Morgunblaðið - 01.12.2001, Page 18
SUÐURNES
18 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
VATNSÖFLUNARSVÆÐI Suður-
nesjamanna, Lágasvæðið svo-
nefnda, er sérstaklega viðkvæmt,
að sögn Freysteins Sigurðssonar,
jarðfræðings hjá Orkustofnun. Er
því mikilvægt að vernda það vel.
Freysteinn flutti erindi á fjöl-
mennum fræðslu- og umræðufundi
um jarðfræði og jarðhita, grunn-
vatn og efnistöku á Reykjanes-
skaga sem Náttúrustofa Reykja-
ness efndi til í Eldborg í Svartsengi
í fyrradag. Sagði hann frá grunn-
vatni á Reykjanesskaga og eigin-
leikum svæðisins, sérstaklega
þeirra þriggja vatnsöflunarsvæða
sem nýtt eru, það er að segja að
Lágum við Grindavíkurveg og
tveggja á Vatnsleysuströnd.
Sagði hann meðal annars frá því
að grunnvatnslagið væri þunnt og
þyrftu menn að gæta að sér við
dælingu úr borholum vegna þess að
hætta væri á að sjórinn sem er í
berginu undir hækkaði á kostnað
grunnvatnsins ef of mikið væri
dælt. Þá sagði hann frá sprungu-
kerfi svæðisins og áhrifum þeirra.
Jarðfræðingurinn sagði að
grunnvatnið væri efnaríkt og væri
eitt hollasta neysluvatn sem fyndist
hér á landi.
Hann sagði að vatnsverndar-
svæðið þyrfti að vera tiltölulega
stórt og að það þyrfti að vernda
sérstaklega vegna þess hversu lekt
það væri og vegna þess hversu litla
vernd það fengi af gróðri og jarð-
vegi. Ekki mætti til þess koma að
mengandi efni lækju ofan í jarðveg-
inn á þessu svæði. Gera verði ráð
fyrir framtíðinni. Ef vatnsbólunum
yrði spillt myndi það hafa áhrif í
áratugi.
Ekki mikil mengunarhætta
Spurður um áhættuna af akstri
eldsneytisflutningabíla yfir vatns-
bólin við Reykjanesbraut og
Grindavíkurveg sagði Freysteinn að
hættan af mengun væri fyrir hendi
en taldi að hún væri ekki mikil.
Menn yrðu að meta líkurnar og
hvað þeir væru tilbúnir að gera til
að draga úr henni.
Sagði hann að ýmislegt væri
hægt að gera, svo sem að þétta
vegarkanta. Einnig mætti hreinsa
svæðið að einhverju leyti með því
að bora og dæla olíunni upp ef slys
yrði. Hann sagði að ef mikil olía
læki niður og ekkert væri að gert
gætu vatnsbólin eyðilagst. Ef slíkt
gerðist, til dæmis í Lágum við
Grindavíkurveg væri hægt að bora
eftir vatni á Strandarheiði og
tengja við dreifikerfið eða tengja
það við vatnsból Vogamanna, eða
öfugt, en til þess þyrfti tíma og það
væri dýrt.
Fjölsóttur fræðslufundur um jarðfræði, grunnvatn og efnistöku
Mikilvægt að vernda vatnið
Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson
Áætlað er að milli 60 og 70 gestir hafi mætt á fræðslufund um jarðfræði
og vatnsvernd á Reykjanesskaganum.
Reykjanesskaginn
KRISTJÁN Sæmundsson, jarð-
fræðingur hjá Orkustofnun, flutti
fróðlegt erindi um jarðfræði og
jarðhita á Reykjanesskagans og
kom m.a. innan á aldur hrauna og
eldvirkni á svæðinu.
Hvað varðaði hættu á eldgosi á
svæðinu sagði Kristján að tíminn
væri afstæður í því tilfelli m.a.
væri það hraun sem rann síðast til
Hafnarfjarðar 8.000 ára og það
hraun sem rann til Reykjavíkur
væri 5.000 ára gamalt. Svarts-
engishraunið væri frá 1227 en í
umræðunni hefur verið að hraun
ætti að renna á 1.000 ára fresti á
Reykjanessvæðinu en Kristján
sagði að ekki væru til staðreyndir
sem sönnuðu þá fullyrðingu.
