Morgunblaðið - 01.12.2001, Síða 46
MINNINGAR
46 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
N
ú eru ekki nema
rúmar þrjár vikur
til jóla og miðað við
umferðina niðri í
bæ og í versl-
unarmiðstöðvunum er fólk þegar
farið að huga að jólaundirbúningi,
jólagjöfum og öðru sem tengist jól-
unum. En nú eru aðrir tímar en
verið hafa undanfarin ár. Það er
ekki lengur allt í blússandi upp-
gangi, þvert á móti verða fyrirtæki
gjaldþrota á hverjum degi, fólk
missir vinnuna
og það þreng-
ist um fjárhag-
inn við end-
urteknar
verðhækkanir.
Mikið hefur
verið rætt um
efnahagsmálin síðustu misseri og
menn hafa verið að reyna að átta
sig á hvað best er að gera að svo
stöddu. Verðbréfafyrirtækin
sögðu fyrir skömmu að besta fjár-
festingin fyrir einstaklinga og
heimili um þessar mundir væri að
greiða niður skuldir. Af því er ljóst
að ekki er skynsamlegt að bæta
meiri skuldum við nú um þessi jól,
en jólin hafa gjarnan verið sá árs-
tími sem neytendur tæma budd-
una og gott betur.
Í gær var okkur jafnframt sagt
að viðskiptahallinn fyrstu níu mán-
uði ársins væri rúmir 37 milljarðar
og nýbakaður Nóbelsverðlauna-
hafi í hagfræði, Joseph Stiglitz,
sagði jafnframt að það ætti að vera
helsta keppikefli stjórnvalda hér á
Íslandi um þessar mundir að
lækka viðskiptahallann. Við-
skiptahallinn stafar meðal annars
af því að við kaupum of mikið af
hlutum frá útlöndum miðað við það
sem við seljum sjálf til útlanda. Til
viðbótar hafa menn verið að fetta
fingur út í það í góðærinu að einka-
neysla hafi verið of mikil.
Ef maður ætlar að reyna að
vera góður íslenskur borgari og
leggja sitt af mörkum til að efna-
hagslífið hér haldi velli er sjálfsagt
að fara eftir þeim reglum og ráð-
leggingum sem fjármálaráðherra,
Stiglitz og verðbréfafyrirtækin
hafa bent á. Hvernig er best fyrir
okkur óbreytta neytendur að haga
jólainnkaupunum miðað við þessar
ráðleggingar?
Væri það til dæmis ekki glæpur
að fara til útlanda og kaupa jóla-
gjafirnar þar? Þá værum við alls
ekki að styrkja heimamarkaðinn.
Og til þess að halda einkaneysl-
unni í hófi, ættum við þá ekki frek-
ar að kaupa ódýrar jólagjafir í ár?
Eða bara sleppa þeim?! Nei, það
myndi sennilega aldrei nást sátt
um það, sama hvað Seðlabankinn
segir. Kannski næðist sátt um að
föndra þær?
Með því móti gætum við styrkt
íslenskan landbúnað, keypt ís-
lenska ull og prjónað úr henni
peysur og trefla handa allri fjöl-
skyldunni. Það er kannski fullseint
í rassinn gripið með föndrið þetta
árið, það er kominn desember.
Látum það liggja á milli hluta.
Til að bæta upp fyrir fönd-
urleysið og ótryggð okkar við ís-
lenska landbúnaðinn gætum við
samt sem áður tekið ákvörðun um
að kaupa eingöngu gjafir sem eru
framleiddar á innlendum markaði.
Með því móti getum við stolt tekið
þátt í að minnka viðskiptahall-
ann … og þó. Margir kaupmenn
eru líklega búnir að kaupa inn fyr-
ir jólin með stórum pöntunum frá
útlöndum og við myndum senni-
lega setja vesalings kaupmennina
á hausinn ef við versluðum ekki við
þá. Það væri ekki gott því þá færu
enn fleiri fyrirtæki á hausinn, sem
er ekki markmiðið með jólaversl-
uninni í ár, enda ekki í anda
jólanna.
Hvað er þá til ráða? Við gætum
styrkt íslenskt menningarlíf með
því að gefa miða á leikhús, á mynd-
listarsýningar og aðra menningar-
viðburði í jólagjöf. Þá myndum við
örugglega leggja okkar af mörk-
um til þess að listamenn þurfi ekki
að vinna sem þjónar á skyndibita-
stöðum yfir mestu niðursveifluna.
