Morgunblaðið - 23.10.2001, Page 51
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 51
Ingólfsstræti 3 sími 552 5450 www.afs.is
Viltu alþjóðlega menntun?
Nýtt tungumál? Meira sjálfstraust?
Ertu á aldrinum 15-18 ára?
Eigum enn laus pláss til landa í Suður-Ameríku.
Brottför í febrúar 2002.
Umsóknarfrestur er að renna út.
Erum að taka á móti umsóknum til
fjölmargra landa. Brottför júní-september 2002.
Ársdvöl, hálfsársdvöl og sumardvöl.
Alþjóðleg fræðsla
og samskipti
Viltu öðlast
meiri víðsýni?
Langar þig að kynnast
annarri menningu?
Viltu kanna ókunn lönd?
Mörkinni 6, 108 Reykjavík, sími 588 5518
Ný sending
Ullar- og kasmírkápur
Flottir aðskornir heilsársfrakkar
Skipholti 35 sími 588 1955
King
Koil
Ein mesta selda heilsudýnan í heiminum
Alþjóðasamtök Chiropractora mæla með
King Koil heilsudýnunum.
Amerískar lúxus
heilsudýnur
Tilboð!
Verðdæmi:
King áður kr. 184.350 nú kr. 136.420
Queen áður kr. 134.900 nú kr. 99.840
FATLAÐUR vinur minn kom að
máli við mig á dögunum. Hann hafði
miklar áhyggjur af slælegum árangri
þjóðarinnar í
júróvisíon nú
snemmsumars.
Þrjú stig á Park-
en voru að hans
mati langt fyrir
neðan þann ár-
angur sem lag
hins nýja þjóð-
skálds, Einars
Bárðarsonar, átti
að ná. Að mati
vinar míns hlakkaði hann mikið til
þess að sjá Birtu í toppbaráttunni,
vonbrigðin urðu því mikil.
Íslendingar hafa nú verið þátttak-
endur í júróvisíon frá árinu 1986. Það
var Gleðibankinn sem reið á vaðið og
síðan hafa margar perlur verið send-
ar fyrir Íslands hönd. Skemmst er að
minnast laga eins og Hægt og hljótt,
Sókratesar og Eitt lag enn.
Með „Einu lagi enn“ sýndum við ís-
lendingar að þjóðlagatónlist okkar,
Skagfirska sveiflan, á fullt erindi á
borð stærri þjóða. Flytjendurnir
Sigga og Grétar heilluðu Evrópubúa
með líflegri framkomu og Íslending-
ar tóku andköf af spenningi þegar
Eitt lag enn barðist um toppsæti í
júróvision og endaði í þriðja sæti.
Löng vegferð að sigri var hafin.
Næst sá þjóðin grilla í fyrsta sætið
árið 1999, þegar Selma söng á íðilfag-
urri engilsaxnesku „I’m all out of
luck“.
Ekki eru allir sammála
Það eru ekki allir sammála því að
Íslendingar eigi að taka þátt í
Söngvakeppni evrópskra sjónvarps-
stöðva. Ég og vinur minn erum þó
sammála um það að heimsþorpið sé
alltaf að minnka og því sé þátttaka
þjóðarinnar í keppni sem þessari
nauðsynleg. Betri vettvangur til að
koma tónlistarsköpun þjóðarinnar á
framfæri er varla til. Margir tónlist-
armenn sem hafa farið fyrir okkar
hönd hafa jafnvel fengið símtöl frá
umboðsmönnum erlendis frá.
Eins og flestum er kunnugt lenti
Ísland í næstsíðasta sæti nú í ár.
Samkvæmt reglunum fáum við því
ekki keppnisrétt aftur fyrr en árið
2003. En þá er að nota tímann vel.
Það er skoðun mín að nú eigi þjóðin
marga efnilega fulltrúa í hina virtu
júróvisíonkeppni. Íslendingar eiga
því að leggja allan efa um réttmæti
þess að taka þátt til hliðar. Að vísu er
þetta dýrt og peningunum kannski
betur komið hjá heimilislausum í
Reykjavík. En þetta er hluti af Evr-
ópumenningunni og undan því getum
við ekki skorast.
Ekki ráð nema í tíma sé tekið.
Vegna mikils áhuga á Söngva-
keppninni stendur mér ekki á sama
um framkvæmd keppninnar árið
2003. Nú þurfum við að ákveða hver
fer í víking fyrir Íslands hönd og
kemur okkur á verðlaunapall. Það er
einn tónlistarmaður sem ég hef fylgst
vel með undanfarin ár. Þið þekkið
hann flest. Eftir hann liggja ódauðleg
lög eins og Hollywood, Can’t Walk
away og Svaraðu. Þegar ég hugsa um
hinn merka tónlistarmann Herbert
Guðmundsson kemur mér í huga hin
svala poppstjarna sem kom Can’t
Walk away inn á topp breskra vin-
sældarlista um árið. Veraldarvanan
mann sem lagði leið sína um sléttur
Ameríku í rauðum blæjubíl. Herbert
er í rauninni einstakur. Hann átti
flottustu endurkomu í íslenskri tón-
listarsögu og hefur síðan ekkert sleg-
ið af.
