Morgunblaðið - 01.12.2001, Síða 14
AKUREYRI
14 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Handmáluð
eplabörn
sími 462 2900
Blómin
í bænum
AKUREYRARKIRKJA: Messa kl. 11 á
morgun, sunnudag. Kór Lundarskóla og
félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.
Fræðsla eftir messu, Svavar A. Jónsson
flytur stutt erindi sem hann nefnir „Sjálf-
stakmörkun Guðs“. Sunnudagaskóli kl.
11. Fundur í Æskulýðsfélaginu kl. 17.
Morgunsöngur kl. 9 á þriðjudag.
Mömmumorgunn kl. 10 til 12 á fimmtu-
dag, Bryndís Arnardóttir forvarnafulltrúi
fræðir foreldra um starf sitt. TTT-starf kl.
17 til 18 í safnaðarheimili. Biblíulestur
kl. 20.30 um kvöldið. Kyrrðar- og fyr-
irbænastund kl. 12 á fimmtudag. Bæna-
efnum má koma til prestanna. Kven-
félagið sér um sölu á léttum
hádegisverði á eftir.
GLERÁRKIRKJA: Barnasamvera kl. 11,
á morgun fyrsta aðventuljósið tendrað.
Messa kl. 14. Félagar úr Kvenfélaginu
Baldursbrá taka þátt í athöfninni. Sigríð-
ur Halldórsdóttir prófessor flytur hugleið-
ingu, félagar úr kór Glerárkirkju syngja,
Sigríður Elliðadóttir syngur einsöng, org-
anisti er Hjörtur Steinbergsson. Veiting-
ar í safnaðarsal að athöfn lokinni, en
ágóði rennur í söfnun fyrir steindum
glugga. Kyrrðar- og tilbeiðslustund kl.
18.10 á þriðjudag, fyrirbænir. Hádegis-
samvera í kirkjunni kl. 12 til 13 á mið-
vikudag. Orgelleikur, helgistund, fyrir-
bænir og sakramenti. Opið hús fyrir
mæður og börn kl. 10 til 12 á fimmtu-
dag. Aðventusamkoma eldri borgara kl.
15 á fimmtudag. Sr. Pétur Þórarinsson
verður gestur samkomunnar, félagar úr
Kór Glerárkirkju syngja, helgistund og
veitingar.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli
kl. 11 á morgun, bænastund kl. 19.30,
almenn samkoma kl. 20, ræðumaður Er-
lingur Níelsson. Heimilasamband kl. 15
á mánudag, Örkin fyrir 6–7 ára kl. 17.
Hjálparflokkur fyrir konur kl. 20 á þriðju-
dag, mannakorn fyrir 10 til 12 ára kl.
17.30 á miðvikudag. Krakkaklúbbur fyirr
8–9 ára kl. 17 á fimmtudag, söngæfing
kl. 19.30 og unglingasamvera kl. 20.30
um kvöldið. Flóamarkaður kl. 10 til 18 á
föstudögum.
HRÍSEYJARPRESTAKALL: Sunnudaga-
skóli í Stærri-Árskógskirkju kl. 11 á
morgun, sunnudag. Sunnudagaskóli í
Hríseyjarkirkju kl. 11 á morgun. Aðventu-
kvöld í kirkjunni kl. 20 um kvöldið.
HVÍTASUNNUKIRKJAN: Brauðsbrotning
kl. 20 í kvöld, Anna G. Sigurðardóttir pre-
dikar. Sunnudagaskóli fjölskyldunnar kl.
11.30 á morgun, sunnudag. Kennsla fyr-
ir alla aldurshópa, Snorri Óskarsson sér
um kennslu fullorðinna. Vakningasam-
koma kl. 16.30 sama dag, lofgjörðartón-
list, fyrirbænaþjónusta og barnapössun.
KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag,laug-
ardag, kl. 18 og á morgun, sunnudag kl.
11 í Péturskirkju við Hrafnagilsstræti 2 á
Akureyri.
KFUM og K: Hátíðarsamkoma kl. 20.30
í kvöld í tilefni af 50 ára afmæli félags-
ins. Gamlir félagar sérstaklega hvattir til
að mæta. Fundur í yngri deild kl. 17.30
á mánudag fyrir 10 til 12 ára börn.
