Morgunblaðið - 01.12.2001, Síða 48

Morgunblaðið - 01.12.2001, Síða 48
MINNINGAR 48 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Tómas Kristins-son fæddist í Miðkoti í Vestur- Landeyjum 16. sept- ember 1920. Hann lést á St. Jósefsspít- ala í Hafnarfirði 21. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Kristinn Þorsteinsson bóndi, Miðkoti, f. 19. mars 1899, d. 30. des. 1983, og kona hans, Anna Ágústa Jóns- dóttir, f. 29. ágúst 1901, d. 23. nóv. 1997. Systkini Tómasar eru: Ísak, f. 4. júní 1923, d. 27. des. 1985; Sigríður, f. 29. maí 1925, var gift Karli Vilmundarsyni, f. 6. des 1909, d. 2. júní 1983, nú- verandi sambýlismaður Haraldur Brynjólfsson, f. 24. maí 1922, eru þau búsett í Reykjavík; Guðlín, f. 20. september 1926, var gift Kristjáni B. Guðjónssyni, f. 15. sept. 1920, d. 11. apríl 1999, hún er búsett í Reykjavík; Karl f. 15. febrúar 1928, kvæntur Bjarndísi Friðriksdóttur, f. 18. des. 1927, búsett í Reykjavík; Þorsteinn, f. 25. ágúst 1931, d. 1932; Ásdís, f. 7. júlí 1942, gift Þóri Ólafssyni, f. 16. apríl 1943, búa í Miðkoti. Tómas stundaði ýmis störf. Hann vann í Breta- vinnu á stríðsárun- um, var á fyrstu skurðgröfunni hjá Ræktunarsambandi Landeyja í mörg ár og á jarðvinnslu- tækjum við ræktun, t.d. fyrir Gras- kögglaverksmiðj- una á Stórólfsvelli. Einnig fór hann á vetrarvertíðir í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn. Hann var vörubílstjóri við gerð Búrfellslínu í vegavinnu og í mörg haust við fjárflutninga í Þykkvabæ. Tómas var mikill félagsmálamaður, var með í að endurreisa ungmenna- félagið Njál og var í fyrstu stjórn þess, var svo árum skipti fulltrúi þess á Skarphéðinsþingum. Hann var áhugamaður um frjálsíþrótt- ir og oft í dómstörfum innan Hér- aðssambandsins Skarphéðins á íþróttamótum. Hann var í Félagi eldri borgara, Rang., vörubíl- stjórafélaginu Fylki, Rang., og einn af stofnendum kirkjukórs Akureyjarkirkju. Útför Tómasar fer fram frá Akureyjarkirkju í Vestur-Land- eyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Tommi frændi er dáinn. Það eru svo margar minningar sem rifjast upp. Hann var mér sem afi, frændi og góður vinur. Hann var mér svo góður. Hann gaf mér og vinum mínum sem heimsóttu mig alltaf ópal þegar ég var lítil. Og þegar ég fékk frunsu þá átti hann eitthvert rosa gott krem sem græddi frunsuna eins og skot. Og veiðiferðirnar sem ég fór í með honum. Þótt ég veiddi ekki alltaf mik- ið, þá var svo spennandi að fara með Tomma í veiði og taka nesti með. Hann keypti meira að segja litla veiði- stöng handa okkur systkinunum, en við skiptumst á um að fara með hon- um. Alltaf fylgdist hann með okkur eins og hann ætti okkur. Hann hafði trú á okkur og því sem við vorum að gera og studdi okkur í því allt þar til hann dó. Hann var að spyrja um okkur og hvað við værum að gera, hvernig okk- ur gengi að keppa, sama hvort það var í íþróttum eða á hestum. Hann kom og horfði á okkur og meira að segja ferðaðist hann núna síðast norður í land í september til að vera viðstaddur skírn sonar míns Bergvins Þóris. Hann var alltaf hress og skemmtilegur. Hann kunni að segja sögur, syngja og leika. Veiðisögurnar voru alltaf skemmtilegar og ég gleymi ekki myndinni af honum, hald- andi á stórum diski í inniskónum. Snilldarmynd! Og í afmælunum hennar ömmu og á öðrum góðum stundum var hann að herma eftir sveitungum og öðrum góðum mönn- um. Alltaf var skemmtilegt að hlusta þó maður þekkti ekki alltaf fólkið sem hann var að herma eftir. Það var mik- ið hlegið. Það er til vídeómynd af því þegar voru karlmenn með kven- mannstískusýningu á þorrablóti. Og að sjálfsögðu var Tommi á bikini, með bleikan varalit og hárkollu og ekki þekktu