Morgunblaðið - 23.10.2001, Qupperneq 52
DAGBÓK
52 ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Víkverji skrifar...
RÁÐSTEFNAN Groundfish For-um var haldin hér á landi í síð-
ustu viku. Það var í fyrsta sinn sem
það var gert, en ráðstefnan hafði ver-
ið skipulögð í Madrid á sama tíma.
Vegna hryðjuverkanna margumtöl-
uðu ákváðu margir skráðra þátttak-
enda að hætta við og virtist sem ráð-
stefnunni yrði aflýst. Þá kom upp sú
hugmynd að halda hana hér á landi
og kannað var hvort menn væru til-
búnir til að koma hingað. Svo reynd-
ist vera og á ótrúlega skömmum tíma
náðist að endurskipuleggja ráðstefn-
una með glæsibrag. Margir hinna er-
lendu þátttakenda áttu vart orð til að
lýsa aðdáun sinni á skipulagningunni
sem var í höndun fyrirtækisins
Kynningar og markaðar. Íslending-
um eru greinilega allir vegir færir í
þessum málum og hér er mikil þekk-
ing á ráðstefnuhaldi en Kynning og
markaður hefur skipulagt þessa ráð-
stefnu frá upphafi og hefur það verið
okkur Íslendingum til sóma.
x x x
VÍKVERJI og kona hans ákváðunýlega að fá sér myndbands-
spólu til að horfa á sér til ánægju og
yndisauka. Fyrir valinu varð
spennumyndin Á röngum stað á
röngum tíma eða Proof of Life eins
og hún heitir á enskunni. Þetta
reyndist ágætis afþreying með góð-
um leikurum og ekki spillti afar fag-
urt landslag. Því ákvað Víkverji að
horfa á alla nafnarununa, sem fylgdi
í lok myndarinnar og komst meðal
annars að því hvar hún var tekin. En
það var annað sem vakti meiri at-
hygli Víkverja. Það kom nefnilega í
ljós að hárgreiðslukona Meg Ryan,
aðalleikkonunnar, bar íslenzkt nafn.
Fríða Aradóttir. Þótt hlutverk henn-
ar í gerð myndarinnar væri ekki
mikið fannst Víkverja nokkuð til
þess koma að Íslendingur kæmi
þarna við sögu, en það er eins og Ís-
lendingar séu alls staðar. Þeir dúkka
upp við ólíklegustu tækifæri. Vík-
verji ætlar reyndar ekki að hafa
mörg orð um frammistöðu hár-
greiðslukonunnar, oftast fannst hon-
um hárið á Meg Ryan ærið tjásulegt
en líklega hefur það átt að vera þann-
ig.
ÁHRIF hryðjuverkanna í Banda-ríkjunum og miltisbrandsher-
ferðarinnar eru meiri en flestir vilja
viðurkenna. Það er hart að þurfa að
sætta sig við það að hryðjuverka-
menn geti haft slík áhrif, en stað-
reyndin er bláköld. Fólk er hrætt við
að ferðast, það fer síður út að borða
og býr sig undir það versta. Þetta
hefur áhrif um allan heim og hefur
meðal annars dregið úr sölu á fersk-
um fiski héðan til Bandaríkjanna.
Reyndar var það verst fyrst og er óð-
um að færast í sama horf og áður
hvað fiskinn varðar og er það vel.
Þetta bitnar einnig á ferðamálum og
rýrir afkomu Flugleiða, sem fyrir
vikið þurfa að fækka ferðum.
Kannski felur þetta einnig í sér eitt-
hvað jákvætt fyrir okkur og lækkun
vaxta og olíuverðs er vissulega já-
kvætt fyrir þjóðarbúið. Kannski á
þetta fár svo eftir að auka ferða-
mennsku til Íslands vegna þess að
ferðamenn sækjast eftir öryggi, sem
þeir hugsanlega finna hérna í þeirri
von að hinn langi armur hryðju-
verkamanna seilist ekki til smáþjóð-
ar eins og okkar. Hvur veit?
