Morgunblaðið - 01.12.2001, Síða 49
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 49
✝ Aðalbjörg Jóns-dóttir fæddist á
Siglufirði 9. desem-
ber 1934. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 18. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Sigrún Ólafía
Markúsdóttir og Jón
Friðrik Marinó Þór-
arinsson. Systkini
Aðalbjargar eru
Bryndís, Sigurbjörg,
Þórarinn og Sigurð-
ur Ágúst, sem öll
eru látin, og Kári,
sem búsettur er á Siglufirði.
Bræður Aðalbjargar sammæðra
eru Júlíus, Hafliði og Gylfi Júl-
íussynir sem búsettir eru í
Hafnafirði. 1952 kynntist Aðal-
björg lífsförunauti sínum, Guð-
jóni Ólafi Guðmundssyni frá
Bergsstöðum í Vestmannaeyjum,
f. 1. nóv. 1927, d. 24. des. 1975.
Börn þeirra eru: 1) Jón Sigurð-
ur, f. 23.8. 1954, maki Rósa
Rúnudóttir. Börn þeirra eru Æv-
ar Ingi og Jón Óli; 2) Guðbjörn,
f. 22.11. 1956, maki Hrafnhildur
Gísladóttir og eiga þau Guðjón
Ólaf og Rakel. 3) Guðmundur, f.
5.8. 1958, sambýliskona hans er
Aðalheiður Runólfsdóttir og er
sonur þeirra Guðjón Ólafur.
Börn Guðmundar
með Hrafnhildi Sig-
urðardóttur eru Jó-
hanna Björk, Ingi-
björg, og Anna
Marý. 4) Þóra, f.
14.12. 1961, sam-
býlismaður hennar
er Sigurður Sveins-
son. Börn þeirra
eru Thelma og
Sveinn.
Aðalbjörg var í
síld á Siglufirði á
sumrin til 17 ára
aldurs, er hún flutti
til Vestmannaeyja.
Hún vann ýmis störf með hús-
móðurstörfunum á þessum árum
og sat í stjórn og trúnaðarráði
Verkakvennafélagsins Snótar í
Vestmannaeyjum og í stjórn
Norðlendingafélagsins í Vest-
mannaeyjum. Aðalbjörg vann í
fatahreinsuninni Straumi í nokk-
ur ár og á Rauðagerði sem mat-
ráðskona. Eftir að hún flutti frá
Eyjum vann hún hjá Pósti og
Síma sem matráðskona í vinnu-
flokki í tvö sumur, en síðan í
þvottahúsi á Hrafnistu í Hafn-
arfirði meðan heilsan leyfði.
Útför Aðalbjargar fer fram
frá Landakirkju í Vestmannaeyj-
um í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
Ég var úti á sjó þegar ég frétti
að tengdamóðir mín væri látin.
Hún varð ekki gömul, blessunin,
aðeins 67 ára.
Æja var alltaf létt í skapi, þótt
ýmislegt bjátaði á var hún alltaf
bjartsýn og aldrei man ég eftir að
hún hefði talað illa um nokkurn
mann. Hún hafði mjög ákveðnar
skoðanir á málunum, og alltaf sagði
hún sína meiningu.Við vorum ekki
alltaf sammála. Það urðu oft heitar
umræður okkar á milli, þar sem við
komust ekki að niðurstöðu. Hún
hafði mjög gaman af að ferðast og
fór oft með okkur á húsbílnum
norður á Siglufjörð þar sem hún
átti rætur. Alltaf fannst henni jafn-
gaman að koma þangað, þar hitti
hún ættingja og systur sína. Hún
kom oft til Eyja og stoppaði þá eins
lengi og hún gat, enda voru þær
mæðgurnar mjög nánar, töluðust
við á hverjum degi og ég held að
henni hafi alltaf liðið mjög vel í ná-
vist við dóttur sína, því hún var hjá
okkur hver einustu jól eða við hjá
henni. Hún flutti heldur ekki fyrr
en dóttir hennar var flutt í eigið
húsnæði.
