Morgunblaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 31
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 31 PENINGAVÍXLARARNIR í Kabúl eru bjartsýnir á betri tíma og hækkandi gengi en það hefur að undanförnu ráðist mest af því hvar víglínan hefur verið hverju sinni. Þrátt fyrir umfangið er seðlastabbinn á myndinni ekki mikils virði en það kann að breytast komist á friður í Afganistan. Reuters Brosað mót hækkandi gengi OSAMA bin Laden jós pen-ingunum yfir leiðtoga tal-ibana í hvert sinn, semhann þurfti á þeim að halda. Ekki var óalgengt, að hann deildi út á meðal þeirra allt að 10 milljónum íslenskra króna þegar svo bar undir. Í staðinn fékk hann ótak- markað frelsi til að fara sínu fram í Afganistan. Kemur þetta fram í við- tali við Mohammed Khaksar, fyrr- verandi aðstoðarinnanríkisráðherra talibanastjórnarinnar, en hann varð um kyrrt í Kabúl þegar talibanar flýðu borgina og hefur nú sagt skilið við sína fyrri félaga og lýst yfir stuðn- ingi við Norðurbandalagið. „Það hafði enginn nein völd yfir bin Laden. Hann var alltaf með fullar hendur fjár og gerði það, sem honum þóknaðist,“ sagði Khaksar en þetta er í fyrsta sinn, sem sagt er frá því, sem fram fór innan talibanastjórnar- innar. Khaksar, sem var áður náinn vinur Mohammad Omars, leiðtoga talib- ana, segir, að bin Laden hafi í raun keypt talibanastjórnina og haldið henni uppi. Var hann óspar á peninga við þá, fína bíla og aðrar gjafir og væru þeir til dæmis að undirbúa árás í átökunum við Norðurbandalagið, var bin Laden óðara kominn með 50 bíla til að flytja hermennina. „Al-Qaeda-samtökin voru mjög mikilvæg talibönum vegna þess, að þar var alltaf nóg af peningum. Þau jusu út fénu og talibanar treystu þeim,“ segir Khaksar. Tengslin milli talibanaleiðtoganna og bin Ladens áttu sér líka rætur í hugmyndafræðinni, í einstrengings- legum trúarhugmyndum þeirra og andúðinni á Vesturlöndum. Khaksar segir hins vegar, að honum hafi verið farið að ofbjóða hvað peningarnir skiptu orðið miklu máli á síðustu ár- um. Bandarískar leyniþjónustustofn- anir hafa ýmsar upplýsingar um fjár- streymið frá bin Laden til talibana og áætla, að það hafi verið um 11 millj- arðar ísl. kr. í beinhörðum peningum og hernaðaraðstoð frá 1996. Khaksar er maður þéttur á velli, með sítt, gráyrjótt skegg og veðurbit- inn í andliti. Hann er aðeins 41 árs en virðist vera eldri. Hann er Pastúni eins og flestir talibanar og var lyk- ilmaður í hreyfingunni, sem reis upp 1994 og hafði náð Kabúl á sitt vald 1996. Fyrst eftir valdatökuna var hann- yfirmaður leyniþjónustunnar en síð- ar aðstoðarinnanríkisráðherra. Bar hann þá ábyrgð á öryggismálum í Kabúl þar sem oft var beitt mikilli grimmd gagnvart konum og reynt að uppræta allt, sem minnti á nútímann og vestrænar hug- myndir. Sem maður í innsta hring tók hann þátt í mörgum umdeildustu ákvörðunum talib- anastjórnarinnar. Khaksar segir, að með árunum hafi óánægja hans farið vaxandi og sérstaklega eftir komu bin Ladens og útlendu stríðsmann- anna hans. Nefndi hann það á laun við fréttamenn þegar árið 1999 og hann var í leynilegu sambandi við yf- irmann Norðurbandalagsins, Ahmed Shah Massood. Hann var síðar drep- inn, líklega að undirlagi bin Ladens. Abdullah, utanríkisráðherra Norð- urbandalagsins, segir, að upplýsing- arnar, sem þeir hafi fengið frá Khaksar, hafi verið þeim mjög mik- ilvægar. Staðfestir hann, að Massood hafi verið í stöðugu sambandi við Khaksar og því hafi verið litið allt öðrum augum á hann en aðra leiðtoga talibana. Sagði bin Laden að koma sér burt Khaksar segist einnig hafa verið í sambandi við bandarískar leyniþjón- ustustofnanir öðru hverju. Á fund hans hafi komið menn, sem þóttust vera fréttamenn, og þeim hafi hann veitt ýmsar upplýsingar. „Þeir komu tvisvar eða þrisvar sinnum og þeir vissu um skoðanir mínar,“ segir Khaksar. „Allt frá upp- hafi var ég á móti aröbunum og öðrum út- lendingum í Afganistan en hinir talibanaleiðtog- arnir sögðu, að ég mætti ekki hafa orð á því. Ég óttaðist afleiðingarnar af komu þeirra og sjáum nú bara hvað hefur gerst.