Morgunblaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SIGURBJÖRN Einarsson biskup keypti rauðan Gevalía kaffipakka í Bónus í Kringlunni á fimmtudag og þar með hófst söfnun fyrir Mæðra- styrksnefnd Reykjavíkur. Rydenskaffi á Íslandi verður 75 ára á næsta ári og því ákvað fyr- irtækið að styrkja Mæðrastyrks- nefnd Reykjavíkur með því að gefa skjólstæðingum nefndarinnar 15 krónur af hverjum seldum rauðum Gevalía kaffipakka, en allar mat- vöruverslanir og stórmarkaðir taka þátt í átakinu. Jólaaðstoð Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, Sólvallagötu 48, verð- ur sem hér segir í desember. Umsóknarfrestur til að sækja um aðstoð fyrir jólin er til 5 desember. Úthlutun á mat, matarmiðum, jóla- gjöfum og fl hefst mánudaginn 10 desember. Opið verður alla mánu- daga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 13 til 17. Opið verður alla daga vikuna fyrir jól frá kl. 13 til 17. Fataúthlutun er alla miðviku- daga fram að jólum frá kl. 13 til 17. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Við upphaf söfnunarinnar. Frá vinstri: Bryndís Guðmundsdóttir, vara- formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, Sigurbjörn Einarsson biskup og Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar. Jólasöfnun Mæðra- styrksnefndar hafin MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Tækni- skóla Íslands: „Hinn 29. nóvember síðastliðinn birtist frétt í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni „Markmiðið að byggja upp tækniháskóla“. Í fréttinni er greint frá því að hafnar séu viðræður milli menntamálaráðuneytis og Margmiðlunarskólans um samruna hans við Tækniskóla Íslands. Mark- mið viðræðnanna á að vera stofnun og uppbygging öflugs tækniháskóla, eins og það er orðað. Þessi frétt kemur vægast sagt undarlega fyrir sjónir og liggja þar aðallega tvær ástæður að baki. Í fyrsta lagi hefur forráðamönnum Tækniskólans ekki verið boðið að taka þátt í þessum viðræðum né held- ur hefur málið verið borið undir þá. Í öðru lagi var lagt í mikla vinnu á haustdögum hér í Tækniskólanum við smíði nýs frumvarps til laga um Tækniháskóla Íslands. Þessi vinna fór af stað í kjölfar undirritunar samnings við menntamálaráðuneytið um fjárveitingar til skólans næstu tvö árin, samkvæmt sama reiknilíkani og aðrir háskólar. Mikil bjartsýni ríkti meðal starfs- fólks þar sem þær upplýsingar bárust að ráðherra ætlaði að leggja frum- varpið fyrir þingið fyrir jól, og stefnt var að því að við yrðum Tækniháskóli Íslands hinn 1. janúar 2002. Það gefur augaleið að breyting á nafni og laga- umhverfi skólans kallar á mikla vinnu og voru settir saman vinnuhópar til að undirbúa þessar breytingar. Í byrjun nóvember bárust þær fréttir að Háskólinn í Reykjavík, Samtök iðnaðarins (enn á ný) og Raf- iðnaðarskólinn væru komnir í viðræð- ur við fulltrúa menntamálaráðuneytis um framtíð Tækniskólans. Það kom á óvart að ráðherra skyldi vera tilbúinn að ljá þessu eyra þar sem ekki var annað vitað en að framtíð skólans yrði tryggð með nýju lagafrumvarpi. Ýmsir aðilar innan skólans hafa lagt á sig mikið og metnaðarfullt starf við aðlögun að nýjum háskólalögum en nú virðist það starf vera í uppnámi. Hvað er framundan? Enn einu sinni standa nemendur og starfsfólk frammi fyrir því að hafa enga hugmynd um framtíð Tækni- skóla Íslands. Hinn 23. nóvember sl. var ráðherra send skýrsla um stöðu- mat og framtíðarsýn Tækniskólans en engin viðbrögð hafa komið við henni. Svo birtist áðurnefnd frétt hér á síðum blaðsins hinn 29. nóvember, og þykir nokkuð merkileg í ljósi þess sem hér hefur verið rakið og verður nú mælirinn að teljast fullur. Það hlýtur að vera réttmæt krafa allra sem við skólann starfa að fram- tíð og velferð hans verði tryggð og að vinnufriður fáist til að viðhalda og efla nám við skólann. Í stefnuskrá skólans segir m.a.: „Tækniskóli Íslands sé vel metinn fagháskóli sem kappkosti að veita nemendum sínum þá bestu fræðslu sem völ er á innan sérsviða skólans.