Eins og sjá má er ekki hlaupið
að því að temja sér „efnahagslega
rétthugsun“. Kannski ættum við
að kaupa eins margar og dýrar
jólagjafir og við mögulega getum
til að styrkja verslun hérlendis?
Við gætum skipt því jafnt niður á
miðbæinn, Kringluna og Smára-
lind og skroppið jafnvel aðeins út á
land til að landsbyggðin fái eitt-
hvað í sinn hlut.
En það er ekki einungis efna-
hagsleg rétthugsun sem maður
þarf að tileinka sér fyrir jólin.
Maður þarf líka að tileinka sér
rétthugsun í mataræði. Eins og sjá
má á umfjöllun á heilsusíðum
Morgunblaðsins í dag eru ýmis
góð ráð í boði fyrir þá sem ætla sér
að halda línunum í lagi yfir jólin.
Maður á til dæmis að standa
langt frá veisluborðinu í veislum
og alls ekki að mæta glorhungr-
aður í þær því þá er hætta á að
maður úði í sig ýmiss konar mat
sem á alls ekki að fara ofan í maga
samkvæmt reglum heilsusamlegs
jólahalds. Það er hins vegar mjög
líklegt að fáir myndu standast
rétthugsun mataræðisins yfir jól-
in. Jólin eru nú einu sinni tími til
að njóta lífsins, slappa af og láta
sér líða vel. Við eigum þar af leið-
andi örugglega öll eftir að standa
of nálægt veisluborðinu, mæta
glorhungruð í veislur og borða
fullt af hitaeiningaríkum mat.
Jafnframt á enginn eftir að
versla samkvæmt efnahagslegri
rétthugsun fyrir jólin.
Kreditkortareikningarnir verða
örugglega alveg jafn háir og síð-
ustu ár og enginn munur á því
hvort menn kaupa innlenda eða er-
lenda vöru. Þrátt fyrir efnahags-
ástandið. Fólk kaupir það sem því
hentar og greiðir það sem þarf fyr-
ir. Það borðar og drekkur það sem
því finnst gott með viðeigandi
timburmönnum á vigtinni og á
bankareikningnum. Fólk á eftir að
segja um þessi jól, sem önnur jól:
„Æ, það eru nú einu sinni jólin!“
Æ, það eru
nú einu
sinni jólin!
„Og til þess að halda einkaneyslunni
í hófi, ættum við þá ekki frekar að
kaupa ódýrar jólagjafir í ár? Eða
bara sleppa þeim?! Nei, það myndi
sennilega aldrei nást sátt um það, sama
hvað Seðlabankinn segir.“
VIÐHORF
Eftir Rögnu
Söru Jóns-
dóttur
rsj@mbl.is
✝ Ingibjörg Bjarna-dóttir fæddist á
Breiðabólsstað í
Vatnsdal 8. júní 1923.
Hún andaðist á Heil-
brigðisstofnun
Blönduóss 19. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Jenný Rebekka
Jónsdóttir húsmóðir
á Eyjólfsstöðum, f.
26. júlí 1898, d. 1. jan-
úar 1991, og Bjarni
Jónasson bóndi á
Eyjólfsstöðum, f. 8.
mars 1896, d. 22. des-
ember 1981. Systkini Ingibjargar
eru Jón, f. 18. nóvember 1925,
kvæntur Kristínu Ingibjörgu Lár-
usdóttur, og Jóhanna, f. 12. febr-
úar 1929. Ingibjörg giftist Ingvari
Steingrímsyni frá Hvammi í
Vatnsdal 8. júní 1949. Foreldrar
hans voru Theódóra Hallgríms-
dóttir, f. 9. nóvember 1895, d. 13.
maí 1992, og Steingrímur Ing-
varsson, f. 28. júní 1897, d. 9. októ-
ber 1947. Börn þeirra eru: 1)
Hulda Aðalheiður, f. 24. apríl
1948, gift Birni Magnússyni, f. 5.
september 1947. Börn þeirra eru:
Magnús, f. 1969, maki Shi Xin;
Ingvar, f. 1973, maki Elín Ara-
dóttir; Björn Huldar, f. 1978, maki
Jóna Gígja Guðmundsdóttir; og
Ingibjörg Hanna, f. 1984. 2) Jenný
Theodóra, f. 8. ágúst 1949. 3)
Steingrímur, f. 21.
febrúar 1951,
kvæntur Halldóru
Ásdísi Gestsdóttur,
f. 2. nóvember 1951.
