Morgunblaðið - 01.12.2001, Side 53
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 53
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Borgarfjarðarsveit
Leikskólakennara
vantar til starfa á leikskólann Andabæ á
Hvanneyri, Borgarfjarðarsveit.
Gott vinnuumhverfi.
Frekari upplýsingar veitir Valdís Magnúsdóttir,
leikskólastjóri, í síma 437 0120.
ⓦ í Reykjavík
á Skeggjagötu
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélag-
anna í Hafnarfirði
Fulltrúaráðsfundur
verður haldinn mánudaginn 3. desember nk. kl. 20.00 í
Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29, Hafnarfirði.
Dagskrá:
1. Magnús Gunnarson, bæjarstjóri, kynnir fjárhagsáætlun Hafnar-
fjarðar árið 2002.
2. Undirbúningur prófkjörs vegna bæjarstjórnakosninga.
3. Önnur mál.
Stjórn fulltrúaráðsins.
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Ólafsvegur 20, eignarhluti, Ólafsfirði, þingl. eig. Þóranna Guðmunds-
dóttir, gerðarbeiðendur Kreditkort hf. og Landsbanki Íslands hf.,
höfuðst., miðvikudaginn 5. desember 2001 kl. 11.00.
Sýslumaðurinn á Ólafsfirði,
29. nóvember 2001.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Austurvegur 18—20 e.h., Seyðisfirði, þingl. eig. Ársæll Ásgeirsson,
gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, sýslumaðurinn á Seyðisfirði
og Vátryggingafélag Íslands hf., miðvikudaginn 5. desember 2001
kl. 15.30.
Austurvegur 18—20 n.h,. Seyðisfirði, þingl. eig. Jón Bergmann Ár-
sælsson, gerðarbeiðendur sýslumaðurinn á Seyðisfirði og Trésmiðja
Fljótsdalshéraðs hf., miðvikudaginn 5. desember 2001 kl. 14.00.
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði,
30. nóvember 2001.
TIL SÖLU
Lagersala
Seljum þessa viku raftæki: Brauðristar, kaffi-
könnur, handþeytara og safapressur á mjög
hagstæðu verði. Einnig gerfijólatré á tilboðs-
verði, takmarkað magn. Mikið úrval leikfanga
á mjög lágu verði, allt í skóinn á verði frá kr.
100 til kr. 390, bílar, dúkkur og margt margt
fleira. Verkfærakassar mjög ódýrir, tilvalin jóla-
gjöf, takmarkað magn.
Við erum með opið frá mánudegi til laugardags
frá kl. 13.00—17.00 til jóla. Missið ekki af þessu
tækifæri. Lítið við í dag og gerið góð kaup.
Greiðslukortaþjónusta.
I. Guðmundsson ehf.,
Skipholti 25, 105 Reykjavík.
ÞJÓNUSTA
Löggiltur
húsasmíðameistari
getur bætt við sig verkefnum.
Nýsmíði eða viðhald úti sem inni.
Upplýsingar í síma 849 3011
TILBOÐ / ÚTBOÐ
Forval
Forvalsnefnd utanríkisráðuneytisins f.h. varnar-
liðsins á Keflavíkurflugvelli auglýsir hér með
eftir aðilum til að taka þátt í forvali vegna út-
boðs á viðgerðum utanhúss á byggingu 868,
hluta B og C innan varnarsvæðisins á Keflavík-
urflugvelli:
Tilkynning þessi tekur einungis til íslenskra
lögaðila.
Forvalsgögn fást hjá umsýslustofnun varnar-
mála, Grensásvegi 9, Reykjavík og á Brekkustíg
39, Reykjanesbæ. Þau ber að fylla út af um-
sækjendum og áskilur forvalsnefnd utanríkis-
ráðuneytisins sér rétt til að hafna forvalsgögn-
um sem ekki eru fullnægjandi.
Ekki verður tekið við upplýsingum frá þátttak-
endum eftir að forvalsfrestur rennur út.
Umsóknum skal skilað til umsýslustofnunar
varnarmála, sölu varnarliðseigna, Grensásvegi
9, Reykjavík eða ráðningardeild varnarmála-
skrifstofu á Brekkustíg 39, Njarðvík fyrir
kl. 16:00 mánudaginn 10. desember nk.
Forvalsnefnd
utanríkisráðuneytisins.
TILKYNNINGAR
Handverksmarkaður
verður á Garðatorgi í dag, laugardag.
M.a. silfurskartgripir með íslenskum steinum,
töskur og veski unnin úr fiskroði, listmálari
málar á staðnum og fleira og fleira.
Láttu sjá þig
Garðatorg í jólaskapi.
ÝMISLEGT
Lagerútsala
Útsala til 2. desember - enn lægra verð!
Hrím, umboðs- og heildverslun, verður með
lagersölu í húsnæði sínu á Smiðjuvegi 5.
