Morgunblaðið - 01.12.2001, Page 4
FRÉTTIR
4 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Líkt og Gyllti
áttavitinn er
Lúmski hnífurinn
spennandi og
stórbrotin fantasía
fyrir börn og
fullor›na í anda
Harry Potter.
Metsölubók
um allan heim
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
E
D
D
16
11
7
1
1/
20
01
MIKLAR skemmdir urðu á húsnæði
Lýsis hf. við Grandaveg í eldi sem
gaus upp í rannsóknarstofu fyrir-
tækisins snemma í gærmorgun.
Enginn slasaðist í eldsvoðanum eða
hlaut reykeitrun samkvæmt upplýs-
ingum Slökkviliðs höfuðborgarsvæð-
isins sem kom á vettvang kl. 6.53.
Upphaflega barst tilkynning frá
lögreglunni til slökkviliðsins um
reyk í porti hússins án þess að eldur
sæist og var viðbúnaður miðaður við
það. Þegar slökkviliðsmenn komu á
vettvang braust út mikill eldur sem
óx næstu klukkustundina uns kalla
varð út allt tiltækt lið slökkviliðsins.
Um 60 slökkviliðsmenn börðust við
eldinn fram eftir morgni og miðaðist
slökkvistarfið m.a. við að bjarga
tveim vetniskútum út úr bygging-
unni áður en þeir spryngju.
Íbúar nærliggjandi húsa voru
beðnir að halda sig frá gluggum í
íbúðum sínum á meðan sprengihætt-
an vofði yfir. Auk vetniskútanna
tveggja voru nokkrir súrefnis- og
köfnunarefniskútar sem reykkafar-
ar fundu í byggingunni. „Við höfðum
mestar áhyggjur af vetniskútunum
auk þess sem gasflöskur voru á neðri
hæð hússins,“ sagði Halldór Hall-
dórsson, starfsmannastjóri slökkvi-
liðsins, á vettvangi í gær. „Slökkvi-
starfið gekk út á að kæla vetnis-
kútana og verja vesturhluta bygg-
ingarinnar sem aðskilinn er frá þeim
austari með eldvarnarvegg. Það
gekk mjög vel og hætta á frekari út-
breiðslu eldsins var aldrei fyrir
hendi.“
Á meðan slökkviliðsmenn athöfn-
uðu sig á vettvangi var hluta
Grandavegar lokað fyrir umferð.
Slökkvistarfi lauk síðan um kl. 10 í
gærmorgun og sprengihættu var af-
lýst.
Talið er að efri hæð hússins sé að
mestu ónýt eftir brunann, en þak
hússins hrundi í brunanum. Á rann-
sóknarstofunni var vinnuaðstaða
fyrir fimm manns en á hæðinni var
ennfremur aðstaða fyrir starfsfólk
verksmiðjunnar.
Að sögn Þóris Karls Jónassonar,
stöðvarstjóra slökkviliðsins, gekk
slökkvistarfið ágætlega „en það var
lítill mannskapur í byrjun vegna
þess að tilkynningin benti til að þetta
væri lítilræði. En við misstum eldinn
upp í allt þakið.“
Vonumst til að halda okkar
striki í framleiðslunni
Á rannsóknarstofunni fóru fram
allar lýsismælingar fyrir fyrirtækið,
skýrslugerðir auk þess sem unnið
var að tilraunverkefnum á stofunni.
„Við verðum töluverðan tíma að
vinna upp þær upplýsingar sem glöt-
uðust í eldinum, en öll framleiðslu-
tæki fyrirtækisins eru í lagi og ég
vonast til að við getum haldið okkar
striki í framleiðslunni,“ sagði Snorri
Már Egilsson, verksmiðjustjóri Lýs-
is, um áhrif eldsvoðans á starfsem-
ina. Hann sagði húsið vera í mörgum
brunahólfum og það sætti reglulega
eldvarnareftirlitsins. Hann sagðist
ekki geta metið tjónið til fjár, en ljóst
væri af verksummerkjum að dæma
að það hlypi það á milljónum króna.
Eldsupptök eru ókunn og hefur
lögreglan í Reykjavík tekið tildrög
eldsvoðans til rannsóknar.
Katrín Pétursdóttir, fram-
kvæmdastjóri Lýsis, sagði að bruna-
varnir hefðu átt að vera í lagi en
skaðinn væri verulegur og tilfinnan-
legur. Forráðamenn Lýsis funduðu í
gær með starfsfólki þar sem rætt var
hvernig málin yrðu best leyst. „Síðan
munu starfsmenn kanna skemmdir
og fara yfir þetta með lögreglu og
slökkviliði,“ sagði Katrín. Til stend-
ur að starfsemi Lýsis hf. flytjist í
annað húsnæði innan fimm ára.
Morgunblaðið/Júlíus
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á vettvang skömmu fyrir kl. 7 og slökkti eldinn rúmum tveim klukkustundum síðar. Vakt var við húsið til kl 15.