LAUGALANDSPRESTAKALL: Æðruleys-
ismessa verður í Munkaþverárkirkju á
morgun, sunnudaginn 2. desember kl.
21. Prestur er sr. Jóna Lísa Þorsteins-
dóttir. Hljómsveitin Kolesterol undir
stjórn Eika Bó stýrir söng. Kaffi og með
því í Kapítulinu á eftir.
MÖÐRUVALLAKIRKJA: Aðventukvöld fyr-
ir allt prestakallið í Möðruvallakirkju ann-
að kvöld, sunnudagkvöldið 2. desember
kl. 20.30. Kirkjukór Möðruvallaklaustur-
sprestakalls syngur aðventulög. Börn
syngja Lúsíu. Fermingarbörn lesa helgi-
leik. Sigfríður Angantýsdóttir skólastjóri
Þelamerkurskóla flytur hátíðaræðu. Mik-
ill almennur söngur. Helgistund í umsjá
sóknarprests.
SJÓNARHÆÐ: Fótsporið fyrir 6–12 ára
kl. 13.30 á morgun í Lundarskóla. Sam-
koma á Sjónarhæð, Hafnarstræti 63 kl.
17. Fótsporið kl. 17 á Sjónarhæð,
Ástirningar sérstaklega velkomnir.
Kirkjustarf
SAMNINGUR um tölvurekstrar-
þjónustu fyrir Fasteignamat ríkis-
ins vegna Landsskrár fasteigna var
undirritaður á Akureyri í gær, en
það gerðu þeir Geir H. Haarde
fjármálaráðherra, Haukur Ingi-
bergsson, forstjóri Fasteignamats
ríksins, og Guðni B. Guðnason,
framkvæmdastjóri Anza. Samning-
urinn er til þriggja ára.
Í honum felst að rekstur á
gagnagrunnsþjóni fyrir Landsskrá
fasteigna, varsla Landsskrárinnar
á honum og sífellt aðgengi að
skránni fyrir starfsmenn Fast-
eignamats ríkisins, sýslumanns-
embætta og byggingafulltrúa sveit-
arfélaga og aðra sem skrá eða
tengja gögn við skrána eða fá úr
henni upplýsingar. Einnig leggur
Anza til tengingar frá kerfisrými
sínu til Fasteignamats ríkisins á
Akureyri, sér um fjarskiptateng-
ingar við Fasteignamat ríkisins í
Reykjavík og tengingar við skrána
yfir Netið.
Landsskrá fasteigna er gagna-
og upplýsingakerfi sem Fasteigna-
mat ríkisins heldur þar sem skrá
skal allar fasteignir í landinu og er
hún grundvöllur skráningar fast-
eigna og hnitsettra landamerkja,
þinglýsingarbóka fasteigna, mats
fasteigna, húsaskrár Hagstofu Ís-
lands, þjóðskrár auk þess að vera
stoðgagn í landsupplýsingakerfum.
Verður til á fjórum árum
Geir H. Haarde fjármálaráð-
herra sagði að meðvituð pólitísk
ákvörðun hefði verið tekin um að
landsskráin yrði á Akureyri. Hann
sagði að skráin yrði til smám sam-
an, en áætlanir gerðu ráð fyrir að
hún yrði til á fjórum árum. Geir
sagði Landsskrá fasteigna eina að
mikilvægustu skrám þjóðfélagsins.
Guðni B. Guðnason, fram-
kvæmdastjóri Anza, sagði starfs-
menn fyrirtækisins stolta af því að
fá þetta framsækna verkefni og
menn hlökkuðu til að takast á við
það. Áætlanir gerðu ráð fyrir að 25
þúsund fasteignir yrðu skráðar í
grunninn fyrsta árið. Haukur Ingi-
bergsson, forstjóri Fasteignamats
ríkisins, sagði að stofnunin gerði
ævinlega langtímasamninga og því
ættu samningaaðilar væntanlega
fyrir höndum langa vegferð.
Fjármálaráðuneytið, Fasteignamat ríkisins og Anza
Samningur um tölvuþjónustu
vegna Landsskrár fasteigna
KARLAKÓR Akureyrar – Geysir
heldur jólatónleika í Akureyr-
arkirkju á sunnudag, 2. desem-
ber, kl. 15.
Þórhildur Örvarsdóttir sópr-
ansöngkona syngur einsöng með
kórnum, en Björn Steinar Sól-
bergsson leikur undir á orgel.
Stjórnandi kórsins er Erla Þór-
ólfsdóttir.
Á efnisskrá tónleikanna eru
fjölbreytt jólalög, bæði innlend
og erlend, og verða þau ýmist
sungin með eða án undirleiks.
Að tónleikum loknum verður
boðið til glæsilegs kaffihlaðborðs
sem Sóroptimistakonur sjá um,
þannig að gestir fá aðventunær-
ingu bæði fyrir sál og líkama á
þessum tónleikum.
Starfsemi Karlakórs Akureyrar
– Geysis hefur verið afar fjöl-
breytt síðustu vikur, kórinn söng
hefðbundna karlakórstónleika í
Reykjavík í haust auk þess að
flytja þar einnig „bítladagskrá“.
Nýlokið er gríðarvinsælli upp-
færslu kórfélaga á revíunni
„Allra meina bót“ eftir Jón Múla
og Jónas Árnasyni en nú söðlar
kórinn um og skiptir úr gríninu
yfir í helgi jólanna.
Söngur og kaffiboð
Karlakór Akureyrar – Geysir
KVEIKT verður á jólatrénu í
Verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð í
dag laugardaginn 1. desember, kl.
13.30. Séra Gunnlaugur Garð-
arsson flytur stutta hugvekju,
jólasveinar koma í heimsókn, létt
jólalög verða flutt af unglingakór
og handverksfólk verður á göng-
um. Kristjáns bakarí býður kaffi
og piparkökur og verslanir verða
opnar til kl 16.
Starfsfólk og verslunareig-
endur hafa eins og venjulega
komið upp skemmtulegu jólalandi
á göngum og pöllum versl-
unarmiðstöðvarinnar.
Ljósmynd/Myndrún ehf.
Starfsmenn í óðaönn að setja
upp jólalandið í Verslunarmið-
stöðinni Sunnuhlíð.
Kveikt
á jólatré
Í DAG verður athöfn við útilista-
verkið Íslandsklukkuna við Sólborg
og hefst hún kl. 15. Íslandsklukk-
unni verður þá hringt í fyrsta
skipti. Kristján Þór Júlíusson bæj-
arstjóri flytur ávarp og Hermann
Óskarsson varaforseti háskólaráðs
kynnir framtíðarhlutverk Íslands-
klukkunnar í starfsemi háskólans.
Þá syngur háskólakórinn tvö lög og
leikskólabörn og börn í yngstu
bekkjum grunnskólanna syngja.
Íslandsklukk-
unni hringt í
fyrsta sinn
JÓLATÓNLEIKAR verða í
Íþróttahöllinni á Akureyri á morg-
un, 2. desember, kl. 17. Tónleikarnir
eru haldnir í tilefni þess að geisla-
diskurinn „Á jólunum“ sem JP-fjöl-
miðlun á Akureyri gefur út til
styrktar barnadeild Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri er kominn
út. Fjölmargir landsþekktir lista-
menn flytja og eiga lög á þessum
geisladiski. Meðal þeirra er Helena
Eyjólfs, sem nú syngur í fyrsta
skipti í 20 ár á plötu, Óskar Péturs-
son, Pálmi Gunnarsson, Erna Gunn-
arsdóttir, Hera Björk, Friðrik Óm-
ar, Erna Hrönn Ólafsdóttir, Júlíus
Guðmundsson, Erna Varðardóttir
og hljómsveitin Bylting. Auk þeirra
munu koma fram á tónleikunum
barnastjarnan Jóhanna Guðrún,
söngkonan Margrét Eir, leikkonan
Helga Braga og Lóa ókurteisa
ásamt Ástu Hrafnhildi úr Stundinni
okkar, auk fleiri óvæntra gesta. All-
ur ágóði tónleikanna rennur óskipt-
ur til barnadeildarinnar. Geisladiskur til styrkt-
ar barnadeild FSA
Jólatónleikar
í íþróttahöll
FYRSTA sunnudag í aðventu, eftir
messu, verða félagskonur í Kven-
félaginu Baldursbrá með heitt kakó
og smákökur, jólamuni, brauð og
tertur til sölu í safnaðarsal Gler-
árkirkju. Kynnt verður hönnun
Leifs Breiðfjörð á skreytingum í
glugga kirkjunnar. Einnig mun
Sigríður Elliðadóttir syngja nokk-
ur lög. Allur ágóði rennur í söfnun
fyrir steindum glugga.
