Morgunblaðið - 01.12.2001, Síða 55
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 55
Ógleymanlegt samtal
Sigurbjörns vi› fljó›ina
Viska li›innar aldar
- veganesti á n‡rri öld
Í
P
O
K
A
H
O
R
N
IN
U
ÞETTA er slagorð Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunarinnar gegn al-
næmi, en í dag er einmitt alþjóðleg-
ur baráttudagur gegn þessum
vágesti. Við vitum öll hvað þessi
sjúkdómur er mikill ógnvaldur úti í
heimi, en það er ekki síður nauðsyn-
legt að horfast í augu við hann hér
heima. Á hverju ári greinast 10-12
manns með HIV/alnæmi hér á landi,
mest ungt fólk á aldrinum 20 – 30
ára. Nú eru það ekki lengur aðallega
hommar sem smitast, heldur fyrst
og fremst gagnkynhneigt fólk eða í
70 % tilvika frá 1999. Ekki hefur enn
fundist bólusetning eða lækning við
þessum sjúkdómi, en þau lyf sem eru
gefin halda sjúkdómnum niðri. Þótt
lyfin í dag séu góð miðað við gömlu
lyfin, þá geta þau haft miklar auka-
verkanir í för með sér eða jafnvel
hætt að virka á fólk. Inntaka þessara
lyfja er oft mikill vandi og alls ekki
allir sem geta tekið þau eða þolað
þau.
Félagslegar afleiðingar
alnæmis
Sjúkdómurinn hefur margvíslegar
félagslegar afleiðingar í för með sér
sem geta haft gríðarlega mikil áhrif
á líf fólks og vellíðan. Verður hér
minnst á nokkur þeirra:
Andleg kreppa. Það að greinast
með HIV er langoftast mikið áfall
fyrir þann sem fyrir því verður. And-
leg kreppueinkenni geta verið við-
varandi, því þó að hinn smitaði sé í
góðu líkamlegu ástandi þegar hann
greinist eru lyfin engin lækning og
því alls ekki útséð um hvernig sjúk-
dómurinn geti þróast.
Fordómar. Það sem gerir þennan
sjúkdóm ólíkan flestum öðrum lífs-
hættulegum sjúkdómum eru for-
dómar sem honum tengjast. Þeir
voru mestir í upphafi alnæmisins, en
eru því miður ennþá til í allt of ríkum
mæli. Fólk upplifir enn í dag brot á
mannréttindum, lélegri þjónustu en
aðrir og höfnun, útskúfun af ættingj-
um og vinum. Þessir fordómar ann-
arra og jafnvel eigin fordómar gagn-
vart sjúkdómnum, verða oft til þess
að fólk veigrar sér við því að segja
frá sjúkdómi sínum, jafnvel sínum
allra nánustu. Það er mjög bagalegt
því góður stuðningur getur skipt
sköpum. Þetta eykur hættu á ein-
angrun sem getur verið gífurlegt
viðbótarálag á sjúkdóminn sjálfan.
Kynlíf/náin tengsl. Það er e.t.v. út-
breidd skoðun að HIV-jákvæðir
hætti að stunda kynlíf þegar þeir
smitast en svo er ekki, því kynlöng-
unin minnkar ekki. HIV-greining
gerir kynlíf hins smitaða aftur á móti
mun flóknara en það var áður, með
aukinni áherslu á
öruggt kynlíf.
Þar sem alnæmi smit-
ast langoftast með kyn-
lífi, finnst hinum smit-
aða hann oft verða eins
og eitraður. Í langan
tíma eftir greiningu ótt-
ast hann gjarnan að
smita aðra og forðast að
hafa kynlíf. Hræðsla er
við höfnun sem oft reyn-
ist raunveruleg þegar
sagt er frá smiti fyrir
samfarir. Það er afar
sár lífsreynsla. Sé hann
í föstu sambandi þurfa
báðir aðilar að aðlaga
sitt kynlíf svo smitun
geti ekki átt sér stað. Það getur ver-
ið mjög krefjandi fyrir sambandið og
hinn smitaði getur óttast að verða
yfirgefinn.
Barneignir. Fólk sem greinist
með HIV, sérstaklega konur, kvíða
því að þær geti ekki eignast börn.
Langflest börn sem smitast af HIV
smitast í móðurkviði, við fæðingu
eða með brjóstamjólk. Séu mæður á
alnæmislyfjum í meðgöngu minnkar
hætta barnsins á smitun úr 30% í
1-5%. Þar sem fólk sem smitast af al-
næmi er gjarnan á barneignaraldri,
þarf það að gera upp við sig hvort
það vilji eignast börn eða ekki. Það
getur verið mjög flókin ákvörðun
þar sem fólk getur verið hrætt við að
smita barnið eða að deyja frá því
ungu.