hann allir strax. Og það er nú ekki langt síðan hann var að leika eitt- hvað eftir að hann flutti á elliheimili, einhverja konu og ekki þekktu hann allir. Hann var vinsæll jólasveinn á litlu jólunum í Njálsbúð. Svona mætti lengi telja. Hann var góður bæði við menn og dýr og eftir að hann flutti á elliheimili kom hann daglega til að gefa hundunum og köttunum eitt- hvert gotterí og fylgjast með tamn- ingum og hrossunum. Hann hafði alltaf gaman af börnum og lék við þau. Belinda Margrét dýrkaði hann og sagði alltaf: „Bommi oka“. Tommi skilur eftir sig ótrúlega stórt tóm. Það vantar eitthvað þegar Tommi er hættur að koma. En ég veit að honum líður vel þar sem hann er og hann heldur áfram að fylgjast með okkur. Kristinn, Bóel Anna, Ólafur, Vikar, Hlynur og Þórdís. Við fráfall Tómasar í Miðkoti sakna ég vinar í stað. Vorið 1945 fluttu foreldrar mínir með fjölskyldu sína hingað í Land- eyjaþing. Tókst þegar góð vinátta milli heimila okkar beggja og margar eru minningarnar um þau ánægju- legu samskipti. Við Tómas vorum því búnir að eiga langa samleið, meira en hálfa öld. Hann auðsýndi mér vináttu og stuðning, sem aldrei féll skuggi á. Tómas var mjög vel af Guði gerður og alla ævi mjög hugsunarsamur í garð sinna nánustu og nágranna sinna. Hann ólst upp í stórum systk- inahópi, hóf ungur að vinna búi for- eldra sinna, þeirra Kristins og Ágústu, og studdi þau, heimili sitt og systkini, með ráðum og dáð. Hann var á vertíðum í Vestmannaeyjum á yngri árum og lét þá mikið af hendi rakna til heimilisins. Tómas var greindur maður og vel að sér; róttækur í skoðunum framan af ævi. Hann var og mikill mann- kostamaður og margt, sem prýddi hann. Hann vann af brennandi áhuga að málefnum Ungmennafélagsins Njáls og var jafnan hrókur alls fagn- aðar. Þá var hann og ágætlega söngv- inn og söng í Kirkjukór Akureyjar- kirkju um margra ára skeið, en auk þess í smærri kórum og kvartettum. Lögheimili átti hann í Miðkoti til hinsta dags, þótt hann væri síðustu árin vistmaður á Dvalarheimili Kirkjuhvoli í Hvolsvelli. Hann var löngum vel heilsuhraustur, en þar kom að illvígur sjúkdómur tók hann heljartökum og lagði hann að velli á skömmum tíma. Víst er, að vinur minn Tómas í Mið- koti skilur eftir sig í hugum samferð- armanna sinna ekkert nema góðar minningar. Ég þakka honum samleiðarsporin mörgu og bið góðan Guð að blessa minningu míns elskulega vinar, og vernda og styrkja alla ástvini hans. Tómas Kristinsson á góða heimvon og getur við ferðalok tekið undir með skáldinu frá Fagraskógi: Býst ég nú brátt til ferðar, brestur þó veganesti. En þar bíða vinir í varpa sem von er á gesti. Eggert Haukdal. Í dag kveðjum við heiðursdrenginn Tómas Kristinsson frá Miðkoti. Höggvið hefur verið stórt skarð í félagslífið á Dvalarheimilinu Kirkju- hvoli, þar sem Tommi var heimilis- maður. Hann var alltaf tilbúinn til að taka þátt í öllu, enda léttur í lund og fasi. Sérstaklega er hans nú sárt saknað hjá okkur félögunum í Veð- urklúbbnum Írisi. Tommi var einn af hvatamönnum þess að stofna veður- klúbb, þar sem haldið er við þekkingu á gömlum veðurteiknum sem menn studdust við fyrir tíma veðurfrétta sérmenntaðra veðurfræðinga. Klúbb- urinn var formlega stofnaður haustið 1999 og hafa vikulegir veðurfundir verið haldnir óslitið síðan, að sumar- mánuðum undanskildum. Tommi hef- ur alla tíð verið mjög virkur í félagslífi og alltaf mikil glaðværð í kringum hann. Á veðurklúbbsfundum var hann ætíð hrókur alls fagnaðar. Okkur er þó ofarlega í huga, þegar forseti Íslands Hr. Ólafur Ragnar Grímsson sótti Rangárþing heim í fyrravor. Í þeirri heimsókn kom hann á Kirkjuhvol og hafði óskað sérstak- lega eftir því að spjalla við