Baldursbrá
með samkomu
Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá
því KFUM á Akureyri var stofnað
verður hátíðarsamkoma haldin í
kvöld kl. 20.30 í Sunnuhlíð. Jónas
Þórisson, framkvæmdastjóri
Hjálparstarfs kirkjunnar, flytur
ræðu og Óskar Pétursson syngur.
Þá verða sýndar myndir frá liðnum
árum. Nú stendur félagið fyrir al-
mennu samkomuhaldi og bæna-
stundum á sunnudögum og fundum
fyrir 10 til 12 ára á mánudögum.
KFUM á Akur-
eyri 50 ára
BJÖRN Steinar Sólbergsson org-
anisti Akureyrarkirkju heldur tón-
leika í kirkjunni kl. 12 á hádegi í
dag, laugardaginn 1. desember.
Á efnisskránni verður Svíta op. 5
eftir franska tónskáldið Maurice
Duruflé. . Lesari á tónleikunum er
sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Að-
gangur að tónleikunum er ókeypis
og eru allir velkomnir.
Hádegis-
tónleikar
Á MORGUN sunnudag er liðið eitt
ár frá því að Bónusverslun var opn-
uð við Langholt á Akureyri. Að
sögn Óðins Svans Geirssonar versl-
unarstjóra hafa viðtökur verið frá-
bærar, mikil stígandi í verslun allt
þetta ár og þá sé spennandi tími
framundan í jólaversluninni.
Óðinn Svan sagði að hörð sam-
keppni væri í verslunarrekstri á
Akureyri en að þar stæði Bónus vel
að vígi. „Þessi verslun er mikil
kjarabót fyrir Akureyringa og aðra
Norðlendinga og fólk er alltaf að
verða jákvæðara í okkar garð. Við-
skiptavinirnir hafa gert okkur stóra
– það eru þeir sem ráða ferðinni.
En þetta er góð verslun með gott
aðgengi og það skiptir miklu máli.“
Hjá Bónus starfa 20–30 manns,
þar af um 10 fastráðnir starfsmenn.
Óðinn Svan sagði að gríðarleg
ásókn væri í vinnu í versluninni um
þessar mundir, „hingað koma 10
manns á dag í leit að vinnu.“
Bónus eins árs
Viðtökur verið
frábærar
SAMSÝNING fjölda listamanna
verður opnuð á efri hæð Ketil-
hússins kl. 14 á morgun en til
hennar er efnt í tilefni af 10 ára
afmæli Gilfélagsins. Yfirskrift
sýningarinnar er „10x10“. Á sama
tíma verður á jarðhæð hússins
opnuð sýning á verkum í eigu
Listasafnsins á Akureyri. Sýning-
arnar verða opnar til 9. desember
næstkomandi og eru opnar frá kl.
14 til 18 virka daga og 13 til 16
um helgar. Óli G. Jóhannsson,
sem sýnir á Listasafninu, verður
staddur í Deiglunni á sunnudag
og gefst gestum þá tækifæri á að
spjalla við listamanninn. Á Punkt-
inum verður boðið upp á kerta- og
kortagerð og á næstunni verða
meðal annars tónleikar og upp-
lestrar.
Sýningar í
Ketilhúsi
RÆÐISMAÐUR Bandaríkjanna á
Íslandi verður til viðtals þriðjudag-
inn 4. desember frá kl. 11:30 til
13:30 í viðtalsherbergi bæjarskrif-
stofa Akureyrar á 1. hæð á Geisla-
götu 9. Ræðismaðurinn tekur við
umsóknum um vegabréfsáritanir til
Bandaríkjanna og endurnýjun á
bandarískum vegabréfum. Ræðis-
maðurinn mun einnig veita þjón-
ustu sem lögbókandi.
Ræðismaður
Bandaríkjanna
Viðtalstími
á Akureyri