Morgunblaðið - 01.12.2001, Side 54
UMRÆÐAN
54 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
búðinGOLF búðinGOLF
GOLFBÚÐIN ehf. Strandgötu 28, 220 Hafnarfirði, sími 5651402, fax 5641467, GSM 8986324, e-mail: golfbudin@golfbudin.is
Aukahlutir:
Takka-lykill 1.250
Járna-statíf á poka 1.800
Bolta-veiðari 2.500
Kylfuhlífar á tré, 3 í pk. 1.500
Tvöfaldar-ólar á poka 1.800
Kerrur frá 3.900
Til æfinga:
Rafmagnspútt 1.990
Æfinganet 10.500
Chipp-net 2.950
Ferðapoki á hjólum 4.900
Flagg + hola 2.000
Happdrætti GSÍ
Þú kaupir
8 GO- titanium
golfbolta + 8 skafmiða.
Listaverð er 8 x 500 = 4.000 kr.
Jólatilboð: 3.000 + frí
heimsending.
Vinningar eru 165 talsins
og verðmæti þeirra um
2.000.000 kr.
OPIÐ TIL JÓLA
12 - 19 alla daga,
Þorláksmessu 12 - 23.
HÉR ER ALLT Á
GAMLA VERÐINU
Jólagjafir í úrvali
4.400 kr.
9.900 kr.
7.9
00
kr
.
4.900 kr.
ENN á ný sannast
hvílíkt fár gengur nú
yfir íslenska sjávarút-
vegskerfið. Fréttirnar
af ýsugengdinni við
Grímsey staðfesta
þetta. Bátar sem það-
an eru gerðir út geta
nú vart róið til fiskjar
vegna þess að sú
hætta blasir við þeim
að ýsan bíti á, en í
flestum tilfellum hafa
útgerðarmenn þar
ekki leyfi til að veiða
þessa ýsu með þorsk-
inum sem þeir hafa
kvóta fyrir. Kannski
mun þetta verða til þess að stækka
ýsustofninn, en það mun auðvitað
ekki koma Grímseyingum til góða,
heldur þeim sem búa svo vel að hafa
eignast „viðmiðun“ (jafnvel á síð-
ustu öld) og geta svo selt Gríms-
eyingum veiðileyfið á ýsuna haldi
hún sig þar á slóðinni.
Lokað á lífsbjörgina
Kunningi minn einn sagði mér að
menn, sem ættu ýsukvóta og annan
kvóta „héldu nú í sér“ við að leigja
vegna þess að tekjuskattur á fyr-
irtæki mun lækka um 12% eftir ára-
mótin. Kannski geta Grímseyingar
róið með „eðlilegum“ hætti til fiskj-
ar er þessar fyrirtækjaskattalækk-
anir hafa tekið gildi.
Þegar svo er komið að fólki, sem
hefur lífsbjörgina nánast við fætur
sér, er meinað að nýta sér hana
detta manni í hug orð tveggja þing-
manna sem voru að lýsa stjórnar-
andstöðunni um daginn. Annar
þessara þingmanna, sem reyndar er
ráðherra líka, talaði um að stjórn-
arandstaðan hefði unnið gegn ís-
lenskum hagsmunum og hinn þing-
maðurinn líkti vinstrigrænum við
talibana. Hvað eigum við þá að
segja um ríkisstjórnarliðið sem
skapar þvílíkt öngþveiti sem er að
myndast í mörgum byggðum lands-
ins með tilheyrandi ógnunum? Það
eru nefnilega miklar ógnir þegar at-
vinnuleysi og jafnvel gjaldþrot
blasa við einstaklingum og fjöl-
skyldum.
Byggðum rústað
Frumvarp það sem Guðjón Arnar
ásamt undirrituðum og Árna Stein-
ari hefur lagt fram um veiðar smá-
báta hindrar það algerlega að hægt
sé að vega svo að atvinnulífinu sums
staðar úti á landi með þeim hætti
sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur
nú fyrir. Eða er það kannske mark-
mið þessa liðs að rústa byggðunum
endanlega? Ég fer að halda að fæst
af þessu liði hafi komið út fyrir
borgarmörkin, en sé svo má ætla að
þær ferðir hafi eingöngu verið upp
á hálendið, en ekki í sveitirnar,
þorpin og bæina þar sem dugmikið
og gott fólk býr, fólk
sem lætur sér annt um
náunga sinn. Mörgu
fólki fellur betur lífið á
slíkum stöðum frekar
en í miklu þéttbýli á ís-
lenskan mælikvarða
og við eigum að stuðla
að fjölbreyttu og blóm-
legu mannlífi um land-
ið allt.
Áskorun
Ég skora á sjávarút-
vegsnefndarmenn að
láta eigin samvisku og
sannfæringu ráða
ferðinni í umfjöllun
þeirra um áðurnefnt frumvarp og
einnig það frumvarp sem sjávarút-
vegsráðherra hefur lagt fram og er
líka til umfjöllunar hjá þeim.