“ Að sjálfsögðu er fullur vilji innan skólans til að stofna til öflugs sam- starfs við aðra skóla sem og fulltrúa atvinnulífsins, til að uppfylla þessi markmið, en það er ekki hvetjandi að lesa fréttir um slíkt í blöðunum án þess að hafa nokkuð um það að segja. Hér með er skorað á ráðherra að taka ákvörðun um framtíð skólans þegar í stað, með hag nemenda, starfsfólks og framtíð tæknináms á Íslandi að leiðarljósi.“ Tækniháskóli eða ekki tækniháskóli BÚSTAÐAKIRKJA var vígð 1. sunnudag í aðventu árið 1971. Þessa verður minnst við hátíð- arguðsþjónustu í kirkjunni næsta sunnudag kl. 14. Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, flytur ávarp og þjónar fyrir alt- ari ásamt prófastinum Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Hátíðar- ræðu flytur Ólafur Skúlason, biskup og fyrrum sóknarprest- ur kirkjunnar. Þá mun fyrsta barnið, sem skírt var í kirkj- unni, nývígðri, lesa ritningar- lestra. Fyrsti sunnudagur í aðventu hefur jafnan verið kirkjudagur Bústaðakirkju. Hann hefst með barnamessu kl. 11 og þar verð- ur kveikt á fyrsta kerti aðven- tukransins. Eftir hátíðarguðsþjónustu kl. 14 er kirkjugestum boðið í kaffi í safnaðarheimilinu, þar sem karlarnir í sóknarnefnd sjá um bakstur og þjónustu. Hver og einn ber ljós trúarinnar Aðventukvöld verður kl. 20, þar munu sex kórar í kirkju- starfinu syngja og leika fyrir kirkjugesti undir stjórn organ- istanna Sigrúnar Steingríms- dóttur og Helga Bragasonar en stjórnandi yngri kóranna er Jó- hanna Þórhallsdóttir og undir- leikari Pálmi Sigurhjartarson. Einnig munu félagar úr Kór Bústaðakirkju syngja. Tromp- etleikari er Guðmundur Ingi Rúnarsson. Ræðumaður kvöldsins er Valgerður Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra. Í lok aðventukvöldsins eru ljósin tendruð og þess beðið að hver og einn beri ljós trúarinn- ar með sér út í eril dagsins og láti það lýsa þar, segir í frétta- tilkynningu frá Bústaðakirkju. 30 ára vígslu- afmæli Bústaðakirkju MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Sinfón- íuhljómsveit Íslands: „Í fréttum blaðsins 27. og 28. nóv- ember sl. var frásögn af ólátum og átökum milli hljóðfæraleikara úr Sinfóníuljómsveit Íslands og nem- enda úr Hagaskóla. Af gefnu tilefni viljum við að komi fram, svo ekkert fari á milli mála, að um var að ræða tvo hljóðfæraleikara sem í þessu lentu. Þótt það sé tveimur of mikið, þá var ekki um að ræða einhver alls- herjar átök milli hljóðfæraleikar- anna og nemendanna, enda hafa skólinn og hljómsveitin búið í hnökralitlu nágrenni um áratuga skeið.“ Tveir hljóðfæraleikarar FORSETI Finnlands, Tarja Halon- on, hefur veitt Haraldi Björnssyni stórriddarakross Hvítu rósarinnar. Haraldur hefur til fjölda ára verið aðalræðismaður Finnlands á Íslandi og hefur unnið mjög ötullega að því að efla góð samskipti á milli Finn- lands og Íslands í rúm þrjátíu ár. Haraldur var útnefndur ræðis- maður í Reykjavík árið 1965 og árið 1968 varð hann aðalræðismaður. Jóni Friðgeiri Einarssyni, ræðis- manni í Bolungarvík síðan 1987, og Þórarni B. Jónssyni, ræðismanni á Akureyri frá 1991, voru einnig veitt fyrsta stigs riddarakross finnsku Ljónsorðunnar. Sendiherra Íslands, Timo Kopon- en, afhenti heiðursorðurnar í mót- töku sem haldin var í finnska sendi- ráðinu í Reykjavík 29. nóvember síðast liðinn. Morgunblaðið/Sverrir Sendiherra Finnlands, Timo Koponen, afhenti Haraldi Björnssyni að- alræðismanni, Jóni Friðgeiri Einarssyni og Þórarni B. Jónssyni, ræð- ismönnum, heiðursorður frá forseta Finnlands. Heiðursorður frá forseta Finnlands BORGARSTJÓRI segir enga sjálf- stæða stefnumótun hjá ríkinu um hlutverk borgarinnar og höfuðborg- arsvæðisins í atvinnu- og efna- hagsþróun 21. aldarinnar. „Ég leyfi mér að auglýsa eftir borgarstefnu