Á biðlista í 3 ár
FYRIR ári kom grein í
Morgunblaðinu sem Páll
Pétursson félagsmálaráð-
herra skrifaði um að það
ætti að eyða öllum biðlist-
um á sambýli fyrir árið
2003.
En nú er komið í ljós að
úr því verður ekki því það
vantar svo mikið af hús-
næði. Er stefnt að því að
eyða öllum þessum biðlista
fyrir árið 2006.
Ég er ein af þeim sem
eru á þessum biðlista og er
búin að vera þar í rúm 3 ár.
Ég er mjög óánægð með
hversu lengi ég verð að bíða
eftir plássi og hvað hægt
þetta gengur.
Ása Björk Gísladóttir,
Breiðagerði 6, 108 Rvk.
Ábending
ÁBENDING til dreifingar-
aðila auglýsingabæklinga
annarra en Íslandspósts.
Vinsamlega virðið beiðni
um að slíkur póstur, þar
með talin dagskrárblöð, sé
ekki settur í póstkassa þar
sem þess er óskað. Við
munum að öðrum kosti
endursenda þann póst á
kostnað auglýsenda.
230626-4059.
Skipulögð samtök
Utanríkisráðherra okkar
Íslendinga, Halldór Ás-
grímsson, segir að það taki
10–20 ár að uppræta
hryðjuverkastarfsemi í
heiminum. Þau voðaverk
sem framin hafa verið í
Bandaríkjunum eru líklega
aðeins byrjunin og senni-
lega verður kreppa í heim-
inum.
Í fréttum kemur fram að
stórfyrirtæki í heiminum
greiði milljarða dollar til
hryðjuverkasamtaka til að
þau megi starfa óáreitt og
verði ekki þurrkuð út.
Þetta eru þrælskipulögð
samtök um allan heim.
Glæpamafíurnar í Banda-
ríkjunum og Rússlandi eru
hreinusta peð miðað við
þessar hreyfingar.
Páll Hannesson,
Ægisíðu 86, Rvík.
Tapað/fundið
Týndur álfur
ÁLFURINN okkar hvarf
17.–18. okt. sl. Hann er
smávegis skaddaður á nefi.
Ef einhver hefur séð hann
vinsamlega látið vita í síma
564-2630, v.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
LÁRÉTT:
1 hvergi smeykur, 8
hendi, 9 efla, 10 tek, 11
hluta, 13 handleggur, 15
ísbrú, 18 jurt, 21 kusk, 22
hagnaður, 23 dýrin, 24
verðmætamat.
LÓÐRÉTT:
2 svarar, 3 óps, 4 samtala,
5 afkvæmum, 6 far, 7
langur sláni, 12 málmur,
14 borg, 15 fokka, 16 ölv-
aður, 17 burðarviðir, 18
svarkur, 19 ákæra, 20
svelgurinn.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 Skuld, 4 sukks, 7 negul, 8 Lappi, 9 dót, 11 aurs,
13 vika, 14 klæki, 15 hrjá, 17 krús, 20 átt, 22 kútur, 23
álfur, 24 aðals, 25 nenni.
Lóðrétt: 1 senna, 2 uggur, 3 duld, 4 sult, 5 kappi, 6 seiga,
10 óbært, 12 ská, 13 vik, 15 Hekla, 16 jötna, 18 rofin, 19
syrgi, 20 árás, 21 tákn.
K r o s s g á t a
Á TÍMUM örra tækninýj-
unga vill hið mannlega oft
gleymast. Viðskipti
manna á meðal fara gjarn-
an í gegnum tölvu og svo
er einnig um samskiptin.
Unglingarnir eru upp-
teknir við SMS-skilaboðin
og hafa náð ótrúlegum
hraða við að senda þau.
Það má ekki skilja orð mín
svo að ég sé á móti tækni-
nýjungum því það er ég
alls ekki. Tæknin sparar
okkur tíma. Get ég tekið
sem dæmi að nú eyði ég
ekki drjúgum tíma að bíða
í röð í bankastofnunum til
að greiða reikninga. Held-
ur sest ég niður við tölv-
una heima og borga í
gegnum heimabanka.
