Morgunblaðið - 01.12.2001, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 01.12.2001, Qupperneq 24
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 24 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁRNI Bjarnason, skipstjóri frá Ak- ureyri, var kjörinn forseti Far- manna- og fiskimannasambands Ís- lands á 40. þingi sambandsins í gær. Árni hlaut 21 atkvæði í kjöri til for- seta en Grétar Mar Jónsson, fráfar- andi forseti, hlaut 15 atkvæði. Einn kjörseðill var auður. Árni sagðist að loknu forsetakjörinu vona að í kjöl- far þingsins yrði hægt að sameina krafta sambandsins og að félagar þess yrðu samherjar að nýju. Árni sagðist í samtali við Morg- unblaðið boða breyttar áherslur í samskiptum við útvegsmenn. „Ég vil reyna að opna fyrir þann mögu- leika að viðsemjendur geti byrjað að ræðast við á eðlilegum nótum varð- andi öll hagsmunamál stéttarinnar. Staðan hefur því miður verið þannig undanfarið að samskiptin hafa verið í algeru lágmarki og aðilar aðeins hist við samningaborðið. Ég vil reyna að koma málum í þann farveg að menn geti talað saman á mál- efnalegum grundvelli. Það hlýtur að vera til hagsbóta fyrir alla aðila.“ Á þinginu kom fram töluverð gagnrýni á núverandi fiskveiði- stjórnunarkerfi og sagðist Árni ekki eiga von á öðru en að sú umræða héldi áfram. „Þingið ályktaði um fiskveiðistjórnunarmál á nokkuð víðari hátt en oft áður. Ég skil það þannig að menn séu tilbúnir að skoða leiðir í núverandi kerfi í stað þess að hafna því alfarið.“ Árni er skipstjóri á Akureyrinni EA, frystitogara Samherja hf. á Ak- ureyri, stærsta útgerðarfélags landsins. Hann segist ætla að láta af sjómennsku í bili og sinna forseta- starfinu alfarið. „Það er útilokað að ég geti sinnt bæði starfi forseta FFSÍ og um leið starfað hjá Sam- herja. Ég byrja reyndar á því að fara út á sjó og klára næstu veiði- ferð. Ég mun síðan stinga mér í djúpu laugina strax eftir áramótin,“ sagði Árni. Tilslökun skilar ekki góðu veðri hjá útvegsmönnum Grétar Mar Jónsson, fráfarandi forseti, sagði að vissulega væri alltaf svekkjandi að tapa kosningum. Hann sagði að í þessari niðurstöðu fælist að hluta til dómur á störf sín undanfarin tvö ár en sagði að senni- lega væri helsta ástæðan hvernig kosningu hans bar að fyrir tveimur árum. Grétar sagðist ekki hafa trú á að tilslökun í samskiptum við útgerð- armenn ætti eftir að skila árangri. „Það er langur vegur frá því að til- slökun á okkar kröfum eigi eftir að skila okkur góðu veðri hjá útvegs- mönnum. Nýkjörinn forseti verður vitanlega að vinna eftir samþykkt- um þingsins og nú hefur þingið hafnað núverandi fiskveiðistjórnun- arkerfi og vill skoða önnur stjórn- kerfi á fiskveiðum.“ Grétar sagðist síður en svo vera hættur afskiptum af hagsmunabar- áttu sjómanna og mun fylkja sér bak við nýja forsetann. „Ég er áhugamaður um sjávarútvegsmál og mun halda áfram að láta skoðanir mínar óspart í ljós. Ég tel að við eigum að standa á bak við okkar forseta og berjast með honum eins og við kunnum og getum,“ segir Grétar. Í ályktun þingsins um stjórn fisk- veiða segir að reynslan af uppbygg- ingu botnfiskstofna, samhliða þeirri fiskveiðistjórnun sem nú er og átti að stuðla að því að tryggja til fram- tíðar hámarksafla úr fiskistofnun- um, sé slæm. Leggur þingið til að ef ekki takist að laga núverandi kerfi svo viðunandi sé verði teknar upp aðrar veiðistýringaraðferðir sem betur tryggi uppbyggingu og bætta umgengni við botnfiskstofnana. Þingið hafnar óbreyttri fram- kvæmd núverandi fiskveiðistjórnun- arkerfis og krefst þess að skýr ákvæði um þjóðareignarrétt á auð- lindum verði fest í stjórnarskrá. Telur þingið að tryggja verði með löggjöf að óumdeilt verði að fjölda skipa, stærð og aflvísi fiskiskipaflot- ans megi takmarka svo að unnt verði að stjórna fiskveiðum í fram- tíðinni. Strax verði tekið á brott- kastsvandanum og leyft að landa afla utan aflamarks. Þá telur þingið að takmarka verði framsal veiði- heimilda og auka veiðiskyldu á hvert skip. Árni Bjarnason skipstjóri kjörinn formaður FFSÍ Verðum vonandi samherjar að nýju Morgunblaðið/Þorkell Árni Bjarnason, nýkjörinn forseti Farmanna- og fiskimannasambands Ís- lands, þakkar stuðninginn við lok 40. sambandsþings sambandsins í gær. TAP Plastprents hf. fyrstu níu mánuði ársins nam 62 milljónum króna en tapið var 18 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Hagn- aður þriðja ársfjórðungs yfirstand- andi árs var 26 milljónir króna, en tapið á fyrstu sex mánuðum ársins nam 88 milljónum króna. Í tilkynn- ingu Plastprents segir að bætt af- koma skýrist annars vegar af mun minna gengistapi á þriðja ársfjórð- ungi og hins vegar sé sá ársfjórð- ungur alla jafna sá besti í rekstri félagsins. Rekstrartekjur Plastprents hf á á fyrstu níu mánuðum ársins 2001 námu 1.092 milljónum króna sem er 35% aukning frá fyrra ári en þá voru rekstrartekjur 804 milljónir króna. Meginskýringin er kaup fé- lagsins á meirihluta í Akoplastos hf. í lok sl. árs. Rekstrargjöld félagsins hækk- uðu eins og tekjurnar um 35% milli ára og námu þau 1.018 milljónum króna á fyrri hluta árs en 756 millj- ónum króna á sama tíma á fyrra ári. Rekstrarhagnaður án fjár- munatekna og fjármagnsgjalda var 74 milljónir króna en rekstrar- hagnaður 48 milljónir króna árið áður. Fjármagnsgjöld umfram fjár- munatekjur námu 145 milljónum króna sem er 78 milljóna króna nettóaukning frá fyrra ári. Skýrist aukningin nær eingöngu af 96 milljóna króna auknu gengistapi skulda í erlendum gjaldmiðlum frá sama tímabili á fyrra ári. Hins veg- ar hækkuðu verðbreytingatekjur um 20 milljónir króna á milli ára. Bætt afkoma hjá Plastprenti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.