Atvinna. Í dag er langalgengast að
HIV-jákvæðir haldi áfram í þeirri
vinnu sem þeir voru í áður en þeir
greindust. Þeir eru oftast í góðu lík-
amlegu ástandi og það er engin
hætta á smiti í daglegum samskipt-
um. Þess vegna hafa þeir alveg sömu
réttindi og aðrir á atvinnumarkaðin-
um og ber ekki að upplýsa um sinn
sjúkdóm frekar en þeir vilja. Lang-
flestir kjósa að þegja af ótta við að
missa vinnuna, upplifa höfnun og/
eða fordóma af sínum
vinnufélögum. Því
miður eru alnæmis-
smitaðir enn í dag að
verða fyrir slíku ein-
elti og mannréttinda-
brotum.
Framtíðaráform.
Reynst getur erfitt
fyrir hinn HIV-já-
kvæða að skipuleggja
sína framtíð, en mik-
ilvægt er að reyna að
halda sér sem mest við
fyrri áform, þrátt fyrir
óöryggi HIV-grein-
ingarinnar. Oftast er
stærsti draumurinn
bara venjulegt líf, ná-
inn vinur, öryggi og hamingja.
Hvað getum við gert?
Á meðan engin lækning eða bólu-
setning er í augsýn eru forvarnir það
eina sem við getum lagt af mörkum
til þess að forðast alnæmissmit. Mik-
ilvægt er að foreldrar og skólar geti
rætt um siðferði kynlífs við ung-
linga, því rannsóknir sýna að slíkt
seinkar oft fyrstu samförum og gerir
kynlíf þeirra síðan bæði ábyrgara og
ánægjulegra.
Líta í eigin barm. Nauðsynlegt er
að allir líti í eigin barm og skoði
hvernig kynlíf þeir stunda og vilja
stunda. Tökum við áhættur, viljum
við gera það? Allt of oft erum við
vitrari í orði en á borði. Það að vera
ungur eða ,,á besta aldri“ og vera
,,úti á markaðinum“ og nota ekki
alltaf smokka í samförum er hættu-
legt. Áfengis- og fíkniefnaneysla
slævir dómgreind og aðrir kynsjúk-
dómar auka líkur á smiti. Það gerist
líka þegar sprautufíklar deila
sprautum með öðrum. Fólk sem á
erfitt með að setja mörk, segja nei,
er í aukinni áhættu og vanlíðan get-
ur fætt af sér kæruleysi. Hópar sem
lifa undir miklu og stöðugu álagi eru
í sérstaklega mikilli hættu. Sjálf-
skoðun og viðeigandi ráðstafanir eru
það sem við, fólkið í landinu, getum
gert fyrir okkur sjálf, börnin okkar
og nemendur. Það að vera ábyrgur
getur ráðið úrslitum! Sé grunur um
smit, megum við heldur ekki bíða
með að fara í mótefnagreiningu.
Sprautur og smokkar. Á þessu ári
eru 20 ár frá því að fyrsti sjúkling-
urinn með alnæmi greindist í heim-
inum. Hvernig væri að stjórnvöld á
þessum tímamótum lækkuðu verð á
smokkum allverulega og auðvelduðu
sprautufíklum að hafa aðgang að
hreinum sprautum og sprautunál-
um? Margt gott hefur þegar verið
gert, en það má alltaf gera betur.
Slíkar aðgerðir hafa skilað góðum
árangri í nágrannalöndum okkar, af
hverju ekki hér á landi líka?
Verum öll vakandi um velferð
okkar! Við eigum bara eitt líf. Snert-
ir mig, en þig?
Snertir mig,
snertir þig?
Sigurlaug
Hauksdóttir
Alnæmi
Á þessu ári eru
20 ár frá því að fyrsti
sjúklingurinn, segir
Sigurlaug Hauksdóttir,
með alnæmi
greindist í heiminum.
Höfundur er félagsráðgjafi á Land-
spítalanum – Háskólasjúkrahúsi.
Toppárangur
með
þakrennukerfi
þakrennukerfi
Fagm
enns
ka
í
fyrir
rúmi
BLIKKÁS EHF.
SKEMMUVEGUR 36
200 KÓPAVOGUR
SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111
Söluaðilar um land allt