Þrátt fyrir tæknina er
þörf fyrir lipra og góða
þjónustu starfsfólks hinna
ýmsu stofnana í þjóðfélag-
inu. Ekki alls fyrir löngu
ákvað ég að fá tilboð í
tryggingar fyrir heimili
mitt og fjölskyldu. Ég vildi
afla mér upplýsinga hjá
nokkrum trygginga-
félögum hér á landi til að
fá nánari upplýsingar um
kjör og innihald trygging-
anna. Fljótt varð ég þess
vísari að mikil samkeppni
er á milli tryggingafélag-
anna og reynir hver hann
best getur að lokka að við-
skiptavininn.
Eftir að hafa talað við
þjónustufulltrúa nokkurra
tryggingafélaga var ég
ekki í nokkrum vafa um
hvert ég ákvað að beina
mínum viðskiptum. Það
var til VÍS. Skýringin á
því er sú að ég var það
lánsamur að tala við
starfsmann sem var ein-
staklega kurteis, lipur og
vel að sér um allar trygg-
ingar. Þessi starfsmaður
gaf sér góðan tíma í að út-
skýra hvaða skilmálar
væru í boði og hvað trygg-
ingarnar fælu í sér. Þann-
ig að ég þurfti alls ekki að
velkjast í vafa um hvað
hver og ein trygging hefði
upp á að bjóða. Þessi um-
ræddi starfsmaður er Sig-
fríður Þórisdóttir, þjón-
ustufulltrúi hjá VÍS. Þessi
góða þjónusta varð til þess
að ég ákvað að færa allar
mínar tryggingar til VÍS.
Að lokum vil ég þakka
fyrir frábæra þjónustu og
minna á að auður hvers
fyrirtækis felst í starfs-
mönnum þess.
Ánægður
viðskiptavinur.
Góð þjónusta hjá VÍS
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Brú-
arfoss kom í gær, Ocean
Tiger og Tokja Maru 31
koma í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Helgafell kemur í dag.
Fréttir
Kattholt. Flóamarkaður í
Kattholti, Stangarhyl 2,
opinn þriðjud. og
fimmtud. kl. 14–17.
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs, Hamraborg
20a. Fataúthlutun kl. 17–
18.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl 9
vinnustofa, kl. 9 leirkera-
smíði, kl. 10 enska, kl.
10.15 Búnaðarbanki kl.
11 enska og dans, kl. 13
bað, vinnustofa, postu-
línsmálning.
Árskógar 4. Kl. 9 bók-
band og öskjugerð, kl. 13
opin smíðastofa, kl. 10
púttvöllur opinn. Allar
upplýsingar í síma 535-
2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8
hárgreiðsla, kl. 8.30 böð-
un, kl. 9–9.45 leikfimi, kl.
9–12 tréskurður, kl. 9–16
handavinna, kl. 9–17 fóta-
aðgerð, kl. 10 sund, kl. 13
leirlist, kl. 14 dans. Vetr-
arfagnaður verður
fimmtudaginn 8. nóvem-
ber. Hlaðborð, salurinn
opnaður kl. 16.30, dag-
skráin hefst með borð-
haldi kl. 17. Kvöldvöku-
kórinn syngur undir
stjórn Jónu Kristínar
Bjarnadóttur, happdrætti,
Húnar (Ragnar Leví)
leika fyrir dansi. Skráning
og greiðsla fyrir miðvikud.
7. nóv. s. 568-5052.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið Hlað-
hömrum er á þriðjudög-
um og fimmtudögum kl.
13–16.30, spil og föndur.
Jóga á föstudögum kl.
