Morgunblaðið - 01.12.2001, Side 34
LISTIR
34 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Á ÁRSÞINGI Þjóðrækn-isfélags Íslendinga íVesturheimi (INL), semhaldið var í Vancouver í
Kanada í apríl sem leið, var frek-
ari undirbúningur að eflingu
heildarsamtaka allra Íslendinga-
félaga í Norður-Ameríku helsta
málið. Ray Johnson, forseti INL
árin 1998 til 2000, hefur unnið öt-
ullega að málinu og segir að 83.
ársþing INL, sem haldið verður í
Minneapolis í Bandaríkjunum í
apríl á næsta ári, marki þáttaskil.
„Þingið í Minneapolis verður
tímamótaþing,“ segir hann. „INL
var stofnað 1919 og síðan þá hef-
ur þingið verið haldið árlega í
Kanada, aðallega í Manitoba en
félög utan Manitoba hafa líka séð
um þingið. Þetta verður í fyrsta
sinn sem þingið verður í Banda-
ríkjunum en Minneapolis varð
fyrir valinu sem miðpunktur
Bandaríkjanna, Kanada og Ís-
lands. Með þessu viljum við ná til
allra félaga í Norður-Ameríku og
leggja áherslu á að Þjóðrækn-
isfélagið eru regnhlífarsamtök
þeirra allra.“
Á stefnuskrá Þjóðræknisfélags-
ins í Vesturheimi er m.a. að við-
halda íslenskri menningar-
arfleifð, styrkja tengslin milli
fólks af íslenskum ættum og við
Ísland og efla samstarf ýmissa Ís-
lendingafélaga vestra. „Við höf-
um mikinn meðbyr frá því í fyrra
og hann verður við að nýta,“ seg-
ir Ray Johnson og vísar til hátíð-
arhaldanna í tengslum við landa-
fundina, árþúsundaskiptin og 125
ára afmæli Íslandsbyggðar í
Nýja-Íslandi í Manitoba í Kanada.
Búist við meira en 300 manns
Á ársþinginu í Vancouver voru
um 80 þingfulltrúar frá 16 Íslend-
ingafélögum í Kanada, Bandaríkj-
unum og Íslandi en Ray Johnson
segir að gera megi ráð fyrir um
200 þingfulltrúum í Minneapolis
auk annarra gesta. Í því sam-
bandi nefnir hann að rætt hafi
verið um að halda fund ræð-
ismanna Íslands í Bandaríkjunum
og Kanada í tengslum við þingið.
Eins sé mikill áhugi á að útflutn-
ingsráð skipuleggi kaupstefnu
eða aðra kynningu í Minneapolis
á sama tíma og ársþingið fer
fram.
Ray Johnson segir að hann hafi
haft samband við fulltrúa 15 ann-
arra félaga í Bandaríkjunum og
boðið þeim að sækja þingið og
ganga í INL. Flestir viti af félag-
inu en samt ekki allir og því sé
þörf á að kynna það. Hann segir
að í sumum félögum, eins og til
dæmis í Washington, séu fé-
lagsmenn sem séu til þess að
gera nýfluttir frá Íslandi og þeir
hafi hugsanlega aðrar þarfir og
önnur áhugamál en félagar í t.d.
Riverton og Árborg, sem séu
fyrst og fremst fólk af annarri og
þriðju kynslóð Íslendinga vestra.
Samt sem áður sé það hlutverk
INL að finna sameiginlegan far-
veg og mikilvægt sé að öll Íslend-
ingafélög vestra séu undir sama
hatti. „Við viljum efla Þjóðrækn-
isfélagið og um leið styrkja ein-
stök félög og það gerum við með
því að fá öll Íslendingafélög til
liðs við okkur,“ segir hann, en
rúmlega 2.000 manns eru starf-
andi í félögum og deildum innan
Þjóðræknisfélags Íslendinga í
Vesturheimi.
Ray Johnson segir að rætt hafi
verið af alvöru um aukna sam-
vinnu allra Íslendingafélaga vest-
an hafs undanfarin þrjú ár. Jón
Sig. Guðmundsson, ræðismaður
Íslands í Louisville í Kentucky í
Bandaríkjunum, hafi opnað um-
ræðuna en í raun hafi ekkert
gerst fyrr en á aðalfundinum í
Gimli fyrir tæplega tveimur árum
og síðan hafi málið verið tekið
föstum tökum í Vancouver á
liðnu vori. „Þótt við séum dreifð
um Kanada, Bandaríkin og Ísland
eigum við svo margt sameiginlegt
og Þjóðræknisfélagið getur stuðl-
að að ýmsum góðum málum til
þess að efla og styrkja tengslin.
Snorraverkefnið hefur þegar
sannað sig og því þarf að halda
áfram í einhverri mynd, gagn-
kvæmar heimsóknir listamanna
hafa gefið góða raun og til við-
bótar má nefna hugmyndir eins
og nemendaskipti, kennaraskipti,
heimsóknir félagsmanna, skipti á
húsnæði í fríum og svo fram-
vegis. Menningararfleifðin er
mikilvæg og í því sambandi skipt-
ir mjög miklu máli að ná til unga
fólksins því að þess er framtíðin.“
Framtíðin mikilvæg
Aðalfundur Þjóðræknisfélags
Íslendinga fór fram í Reykjavík í
liðinni viku og var Ray Johnson
sérstakur gestur fundarins. Hann
fæddist í Manitoba en er af ís-
lenskum ættum og er stoltur af
því. „Amma mín og langamma
Halldórs Ásgrímssonar utanrík-
isráðherra voru systur svo við er-
um náskyldir og höfum auk þess
báðir brennandi áhuga á viðhaldi
og vexti Þjóðræknisfélagsins,“
segir þessi eldhugi, sem hitti m.a.
Halldór Ásgrímsson utanrík-
isráðherra og Björn Bjarnason
menntamálaráðherra meðan hann
var hér. Hann áréttar að utanrík-
isráðherra hafi sýnt sérstakan
áhuga á starfi Þjóðræknisfélags-
ins og honum hafi verið boðið að
sækja þingið í Minneapolis og
ávarpa það.
Ray Johnson var kennari og
skólastjóri í gagnfræðaskóla í 34
ár en hefur verið viðloðandi Þjóð-
ræknisfélagið undanfarin sjö ár,
þar af þrjú ár sem varaforseti og
tvö ár sem forseti. „Það fer ekki
á milli mála að starfsemi Þjóð-
ræknisfélagsins, félaga þess og
deilda var sérstaklega sýnileg í
tengslum við alla viðburðina í
fyrra,“ segir hann og áréttar að
á þessum grunni þurfi að byggja.
„Margir unnu hörðum höndum í
tvö ár við að undirbúa hátíð-
arhöldin en ekki má láta þar við
sitja heldur halda áfram og því
er þingið í Minneapolis svo mik-
ilvægt. Þar viljum við sameina
kraftana með framtíðina í huga.“
Ársþing Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi í Minneapolis í apríl 2002
Tímamót í sögu félagsins
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Markús Örn Antonsson, formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga, býður
Ray Johnson, fyrrverandi formann Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vest-
urheimi, velkominn á aðalfundinn í Reykjavík.
steg@mbl.is
Ársþing Þjóðrækn-
isfélags Íslendinga í
Vesturheimi verður í
Minneapolis í apríl á
næsta ári og verður
þetta í fyrsta sinn sem
þingið fer fram í Banda-
ríkjunum. Steinþór
Guðbjartsson settist
niður með Ray
Johnson, fyrrverandi
forseta félagsins, og
fræddist um gang mála.
MEÐAL birtingarmynda samtím-
ans í myndlist er leiksviðið, án þess þó
að myndlistin geti kallast leikhús í
eiginlegri merkingu. Það hefur varla
farið framhjá almenningi hve aukin
áhersla er lögð á umgjörð og umbúðir
við uppfærslu leikrita, líkt og hinn
sjónræni þáttur leiksýningarinnar
vildi hrifsa til sín eins stóran skerf af
mikilvægi textans og unnt væri. Á því
er enginn vafi að leikhús samtímans
er undir afarsterkum áhrifum mynd-
listar og virðast þau áhrif vaxa með
hverju nýju leikári.
Það gætir ákveðinnar tilhneigingar
hjá leikhúsfólki að draga úr bók-
menntalegu mikilvægi leikrita en
leggja þeim mun meiri áherslu á aðra
þætti sem lúta að stundlegri upplifun
leikhússgesta. Þannig er leikstjórinn í
bullandi samkeppni við leikritaskáld-
ið um athygli almennings. Besta leið-
in til að tempra vægi textans er að
benda mönnum á það að höfundurinn
hafi litla sem enga tilfinningu fyrir
uppsetningu verks síns og textinn sé
dauðadæmdur fái hann ekki þá virku
umgjörð sem leikstjórinn einn sé fær
um að veita honum.
En um leið og sviðsetningin herjar
á leiktextann reynir myndlistin að
færa sér í nyt aukið sjónrænt vægi
leikhússins. Svo er komið að ákveðinn
hluti myndlistar er líkastur þögulu
leiksviði, eða að minnsta kosti fámálu,
þar sem sagan er fyrir borð borin en
leiktjöldunum látið eftir að lýsa
ástandi sem er eins og augnablikssýn
í veruleikann.
Ragnar Kjartansson skóp sér
ómælda athygli á síðustu Vorsýningu
Listaháskólans þegar hann tróð upp í
eigin óperatísku skipan, klæddur
hnébuxum, silkijakka og hvítpúðruðu
parruki. Allan tímann sem sýningin
stóð söng Ragnar endalaust resitatíf
á ítölsku með tilheyrandi handasnún-
ingum og látbragði, hallandi sér upp
að nýklassískri arinhillu, eða spíg-
sporandi um sinn nauma bás á hæla-
háum spennuskóm með hvítvafða
kálfa.
Undir stiganum í Gallerí i8 kýs
Ragnar að halda sig til hlés en láta
sviðið sjálft tala sínu máli. Hann hefur
múrað upp í hinar lágu dyr að komp-
unni. Bakvið múrinn heyrist sársauk-
fullur kvenmannsgrátur sem óhjá-
kvæmilega gerir sýningargestum bilt
við. Það er því engu líkara en einhver
óprúttinn skálkur – svona eins og þeir
gerast verstir í smásögum Poe – hafi
múrað inni lifandi konu. Þótt verkið
láti lítið yfir sér er það óneitanlega
mjög grípandi, en það virðist einmitt
vera aðal Ragnars Kjartanssonar, ef
marka má hin bráðsnjöllu verk sem
hann hefur sýnt á árinu.
Múruð
inni
MYNDLIST
Gallerí i8, Klapparstíg
Til 3. desember. Opið þriðjudaga til laug-
ardaga frá kl. 13–17.
BLÖNDUÐ TÆKNI
RAGNAR KJARTANSSON
Halldór Björn Runólfsson
Múrverk Ragnars Kjartansson-
ar í Galleríi i8.
Thorunn „Tóta“ Vigfusson lést
að morgni miðvikudagsins 19. nóv-
ember á Betel elliheimilinu í Gimli,
rúmlega 101 árs
að aldri, en útför
hennar fór fram
frá Árdal-Geysir
Lúthersku kirkj-
unni í Árborg í
Manitoba 24.
nóvember. Séra
Otto Christen-
sen, prestur
safnaðarins,
jarðsöng.
Tóta var fædd
15. september árið 1900 í Lundi
við Íslendingafljót þar sem nú
heitir Riverton. Hún var eina barn
foreldra sinna Trausta Vigfússonar
og Rósu Aldísar Oddsdóttur.
Trausti var kunnur smiður í Nýja
Íslandi og byggði nokkrar kirkjur.
Á Íslandi hafði hann unnið að
smíðum bæði á Akranesi og á Ísa-
firði. Móðir Thorunnar var dóttir
séra Odds Gíslasonar og Önnu Vil-
hjálmsdóttur sem fluttust vestur
um haf vorið 1894 er séra Oddur
gerðist prestur safnaðarins í Nýja
Íslandi.
Við útförina flutti ættfræðingurinn
og fræðimaðurinn Gerrard Nelson
minningarræðu þar sem hann rakti
æviferil Thorunnar. Hún fluttist
tveggja ára gömul með foreldrum
sínum að Vatnsdal á Geysissvæð-
inu þar sem þau bjuggu til ársins
1950 að þau fluttu til Árborgar.
Thorunn starfaði meginhluta æv-
innar að búskap á býli foreldra
sinna. Hún var vinsæl og vel látin
og sjór af fróðleik um fyrri tíma.
Hún var landnemadóttir og líklega
síðust til að kveðja úr hópi þeirrar
kynslóðar. Thorunn giftist ekki og
átti ekki afkomendur.
Hún var jarðsett í Geysiskirkju-
garðinum.
Agnes Frances Kane, sem hét áð-
ur Guðrún Böðvarsdóttir, lést 8.
október sl., 78 ára að aldri. Hún
var búsett í Las Cruces í Nýja
Mexíkó í Bandaríkjunum, en fædd-
ist á Íslandi 4. janúar 1923. For-
eldrar hennar voru Böðvar Guð-
jónsson og Sigrún Þorláksdóttir og
lætur hún eftir sig sex börn, sem
öll búa í Bandaríkjunum.
Thorunn „Tóta“
Vigfusson
ANDLÁT Í VESTURHEIMI
MYNDLISTARMENNIRNIR Jón Sæmund-
ur Auðarson og Páll Banine opna sýn-
inguna „Séð og heyrt“ í Gallerí Skugga,
Hverfisgötu 39, í dag, laugardag, kl. 18.
Hljómsveitin Svartfuglarnir leikur við
opnunina.
Í sýningarskrá er brot úr viðtali sem
Haraldur Jónsson, myndlistarmaður, átti
við þá félaga í tilefni sýningarinnar: „HJ:
Hafið þið eitthvað að fela? S: Nei, þvert á
móti. Við erum miklu frekar að vekja at-
hygli á ykkur og því að vera maður sjálf-
ur. Þetta er afhjúpun á félagslega rándýr-
inu sem er inni í okkur öllum. Fæstir þora
að horfast í augu við það nema þá í augum
nágrannans eða þegar maður er kominn
undir sæng með þeim sem maður elskar
alla leið.“
Jón Sæmundur útskrifaðist úr fjöltækni-
deild MHÍ, 1999 og lauk í sumar masters-
gráðu í myndlist frá Glasgow School of
Art, Skotlandi. Páll Banine útskrifaðist úr
fjöltæknideild síðastliðið vor með BA-
gráðu frá LHÍ. Báðir hafa þeir verið virkir
í myndlistalífinu bæði hér heima og erlend-
is allt frá því að þeir hófu skólagöngu sína.
Gallerí Skuggi er opið kl. 13–17 alla
daga nema mánudaga. Á slóðinni www.-
galleriskuggi.is má fá upplýsingar um
myndlistarsýningar og aðra viðburði gall-
erísins.
Séð og
heyrt í
Skugga
Listamennirnir Jón Sæmundur Auðarson og Páll Ban-
ine sýna á sér ný andlit.