Börn þeirra eru
Hallgrímur Ingvar,
f. 1978, Gestur Fann-
ar, f. 1987, og Lillý
Rebekka, f. 1989, áð-
ur átti Halldóra
Smára Rafn Har-
aldsson, f. 1972,
maki Hugrún Fjóla
Hannesdóttir, sonur
Smára með Guðrúnu
Herborgu Hergeirs-
dóttur er Janus Daði, f. 1995. 4)
Bjarni, f. 30. ágúst 1952, kvæntur
Aðalbjörgu Jónasínu Finnboga-
dóttur, f. 23. ágúst 1955. Börn
þeirra eru Ingibjörg, f. 1995, og
Finnbogi, f. 1995. Dóttir Bjarna
og Lilju Júlíusdóttur er Margrét,
f. 1980.
Ingibjörg fluttist með foreldr-
um sínum að Eyjólfsstöðum í
Vatnsdal árið 1938. Hún útskrif-
aðist frá Kvennaskólanum á
Blönduósi árið 1944. Hún hóf bú-
skap ásamt eiginmanni sínum á
Eyjólfsstöðum árið 1954 og
bjuggu þar allt til ársins 1995, er
þau fluttu að Mýrarbraut 33 á
Blönduósi.
Útför Ingibjargar fer fram frá
Blönduóskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Mín elskulega tengdamóðir, Ingi-
björg, er látin. Lillý eins og hún var
ávallt kölluð fæddist í Vatnsdalnum
og átti þar heima lengstan hluta ævi
sinnar. Foreldrar hennar voru
fyrstu búskaparár sín leiguliðar á
nokkrum jörðum þar til að þau
fluttu á jörðina Eyjólfsstaði í Vatns-
dal árið 1938, sem þau festu kaup á
fjórum árum síðar og bjuggu á til
æviloka.
Vatnsdalurinn fóstraði Lillý og
mótaði. Ég sé hana fyrir mér unga
og glæsilega stúlku taka þátt í sam-
félagi og menningu þess tíma. Þeys-
andi um á fallegum gæðingum á síð-
kvöldum, sótti dansleiki þar sem
dansað var og sungið fram undir
morgun og þá tekið til við hið dag-
lega amstur. Eða þá á tunglskins-
björtum vetrarkvöldum þegar fólk
kom í hópum saman á skautum á
spegilsléttri Vatnsdalsánni, þarna
naut Lillý sín, falleg og glæsileg.
Hún byrjaði ung að taka þátt í
söngstarfi, var organisti í Undir-
fellskirkju um tíma og söng í kirkju-
kór allt fram á síðasta ár. Hún hafði
mikla unun af að syngja og hafði fal-
lega rödd.
Lillý og Ingvar (Doji )hófu bú-
skap á Eyjólfsstöðum, fyrst í félagi
með foreldrum hennar og síðar með
Hönnu systur sinni sem var þeirra
stoð og stytta gegnum síðustu bú-
skaparárin. Hún bjó heimili sínu fal-
lega umgjörð með miklum næmleika
og alúð, allt sem hún gerði bar þess-
ari nákvæmni glöggt vitni. Garður-
inn við húsið var þess lýsandi dæmi,
þar átti hún unaðsreit þar sem hún
dvaldi löngum stundum og hlúði að
blómum sínum. Þannig var Lillý,
alltaf að fegra og bæta.
Þau fluttu öll þrjú að Mýrarbraut
33 á Blönduósi þar sem þau hafa átt
góða daga síðustu sex árin. Þar eins
og á Eyjólfsstöðum hafa þau búið
glæsilegt heimili og öllu komið fyrir
af sömu nærgætni og áður og Hanna
sem stóð við hlið systur sinnar eins
og kletturinn í hafinu, tók þátt í öllu
á heimilinu og gætti þess að allir
hlutir væru á sínum stað. Lillý vafði
fólkið sitt mikilli ástúð og umhyggju
og fylgdist með hverju okkar bæði í
leik og starfi, ekkert var okkur of
gott og alltaf jafn notalegt að koma í
heimsókn. Hún hafði einstakt lag á
að setja sig í spor nútímans og laga
sig að breyttum aðstæðum, kyn-
slóðabil þekkti hún ekki.
Mjög mikill gestagangur hefur
alltaf fylgt Eyjólfsstaðafjölskyld-
unni, hjónin voru samhent í að taka
vel á móti öllu því góða fólki sem
sótti þau heim, þar áttu margir
notalegar stundir við spil og spjall.
Aldrei kom til mála að neinn færi án
þess að þiggja veitingar. Lillý hafði
gaman af að ferðast og vera innan
um fólk, eina ferð fórum við saman
fjölskyldan með Lillý og Doja, það
var til Kína. Sú ferð var ógleym-
anleg og ekki síst fyrir hversu gam-
an var að þau færu með. Lillý var
alltaf til í að koma með í allar ferðir,
skoðunar- jafnt sem búðarferðir og
á kvöldin að borða á hinum fjöl-
breyttu veitingastöðum. Silkimark-
aðurinn og Perlumarkaðurinn voru
hennar uppáhaldsstaðir, þar naut
hún þess að máta glæsileg föt, eitt af
hennar einkennum var að hún vildi
vera vel til höfð við öll tækifæri án
þess að vera með öfgar í þeim efn-
um. Á leiðinni heim í tuga þúsunda
feta hæð yfir Rússlandi áttu þau
hjón 50 ára brúðkaupsafmæli, Doji
fékk sér viskístaup og fór að tala við
dönsku flugfreyjurnar og Lillý eilít-
ið að siða hann Doja sinn.
Elsku Lillý mín, þín er sárt sakn-
að. Ég bið góðan guð að geyma þig
og varðveita.
Þinn tengdasonur,
Björn Magnússon.
Í dag er lögð til hinstu hvílu
elskuleg tengdamóðir mín Ingibjörg
Bjarnadóttir. Lillý, eins og hún var
ætíð kölluð, var borin og barnfædd í
Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu,
einum fegursta dal landsins, og þar
bjó hún allt til ársins 1995. Í þessu
fagra umhverfi ól Lillý nær allan
sinn aldur, umvafin sínum nánustu,
bæði fjölskyldu og vinum.
Lillý bjó nær alla tíð á Eyjólfs-
stöðum, en þangað fluttist hún
ásamt foreldrum sínum og systkin-
um árið 1938. Árið 1954 hófu þau
hjónin, Lillý og Ingvar, búskap á
Eyjólfsstöðum, ásamt foreldrum
hennar, og bjuggu þar allt til ársins
1995 er þau, fyrir aldurs sakir,
brugðu búi og fluttu til Blönduóss.
Okkar kynni hófust fyrir rétt um
tuttugu árum þegar ég var boðin
velkomin í stórfjölskyldu eigin-
manns míns á Eyjólfsstöðum. Þar
bjuggu þá tengdaforeldrar mínir,
Jóhanna systir Lillýjar sem fylgt
hefur systur sinni alla tíð og for-
eldrar þeirra systra, þau Jenný og
Bjarni, allt yndislegar manneskjur
sem tóku mér opnum örmum strax
frá fyrstu stund. Heimilið á Eyjólfs-
stöðum var sérstakt myndarheimili.
Myndarskapur kvenleggsins var og
er enn annálaður þar um slóðir og
snyrtimennska, glæsileiki og gest-
risni voru einkenni heimilisins. Lillý
var einstaklega glæsileg, glaðlynd
og hjartahlý kona og var ákaflega
gott að vera í návist hennar. Eitt af
því sem ég dáðist sérstaklega að í
fari hennar var sú mikla virðing sem
hún bar fyrir öllu kviku, mönnum
jafnt sem málleysingjum já, lífinu
sjálfu. Aldrei heyrði ég hana hall-
mæla nokkrum manni og einstakt
lag hafði hún á því að láta öllum líða
vel. Ekkert aumt mátti hún sjá né
vita af án þess að rétta fram hjálp-
arhönd. Það var alltaf jafn gott að
koma í heimsókn á Eyjólfsstaði og
nú síðari ár á Mýrarbrautina. Mót-
tökurnar voru innilegar og hún lagði
sig fram um að láta öllum líða vel á
sínu heimili. Fyrir börnum bar hún
sérstaka virðingu og umvafði þau
kærleika sínum og hlýju. Hvergi leið
Margréti sonardóttur hennar betur
en heima hjá afa og ömmu í sveit-
inni. Sama má segja um Ingibjörgu
og Finnboga, yngstu ömmubörnin,
sem síðustu sex ár hafa átt ynd-
islegar stundir með ömmu og afa á
Blönduósi. Missir þeirra er mikill og
sakna þau hennar sárt. Lillý var trú-
uð kona og á þeim grunni byggði
hún lífsspeki sína sem við öll, sem
þekktum hana, nutum góðs af.