Ýmsar vörur, s.s. haglabyssur, rifflar, skot,
veiðifatnaður, aukahlutir, golfsett, handverk-
færi, loftpressur, háþrýstidælur, kítti, festi-
frauð, rekskrúfur, múrboltar, múrtappar,
rafmagnsverkfæri o.m.fl.
Opið virka daga frá kl. 9.00—17.30,
Upplýsingar í síma 544 2020.
Málningartilboð
40% afsláttur af 4ra lítra Politex 10 inni-
málningu.
Allir litir
Metró, Skeifunni 7,
sími 525 0800.
Opið alla daga til kl. 19.00
Jólagjöf fyrir laghenta
Hleðsluborvél í tösku, 14,4w.
Verð aðeins 4.900 kr.
Verkfæri og verkfæratöskur.
Fjölbreytt úrval.
Metró, Skeifan 7,
s 525 0800.
Opið alla daga til kl. 19.00
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
Hondurashópurinn er með
smákökubasar í dag frá 13—17.
Curtis Silcox talar á samkomu kl.
20.30 í kvöld.
Sunnud. 1. des. Jósepsdalur
við Vífilsfell. Fararstjóri: Sig-
urður Kristjánsson. Um 2—3
klst. ganga. Verð 1.200/1.500.
Brottför frá BSÍ kl. 10.30 með
viðkomu í Mörkinni 6. Jólabók-
amarkaður Ferðafélags Ís-
lands í desember í Mörkinni 6.
20% afsláttur af árbókum,
30% ef keyptar eru tvær eða
fleiri. Einstakur bókaflokkur, fal-
leg jólagjöf.
www.fi.is, textavarp RUV bls.
619.
mbl.is
ATVINNA
ÚT ER komið jólamerki fyrir 2001
hjá Caritas á Íslandi. Caritas á Ís-
landi er hluti af Caritas Internation-
alis sem starfar innan rómversk-
kaþólsku kirkjunnar og er umsvifa-
mikil hjálparstofnun. Caritas á
Íslandi stendur fyrir tveimur árleg-
um söfnunum, um jól og páska.
Meginhlutverk Caritas er að
styðja við bakið á þeim sem minna
mega sín. Caritas á Íslandi hefur m.a
styrkt krabbameinssjúk börn, mis-
þroska og ofvirk börn, Alzheimer
sjúklinga, bágstadda fyrir jólin í
samstarfi við Hjálparstarf kirkjunn-
ar, Reykjalund, Foreldrahús vímu-
lausrar æsku og aðstoð við Afganist-
an í samstarfi við hjálparstarf
kirkjunnar.
Ágóði af jólmerkjunum rennur í
hjálparstarf innanlands. Jólamerkin
eru til sölu á skrifstofu kaþólska
biskupsins, segir í fréttatilkynningu.
Ný jólamerki
Caritas
komin útMIKIÐ verður um að vera í Kringl-
unni um helgina í tilefni þess að jóla-
mánuðurinn er að ganga í garð. Söfn-
un fer af stað til styrktar Rauða
krossinum og Hjálparstarfi kirkjunn-
ar með sölu á diskinum Kringlujól í
öllum verslunum Kringlunnar.
„Stærsta smákaka Íslands“ verður
til sýnis og smökkunar kl. 14 í dag,
sem bökuð var af nemendum Hótel-
og veitingaskólans. Tónlistarmenn
skemmta og syngja og þá verða Ásta
og Keli úr Stundinni okkar á ferðinni.
Á morgun mun Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri kveikja á
jólatré Kringlunnar kl. 15 og jóla-
sveinar fara á kreik.
Hátíð í
Kringlunni
ÞRIGGJA bíla árekstur varð á
Kringlumýrarbraut á sjöunda
tímanum í gærkvöld. Einn
kenndi sér eymsla í baki og
hugðist leita sér aðhlynningar á
slysadeild án aðstoðar sjúkra-
flutningamanna.
Þá varð tveggja bíla árekstur
á Bústaðavegi á sjötta tímanum
um eftirmiðdaginn í gær. Ekki
urðu slys á fólki en flytja varð
báðar bifreiðirnar af vettvangi.
Þriggja bíla
árekstur
á Kringlu-
mýrarbraut
ÍSLANDSPÓSTUR vill minna
landsmenn á að síðasti dagur til að
senda jólapakkana til útlanda er
mánudagurinn 3. desember svo þeir
komist tímanlega til viðtakanda fyrir
jól, segir í frétt frá Íslandspósti.
Jólapakkar
til útlanda
Veggfóðrarafélag
Reykjavíkur ekki stofnaðili
Í FRÉTT um stofnun Iðnskóla-
félagsins í Morgunblaðinu í gær, var
ranghermt að fulltrúi Veggfóðrara-
félags Reykjavíkur hefði skrifað
undir stofnsamninginn. Beðist er
velvirðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT