Morgunblaðið - 01.12.2001, Side 26

Morgunblaðið - 01.12.2001, Side 26
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 26 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ nokkurn hefði grunað fyrir aðeins fimm eða tíu árum. Bæði í fyrirtækj- um og háskólum glímdu menn við flókin áhættufyrirbæri og á báðum vígstöðvum væri mikill áhugi á að greina afleiðingar áhættu fyrir stjórn fyrirtækja og eftirlit af opinberri hálfu. Fram kom í máli Jóns að ástæðan fyrir því að áhætta væri nú á dagskrá væri sú að mönnum sýndist almennt að áhætta hefði aukist í viðskiptum og þjóðlífi. Þetta væri síðan rakið til meiri og tíðari efnahagssveiflna í kjölfar hnattvæðingar viðskiptalífs- ins, sem væri aftur skilgetið afkvæmi tækniframfara í samgöngum og fjar- skiptum. Svo virtist reyndar einnig sem náttúruhamfarir og stór áföll af mannavöldum hefðu orðið tíðari á seinni árum. Ef til vill hefði mátt koma í veg fyrir eða draga úr ýmsum þeim áföllum sem gengið hefðu yfir síðastliðinn áratug, ef áhættustjórn hefði verið í góðu horfi. Áhættustjórn ætti að vera nátengd hvers konar ákvörðunum í fyrirtækjum, hvort sem væri á vegum einkaaðila eða hins opinbera. Jón gerði grein fyrir því sem hann kallaði góða siði við lánveitingar bankastofnana. Hann sagði að þeir siðir eða venjur væru að flestu leyti lausir við hátækni. Enda væri áhættustjórnun fyrst og fremst ferli en ekki tækni. Ábyrgð á ákvörðunum um lánveitingar ætti að vera skýrt ákveðin í skipulagi hvers banka. Þá þyrfti starfsreglur um mat á lánshæfi væntanlegra lántakenda. Einnig þyrfti verðlagning að taka mið af kostnaði og þar með talinni tap- áhættu. Vaxtakjör lántakenda ætti að vera breytileg og í samræmi við áhættu og lánveitingum ætti að vera fylgt eftir á kerfisbundinn hátt. Jón greindi frá því hvernig áhættu- stýringu væri háttað í Norræna fjár- festingarbankanum. Hann sagði að sérstök áhættustýringardeild hefði verið sett á fót í bankanum árið 1996 og að hún væri algjörlega sjálfstæð og heyrði undir bankastjóra. Bank- inn hefði ávallt notið hæsta lánshæf- ismats og að mestu komist hjá út- lánatöpum. Áhættustjórn og eftirlit væri þess vegna að mati stjórnenda bankans jafnvel enn ríkara en ella. Jón sagði að það sem að hans mati skipti mestu máli varðandi stöðug- leika fjármálakerfisins væru í fyrsta lagi vandaðar lánavenjur og áhættu- stjórn. Þá skipti máli að reiknings- skilareglur væru samræmdar, sem næði einnig til afleiðuviðskipta, fjár- málaeftirlit væri gott, samstarf eft- irlitsstofnana öflugt og stuðningur al- þjóðastofnana við endurbætur á fjármálakerfi þróunarlanda. Þá sagði Jón í umræðum sem urðu ÁHÆTTUSTJÓRNUN í litlu opnu hagkerfi var yfirskrift ráðstefnu sem viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands hélt í gær. Ræðumenn á ráð- stefnunni voru fjórir, þeir Jón Sig- urðsson, aðalbankastjóri Norræna fjárfestingarbankans, Már Guð- mundsson, aðalhagfræðingur Seðla- banka Íslands, Lars Oxelheim, pró- fessor í alþjóðafjármálum við háskólann í Lundi, og Guðmundur Magnússon, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Áhætta í viðskiptum að aukast Jón Sigurðsson sagði að horn- steinn stöðugleika í fjármálakerfinu væri góðar lánavenjur í hverjum ein- stökum banka. Úr því gæti engin hagstjórn bætt. Eftirlitsstofnanir gætu og ættu ekki að taka að sér innri stjórn í bönkunum. Eftirlit og opinber afskipti ættu umfram allt að felast í skýrum og stöðugum leik- reglum og hvatningu til að fara eftir þeim og síðan viðbrögðum ef út af væri brugðið. Auðveldast væri að setja leikreglurnar, vandinn væri hins vegar að fylgja þeim eftir og koma á réttvísandi hvatningu og refs- ingu ef reglunum væri ekki fylgt. Yfirskrift erindis Jóns Sigurðsson- ar var Áhætta og eftirlit. Hann sagði að áhætta og áhættustjórn væri nú mikilvægara viðfangsefni, hvort sem væri í viðskiptum, fjármálum, há- skólastarfi eða stjórnmálum, en eftir erindið að hann teldi að það hefði verið afleikur hjá Seðlabankan- um að lækka vexti í mars síðastliðn- um. Erfiðleikar í vændum Már Guðmundsson sagði í erindi sínu að mörg fyrirtæki og einstak- lingar hér á landi mundu lenda í erf- iðleikum á næstunni. Ekkert benti þó til þess að hinar stærri fjármálastofn- anir mundu ekki ráða við þá erfið- leika og því væri ekki ástæða til að spá bankakreppu þótt vanskil ykjust og þær mundu verða fyrir eignarýrn- un. Eiginfjárstaða fjármálafyrir- tækja væri nú verri en hún hefði ver- ið í upphafi uppsveiflunnar þótt hún hefði ekki versnað á þessu ári. Ástæðuna fyrir þessari stöðu sagði Már vera þá að Íslendingar væru nú að koma út úr miklu ofþensluskeiði sem endaði með ýmis viðvörunarljós blikkandi varðandi stöðugleika fjár- málakerfisins. Útlánaþensla, fjár- mögnuð með erlendu fjármagnsinn- streymi, og óhóflegur viðskiptahalli hefði að lokum grafið undan genginu og skapað verðbólguþrýsting. Hann sagði að það sem hefði farið úrskeiðis hefði verið að óheftar fjár- magnshreyfingar og gengistrygging hefði magnað útlánaþensluna upp. Farið hefði verið óvarlega við að auka útlánagetu og vilja fjármálastofnana við skipulagsbreytingar á fjármála- stofnunum og aukningu á eigin fé bankanna. Þá sagði Már að of seint hefðu verið sett verðbólgumarkmið og flotgengi og ríkisfjármálastefnan hefði ekki verið nægilega aðhalds- söm. Skattalækkanir í ofþenslu hefðu verið mistök og aðhald í peningamál- um hefði þurft að vera meira. Pen- ingastefnan hefði þó að mati Más lík- lega ekki getað komið í veg fyrir útlánaþensluna auk þess sem hún hefði ekki átt verulegan þátt í við- skiptahallanum. Már sagði það sitt mat að sú hag- stjórn sem stuðlaði að verðstöðug- leika og þjóðhagslegu jafnvægi mundi til lengdar jafnframt stuðla að fjármálastöðugleika. Til lengdar litið væri engin mótsögn þarna á milli. Fyrirtæki gefi ýtarlegri upplýsingar Lars Oxelheim fjallaði í erindi sínu um áhættustjórnun fyrirtækja og hvað hlutafjáreigendur þyrftu að vita. Hann sagðist hafa fengið sér- stakan áhuga á viðfangsefninu eftir fjármálakreppuna í Asíu á seinni hluta síðasta áratugar og þá hefði hann farið að skoða áhrif ytri breyta, svo sem gengis, vaxtastigs, verðbólgu og stjórnmálaáhættu, á afkomu fyr- irtækja. Oxelheim sagði að þeir sem ættu hagsmuna að gæta, og þá sér í lagi hluthafar, þyrftu að finna út hver ár- angur fyrirtækja væri í raun, þ.e. þegar ytri áhrif hefðu verið dregin frá. Miklar sveiflur í raungengi gætu til að mynda haft veruleg áhrif á af- komu fyrirtækja, bæði jákvæð og neikvæð. Hann benti á að áætlanir fyrirtækja gerðu yfirleitt aðeins ráð fyrir tiltekinni framvindu mála, svo sem tilteknum hagvexti, vaxtastigi, gengi og svo framvegis. Ekkert væri gefið upp hver áhrifin yrðu ef for- sendur áætlunarinnar breyttust og stjórnendur gætu jafnvel skýlt sér á bak við breyttar forsendur ef rekstur fyrirtækja væri ekki í samræmi við áætlanir. Þá sagði hann einnig að hann hefði stundum horft upp á það að menn reiknuðu sér afkomutengd- ar aukagreiðslur þegar fyrirtæki væru í raun að skila óviðunadi af- komu en ytri aðstæður væru nægi- lega hagfelldar til að lyfta afkomunni upp. Hann sagði að nú væru til tæki sem gerðu fyritækjum kleift að gera áætl- anir sínar þannig úr garði að einfalt ætti að vera fyrir menn að átta sig á hver afkoman væri í raun, þ.e. að undanskildum ytri aðstæðum. Bæði vegna þessa og vegna þess að auknar kröfur væru um að slík vinnubrögð yrðu tekin upp sagðist Lars Oxel- heim telja líkur til að fyrirtæki færu í ekki allt of fjarlægri framtíð að taka upp slíka framsetningu áætlana. Of lágt eiginfjárhlutfall banka á Íslandi Guðmundur Magnússon ræddi um reglur um eiginfjárhlutfall banka og áhættu í bankakerfinu og velti því fyrir sér hvort 8% eiginfjárhlutfall, eins og kveðið er á um í núverandi reglum, væri fullnægjandi fyrir Ís- land. Hann benti á að Fjármálaeft- irlitið, Seðlabankinn og Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn hefðu nýlega orðið til að lýsa áhyggjum vegna eiginfjár- stöðu bankanna og talið hana of lága. Þá sagði hann að miðað við hlutfall annarra Norðurlanda væri hlutfallið hér í lægra lagi. Hjá hinum Norð- urlöndunum hefði meðaltal hjá stórum bönkum verið rúm 11% fyrir þremur árum, en rúm 9% á sama tíma hér á landi. Guðmundur sagði eðlilegt að eig- infjárhlutfall færi eftir aðstæðum, svo sem eiginleikum hagkerfisins og möguleikum bankanna til áhættu- dreifingar, en ekki væri rétt að taka alþjóðlegar reglur óbreyttar upp hér á landi. Hann taldi ástæðu til að ætla að heppilegt eiginfjárhlutfall hér á landi ætti að vera yfir lögbundnum 8%, en sagðist að svo stöddu ekki geta nefnt ákveðið kjörhlutfall. Hann væri hins vegar að vinna að rann- sóknum á því. Áhættustjórnun banka ferli en ekki tækni Fremst á myndinni eru, frá vinstri, Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands, Guð- mundur Magnússon, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, Lars Oxelheim, prófessor í alþjóða- fjármálum við háskólann í Lundi, og Ágúst Einarsson, forseti viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands. Ráðstefna viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands um áhættustjórnun TAP samstæðu Stáltaks hf. nam tæpum 274 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Tap móður- félags er hið sama en til samanburð- ar má geta þess að tap móðurfélags í fyrra nam rúmum 39 milljónum króna. Tap samstæðunnar af reglulegri starfsemi fyrir skatta nam rúmum 195 milljónum króna, þ.a. nam tap móðurfélags 148 milljónum en í fyrra var tap móðurfélags tæpar 55 millj- ónir króna. Velta samstæðunnar nam rétt rúmum 1 milljarði króna á fyrstu níu mánuðum ársins og rekstrargjöld námu tæplega 1,2 milljörðum. Rekstrartap samstæðunnar nam 156 milljónum króna og fjármagnsgjöld námu 39 milljónum króna. Eignir Stáltaks voru í lok þriðja ársfjórðungs bókfærðar á um 742 milljónir króna og skuldir voru 727 milljónir. Eigið fé félagsins reyndist tæpar 52 milljónir króna og hefur lækkað um 265 milljónir króna frá áramótum. Veltufé frá rekstri var neikvætt um 141 milljón króna. Í tilkynningu frá félaginu segir að tap tímabilsins skýrist að hluta af sérstakri 94 milljóna króna niður- færslu eigna samfara breytingum sem gerðar voru á félaginu, þ.e. því var skipt upp í þrjú dótturfyrirtæki. Stáltak fékk heimild til greiðslu- stöðvunar sem gildir fram í janúar nk. Unnið er að endurskipulagningu rekstrarins og í áritun endurskoð- enda í árshlutareikningnum segir að vafi leiki á um áframhaldandi rekstr- arhæfi félagsins. Því sé rétt að taka fram að reikningurinn miðist við áframhaldandi rekstur félagsins en upplausnarverð eigna geti verið verulega frábrugðið bókfærðu verði þeirra. Tap Stáltaks 274 milljónir SÆNSKA símafyrirtækið Telia hef- ur samþykkt að lækka hlut sinn af tekjum þeirra aðila sem bjóða net- þjónustu fyrir farsíma á fjarskipta- neti fyrirtækisins. Gert er ráð fyrir að farið verði að bjóða farsímanot- endum ýmiss konar netþjónustu fyr- ir farsíma strax í desember. Telia, sem upphaflega ætlaði sér 45% hlut af tekjum þjónustuaðil- anna, hefur nú ákveðið að lækka þóknun sína í 20%. Sænsk samtök fyrirtækja sem hanna og þróa ýmiss konar netþjónustu fyrir farsíma hafa gagnrýnt Telia og önnur símafyrir- tæki harðlega á liðnum mánuðum fyrir að ætla sér of stóran skerf af tekjum vegna netþjónustunnar og hafa þjónustufyrirtækin af þessum sökum sniðgengið fjarskiptanet símafyrirtækjanna. Bent hefur verið á í þessu sam- bandi að japanska fyrirtækið Do- como, sem er leiðandi á þessum markaði, taki einungis 9% þóknun af sölu farsímaþjónustu. Einnig að þjónustufyrirtækjum geti reynst erfitt að skila arðsemi og þróa nýja þjónustumöguleika ef stór hluti teknanna fer til símafyrirtækjanna. Í Svenska Dagbladet er haft eftir Herði Bender, forstjóra Schibsted Telecom, sem er eitt stærsta þjón- ustufyrirtæki á þessu sviði í Svíþjóð, að loksins hafi fengist viðunandi lausn á þessu máli. Svíþjóð verði nú fyrsta land Evrópu sem opnar að- gang þjónustuaðila að farsímaneti. Þess má geta að Hörður hvatti ný- verið Landssíma Íslands á síðum Morgunblaðsins til að verða fyrstur og taka forystu í þróun netþjónustu fyrir GPRS-símatækni í Evrópu. Netþjónusta fyrir farsíma Telia nær sáttum við þjónustu- fyrirtækin ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.