myndi hún nú ekki standa í þessu. Amma og afi voru mjög öflug í fé- lagsstarfi og var amma m.a. virkur meðlimur í Oddfellow-kvenfélaginu Heimaey og einn stofnandi kven- félags eiginkvenna málarameistara. Mikill og góður félagsskapur var í kringum þetta starf og oft gistu er- lendir gestir í Melbænum. Þrátt fyrir að amma væri ekki langskólagengin og engin málamanneskja gat hún allt- af setið á spjalli við gestina, slík var útgeislun hennar, ánægja af mann- legum samskiptum og bjartsýni að ekki þurfti tungumál til að mynda traust vinatengsl. Við gerðum oft grín að því systkinin þegar við urðum eldri og fórum sjálf að taka þátt í fé- lagsstarfi og skemmta okkur að við, unga fólkið, næðum alls ekki með tærnar þar sem afi og amma höfðu hælana þegar kom að „djamminu“. Amma Fjóla var merkileg kona. Hún bar með sér slíkan þokka og út- geislun að hún bókstaflega ljómaði. Bjartsýnni og jákvæðari manneskju höfum við aldrei kynnst. Hún bjó yfir ótrúlegum dugnaði og eljusemi og hugsaði vel um sína. Hún var svo góð sál, brosmild og hjartahlý að hún snerti streng í hverjum þeim sem kynntist henni. Hún og afi áttu svo vel saman og voru enn svo ástfangin á efri árum að unun var að fylgjast með þeim. Amma var kona sem við vitum að margir hafa tekið sér til fyrir- myndar og munu gera um ókomna tíð. Hún hefur kennt okkur svo margt um hvernig á að gleðjast yfir litlu og njóta alls þess góða sem lífið býður upp á. Við erum svo þakklát fyrir að hafa fengið þennan tíma með henni. Amma lifir áfram í okkur sem þekkt- um hana, bæði í minningunni og í þeirri ást á lífinu sem hún hefur kennt okkur að njóta. Það hafa orðið fagnaðarfundir í himnaríki á mánudaginn þegar þau sameinuðust aftur, amma og afi, eftir rúmlega árs aðskilnað. Ég veit að amma saknaði afa mikið og ósköp hef- ur hann verið glaður að sjá hana aft- ur. Hann hefur tekið á móti henni opnum örmum. Nú líður þeim aftur vel og eru tilbúin að njóta tilverunnar saman um ókomna tíð. Við hin yljum okkur við minningarnar þar til við hittum þau á ný. Unnur Gyða, Ólafur og Halldór. Elsku amma. Mikið eigum við eftir að sakna þín. Það var ekki smá erfitt að vera svona langt í burtu þegar við fréttum andlát þitt. Þú varst veik svo lengi og við vorum búnar að undirbúa okkur, en þegar við fréttum andlát þitt var þetta erfiðara en við höfðum búist við. Við munum eftir þér frískri og veikri. Þegar þú varst frísk varstu alltaf á fartinni og við hlökkuðum allt- af til að koma til ykkar afa í Melbæ- inn. Alltaf þegar við komum til Reykjavíkur með Herjólfi fékk maður mjólk og smákökur og síðan rauk maður út í glugga og horfði yfir Fylk- isvöllinn. Síðan eftir að þú veiktist breyttist allt. Við munum eftir þér á seinustu jól- um þegar öll fjölskyldan var saman í Melbænum. Þá varstu svo glöð og okkur leið svo vel hjá þér. Þegar við horfum á spólur af þér t.d. þegar við vorum í fríi í Hollandi voruð þið alltaf glöð og við fórum oft í hjólreiðatúr, tennis og fótbolta. Og við munum eftir mörgum öðr- um skemmtilegum ferðalögum með ykkur afa. Mér fannst svo gott að geta verið hjá þér seinustu stundir þínar (Fjóla yngri). Við söknum þín, elsku amma. Nú er það dauðinn sem aðskilur okkur. Þú kemur til okkar í draumum og við minnumst þín á myndum. Nú ertu farin frá okkur. Við elskum þig og söknum þín. Fjóla og Fanney. Úti í Ystakletti, úti í Ystakletti, álfkonan býr. Eitt sinn kom hún til mín, eitt sinn kom hún til mín, kurteis og hýr. Með söngvum seiddi og ljúft mig leiddi, hún leiða vildi mig í bergið inn. Enginn veit og enginn veit hvað bergið bláa geymir, blómin loka krónunum og hamravættin dreymir. Alda, alda, alda bláa kalda út við bergið kveður ljóðin sín. Þannig hljómaði ljóðið hennar Fjólu, það söng hún og stýrði okkur hinum áfram hvar sem fleiri en tveir voru saman komnir til söngs. Við munum aldrei syngja þetta lag öðru- vísi en að minnast okkar kæru systur og mágkonu um ókomna tíð. Síðast sungum við saman um álfkonuna í Ystakletti á ættarmótinu í Eyjum í sumar. Styrkur hennar og lífsvilji var einstakur og okkur þótti öllum óum- ræðilega vænt um að eiga þessa stund með henni. Stillur haustsins færðu Fjólu frið- inn. Þegar laufin í trjánum tóku á sig þá fegurstu liti sem systir okkar unni, lauk ævi hennar. Við stöldrum við og drúpum höfði. Samleið okkar er löng og farsæl og hvarvetna þar sem fjöl- skyldan var saman komin, var Fjóla í fararbroddi með Halldór sinn sér við hlið. Við systkinin munum vel hversu skelegg systir okkar var og ætlaði sér ótrauð að styðja við bak foreldra okk- ar þegar ráðist var í að kaupa Valla- UNNUR FJÓLA FINNBOGADÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.