Það yrði mikið slys ef „aukateg-
undirnar“ yrðu kvótasettar áfram
eins og gert er ráð fyrir í frumvarpi
sjávarútvegsráðherra. Nýtt brask
færi þá af stað með kvótasetningu í
„aukategundunum“ – ný deild í
spilavíti kvótans – sem þýddi enn
frekari byggðaröskun ef að líkum
lætur.
Í frumvarpi okkar er hins vegar
gert ráð fyrir öðrum takmörkunum
svo sem með balafjölda og fleiru.
Það er fullvissa mín að frumvarp
okkar sé mun manneskjulegra og
byggðavænna en frumvarp ráð-
herrans. Að framboð á kvótamark-
aði og alls konar væntingar um auk-
inn gróða þeirra sem vilja leigja
öðrum kvóta skuli stýra og ráða gíf-
urlega miklu um framtíð byggðanna
úti á landi hvort sem það er nú
Grímsey, Sandgerði eða Ísafjarðar-
bær er algerlega ólíðandi og verður
að stoppa sem allra fyrst.
Markmið laganna um stjórn fisk-
veiða koma fram í fyrstu grein
þeirra en þar er hvergi talað um
spillingu og eyðingu byggða.
Byggðirnar úti á landi verða að fá
að njóta sín. Öll þjóðin getur ekki
búið í höfuðborg sinni þótt þar sé
góður og gegn borgarstjóri sem
flestir landsmenn eru stoltir af.
Er ýsan orðin
ódráttur?
Karl V. Matthíasson
Höfundur er þingmaður Samfylking-
arinnar á Vestfjörðum.
Kvóti
Ég skora á sjávarút-
vegsnefndarmenn, segir
Karl V. Matthíasson, að
láta eigin samvisku og
sannfæringu ráða ferð-
inni í umfjöllun þeirra
um frumvörpin.
ÞAÐ er oft sagt, að
næst á eftir starfs-
fólki séu upplýsingar
dýrmætasta eign
hvers fyrirtækis eða
stofnunar. Þau
treysta mjög mikið á
upplýsingar á hvaða
formi sem þær eru.
Skiptir þá ekki máli
hvort upplýsingar eru
á rafrænu formi,
skráðar á pappír eða
annan áþreifanlegan
hátt eða búa í þekk-
ingu fólks. Upplýs-
ingakerfi veita, t.d.,
stjórnendum mikil-
vægar upplýsingar um reksturinn,
þar sem þau varðveita bókhalds-
gögn, sölutölur, rannsóknaniður-
stöður, markaðsáætlanir og önnur
trúnaðargögn, sem notuð eru við
úrvinnslu, stefnumótun, markaðs-
setningu og almenna ákvörðunar-
töku.
Mikilvægi upplýsingakerfa fyr-
irtækja er það mikið, að kerfisbil-
anir hafa áhrif á starfsgetu fyr-
irtækjanna. Að missa út
tölvukerfið er eitt alvarlegasta
áfall sem getur hent. Rannsóknir í
Bandaríkjunum sýna að æ fleiri
fyrirtæki komast í þrot og hætta
rekstri hafi þau orðið fyrir alvar-
legu tjóni í tölvumiðstöðvum og
ekki haft trygga neyðaráætlun. Á
8. áratugnum var þetta hlutskipti
um 75% fyrirtækja, 10 árum síðar
var þetta hlutfall komið í 82% og
hefur síðan hækkað í 90 af hundr-
aði. Því má segja að öryggi upplýs-
ingakerfa sé orðinn einn mikilvæg-
asti þátturinn í rekstraröryggi
fyrirtækja. En öryggi upplýsinga
snýst einnig um að koma í veg fyr-
ir að mikilvæg pappírsgögn glatist
í bruna og að mikilvæg sérþekking
hætti að vera aðgengileg við það
að starfsmaður hætti störfum eða
lendi í slysi.
Allar upplýsingar, sem fela í sér
verðmæti, þarf að vernda fyrir
þeim ógnunum sem að þeim steðj-
ar, hvort heldur þær stafa af um-
hverfinu (t.d. náttúruhamfarir),
tækninni (t.d. rafmagnsbilun) eða
mannfólkinu (t.d. starfsmönnum).
Verndin felst stundum í því að
losna við ógnunina, en oftast er
það ekki hægt. Þá er gripið til
þess að styrkja varnir upplýsinga-
eignanna til að draga
úr áhættunni, færa
áhættuna til (t.d. með
því að kaupa trygg-
ingar) eða maður ein-
faldlega viðurkennir
að ekki borgar sig að
verjast tiltekinni ógn-
un.
Staðlar um
upplýsingaöryggi
Upplýsingavernd
hefur verið umhugs-
unarefni fjölmargra
aðila. Þannig var á 8.
áratugnum unnin
mikil vinna í Banda-
ríkjunum, en í lok þess níunda
höfðu evrópsk samtök tölvunot-
enda frumkvæði að því að taka
saman skjal með svo kölluðum
bestu starfsreglum um stjórnun
upplýsingaöryggis. Þetta skjal
varð síðar að breska staðlinum BS
7799 Code of practice for Inform-
ation Security Management, sem
gefinn var út árið 1995.
Staðallinn BS 7799 varð fljót-
lega mjög vinsæll, enda er hann
byggður á áratuga reynslu þeirra
sem hafa komið að öryggi upplýs-
inga og upplýsingakerfa. Fyrir-
tæki um allan heim fóru að inn-
leiða hann og fjölmörg lönd
ákváðu að taka hann upp sem
þjóðarstaðal. Þegar ný útgáfa kom
út árið 1999, var ljóst að Alþjóð-
legu staðlasamtökin (ISO) og Al-
þjóða raftækniráðið (IEC) myndu
vilja gera BS 7799 að alþjóðlegum
staðli. Í desember 2000 varð það
að veruleika með útgáfu ISO/IEC
17799:2000.
Hér á landi hefur um nokkurn
tíma verið mikill áhugi á staðlinum
og því er það mikið gleðiefni fyrir
okkur sem vinnum að málum
tengdum upplýsingaöryggi, að
Staðlaráð Íslands hefur nú gefið út
íslenska útgáfu af staðlinum. Stað-
allinn kemur í tveimur hlutum:
ÍST ISO/IEC 17799:2000
Upplýsingatækni – Starfsvenjur
fyrir stjórnun upplýsingaöryggis,
ÍST BS 7799-2:1999 Stjórnun
upplýsingaöryggis – 2. hluti: For-
skrift fyrir stjórnun upplýsinga-
öryggis.
Fyrri hlutinn inniheldur leið-
beiningar um þau atriði sem gott
er að skoða þegar hugað er að ör-
yggi upplýsinga, en síðari hlutinn
setur fram kröfur sem taka verður
tillit til, ef ætlunin er að fá vottun.
Hlutverk staðalsins
Staðallinn leggur til stjórnunar-
aðferðir sem fyrirtæki geta notað
til að meta og styrkja stöðu örygg-
ismála. Í sumum tilfellum er nauð-
synlegt að beita tæknilegum lausn-
um, en stjórnunarhættir eru ekki
síður mikilvægir og oftast skipta
þeir meira máli. Nokkur mikilvæg
atriði sem leiða til góðrar stöðu ör-
yggismála og eru dekkuð í staðl-
inum:
Stjórnunaraðferðir sem
leggja áherslu á öryggi
Vel skilgreind ábyrgðarsvið
varðandi öryggisþætti innan fyr-
irtækis
Vel skilgreint hlutverk eft-
irlitsaðila (endurskoðanda) sem
nær til upplýsingaöryggis í víðustu
merkingu, en ekki eingöngu tækni-
legra þátta
Góður skilningur á því hve
nauðsynlegt er að deildir, stjórn-
endur, tæknifólk, notendur, við-
skiptavinir og samstarfsaðilar fái
vitnesku um öryggiskröfur og að
skipting ábyrgða þarf að koma
fram í samningum, starfslýsingu,
skriflegum leiðbeiningum og á öðr-
um formi, sem þörf er á
Mikilvægi þess að skilja og
viðurkenna gildi upplýsinga fyrir
rekstur fyrirtækisins
Mikilvægi öryggisvitundar,
þjálfunar og stöðugrar endurskoð-
unar á öryggismálum sem grund-
vallarþáttar í starfsemi fyrirtækis
Hagur af staðlinum
Staðallinn samanstendur af viða-
miklu safni öryggisreglna sem
miða að því að auka kröfur til ör-
yggis. Þó svo að ekki sé stefnt að
formlegri vottun, er margs konar
hagur af því að uppfylla grunn-
reglur hans:
Dregið er úr líkum á tjóni
vegna ógnana, svo sem hakkara,
þjófnaðar, náttúruhamfara og
tæknilegra bilana
Rekstrarumhverfi verður al-
mennt öruggara
Staðfesting á að notast er við
viðurkenndar öryggisreglur
Bætt öryggisvitund í öllu fyr-
irtækinu
Skilvirkari stjórnun og
starfsreglur
Betri skilningur á því hvar
úrbætur á öryggi eru nauðsynleg-
ar
Betri nýting á fjármunum
sem varið er til að bæta öryggi
upplýsinga
Nánari upplýsingar um staðal-
inn er að finna á vefsetrinu
www.bs7799.is og svo er hægt að
nálgast staðalinn hjá Staðlaráði Ís-
lands.
Öryggi upp-
lýsinga er
mikilvægt
Marinó G. Njálsson
Staðlar
Staðallinn samanstend-
ur af viðamiklu safni ör-
yggisreglna sem miða
að því, segir Marinó G.
Njálsson, að auka kröf-
ur til öryggis.
Höfundur er sérfræðingur og ráð-
gjafi í upplýsingaöryggismálum hjá
Verk- og kerfisfræðistofunni hf.
marino@vks.is
Ungbarnafatnaður
Komdu í bæinn og skoðaðu úrvalið og
verðið. Allt fyrir mömmu.
Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136.