“ Khaksar kveðst aðeins hafa hitt bin Laden einu sinni, árið 1996, og þá hafi ekki farið vel á með þeim. „Ég sagði við hann: „Það er ekki lengur um að ræða neitt heilagt stríð í Afganistan. Við getum leyst okkar eigin mál. Við þurfum ekki á þér að halda.“ Hann reiddist og ég sá hann ekki aftur.“ Bin Laden reyndi að vinna Khaks- ar á sitt band en hann segist aldrei hafa tekið við peningum eða bílum. Segir hann, að bin Laden hafi einu sinni sent menn á hans fund til að ná sáttum en hann hafi beðið þá að skila því til bin Ladens, að hann skyldi koma sér burt. Óánægja Khaksars jókst mikið í mars á þessu ári þegar talibanafor- ystan ákvað að eyðileggja tvær forn- ar Búddastyttur í Bamian vegna þess, að þær væru móðgun við íslam. Skjöl, sem nú hafa fundist í Kabúl, benda til, að al-Qaeda hafi fengið tal- ibanana til að fremja þetta „hryðju- verk“, sem var fordæmt um allan heim. Khaksar segist ekki hafa haft neina vitneskju fyrirfram um hryðju- verkin í Bandaríkjunum og hann kveðst ekki vita hvort Mohammed Omar eða aðrir leiðtoga talibana hafi haft hana. Hann segist þó ekki hafa efast um það eina stund, ekki frekar en Bandaríkjamenn sjálfir, hver hafi verið að verki. Daginn eftir, 12. september, komu talibanaleiðtogarnir að undanskild- um Omar saman í Kabúl til að ræða um hvað nú skyldi gera. „Ég sagði við hina ráðherrana: „Ég var búinn að segja ykkur, að þessi maður myndi láta eitthvað slæmt af sér leiða og nú mun það bitna á Afg- anistan.“ Þeir sögðu við mig: „Þú ert að verða vitlaus. Þú ættir ekki að tala svona mikið“ og bættu við, að Osama bin Laden myndi ekki gera svona nokkuð. Ef hann hins vegar hefði gert það, þá væri það bara ágætt. Ég sagði þeim, að fólkið, sem hefði látið lífið, og byggingarnar tvær væru sköpun guðs. Þarna hefðu óbreyttir borgarar verið drepnir, ekki her- menn. Guð myndi reiðast þessu.“ Talibanastjórnin neitaði að fram- selja bin Laden og loftárásir Banda- ríkjamanna hófust 7. október. Þegar ráðherrarnir sáu, að Kabúl væri að falla, komu þeir saman til fundar, að- faranótt 12. nóvember, og ákváðu að flýja. Khaksar kvaðst mundu verða eftir. „Ég sagði þeim, að þetta væri mitt land, hér vildi ég eiga heima.“ Bin Laden hafði talibana í vasanum með mútum Mohammed Khaksar var aðstoðarinn- anríkisráðherra í stjórn talibana í Afgan- istan. Í viðtali við hann, fyrstu frásögn- inni af því, sem fram fór í innsta valdahringnum, segist hann hafa varað við bin Laden en ekki hafi verið á það hlustað. Mútugjafirnar hafi séð til þess. Kabúl. Los Angeles Times. ’ Ég var búinn aðsegja ykkur, að þessi maður myndi láta eitthvað slæmt af sér leiða og nú mun það bitna á Afganist- an ‘ Borðstofu- borðin, stólarnir og sófa- borðin eru komin afsláttur til jóla O P I Ð M Á n - F Ö S 1 0 - 1 8 L A U G A R D A G 1 1 - 1 6 S U N N U D A G 1 3 - 1 6 BÆJARLIND 6 200 KÓPAVOGI SÍMI 554 6300 netfang: mira@mira.is heimasíða: www.mira.is AUGLÝSIR Veislan í Míru heldur áfram i l í í l Glæsilegt úrval
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.