Morgunblaðið - 01.12.2001, Side 28
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
28 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HLUTHAFAFUNDUR skó-
framleiðslufyrirtækisins X-18
samþykkti á miðvikudag tillögu
stjórnar félagsins um að hefja
sameiningarviðræður við Ís-
lenska skófélagið ehf.
Ennfremur var samþykkt að
auka hlutfé X-18 um 150 millj-
ónir króna að nafnvirði en
hlutafé félagsins nemur fyrir
187,5 milljónum króna.
Íslenska skófélagið, ÍSF,
flytur inn skó til landsins, m.a.
undir merkjum Diesel og Skec-
hers. Félagið veltir um 200
milljónum króna á ári en eig-
endur þess eru að jöfnum hlut
fyrirtækin Sportvörur og Út-
gerðarfélagið Saga.
Eigendur ÍSF eiga meirihluta
hlutafjár í X-18
X-18 er hönnunar-, fram-
leiðslu- og dreifingarfyrirtæki
á X-18 skóm út um allan heim.
Hluthafar félagsins eru alls um
150 talsins en eigendur ÍSF,
Sportvörur og Útgerðarfélagið
Saga, eru jafnframt eigendur
meirihluta hlutafjár í X-18, eiga
hvort um sig um 32% hlut.
Samkvæmt upplýsingum frá
X-18 verða nú hafnar samein-
ingarviðræður við ÍSF en hlut-
hafafundur mun aftur taka af-
stöðu til málsins ef grundvöllur
reynist til sameiningar.
X-18 og
ÍSF í sam-
einingar-
viðræður
PRO PR á Íslandi, nýtt kynningar-,
markaðs- og auglýsingafyrirtæki,
hefur hafið starfsemi.
Helstu eigendur eru Hallur Halls-
son, Sigursteinn Másson og Einar
Magnús Magnússon. Starfsmenn
eru fimm.
Pro PR býður upp á rannsóknar-
og greiningarþjónustu í samvinnu
við sérfræðinga. Félagið býður al-
hliða kynningar-, markaðs- og aug-
lýsingaþjónustu. Það á jafnt við gerð
auglýsinga fyrir ljósvaka- og prent-
miðla.
Þá er viðskiptavinum boðið nám-
skeið: Fyrirtækið og fjölmiðlar, sem
miðar að því að kynna stjórnendum
íslenska fjölmiðla, áfallastjórnun,
fjölmiðlaherferðir og leiðsögn um
framkomu í sjónvarpi. Á námskeið-
inu er sérstaklega fjallað um áföll
sem dunið hafa yfir íslensk fyrirtæki
og hvaða lærdóm megi af þeim
draga.
Pro PR hefur starfsemi
HRAÐFRYSTISTÖÐ Þórshafnar
hf. var rekin með 51 milljónar króna
tapi fyrstu níu mánuði ársins. Tölur
fyrir fyrstu níu mánuði síðasta árs
liggja ekki fyrir til samanburðar.
Allt síðasta ár nam tap félagsins 364
milljónum króna.
Rekstrartekjur félagsins fyrstu
níu mánuði ársins námu 1.386 millj-
ónum króna og rekstrargjöldin 1.023
milljónum króna. Fjármagnsgjöldin
námu 220 milljónum en þar er tekið
tillit til 89 milljóna króna hagnaðar
af sölu hlutabréfa.
Veltufé frá rekstri var jákvætt um
169 milljónir króna og er veltufjár-
myndun rekstrar meiri en áætlanir
gerðu ráð fyrir. Eigið fé Hraðfrysti-
stöðvar Þórshafnar er neikvætt um
96 milljónir króna.
Í tilkynningu til Verðbréfaþings
Íslands kemur fram að meginorsök á
tapi félagsins sé óhagstæð gengis-
þróun og tap af rekstri dótturfélags-
ins Íslensks kúfisks upp á 48 millj-
ónir króna.
Nýr framkvæmdastjóri ráðinn
Magnús Hilmar Helgason hefur
verið ráðinn framkvæmdastjóri
Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf.
Ráðning Magnúsar er tímabundin
en hann hefur störf hjá félaginu 1.
desember í stað Jóhanns A. Jónsson-
ar sem að eigin ósk lætur af störfum
frá og með næstu áramótum. Magn-
ús Helgason er fæddur 1958. Hann
lauk verslunarprófi 1978 og útskrif-
aðist sem fisktæknir frá Fisk-
vinnsluskólanum 1982. Hann starf-
aði sem verkstjóri, skrifstofustjóri
og síðar útgerðarstjóri hjá Hrað-
frystistöð Þórshafnar hf. á tíma-
bilinu 1981-1995 og á árununum
1995-1996 var Magnús frystihúss-
stjóri hjá KEA í Hrísey. Frá 1996
hefur Magnús starfað á Stöðvarfirði,
fyrst sem framkvæmdastjóri Gunn-
arstinds hf. og síðar sem rekstrar-
stjóri Snæfells. Magnús er nú
rekstrarstjóri Samherja hf. á Stöðv-
arfirði.