Aðalbjörg var mikil félagsvera og
hafði gaman af söng og dansi. Hún
kenndi börnum mínum að spila,
enda sátu þau oft í eldhúsinu að
spila. Hún hafði ótrúlega gaman af
að spila, þó að hún hefði varla
heilsu til að setjast upp lét hún sig
hafa það að spila við barnabörnin
sín tímunum saman. Það var alltaf
gott að koma til hennar og sama
hvort það voru vinir eða vandalaus-
ir, allir voru jafnvelkomnir. Alltaf
var hún búin að finna til mat eða
kaffi, hvort sem við komum frá út-
löndum eða bara úr Herjólfi, það
breytti engu hvort klukkan var 4
að nóttu eða degi, alltaf voru kræs-
ingar á borðum.
Mig langar til að þakka þér fyrir
ferðirnar þegar skroppið var á hús-
bílnum norður á Sigló. Þakka þér
fyrir samveruna í gegnum árin, þar
sem ég held að við höfum náð
ágætlega saman þótt við værum
ekki alltaf sammála. Þinn tengda-
sonur,
Sigurður.
Elsku amma mín, núna ertu búin
að fá hvíldina.
Ég er ekki alveg búin að ná því
ennþá en það hlýtur að koma ein-
hvern tíma. Ef þú varst ekki besta
amma í heimi, þá er hún ekki til.
Það var alltaf svo gott að koma til
þín. Þú varst alltaf svo góð og gerð-
ir bókstaflega allt fyrir okkur. Allt-
af í svo góðu skapi en lést mann nú
samt alveg heyra það ef maður var
að gera eitthvað vitlaust eða eitt-
hvað sem þér líkaði ekki. Æ, það er
svo erfitt að koma þessu útúr sér,
mig langar að segja svo mikið. Þú
fylgdist mikið með fótboltanum hjá
mér, og horfðir á hvern einasta leik
sem þú gast. Einu sinni þegar ég
var í 6. flokki vorum við að keppa á
fótboltamóti, gekk ekkert svaka
vel, en svo komst þú með brúnköku
handa okkur stelpunum og fullan
disk af heitum pönnukökum, eftir
einn leikinn og síðan þá varstu allt-
af kölluð „Góða amman hennar
Thelmu“. Og meira segja einu
sinni, þegar ég var að fara að
keppa í fyrsta skiptið um Íslands-
meistaratitillinn, lánaðirðu mér
uppáhalds hálsmenið þitt, sem þú
tókst varla af þér því þér þótti svo
vænt um það. Ég var rosalega
ánægð að þú skyldir hafa treyst
mér fyrir því. Því átti að fylgja
ákveðin lukka og hún virkaði sko
vel.
Það var alltaf svo notalegt að
vera hjá þér, alltaf eitthvað gott til,
kökur, nammi, ís og bara nefndu
það. Og á hverjum einasta sunnu-
degi þegar ég var hjá þér eða þú
hjá mér bakaðirðu pönnukökur, og
svo var farið einn ísbíltúr þegar
líða tók á daginn. Ég var alltaf svo
spennt að fá að fara til Reykjavíkur
til ömmu í blokkinni. Þú kenndir
mér fullt af sögum, vísum og lög-
um, og spila líka. Við spiluðum
stundum heilu dagana, og næturn-
ar þess vegna líka, og gleymdum
stundum að borða og allt, því það
var svo gaman, og það var ekki
hægt að hætta.
Það fyrsta sem ég gerði þegar ég
fékk einkunnirnar á vorin var að
hringja beint í þig og lesa þær fyrir
þig, og alltaf fékk ég þvílíkt hrós.
Amma, þú varst alltaf hjá mér á
jólum, nema ein þegar ég fór til
Kanarí og það verður rosalega erf-
itt og skrítið að hafa þig ekki hjá
okkur næstu jól. Engin „Æ-amma“
hjá mér, engin „ömmuknús“ og
ekki neitt. Mér þykir svo vænt um
þig að það eru ekki til orð sem lýsa
svo mikilli væntumhyggju. En nú
ertu loksins komin til afa, hann er
búin að bíða eftir þér svo lengi. Þú
ert yndislegasta amma í heimi. Ég
mun aldrei, aldrei gleyma þér.
