Morgunblaðið - 01.12.2001, Side 38
LISTIR
38 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN um starfsemi Haf-
rannsóknastofnunar er ofarlega á
baugi um þessar mundir, sérstak-
lega í ljósi þess ofmats stofnunarinn-
ar á þorskstofninum, sem fram hefur
komið. Umræðan um starfsemi
stofnunarinnar er fjarri því að vera
ný af nálinni. Hún hefur staðið yfir
áratugum saman, en misá-
berandi. Margir hafa orðið
til þess að gagnrýna stofn-
unina, meðal annars vegna
ákvörðunar um heildarafla.
Einn þeirra er rithöfund-
urinn, bóksalinn og sjó-
maðurinn Ásgeir Jakobs-
son frá Bolungarvík, en
hann er látinn fyrir
nokkru. Um tuttugu ára
skeið gagnrýndi Ásgeir
fiskveiðiráðgjöf Hafrann-
sóknastofnunar í greinum
sem birtust í Morgunblaðinu. Nú
hefur úrval þessara greina verið gef-
ið út á bók undir nafninu Fiskleys-
isguðinn.
„Hann taldi fiskifræðinga ekki
búa yfir nægilegri þekkingu á lífríki
sjávar til að fara í stjórnunarleik
með fiskveiðarnar. Hann benti á þá
sögulegu staðreynd að íslenzk fiski-
slóð þarfnaðist jafnrar og góðrar
grisjunar. Þannig fengist af henni
jafnbezti aflinn og ekki minna en 400
þúsund tonn árlega af þorski. Haf-
rannsóknastofnun hefði tekið skakk-
an pól í hæðina og stjórnað þorsk-
stofninum í felli,“ eins og segir á
bókarkápu.
Ásgeir er ekki einn um þessa
skoðun og hafa á síðustu misserum
margir orðið til að gagnrýna starf-
semi Hafrannsóknastofnunarinnar,
stofnstærðarmat hennar og fisk-
veiðiráðgjöf. Það sem vekur hins
vegar athygli við lestur þessara
greina, sem saman eru komnar á
eina bók, er hve vel þær eldast, hve
vel að sér Ásgeir hefur verið, hve vel
hann hefur kynnt sér viðfangsefnið
og hve vel hann setur skoðanir sínar
fram. Greinar, sem hann skrifaði fyr-
ir meira en aldarfjórðungi, gætu eins
hafa verið skrifaðar í dag að meg-
inefni. Ádeiluefnin eru þau sömu.
Hér er ekki ætlunin að taka af-
stöðu til þess hvort fiskveiðiráðgjöf
Hafrannsóknastofnunar hafi verið
rétt eða röng, þótt rök Ásgeirs þess
efnis að ráðgjöfin hafi verið
röng séu sterk, heldur skal
rýnt að nokkru í efnistökin.
Ásgeiri lætur greinilega vel
að skrifa um þessi mál. Í
grein sem ber heitið Þeir
vita mest – skakkt frá 1979
vitnar Ásgeir í erlenda
fiskifræðinga, meðal ann-
ars í grein um fiskveiði-
stjórnun í Norðursjó þar
sem sagt er að stærsta
hindrunin í verndun fiski-
stofna sé fiskurinn sjálfur.
Hann leiðir síðan rök að því að grisj-
un sé rétta leiðin til að skapa sem
mestan afrakstur og bendir á mik-
ilvægi þess að rannsaka samspil teg-
undanna. Hann vill fá haldbærar
skýringar á því af hverju hafi ekki
tekizt að byggja fiskistofnana upp
eins og fiskifræðingar höfðu fullyrt,
yrði farið að þeirra ráðum. Þetta eru
einnig rauðu þræðirnir í greinaskrif-
um Ásgeirs.
Þessi grein hefði líklega alveg eins
getað verið skrifuð í dag, eins og um-
ræðan er nú, og svo er um flestar
greinar Ásgeirs í þessari bók. Grein-
arnar eru líflegar og vel skrifaðar
enda vöktu þær verðskuldaða at-
hygli á sínum tíma og gera það vafa-
lítið enn. Fyrir þá sem hafa áhuga á
hafrannsóknum og fiskveiðistjórnun
er þessi bók ágæt lesning.
Ágæt lesning
BÆKUR
Greinar
Greinar eftir Ásgeir Jakobsson. Nýja
bókafélagið 2001. 192 bls.
FISKLEYSISGUÐINN
Hjörtur Gíslason
Ásgeir
Jakobsson
„ÞAÐ má eiginlega segja að þessi
sýning sé Morgunblaðinu að
þakka því fyrir tveimur árum var
sagt frá jólakortagerð okkar
pabba í grein. Greinin vakti at-
hygli Kristínar Guðnadóttur, for-
stöðumanns Listasafns ASÍ, og
hún hafði samband við mig og
spurði hvort hún mætti ekki halda
sýningu á kortunum,“ segir Þorri
Hringsson myndlistarmaður en í
dag verður opnuð sýning á jóla-
kortum eftir hann og föður hans,
Hring Jóhannesson listmálara,
sem látinn er fyrir nokkrum ár-
um. Þorri segir að undirbúningur
hafi staðið þetta ár en alls eru um
400 jólakort á sýningunni 300 eft-
ir Hring og 100 eftir Þorra.