13.30. Kóræfingar hjá
Vorboðum, kór eldri
borgara í Mosfellsbæ á
Hlaðhömrum á fimmtu-
dögum kl. 17–19. Uppl.
hjá Svanhildi í s. 586-8014
kl. 13–16. Tímapöntun í
fót-, hand- og andlits-
snyrtingu, hárgreiðslu og
fótanudd, s. 566-8060 kl.
8–16.
Félagsstarf aldraðra
Dalbraut 18–20. Kl. 9–12
aðstoð við böðun, kl. 9–
16.45 hárgreiðslustofan
opin, kl. 10 samveru-
stund, kl. 14 félagsvist.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun,
kl. 10 hársnyrting, kl. 13
föndur og handavinna, kl
14.45 söngstund í borðsal
með Jónu Bjarnadóttur.
Félag eldri borgara
Kópavogi. Akranesferðin
verður föstudaginn 26.
október. Þátttökulistar í
Gjábakka og Gullsmára.
Skráið ykkur sem fyrst.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Spilað í Holts-
búð 25. október kl. 19.30.
Þriðjudagur: kl. 9 vinnu-
hópur í glerskurði, kl. 13
málun, kl. 13.30 tré-
skurður og spilað í
Kirkjuhvoli, bridge-vist-
lomber. Miðvikudagur:
kl. 11.15 og kl. 13 leik-
fimi, kl. 15 leshringur í
Bókasafni Álftanes (24.
okt, 7. nóv. 21. nóv. 5.
des.), kl. 15.30, tölvu-
námskeið í Garðaskóla
og trésmíði nýtt og gam-
alt kl. 16, bútasaumur í
Garðaskóla. Fimmtu-
dagur: kl. 9 vinnuhópur í
leir, kl. 9.45 boccia, kl. 10
keramik, kl. 12.15
spænska, kl. 13 vinnu-
hópur gler, kl. 9–14 fót-
aðgerðarstofan, kl. 13.30.
Spilað í Holtsbúð 15. nóv.
29. nóv. Spilakvöld í
Holtsbúð 25. okt. kl.
19.30 í umsjón þjóðmála-
nefndar RótaryKlúbbs-
ins Görðum í Garðabæ.
Rútuferðir samkvæmt
venju. Föstudagur kl. 9
japanskur pennasaum-
ur. Upplýsingar www.-
fag.is
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Leikfimi í Íþróttahúsinu
við Strandgötu kl. 11.30,
saumar og bridge kl.
13.30, tréútskurður í
Lækjarskóla kl. 13. Á
morgun verður píla og
myndlist. Á fimmtudag
verður opið hús kl. 14
eldri skátar sjá um
skemmtiatriði. Á föstu-
dag verður dansleikur kl.
20:30 Caprí tríó leikur
fyrir dansi.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan
opin alla virka daga frá
kl. 11–13. Kaffi – blöðin
og matur í hádegi.
Þriðjudagur: Skák kl. 13
og alkort kl. 13.30.
Miðvikud: Göngu-
Hrólfar fara í göngu frá
Hlemmi kl. 9.45.
Söngfélag FEB kóræf-
ing kl. 17. Línudans-
kennsla kl. 19.15. Nám-
skeið í brids kl. 19.30.
Söngvaka kl. kl. 20.45 í
umsjón Sigurbjargar
Hólmgrímsd. Lands-
samband eldri borgara
og Skálholtsskóli bjóða
til fræðsludaga í Skál-
holti 29.–31. október.
Með fyrirlestrum og al-
mennum umræðum,
kvöldvökum, gönguferð-
um, staðarskoðun og
boðið til tíðasöngs að
hætti fyrri tíðar í Skál-
holtskirkju. Umsjón sr.
Bernharður Guðmunds-
son rektor. Upplýsingar
og skráning hjá FEB.
Silfurlínan er opin á
mánudögum og miðviku-
dögum frá kl. 10–12 f.h.
Skrifstofa félagsins er
flutt að Faxafeni 12,
sama símanúmer og áð-
ur. Félagsstarfið er
áfram í Ásgarði,
Glæsibæ. Upplýsingar á
skrifstofu FEB kl. 10–16
í síma 588-2111.