veður- klúbbsfélaga, öllum til mikillar upp- hefðar og ánægju. Fyrir okkar hönd fór Tommi létt með að flytja stutt ávarp um leið og hann afhenti forset- anum veðurdagbók að gjöf. Við sama tækifæri flutti Geir Sigurgeirsson frá Hlíð frumort ljóð um forsetann. Þetta var hátíðleg og ógleymanleg stund fyrir allt heimilisfólkið og þó sérstak- lega okkur í klúbbnum, enda öll stolt af galvaskri framgöngu hans. Tommi var líka hvatamaður og einn af stjórnendum bögglauppboðs er klúbburinn hélt í haust til söfnunar fyrir bókinni Sögu daganna. Gamli góði leðurhatturinn hans var þá not- aður fyrir peningakassa, enda var sá hattur öllu slíku vanur. Á síðasta þorrablóti Kirkjuhvols var sett á svið vel ýktur veðurklúbbs- fundur. Þar lék Tommi að sjálfsögðu eitt af aðalhlutverkunum. Hann mætti með kindagarnir til að spá í og lék af fingrum fram enda alvanur leikari og sviðsmaður. Við trúum ekki öðru en að Tommi blási okkur áfram smá veðurviti í brjóst á komandi klúbbfundum. Með saknaðarkveðjum. Veðurklúbburinn Íris Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli, Hvolsvelli. TÓMAS KRISTINSSON ✝ Björg Jónsdóttirfæddist í Reykja- vík 24. september 1948. Hún lést í Reykjavík 13. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar eru hjónin Helga Helga- dóttir, f. 27.7. 1926, og Jón Sigurðsson, f. 13.7. 1925, d. 29.1. 1992. Systkini Bjarg- ar eru Hulda, f. 1.11. 1950, Sigrún, f. 11.7. 1957, og Trausti, f. 10.12. 1966. Dóttir hennar með Magnúsi Indriðasyni, sem er látinn, er Anna Björk, f. 15.9. 1968, gift Snorra Sævarssyni, f. 7.11. 1967. Þau eiga þrjá syni, Sævar, f. 2.5. 1988, Jón Helga, f. 28.5. 1993, og Einar Snorra, f. 22.11. 1994. Með fyrri eiginmanni sínum, Einari Er- lendssyni, eignaðist hún Helga Sigurð, f. 22.6. 1971, sambýlis- kona hans er Mekkin Guðrún Bjarnadótt- ir, f. 9.6. 1976, þau eiga tvo syni, Einar Bjarna, f. 2.12. 1998, og Andra Fannar, f. 10.10. 2001. Eftirlif- andi eiginmanni sín- um, Magnúsi Ingólfs- syni, f. 14.2. 1948, giftist Björg 1.10. 1988, dóttir þeirra er Svala, f. 2.5. 1988. Björg ólst upp í Reykjavík. Hún var hárgreiðslu- kona að mennt en starfaði síðustu árin sem móttökuritari hjá Heilsu- gæslustöð Grafarvogs. Útför Bjargar fór fram í kyrr- þey frá Grafarvogskirkju 21. nóv- ember. Elsku mamma. Við vorum ekki tilbúin að kveðja þig og alls ekki svona fljótt en við vitum að þú ert komin til afa og að þið vakið yfir okkur. Þú varst svo góð móðir og mín besta vinkona. Það vantar svo mikið að geta ekki hitt þig eða heyrt rödd þína á hverjum degi, elsku mamma. Guð veri með þér og varðveiti þig. Þín dóttir, Anna Björk. Elsku mamma, ég sakna þín. Þú fórst án þess að við næðum að kveðja þig og það er svo sárt. En við eigum margar og góðar minn- ingar um þig og þær munu alltaf vera hjá okkur. Þú varst miklu meira en bara mamma, þú varst vinur minn og Mettu og amma strákanna okkar. Við vitum að þú verður alltaf hjá okkur og við kveikjum á kerti fyrir þig á hverjum degi. „When I think of angels I think of you.“ Guð veri með þér, elsku mamma. Þinn sonur, Helgi. Elsku mamma, þú fórst svo snöggt að við pabbi gátum ekki kvatt þig, við vitum að þú ert komin til Jóns afa og Svölu ömmu og þér líður vel, við vitum líka að þú vakir yfir okkur, elsku mamma mín. Þín dóttir, Svala. Elsku amma, okkur þykir svo vænt um þig og elskum þig svo mikið. Þú varst alltaf svo góð og það var svo gott að vera hjá þér og Magga afa. Við söknum þín mikið en við vitum að þú ert hjá Jóni afa, hann og guð munu passa þig. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt. Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin – amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Ömmustrákarnir þínir, Sævar, Jón Helgi, Einar Snorri, Einar Bjarni og Andri Fannar. Fallin er frá langt um aldur fram mágkona mín Björg Jónsdóttir Jöklafold 13 í Reykjavík. Skamm- degismyrkrið varð skyndilega enn svartara og þrengdi sér í hvern krók og kima er þessi sorgartíðindi spurðust norður yfir heiðar. Fullyrða má að engan hafi órað fyrir því að svo stutt væri eftir hjá þessari tággrönnu og unglegu konu sem var vinnusöm svo af bar og virtist hreystin uppmáluð. En meinið var sem falinn eldur sem blossaði upp og vann fullnað- arsigur á örskotsstund. Okkur set- ur hljóð og erum harmi slegin yfir ótímabæru brottkalli hennar. Hvenær sem kallið kemur kaupir sig enginn frí, þar læt ég nótt sem nemur, neitt skal ei kvíða því. (Hallgr. Pétursson.) En eins og fræið sem sefur í moldinni og verður í fyllingu tím- ans hin fegursta rós trúum við því að líf sé að loknu þessu lífi. Björg var mikil hagleikskona. Mér er það minnisstætt að í hvert sinn er hún heimsótti okkur hingað norður var hún fljót að finna sér verkefni og dró ekki af sér fyrr en því var lokið. Allur gróður var henni afar hug- leikinn og má segja að öll ræktun hafi leikið í höndum hennar og garðarnir í Litlagerði á Hvolsvelli og í Jöklafoldinni bera smekkvísi hennar gott vitni. Allir þeir angar, sprotar, laukar og hinar fjölbreyti- legustu jurtir sem hún gróðursetti og hlúði að með mikilli natni eru óteljandi. Einnig hafði hún yndi af hannyrðum ýmiskonar og þá sér- staklega bútasaumi. Söngrödd hafði hún góða og starfaði með kirkjukórnum á Hvolsvelli árin sem hún bjó þar. Eitt sinn trúði hún mér fyrir því að sér fyndist mun léttara að vera við jarðarfarir þar sem hún syngi sjálf því að í söngn- um fyndi hún mikla hugsvölun og ró. Björg var hæversk og tranaði sér ekki fram og það lýsir henni vel að yfirleitt settist hún ekki til borðs þótt gestkomandi væri fyrr en tryggt var að allir aðrir viðstaddir hefðu fengið sæti. Hún var börnum sínum mikil stoð og stytta og barnabörnunum einnig þegar þau fóru að tínast í heiminn eitt og eitt, ég hygg að hamingjan hafi verið í hámarki þegar þær mæðgur Anna Björk og hún eignuðust börn sama dag með aðeins nokkurra klukku- tíma millibili hinn 2. maí 1989. Afi Bjargar var Sigurður Vigfús- son frá Brúnum undir Eyjafjöllum. Hann var mikill ungmennafélags- frömuður, og var árið 1916 fenginn til að halda fyrirlestra eða Fræði- ræðu eins og hann kaus að kalla mál sitt fyrir ungmennafélaga í Vestur-Skaftafellssýslu. Ræðan er ennþá til og leyfi ég mér að birta smákafla úr henni hér. „Sá maður sem getur gleymt sjálfum sér andspænis hugsjón sinni, hann hefur náð hámarki manngildisins. – Og er þetta ekki göfugra og betur sæmandi frjáls- bornum anda mannsins en að leggj- ast í víl og örvæntingu ef eitthvað blæs í móti? Eitt er það enn sem við megum aldrei gleyma, það er ekki mest um vert að mikið skíni á okkur af vegsemdarljóma verald- arinnar. En hitt er meira vert að skinið geti af okkur, að við getum lýst upp og grætt þann litla reit sem við lifum á, borið ljós og yl þeim jurtum sem næstar okkur standa í blómagarði mannlífsins. Skarpt mannvit og víðtæk þekking bera ef til vill skærasta birtu. En mannkostirnir, ástúðin, umhyggjan og tryggðin bera heitasta geisla frá sál til sálar og þeir sem eiga mikið af slíkum hlutum verða mannfélag- inu þarfir þó þeir berist ekki mikið á.“ Mér finnst þessi orð eiga vel við Björgu Jónsdóttur og vil að leið- arlokum þakka henni samfylgdina og óska henni alls hins besta á ei- lífðarbrautum. Nánustu aðstandendum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Benjamín Baldursson. BJÖRG JÓNSDÓTTIR Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.