Hraðfrystistöð
Þórshafnar með
51 milljón í tap
SAMÞYKKT hefur verið sem
stjórnarfrumvarp frumvarp til laga
um breytingu á lögum um verðbréfa-
viðskipti (nr. 13/1996).
Í frumvarpinu eru lagðar til breyt-
ingar á ákvæðum laganna sem varða
innherjaviðskipti, „til þess að taka af
tvímæli um að þeim sem búa yfir
trúnaðarupplýsingum sé óheimilt að
afla eða ráðstafa þeim verðbréfum
sem trúnaðarupplýsingarnar tengj-
ast, óháð því hvort um ásetnings- eða
gáleysisbrot er að ræða.“
Ákvæðið sem um ræðir hljóðar nú
svo með fyrri breytingum: „Innherj-
um er óheimilt að nýta trúnaðarupp-
lýsingar, beint eða óbeint, til öflunar
eða ráðstöfunar verðbréfa.“
Lagt er til að orðalagi ákvæðisins
verði breytt þannig: „Innherjum er
óheimilt að afla eða ráðstafa verð-
bréfum, fyrir eigin reikning eða ann-
arra, búi þeir yfir trúnaðarupplýs-
ingum.“
Vísað er í athugasemdum við
frumvarpið í dóm kveðinn upp í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur 29. október sl.
(svokallað Skeljungsmál). Þar komst
dómurinn að þeirri niðurstöðu að
samkvæmt ákvæðum laganna yrðu
trúnaðarupplýsingar að vera ákvörð-
unarástæða fyrir viðskiptunum,
samanber orðasambandið „að nýta
til öflunar“.
Frumvarpið á að taka af tvímæli
um að gáleysi sé nægileg forsenda
refsinæmis. Innherjum sé óheimilt
að afla eða ráðstafa verðbréfum ef
þeir búa yfir trúnaðarupplýsingum
um útgefanda bréfanna, bréfin sjálf
eða önnur atriði sem ekki hafa verið
gerð opinber en eru líkleg til að hafa
áhrif á markaðsverð bréfanna.
Frumvarp til breytinga á lögum
um verðbréfaviðskipti
Gáleysi nægileg
forsenda refsi-
næmis innherja
SAMKOMULAG hefur orðið á milli
Stjörnugríss hf. og Sláturfélags Suð-
urlands (SS) um kaup SS á 37,5%
hlut í kjötvinnslufyrirtækinu Fersk-
um kjötvörum (FK), Síðumúla 34,
sem er í eigu Stjörnugríss og tengdra
félaga.
Velta FK á þessu ári er áætluð um
1.100 mkr. og starfsmannafjöldi er
80. Upplýsingar um fjárhagshlið
kaupanna eru ekki veittar og þær
sagðar trúnaðarmál.
Í tilkynningu um kaupin kemur
fram að SS mun á næstu 3 árum
kaupa 20% hlut til viðbótar og eign-
ast þar með 57,5% fyrirtækisins.
Áætluð hlutdeild beggja fyrirtækja á
kjötmarkaði er um 35%.
Markmið kaupanna er hagræðing í
framleiðslu unninna kjötvara, að því
er fram kemur í tilkynningunni. Af-
koma fyrirtækja á þessu sviði hefur
verið slæm undanfarin ár og þörf
hagræðingar til að lækka kostnað.
Samvinna SS og FK gerir kleift að
hagræða í innkaupum og á vissum
sviðum framleiðslu og í rekstri stoð-
deilda.
SS og FK verða áfram rekin sem
aðskilin og sjálfstæð fyrirtæki með
eigin framleiðslu, söludeildir og vöru-
dreifingu. Með samvinnu er áætlað
að rekstrarkostnaður lækki og bæði
fyrirtækin verði betur í stakk búin til
að framleiða og selja gæða kjötvörur
á lægsta mögulega verði og styrkja
þar með stöðuna gegn fyrirséðri
aukningu í innflutningi kjötvara.
Sláturfélag Suðurlands hefur keypt 37,5% hlut í kjötvinnslufyrirtækinu
Ferskar kjötvörur. Myndin er tekin í kjötvinnslu SS á Hvolsvelli.
SS kaupir 37,5% í
Ferskum kjötvörum