Morgunblaðið - 01.12.2001, Side 66

Morgunblaðið - 01.12.2001, Side 66
66 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ vísi jól, jólin eftir skilnað eða missi. Valgerður hefur undanfarið leitt námskeið um skilnað í kvenna- kirkjunni. Signý Sæmundsdóttir syngur einsöng við undirleik Að- alheiðar Þorsteinsdóttur sem einn- ig stjórnar Kór kvennakirkjunnar. Í söngvastund verða jólalögin sungin að lokinni altarisgöngu. Á eftir verður kaffi í Setrinu á fyrstu hæð safnaðarheimilisins. Fimmtudaginn 6. desember kl. 17.30 verður lesið upp úr jólabók- um Sölku í stofum kvennakirkj- unnar í Þingholtsstræti 17. Salka er kvennabókaforlag og gefur út fjölbreytt úrval bóka sem eiga það sameiginlegt að höfða sérstaklega til kvenna. Kaffi og heitar vöfflur verða á boðstólum. Pálínuboð í Háteigskirkju Í HÁTEIGSKIRKJU hefst aðvent- an á Pálínuboði fyrir alla fjölskyld- una. Þangað koma börnin með for- eldrum sínum til að gefa og þiggja gjafir. En gjafirnar eru ekki hefð- bundnar heldur leggja allir eitt- hvað á morgunverðarhlaðborðið. Í Pálínuboði eru allir gestir og gestgjafar í senn. Með hugtakinu er reynt að finna íslenskt orð yfir þann atburð þegar matargestir koma með matinn með sér. En slík matarboð tíðkast víða erlendis. Pálínuboðið er öllum opið og ekki er nauðsynlegt að skrá sig, enda er aðgangseyririnn í formi meðlætis á morgunverðarborðið. Pálínuboðið hefst kl. 9.30 með morgunverði. Klukkan 10 sýna börn úr tómstundastarfi Háteigs- kirkju lítinn leikþátt og Þorvaldur Halldórsson stýrir fjöldasöng. Að því loknu er boðið upp á föndur fram að barnaguðsþjónustu sem hefst kl. 11. Í barnaguðsþjónustunni munu stúlkna- og barnakórar Háteigs- kirkju koma fram undir stjórn Birnu Björnsdóttur barnakór- stjóra. Allir velkomnir. Jólafastan í Digraneskirkju MANNÚÐARMÁL tengjast helgi- stundum jólaföstunnar á sunnu- dagskvöldum. Þeir sem vilja leggja lið eru hvattir til að hafa samband við prestana eða kirkjuvörð. Okkur vantar kökur og meðlæti til stuðn- ings góðra málefna. Framlag renn- ur óskipt til þeirra málefna sem kynnt eru hvern sunnudag. Tekið er á móti söfnunarbaukunum „brauð handa hungruðum heimi“ og seld friðarkerti Hjálparstarfs kirkjunnar á aðventukvöldum. All- ir eru velkomnir til að njóta þess- ara hátíðarstunda í kirkjunni. Dagskrá aðventukvölda FYRSTA sunnudag í aðventu (2. des.) hefst nýtt kirkjuár með fjöl- skyldumessu kl. 11. Um kvöldið kl. 20:30 er aðventu- hátíð með fjölbreyttri tónlistar- dagskrá kórs Digraneskirkju. Stjórnandi: Kjartan Sigurjónsson. Undirleikari: Lára Bryndís Egg- ertsdóttir. Anna Ólafsdóttir fjallar um Hjálparstarf kirkjunnar og færi gefst á að styrkja Hjálparstarf kirkjunnar við kaffisölu í safn- aðarsal. Stjórn og undirbúningur hátíðarkvöldsins er í höndum kórs Digraneskirkju. Annan sunnudag í aðventu (9. des.) Arnþrúður Karlsdóttir kynnir styrktarfélag „einstakra barna“. Senjorítur úr Kvennakór Reykja- víkur sjá um tónlistarflutning kvöldsins. Stjórnun og undirbúningur kvölddagskrár er í höndum sókn- arnefndar Digraneskirkju. Aðven- tuhátíðin hefst kl. 20:30. Þriðja sunnudag í aðventu (16. des.) ætlar Guðlaug Erla Jóns- dóttir að kynna okkur starf mæðrastyrksnefndar Kópavogs og kór Snælandsskóla sér um tónlist- arflutning kvöldsins undir stjórn Heiðrúnar Hákonardóttur. Það er seinasta aðventukvöldið þar sem Þorláksmessa er fjórði aðventus- unnudagurinn. Fé sem safnast við =

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.