Félagsstarfið, Hæðar-
garði 31. Kl. 9–16.30
vinnustofa, tréskurður,
kl. 9–13 hárgreiðsla, kl.
10 leikfimi, kl. 12.40 Bón-
usferð, kl. 13.15 bókabíll.
Opið alla sunnudaga frá
kl. 14–16 blöðin og kaffi.
Garðabær. Opið hús í
Kirkjuhvoli í dag kl 13–
16. Spilað og spjallað.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar, kl. 9–12 opið hús í
Miðbergi leiktækjasal,
m.a. innipúttvöllur, tenn-
is, snóker og fleira, um-
sjón Sólveig Ólafsdóttir.
Frá hádegi spilasalur op-
inn, kl. 13. boccia. Mynd-
listarsýning Valgarðs
Jörgensen stendur yfir,
veitingar í veitingabúð
Gerðubergs. Allar upp-
lýsingar um starfsemina
á staðnum og í síma 575-
7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofa opin,
leiðbeinandi á staðnum
frá kl. 10–17, kl. 9.05 og
9.50 leikfimi, kl. 9.30 gler-
list, kl. 14 þriðjudags-
ganga, farið frá Gjábakka
kl. kl. 14 boccia, kl. 16.20
og kl. 17.15 kínversk leik-
fimi.
Gullsmári, Gullsmára 13.
Postulínsmálun kl. 9.15,
jóga kl. 9.05, handavinnu-
stofan opin kl. 13–16, leið-
beinandi á staðnum,
spænska kl. 17.20, gömlu
dansarnir kl. 17, línudans
kl. 18, Sigvaldi kennir.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
böðun og leikfimi, kl. 9.45
bankaþjónusta, kl. 13
handavinna, kl. 13.30
bænastund. Fótsnyrting,
handsnyrting.
Hraunbær 105. Kl. 9
postulínsmálun, kl. 9
glerskuður og trémálun,
kl. 10 boccia, kl. 11 leik-
fimi, kl. 12.15 verslunar-
ferð í Bónus, kl. 13–17
hárgreiðsla, kl. 13 mynd-
list.
Háteigskirkja eldri
borgara á morgun, mið-
vikudag, fyrirbænastund
kl. 11, súpa í Setrinu kl.
12, spil kl. 13.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 tréskurður og opin
vinnustofa, kl. 10 boccia,
kl. 9–17 hárgreiðsla.
Vesturgata 7. Kl. 9 fóta-
aðgerðir og hárgreiðsla,
kl. 9.15–16 bútasaumur,
kl. 9.15–15.30 handa-
vinna, kl. 11 leikfimi. kl.
13 spilamennska.
Vitatorg. Kl. 9 smíði og
hárgreiðsla, kl. 9.30 gler-
skurður og morgun-
stund, kl. 10 fótaaðgerðir
og leikfimi, kl. 11 boccia,
kl. 13 handmennt og
körfugerð, kl. 14 fé-
lagsvist.
ÍAK, Íþróttafélag aldr-
aðra í Kópavogi. Leikfimi
kl. 11.15 í Digranes-
kirkju.
Bridsdeild FEBK, Gjá-
bakka. Brids í kvöld kl.
19.
Félag ábyrgra feðra.
Fundur í Shell-húsinu,
Skerjafirði, á miðviku-
dögum kl. 20, svarað í
síma 552 6644 á fundar-
tíma.
Eineltissamtökin. Fund-
ir á Túngötu 7 á þriðju-
dögum kl. 20.
Félag áhugafólks um
íþróttir aldraðra, leikfimi
kl. 11 í Bláa salnum.
Í dag er þriðjudagur 23. október,
296. dagur ársins 2001. Orð dagsins:
En mikillega bið ég yður, bræður,
fyrir sakir Drottins vors Jesú Krists
og fyrir sakir kærleika andans, að
þér stríðið með mér með því að biðja
til Guðs fyrir mér.
(Rómv. 15, 30.)