ríkisins,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri meðal ann- ars í ræðu sinni á fundi borgarstjórn- ar í fyrradag þegar hún fjallaði um frumvarp að fjárhagsáætlun borgar- innar fyrir næsta ár. Ástæðuna fyrir því að ríkið hefði enga borgarstefnu sagði borgarstjóri eflaust vera þá að hér væri bara eitt borgarsvæði. Hún sagði að ríkið ætti að hafa stefnu um hvar og hvernig það ætti að byggja upp stofnanir sín- ar á höfuðborgarsvæðinu, svo sem menntastofnanir, rannsóknastofnan- ir og sjúkrastofnanir og varpaði því fram hvort og hvernig ríkið ætti að tryggja vöxt og viðgang borgarinnar, hvaða stofnanir þess væru best komnar í miðborginni, hverjar geti átt betur heima annars staðar og hvort ríkið hafi yfirhöfuð einhverjum skyldum að gegna gagnvart miðborg- inni í höfuðborg allra landsmanna. „Í öðrum löndum, þar sem fleiri borgarsvæði er að finna heldur en hér, hefur ríkisvaldið víða stefnu um hvernig það vill stuðla að varðveislu þes menningararfs sem er í miðborg- um. Reyndar mætti hægast hugsa sér stefnu ríkisins hér á þessu sviði, sem tæki þá til gömlu bæjanna eins og Akureyrar, Ísafjarðar, Hafnar- fjarðar og Seyðisfjarðar auk Reykja- víkur. Hún gæti falist í því að styðja við endurbyggingu og fjárfestingu og jafnframt sett uppbyggingu úti á jaðrinum takmörk, þar sem hún veg- ur að miðbæjarsvæðunum,“ sagði borgarstjóri einnig. Hefur óbilandi trú á miðborginni Borgarstjóri gerði miðborgina einnig að sérstöku umræðuefni. „Ég hef óbilandi trú á miðborginni og sé styrk hennar vaxa mjög á næstu ár- um. Ég hef mjög ákveðna sýn á mið- borgina og mun stuðla að því með öll- um tiltækum ráðum að hún verði að veruleika,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Borgarstjóri sagði að í þeirri sýn mættust nýi tíminn og sá gamli. „Ný og metnaðarfull mannvirki sem svara kröfum nútímans í bland við gömlu Reykjavík með sínum lág- reistu og fallegu timburhúsum og einstaka andrúmslofti,“ sagði hún og sagði miðborgina vera óumdeilda miðstöð stjórnsýslu, dómstóla, menn- ingar og skemmtanalífs. Laugaveg- urinn héldi áfram að vera aðal versl- unargata landsins þótt verslun hefði látið undan síga í Kvosinni. Borgarstjóri sagði fyrirsjáanlega uppbyggingu vera í Aðalstræti þar sem minjavernd væri að endurbæta gamla Geysishúsið og Innréttingarn- ar að byggja hótel sem félli inn í götu- myndina. Hún sagði tvennt sýna sóknarfærin og sérstöðu miðborgar- innar. Annað væri fundur fornminj- anna á horni Aðalstrætis og Túngötu og hitt tækifærið sagði hún vera byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss og hótels í Austurhöfninni. Íbúar taki þátt í stefnumótun Einnig gerði borgarstjóri hverfis- ráð að umtalsefni í ræðu sinni. Sagði hún frekari skref verða stigin í sam- þættingu þjónustu í hverfum borgar- innar, færa ætti þjónustuna nær íbú- um og íbúalýðræði og þátttaka borgarbúa í stefnumótun og ákvörð- unum þróuð frekar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri minnti á að hverfisráðum ætlað að vera samráðsvettvangur íbúa, hverfasamtaka, athafnalífs og borgaryfirvalda í hverfum borgarinn- ar og vettvangur stefnumótunar í málefnum viðkomandi hverfis. „Öll hverfisbundin félög og stofnanir eigi fulltrúa í hverfisráðinu auk þriggja fulltrúa sem kjörnir verða af borg- arstjórn. Einn fulltrúanna sem kjör- inn verður í borgarstjórn mun gegna formennsku í ráðinu,“ sagði borgar- stjóri. Telur hún mikilvægt að skapa sam- ræðuvettvang borgaryfirvalda og íbúa þar sem m.a. gefist kostur á að kynna framkvæmdir og önnur verk- efni og leita skipulega eftir ábending- um hverfisbúa um það sem betur megi fara. Kveðst Ingibjörg Sólrún leggja áherslu á að leggja áherslu á að stjórnkerfisnefnd borgarinnar út- færi nánar þá stefnumörkun sem liggi fyrir. Borgarstjóri í umræðum um fjárhagsáætlun Lýsir eftir borgar- stefnu ríkisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.