Morgunblaðið - 01.12.2001, Síða 71

Morgunblaðið - 01.12.2001, Síða 71
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 71 LAGERSALAN TUNGUHÁLSI 7 HELDUR ÁFRAM Opið föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 11 til 17. Eigum margs konar skreytingarvörur fyrir aðventuna. Einnig er komin ný gjafavara. Tunguháls 7 er fyrir aftan Sælgætisgerðina Kólus. Sími 567 1210. HEILDVERSLUN MEÐ JÓLA- OG GJAFAVÖRUR Í 35 ÁR HINN 27.11. sl. var ferðaskrifstofan Samvinnuferðir-Landsýn úrskurðuð gjaldþrota og lauk þar með 22 ára merkilegum kafla í sögu ferðamála með heldur nöturlegum hætti. Sársaukafyllst í þessu sambandi er að tæplega 80 manns missa við þetta vinnuna. Fullyrða má að Samvinnuferðir- Landsýn hafi átt mjög ríkan þátt í að skapa þá samkeppni sem verið hefur á íslenskum ferðamarkaði á undan- förum árum og áratugum. Sam- keppnin hefur gert fjölda Íslendinga mögulegt að ferðast yfirleitt og öðr- um að ferðast oftar en ella. Auk þess að bjóða upp á ferðir á viðráðanlegu verði hefur ferðaskrif- stofan boðið upp á ferðir til ýmissa landa sem ekki var áður hægt að fara til nema með óheyrilegum kostnaði. Hér nefni ég til borgarferðir ýms- ar, ferðir til Kúbu og Bahamaeyja og fleira. Ekki má gleyma stéttarfélags- ferðunum sem var mjög merk nýj- ung og hleypti miklu lífi í ferðalög þúsunda Íslendinga þó svo að fólk þyrfti fyrstu árin að standa í bið- röðum til að fá miða úr takmörk- uðum ferðapotti. Hvers vegna endaði saga Sam- vinnuferða-Landsýnar með gjald- þroti? Nefnt hefur verið til sögunnar sjómannaverkfall, stórfelld gengis- felling og hermdarverkin í New York 11. sept. sl. og afleiðing þeirra. Mjög líklegt er að ef ekkert af fyrr- nefndu hefði komið til, þá hefðu Samvinnuferðir-Landsýn lifað af. Trúlega hefði rekstur ferðaskrifstof- unnar þó verið mjög erfiður áfram þar sem farið var að halla undan fæti af öðrum ástæðum en fyrr eru nefndar. Ég er hræddur um að hér eigi stóran hlut að máli svokallað „Flug- frelsi“ sem ferðaskrifstofan fór að bjóða upp á í hittiðfyrra, ef ég man rétt. Þessi möguleiki var auðvitað stórkostlegur fyrir viðskiptavininn en trúlega of gott til að vera satt (les allt of kostnaðursamur fyrir ferða- skrifstofuna). Komið hefur fram í fjölmiðlum að „Flugfrelsið“ hafi þýtt mikinn stofnkostnað og mikinn fjölda starfsmanna hafi þurft til að sinna því. Vonandi er að nýr aðili komi inn á ferðamarkaðinn til að fylla upp í það tómarúm sem myndast við brott- hvarf Samvinnuferða-Landsýnar en hætt er við að það taki einhvern tíma. Illt væri það alla vega fyrir þann fjölda Íslendinga sem hafa yndi af að ferðast að þurfa að sæta fákeppni til lengdar. Að lokum þakka ég Samvinnu- ferðum-Landsýn fyrir margar ánægjustundir sem ég og mitt fólk hefur átt á erlendri grund fyrir til- stilli ferðaskrifstofunnar. ÓLI GUNNARSSON, Fögrubrekku 42, Kópavogi. Svartur dagur í sögu ferðamála Frá Óla Gunnarssyni: BRÉF Ásgeirs Haraldssonar pró- fessors um jólakaffi Hringsins birtist degi of fljótt í blaðinu. Því skal ítrekað að jólakaffi Hringsins er á morgun, fyrsta sunnudag í aðventu, og hefst kl. 13.30. Jóla- kaffið er á Broadway. Ásgeir og aðrir hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á mistök- unum. Jólakaffi Hringsins á morgun Alltaf á þriðjudögum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.