Góða nótt, elsku amma mín.
Þín ömmustelpa
Thelma.
Elsku amma mín, af hverju
dóstu svona snemma? Við sem átt-
um eftir að gera svo margt. Okkur
þótti svo gaman að spila saman,
gátum spilað tímunum saman, enda
kenndirðu mér að spila. Alltaf voru
tekin upp spil þegar við vorum á
ferðalagi á húsbílnum, enda náðum
við mjög vel saman og áttum sama
afmælisdag. Ég man alltaf eftir því
þegar ég fór einn til þín með flugi,
þú sóttir mig og fórst beint í Hag-
kaup og keyptir á mig golfföt, sem
ég var mjög montinn af þegar ég
kom heim. Þú fylgdist alltaf vel
með mér þegar ég var á golfmót-
um, vildir alltaf vita hvernig gekk
og hringdir á hverjum degi til þess
að vita um árangur. En amma,
núna ertu komin til guðs og búin að
hitta afa.
Góða nótt, amma mín.
Sveinn Sigurðsson.
AÐALBJÖRG
JÓNSDÓTTIR
✝ Sigríður Frið-riksdóttir fæddist
4. júlí 1917 í Pytta-
gerði í Skagafirði.
Hún andaðist á
Sjúkrahúsi Sauðár-
króks 24. nóvember
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru hjón-
in Guðný Jónasdóttir,
f. í Hróarsdal 16.
mars 1877, d. 1949,
og Friðrik Sigfússon
bóndi, f. 20. des.
1879, d. 1959. Systk-
ini hennar eru: Stein-
grímur, f. 1906,
Steinunn, f. 1907, Margrét, f. 1909,
Friðrik, f. 1910, Anna, f. 1915, og
Jóhanna, f. 1920. Auk barna sinna
ólu þau Friðrik og Guðný upp einn
fósturson, Karl Hólm Helgason, f.
1930. Eftirlifandi systkini hennar
eru Friðrik og Anna. Sigríður gift-
ist 1941 Sveini Þ. Sveinssyni, f. 2.
nóv. 1914, d. 1. des. 1995. Börn
þeirra eru Úlfar, f.
1943, kvæntur Elínu
Tómasdóttur, Lilja,
f. 1946, gift Sveini J.
Sveinssyni, Eyjólfur,
f. 1948, kvæntur
Ingibjörgu Axels-
dóttur og Guðný, f.
1955, gift Smára Jó-
hannssyni. Barna-
rbörnin eru þrettán
og langömmubörnin
þrjú.
Sigríður ólst upp
hjá foreldrum sínum
í Pyttagerði, Jaðri
og síðast í Kálfárdal.
Sigríður og Sveinn bjuggu að Ing-
veldarstöðum á Reykjaströnd til
ársins 1995. Frá 1995 til 1999 bjó
hún hjá Lilju dóttur sinni á Selarn-
arnesi þar til hún fluttist á Dval-
arheimili aldraðra Sauðárkróki.
Útför Sigríðar fer fram frá
Sauðárkrókskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 11.
Ég vil í örfáum orðum minnast
ömmusystur minnar, Sigríðar Frið-
riksdóttur frá Ingveldarstöðum á
Reykjaströnd í Skagafirði, sem í dag
verður til moldar borin frá Sauðár-
krókskirkju.
Eflaust hefur hún Sigga frænka
verið hvíldinni fegin þar sem hún átti
við töluverða vanheilsu að stríða síð-
ustu misseri. Nú þegar komið er að
leiðarlokum, rifjast upp margar góð-
ar minningar úr æsku minni og teng-
ist Sigga á Ingveldarstöðum þeim.
Þær eru ófáar stundirnar sem við
systkinin dvöldum á Reykja-
ströndinni hjá Siggu og Sveini, bónda
hennar, enda ríkti mikil vinátta milli
þeirra og foreldra okkar. Oftar en
ekki er við komum í heimsókn til
Siggu, á Ingveldarstaði, var kaffi-
borðið drekkhlaðið af gómsætu bakk-
elsi og voru veitingunum ætíð gerð
góð skil. Eru ástarpungarnir hennar
Siggu mér ofarlega í huga því enginn
steikti eins góða ástarpunga og hún.
Sigga hafði yndi af lestri góðra
bóka og var víðlesin og fróðleiksfús.
Mest þótti henni gaman af því að
segja okkur börnunum sögur af
huldufólki og tröllum sem dagaði
uppi í nágrenninu, svo sem söguna af
karli og kerlingu sem dagaði uppi
ásamt kú sinni. Kúna þekkjum við
sem Drangey í Skagafirði og stendur
kerling enn keik við hlið hennar þótt
karl sé löngu horfinn í hafið. Siggu
var margt til lista lagt og var hún
hagyrðingur mikill. Átti hún ekki í
erfiðleikum með að kasta fram einni
og einni stöku þegar mikið lá við og
eitthvað þurfti að kveða til sveitung-
anna á góðum stundum. Hún var
jafnframt sérlega áhugasöm um
blómarækt og lét reisa sér myndar-
lega blómastofu áfasta húsinu henn-
ar. Þar ræktaði hún býsn af rósum og
ýmsar fleiri framandi blómategundir.
Var hrein unun að staldra við í blóma-
stofunni hennar þegar staðið var upp
frá kræsingunum og sjá þegar blóma-
skrúðið var sem mest. Þá var Sigga í
essinu sínu, hreykin sýndi hún okkur
plönturnar sínar og græðlinga. Mátti
þá heyra á tali hennar hve annt henni
var um þetta áhugamál sitt.
Óvíða er eins fallegt og á Reykja-
ströndinni í Skagafirði, sér í lagi á
sumrin og er þá Jónsmessan mér of-
arlega í huga. Þegar ég var drengur
reistu foreldrar mínir sumarbústað í
næsta nágrenni við Ingveldarstaði.
Hefur fjölskyldan eytt þar mörgum
Jónsmessunóttum í gegnum tíðina,
ásamt Siggu og hennar fjölskyldu.
Þetta eru mér ógleymanlegar stundir
og vil ég þakka þér, kæra frænka,
fyrir þær samverustundir sem við
höfum átt.
Sigga frænka lætur eftir sig stóran
hóp afkomenda. Þeim votta ég samúð
mína og bið þeim Guðs blessunar.
Steingrímur Rafn
Friðriksson.
Nú er hún elsku amma mín farin.
Margar eru minningarnar úr sveit-
inni þar sem ég bjó hjá henni á hverju
sumri á yngri árum. Við fórum oft
saman í berjamó upp í fjall og þar
sagðir hún mér sögur af álfum og
hvar mætti tína berin og hvar ekki.
Við höfðum alltaf með okkur nesti og
súkkulaðibita. Mjög gestkvæmt var í
sveitinni á sumrin bæði innfæddir og
útlendingar og ég man að mér fannst
amma þekkja svo rosalega marga.
Eitt af ævintýrunum okkar gerðist
inn í Kálfárdal. Amma bað mig að
koma með sér að leita að „gulli“. Við
fundum staðinn eftir þónokkra göngu
og klifur. Þarna rættist gamall
draumur hennar að komast á æsku-
slóðirnar.
Við lentum í öðru ævintýri þegar
við fórum til Noregs að heimsækja
Berglindi frænku og Styrmi. Hún var
svo hissa á því að ég skildi rata og
alltaf fara réttu leiðina þó ég hefði
aldrei komið þangað áður. En ég
fylgdi bara skiltunum og fór eftir leið-
beiningum.
Við lentum í háskaför í eitt skipti er
við rerum út í hólma með Úlfari
frænda í ágætis veðri og til að tína
æðardún og egg.
Þegar við rerum af stað heim var
byrjað að hvessa. Það var orðið mjög
hvasst þegar við nálguðumst land og
okkur rak út að messuklöppum sem
er þónokkuð frá innsiglingunni. En
við komumst öll heilu og höldnu í
land.
Í sveitinni var nokkuð sem hét
„heilaga-stundin“ en það var veður-
fréttatíminn. Þá átti maður að hafa
hljótt um sig. Það var mikið sungið í
sveitinni og oft heyrðist langar leiðir
hvar amma var. Amma steikti oft
kleinur, sem voru í uppáhaldi hjá
mér. Við systkinin kölluðum hana oft
„kleinu-ömmu“. Svo gerði hún líka
ástarpunga og hafði nokkra dökka
sérstaklega fyrir afa.
Blessuð sé minning þín.
Þín,
Margrét Þóra.
SIGRÍÐUR
FRIÐRIKSDÓTTIR
Þau voru þung
skrefin sem við tókum
vinirnir frá líknar-
deildinni fyrir rúmri
viku. Við höfðum setið hjá þér, vit-
andi að við vorum að kveðja þig. Að
þú værir að fara frá okkur. Erfið
stund en falleg. Uppfull af þeim
kærleika sem við reyndum að hafa
í heiðri þegar við hittumst vikulega
STEFÁN BRANDUR
STEFÁNSSON
✝ Stefán BrandurStefánsson fædd-
ist í Baltimore í
Maryland 29. október
1954. Hann lést á
líknardeild Landspít-
alans fimmtudaginn
15. nóvember síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Frí-
kirkjunni í Hafnar-
firði 27. nóvember.
í þrjú ár og ræddum
andans mál og efnis-
leg. Á þessum árum
reyndum við að öðlast
betri skilning á tilver-
unni. Skilja sjálfa
okkur betur. Við
studdum hvorir aðra,
hvöttum, gagnrýnd-
um, hlógum og grét-
um. Sálargæslubræð-
ur. Í hugum og
hjörtum hvers okkar
eru þessar stundir
ómetanlegar og
reynslan sem við
hlutum af þeim hefur
reynst okkur dýrmæt á þroska-
brautinni. Og þó fundirnir hefðu
lagst af fyrir nokkru, tengdumst
við böndum sem eru órjúfanleg.
Það fundum við alltaf þegar við
hittumst.
Þarna á líknardeildinni héldum
við enn einn fundinn. Stund sem
enginn okkar hefði viljað missa af.
Síðasti fundurinn … í bili. Það sem
eftir stendur er minningin um vin
sem aldrei óskaði nokkrum manni
illt. Hafði óbilandi trú á það góða í
lífinu. Ef fleiri hefðu hjartalagið
þitt væri þetta sannarlega bless-
aður heimur, því kærleikur þinn
hefur reynst okkur gott veganesti.
Við munum aldrei gleyma hversu
æðrulaus þú varst undir lokin,
hversu hetjulega þú tókst hinu
óhjákvæmilega. Og hversu fallega
konan þín, hún Sessa og dreng-
irnir, Hrafnkell, Markús og Ragn-
ar, studdu þig í gegnum hverja
raun. Að fylgjast með ykkur á
þessum stundum auðgaði anda
okkar og gaf okkur aukna trú á
styrk lífsandans.
Innilegustu samúðarkveðjur til
þín Sessa og ykkar strákanna.
Far vel, kæri vinur, sjáumst aft-
ur.
Jón Ágúst, Ólafur,
Sigurbjörn, Ægir.
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: Í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. Í mið-
vikudags-, fimmtudags-,
föstudags- og laugardagsblað
þarf greinin að berast fyrir
hádegi tveimur virkum dögum
fyrir birtingardag. Berist
grein eftir að skilafrestur er
útrunninn eða eftir að útför
hefur farið fram, er ekki unnt
að lofa ákveðnum birtingar-
degi. Þar sem pláss er tak-
markað getur þurft að fresta
birtingu greina, enda þótt
þær berist innan hins tiltekna
skilafrests.
Skilafrestur
minning-
argreina