Hvað varðaði áhættuna við að
byggja á svæðum sem væru nærri
eldvirknisvæðum væri þetta
spurning um að vega og meta
hlutina.
Verður að vega og meta áhættuna
SORPEYÐINGARSTÖÐ Suður-
nesja sf. fékk fimmtán tilboð frá tíu
fyrirtækjum í nýja móttöku- og sorp-
brennslustöð sem til stendur að
byggja í Helguvík. Tilboðin voru frá
rúmum 500 milljónum og upp í tæpar
1,4 milljónir kr. en stærðir stöðvar og
tækni er afar mismunandi. Tilboðin
virðast hagstæð, miðað við kostnaðar-
áætlun.
Flutningatækni
með lægsta tilboð
Tilboðið var auglýst á Evrópska
efnahagssvæðinu og önnuðust Ríkis-
kaup það verk. Auglýst var eftir til-
boðum í fullkomna brennslustöð með
að lágmarki 6.000 tonna afkastagetu
og 1.000 til 1.500 fermetra móttöku-
stöð. Gerðar voru ýtrustu kröfur um
mengunarvarnir, aukna flokkun, end-
urnýtingu og endurvinnslu í nýju
stöðinni, svo og nýtingu varmans.
Lægsta tilboðið barst frá Flutn-
ingatækni ehf., 509 milljónir tæpar.
Þar er um að ræða 8.000 tonna stöð og
er meðalverð á hverju tonni í afkasta-
getu rúmar 63 þúsund krónur. Eykt
ehf. býður 6.120 tonna stöð á 549
milljónir og Hekla hf. og Járnbending
ehf. bjóða 7.200 tonna verksmiðju á
tæplega 550 milljónir. Í báðum tilvik-
um er meðalverð hærra en í tilboði
Flutningatækni.
Lægsta meðalverð á hverju tonni
er í tilboði frá Eykt ehf., rúmlega 53
þúsund krónur. Sú stöð er hins vegar
mun stærri en þær sem áður eru
nefndar, eða fyrir 12.240 tonna
brennslu á ári. Hekla hf. og Járn-
bending ehf. bjóða 12.000 tonna verk-
smiðju á 651 milljón og er meðalverð
á hvert tonn heldur hærra en hjá
Eykt, eða rúmlega 54 þúsund. Ístak
býður 12 þúsund tonna verksmiðju á
685 milljónir og er meðalverð á tonn í
henni 57 þúsund kr. rúmar. Tilboð
komu frá fleiri innlendum og einnig
erlendum fyrirtækjum.
Kostnaðaráætlun verkkaupa var
514 milljónir kr. fyrir verksmiðju með
6.000 til 7.000 tonna afkastagetu. Tek-
ur Guðjón Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands sveitarfé-
laga á Suðurnesjum sem reka
sorpeyðingarstöðina, fram að áætlun-
in sé reiknuð út á gengi frá því á síð-
asta ári. Samsvarar kostnaðaráætlun-
in því 85–100 þúsund kr. á hvert tonn,
miðað við gengið um þessar mundir.
Rekstrarkostnaður
metinn
Guðjón segist ánægður með þátt-
tökuna í útboðinu, hún hafi verið
meiri en vonast var til. Þá segir hann
að eftir sé að yfirfara tilboðin en fljótt
á litið virðist vera hægt að semja um
sorpeyðingarstöð á viðráðanlegu
verði.
Við mat á tilboðunum sem fram-
undan eru verður, auk stofnkostnað-
ar, farið yfir áætlaðan rekstrarkostn-
að þeirra stöðva sem boðnar eru
fram, sveigjanleika þeirra og tækni.
Hefur verkkaupi fjóra mánuði til þess
en Guðjón segir stefnt að því að ljúka
samningum fyrr. Gert er ráð fyrir að
stöðinni verði skilað fullbúinni ekki
síðar en í desember 2003.
Mikill áhugi á að byggja brennslustöð fyrir Sorpeyðingarstöð Suðurnesja
Lægstu tilboð
rúmar 500
milljónir kr.
Helguvík
AÐVENTUTÓNLEIKAR verða
haldnir í Keflavíkurkirkju næstkom-
andi sunnudag, klukkan 20.30. Þar
munu Kirkjukórar Keflavíkurkirkju
og Kirkjukór Grindarvíkurkirkju
flytja saman verk eftir Buxtehude,
Bach og Öhrwald.
Í verkunum munu flautuleikar-
arnir Birna Rúnarsdóttir og Dagný
Marinósdóttir spila fylgiraddir með
söngnum. Á tónleikunum munu
einnig einsöngvararnir Ingunn Sig-
urðardóttir og Guðmundur Sigurðs-
son syngja einsöngslög eftir Kalda-
lóns, Sigurð Þórðarson og fleiri. Eins
munu börn úr barnastarfi kirkjunn-
ar syngja jólalag og kór Keflavíkur-
kirkju mun auk þess flytja fjölda
þekktra jólalaga.
Séra Sigfús Baldvin Ingvason
mun flytja hugvekju og efnt verður
til almenns samsöngs á tónleikunum
með hátíðlegum brag.
Organleik og kórstjórn annast
Hákon Leifsson starfandi organisti
við Keflavíkurkirkju og Örn Falkner
organisti Grindarvíkurkirkju.
Syngja saman
á aðventu-
tónleikum
Keflavík
ÍRIS Jónsdóttir og Kolbrún Björns-
dóttir, Kolla, opna í dag sýningu í
Gallerý Hringlist í Keflavík, undir
heitinu 2001.nótt. Sýningin stendur til
16. desember.
Eins og titillinn ber með sér er
þetta ævintýrasýning og er framlag
þeirra til að skapa ævintýraheim, því
eins og við vitum er fátt betra en að
taka þátt í ævintýri, hvort sem er við
lestur, upplifun eða sjá þau gerast,
segir í fréttatilkynningu um sýn-
inguna.
Verk Kollu eru myndir þar sem
hún notast við pappír og blandaða
tækni, svokölluð collage-verk. Íris
sýnir akrýlverk á striga og blandaða
tækni þar sem hún notar meðal ann-
ars gler og málmþynnur í verkin. Öll
verkin á sýningunni eru unnin á þessu
ári.
Kolla og Íris útskrifuðust frá mál-
aradeild Myndlista- og handíðaskóla
Íslands árið 1997 en einnig stunduðu
þær nám við Accademia di Belle Arti
di Brera í Mílanó árið 1996. Hafa þær
starfað við myndlist undanfarin ár og
haldið sýningar jafnt heima sem er-
lendis.
Sýningin er opin á verslunartíma
Gallerýs Hringlistar og einnig á
sunnudögum frá og með 9. desember.
Ævintýrasýn-
ing í Hringlist
Keflavík
KVEIKT verður á jólatrjám
Reykjanesbæjar í dag klukkan
18 og á sama tíma á laugardag-
inn eftir viku.
Unglingar í félagsmiðstöð-
inni Fjörheimum sjá um dag-
skrána í dag í tilefni af því að
kveikt verður á ljósum jólatrés-
ins við Ytri-Njarðvíkurkirkju í
Njarðvík. Tréð er gjöf frá
Pandrup í Danmörku, vinabæ
Reykjanesbæjar.
Kveikt verður á ljósunum
klukkan 18. Boðið verður upp á
heitt kakó og tónlistaratriði og
jólasveinar koma í heimsókn.
Eftir viku, laugardaginn 8.
desember, verður síðan kveikt
á jólatrénu við Tjarnargötutorg
í Keflavík en það er gjöf frá
Kristiansand í Noregi, vinabæ
Reykjanesbæjar.
Kveikt
á jólatré
í dag
Njarðvík
♦ ♦ ♦