„Pabbi var búinn að festa þessa
hefð vel í sessi þegar ég byrjaði á
þessu. Elsta kortið er frá 1945 en
hann var þá 13 ára gamall. Síð-
ustu kortin teiknaði hann fyrir
jólin 1995. Hann teiknaði myndir
af jólasveinum á kortin og sendi
nánustu vinum og ættingjum. Eft-
ir að hann var sestur að í Reykja-
vík og búinn að stofna fjölskyldu í
kringum 1960 stækkar hópurinn
sem fékk kort fyrir hver jól. Hann
bjó til á milli 30 og 40 kort fyrir
hver jól í 35 ár. Yfirleitt byrjaði
hann á þessu um miðjan nóv-
ember og var stundum ekki búinn
með þau síðustu fyrr en rétt fyrir
jól. Það hvarflaði aldrei að honum
að kortin mætti fjölfalda og selja.
Þau voru í hans huga persónuleg
kveðja til viðkomandi og að hluta
til jólagjöf og að hluta til kort. Ég
man eftir því einu sinni að systur
mínar fengu hann til að teikna
jólakort sem þær seldu til söfn-
unar í nemendasjóð.“
Þorri segir myndefni kortanna
iðulega vera í gamansömum stíl.
„Það eru alltaf jólasveinar á
myndinni og viðtakendur eiga að
þekkja þar sjálfa sig. Oftast er
myndefnið byggt á einhverju sem
viðkomandi hafðist að það árið og
kortin eru auðvitað misfyndin eft-
ir því hversu duglegir menn
höfðu verið að gera eitthvað af
sér. Þeir sem voru orðnir full-
orðnir og ráðsettir fengu kannski
mynd af jólasveini að labba í
landslaginu en aðrir fengu stríðn-
ari myndir.
Ekki jafn stórtækur
og pabbi
Í upphafi voru kortin einfaldar
pennateikningar en síðar litaði
hann þau gjarnan með vatnslitum.
Frá því um 1980 eru öll kortin í
litum. Stíllinn er frjálslegri og
einfaldari en fólk á að venjast af
málverkunum enda lá hann ekki
yfir þessu á sama hátt.“
Sjálfur segist Þorri hafa byrjað
á jólakortagerð þegar hann var í
Myndlista- og handíðaskólanum
1986–87.
„Ég er ekki jafn stórtækur og
pabbi og það eru kannski 10–15
manns sem fá kort frá mér. Ég
fer aðra leið að því leyti að ég
reyni alltaf að teikna skopmyndir
af fólkinu sem fær kortin. Kortin
okkar beggja eiga þó það sameig-
inlegt að þótt atburðurinn sem
sýndur er á kortinu hafi gerst um
sumar setjum við alltaf jólasveina-
húfur á fólkið. Ég hef alltaf haft
kortin frá mér í lit og nota ýmist
litblýant eða vatnsliti.
Ég held að pabba hafi alltaf
þótt þetta skemmtilegt. Þegar
hann var byrjaður á þessu í nóv-
ember kom hann iðulega heim og
sýndi okkur skissurnar og þá var
oft mikið hlegið. Þetta var hluti
af jólaundirbúningi hans og að-
ferð til að finna jólastemmn-
inguna.“
Jólakort Þorra Hringssonar til vinar síns er fór í Kúbuferð 1999.
Jólakort Hrings til Dags Jóhannessonar bróður síns, oddvita í Aðaldal,
en hann tók þátt í spurningakeppni árið 1990.
Aðferð til að
finna jóla-
stemmn-
inguna
Jólakort Hrings Jó-
hannessonar og Þorra
Hringssonar á sýningu
! "
#$ %% &% ,
Síðumúla 34 • 108 Reykjavík • Sími 533 3331• Fax 533 1633
25% afsláttur laugardag og sunnudag
Speglar
Plaggöt
Rammar
Innrömmun
Ásgrímur Jónsson eftirprentun, innrömmuð
í karton. Stærð 45x56. Tilboðsverð kr. 5890.
Afgreiðum innrömmun
alla daga til jóla
Opið um helgina,
laugardag 10-18, sunnudag 12-17
Íslensk myndlist – gott verð.
Laugardagstilboð
Stakir sófar
Stök borð
Stakir stólar
20% afsláttur
Victoria Antik, Síðumúla 34, sími 568 6076
Antik er fjárfesting
Antik er lífsstíll
Opið mán.-fös. kl. 12-18,
lau. kl. 11-16.