Hámarksviðbúnaður Slökkviliðs í stórbruna í húsi Lýsis hf. við Grandaveg
„Höfðum mestar áhyggj-
ur af vetniskútunum“
HEIMUR vínsins eftir Stein-
grím Sigurgeirsson vann nýlega
forkeppni til alþjóðlegra verð-
launa fyrir
matar- og
vínbækur,
The Gourm-
and World
Cookbook
Awards.
Þetta er
að sögn út-
gefanda virt
og viður-
kennd
keppni og eru þátttakendur frá
næstum öllum Evrópulöndun-
um, Bandaríkjunum, Japan,
Perú, Nýja-Sjálandi og víðar að.
Af þessu tilefni er Steingrími
boðið til gala-kvöldverðar á einn
glæsilegasta veitingastað í
Frakklandi þann 6. desember,
þar sem úrslitin verða tilkynnt.
Bókaútgáfan Salka gaf Heim
vínsins út á síðasta ári í sam-
vinnu við Morgunblaðið, en bók-
in er byggð á pistlum Stein-
gríms sem birst hafa í blaðinu
undanfarin ár, en höfundur leit-
aði fanga víða um heim. Bókin
er 200 blaðsíður, prýdd litmynd-
um og var prentuð í Prentsmiðj-
unni Gutenberg.
Heimur
vínsins
fær við-
urkenn-
ingu
Steingrímur
Sigurgeirsson
KAUPENDUR Fóðurblöndunnar
hafa áfrýjað úrskurði samkeppnis-
ráðs um yfirtöku Mjólkurfélags
Reykjavíkur svf. og Lýsis hf. á Fóð-
urblöndunni hf. til úrskurðarnefndar
samkeppnismála.
Búnaðarbankinn er aðaleigandi
Fóðurblöndunnar og sagði Guð-
mundur Guðmundsson, forstöðu-
maður fyrirtækjaráðgjafar Búnað-
arbankans Verðbréfa, að það væri
mat lögfræðinga kaupenda að rök
Samkeppnisstofnunar fyrir þeirri
ákvörðun sinni að heimila ekki sölu
Fóðurblöndunnar til Mjólkurfélags-
ins væru veik.
Hann sagði að samhliða áfrýjun-
inni væri Búnaðarbankinn að skoða
aðrar leiðir varðandi framtíðareign-
arhald á fyrirtækinu.
Yfirtakan á
Fóðurblöndunni
Kaupendur
áfrýja
BJÖRK Guðmundsdóttir verður
með aukatónleika í Háskólabíói
21. desember næstkomandi, en
uppselt er á
tónleikana
sem verða í
Laugardals-
höll 19. desem-
ber. Sinfón-
íuhljómsveit
Íslands leikur
með Björk á
tónleikunum
og auk þess verður grænlenskur
stúlknakór með í för.
Björk er nú í Japan þar sem
hún heldur þrenna tónleika.
Fyrstu tónleikarnir þar verða í
Tókýó á morgun, en að und-
anförnu hefur hún farið víða um
heim til að kynna nýútkomna
breiðskífu sína, Vespertine, og
hefur m.a. verið með tónleika í
Bandaríkjunum, Kanada, Bret-
landi, Þýskalandi, Belgíu, Hol-
landi, Frakklandi, á Spáni og Ítal-
íu. Hún verður síðan aftur með
tónleika í Englandi 16. desember
og kemur þaðan til Íslands.
Tónleikarnir í Háskólabíói
verða með sama sniði og í Laug-
ardalshöll en vegna þeirra flytur
hún til landsins um 8 tonn af ýms-
um búnaði, sem hún notar í tón-
leikaferðinni. Um 2.500 miðar á
fyrri tónleikana seldust upp á
mjög skömmum tíma. Á tón-
leikana í Háskólabíói verða um
900 miðar í boði, en tónleikar
Bjarkar eru í samstarfi við Sím-
ann. Miðasala hefst mánudaginn
10. desember og kostar miðinn
7.900 krónur, en á fyrri tón-
leikana var miðaverðið 5.900 kr.
Björk með aukatón-
leika í Háskólabíói
Björk
ÍSFÉLAG Vestmannaeyja hf.
fagnar 100 ára afmæli í dag, en fé-
lagið var stofnað 1. desember 2001.
Það mun vera elsta starfandi hluta-
félag landsins.
Margt verður gert til hátíðar-
brigða í dag, að sögn Ægis Páls
Friðbertssonar framkvæmda-
stjóra. Síðdegis verður móttaka
fyrir gesti í frystihúsi félagsins við
Strandveg. Í kvöld verður svo af-
mælisfagnaður fyrir starfsfólk og
dansleikur í Höllinni í Vestmanna-
eyjum. Þá kemur út afmælisrit um
sögu félagsins.
Ísfélag
Vestmannaeyja
Elsta starf-
andi hluta-
félagið ald-
argamalt