Sálmur Valdimars Briem „Þú Guð
sem stýrir stjarna her“, þar sem
hann biður Guð að stýra sér í
straumi lífsins, stýra hjarta sínu að
hugsa gott, tungu sinni að tala gott,
hönd sinni að gjöra gott og veita
öðrum gleði, fæti sínum á friðar veg,
hag sínum til heilla sér og hjálpar
öðrum mönnum, finnst mér lýsa
best lífi tengdamóður minnar sem
ekki einungis bað Guð að stýra sér
til góðs í orðum og æði heldur tókst
henni betur en öðrum að lifa sam-
kvæmt því.
Í vor sem leið var Lillý farin að
finna verulega fyrir einkennum þess
sjúkdóms sem síðar varð henni að
bana. Í lok sumars greindist hún
með krabbamein. Frá því í haust
vissum við hvert stefndi. Lillý tók
fréttunum með æðruleysi og kjarki
hinnar trúuðu konu. Allt til enda
hélt hún virðingu sinni og glæsileika
og lýsti upp umhverfið með brosi
sínu og léttri lund. Hún var þess
fullviss að Guð myndi stýra fari
hennar heilu heim til friðarlandsins
þar sem Hann tæki á móti henni.
Um leið og ég kveð kæra tengda-
móður mína, sem ég var svo lánsöm
að fá að verða samferða í tuttugu ár,
vil ég þakka henni samfylgdina og
allar góðu stundirnar sem hún hefur
gefið mér og fjölskyldu minni. Minn-
ingin um góða konu, móður, tengda-
móður og ömmu mun lifa. Guð blessi
minningu hennar og veiti Ingvari,
Jóhönnu og öllum í fjölskyldunni
styrk í sorg þeirra.
Aðalbjörg J. Finnbogadóttir.
Elsku amma okkar er dáin. Þegar
við systkinin lítum til baka streyma
kærleiksríkar minningar fram í
huga okkar. Fyrir okkur sem börn
voru heimsóknir í Eyjólfsstaði eins
og ferðir í ævintýraland. Spennan
magnaðist þegar ekið var niður
heimreiðina og gamli Moscovitz kom
í ljós við hliðina á þvottahjallinum.
Svo var hlaupið inn í forstofuna og
kallað „Halló“. Stundum var einhver
í eldhúsinu en annars heyrðist um-
gangur uppi í stofunni. Eftir kveðjur
og kossa var síðan hægt að halda á
vit ævintýranna. Eyjólfsstaðahúsið
er mjög sérstakt í huga okkar, eink-
um vegna þess hversu mikilfenglegt
það er. Öll herbergi eru rúmgóð og
hlýleg en þó sér í lagi suðurstofan
sem minnir helst á danssal. Tvö her-
bergi í húsinu fannst okkur þó
merkilegri en önnur. Í kjallaranum
var búrið sem á einhvern dularfullan
hátt var uppspretta endalauss góð-
gætis. Þaðan báru amma og Hanna
hverja kökuna á fætur annarri,
kleinur, ástarpunga, parta, flat-
brauð og svo mætti lengi telja. Það
var spennandi að trítla í gegnum
borðstofuna og inn á kalt steingólfið
í búrinu og skoða undrin sem þar
var að finna. Mesta dulúðin var
ávallt yfir stóru sláturtunnunni sem
geymdi súra slátrið sem afi varð að
fá með grautnum. Hitt herbergið
var Norðurloftið. Að fara þangað inn
var sérstök athöfn og slíkt var ekki
INGIBJÖRG
BJARNADÓTTIR