Árið 2000 voru það hinir dönsku
Olsenbræður sem sigruðu í keppn-
inni. Tveir reyndir popparar sem áttu
að baki fjölda vinsælla laga. Herbert
Guðmundsson er að mínu mati Olsen-
bróðir okkar Íslendinga. Hann hefur
reynsluna, útlitið, hæfileikana og þá
stóísku ró sem einkenndi angurvær-
an flutning þeirra Olsenbræðra á lag-
inu „Fly on the wings of love“.
Fyrir hönd okkar vinanna skora ég
á Herbert Guðmundsson að fara að
huga að því að semja nýtt lag í anda
Hollywood fyrir Söngvakeppni evr-
ópskra sjónarpsstöðva 2003. Ég veit
að þjóðin er mér sammála. Svaraðu
kallinu, Herbert!
MAGNÚS EINARSSON,
nemi við Viðskiptaháskólann
á Bifröst.
Svaraðu kallinu!
Frá Magnúsi Einarssyni:
Magnús
Einarsson
KÆRA Ingibjörg Sólrún.
Ekki hafði mig grunað að ég ætti
eftir að skrifa þér aðdáandabréf. Að
vísu átt þú það margfaldlega skilið,
svo oft sem ég hefi dáðst að þér við
ýmis tækifæri. Einkum hefur mér
þótt vænt um að sjá í blöðum og
sjónvarpi hvað þú ert broshýr og
elskuleg, þegar þú ert að hlúa að
lista- og menningarmálum. Oft hef-
ur legið við að ég táraðist af hrifn-
ingu. En nú tárast ég af öðrum
ástæðum. Þær eru þessar: Tónlist-
arkennarar hafa dregist aftur úr
öðrum í launasamningum á allmörg-
um síðustu árum. Mér má standa á
sama, því við hjónin erum bæði með
viðunandi eftirlaun. En mér rennur
til rifja að sjá vini mína og sam-
starfsmenn við Söngskólann í
Reykjavík dapra og niðurdregna
vegna þeirrar vanvirðingar sem
þeim þykir yfirvöldin sýna þeim.
Laun þeirra eru í engum saman-
burði við laun annarra kennara. Þeir
hafa sannarlega unnið vel að upp-
byggingu skólans. Þegar húsið við
Hverfisgötuna var keypt lögðu
kennararnir á sig mikla vinnu við að
safna fé. Við héldum skemmtanir í
Háskólabíói, skólakórinn söng á
allskonar samkomum, kennarar og
nemendur bökuðu kökur og seldu og
allir kennarar skólans gáfu mánað-
arlaun í söfnunina. Fyrr en varði var
skólinn í okkar eign. Þetta var nú
fyrir aldarfjórðungi. Í dag er þetta
ekki hægt, bæði er það að í dag eru
skemmtanir af ýmsum gerðum út
um alla borgina og svo hitt að marg-
ir af frumkvöðlunum eru orðnir fjör-
gamlir og geta ekki lengur staðið í
stórræðum.
Nú er nóg komið af harmkvælum
og ég sný mér aftur að þér. Kæra
Ingibjörg Sólrún, hvers vegna
stendur þú fyrir því að setja í samn-
inganefnd dragbíta, sem ekki hafa
umboð til að semja um launin? Ég
hef heyrt að þú sért áhugasöm um
tónmenntakennslu í grunnskólum.
Tónmenntakennsla og tónlistar-
kennsla er sitt hvað. Hvert á unga
fólkið að snúa sér til framhaldsnáms
ef kennarar treysta sér ekki til að
halda áfram störfum? Hefur þú
hugsað til þess, hve margir íslenskir
söngvarar eru við störf erlendis?
Hefur þú hugsað til allra þeirra tón-
listarmanna, bæði söngvara og
hljóðfæraleikara, sem nú prýða
menningarflóruna hér á landi, og
ekki síst í Reykjavík? Ef sú flóra
fölnar, er hætt við að fallega brosið
þitt fölni líka, og þess myndi sárt
saknað.
Með kærri kveðju.
GUÐMUNDUR JÓNSSON,
söngvari.
Opið bréf til borgarstjóra
Frá Guðmundi Jónssyni:
4 stk. í pakka verð kr. 2.300.
Kanna í stíl kr. 2.995.
5 mismunandi gerðir.
PIPAR OG SALT
Klapparstíg 44 Sími 562 3614
DARTINGTON GLÖS