Morgunblaðið - 01.12.2001, Page 77
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 77
SVINDLVERKEFNIÐ
(The Bogus Witch Project)
GAMANMYND
Bandaríkin, 2000. Skífan VHS. Bönnuð
innan 12 ára. Leikstjórn: Steve Agee,
Kelly Anne Conroy o.fl. Aðalhlutverk:
Ýmsir.
EKKI er kvikmynd fyrr búin að
slá í gegn en einhverjir af hinum
síður lánsömu meðlimum kvik-
myndagerðarstéttarinnar reyna að
kreista út einhvern hluta þess
gróða með því að búa til eftir-
hermur. Í þessu tilfelli er það fyrst
og fremst hið víðförla kynning-
arveggspjald hrollvekjunnar vin-
sælu, The Blair Witch Project,
sem notað er til verknaðarins.
Nokkrir einstaklingar hafa sem
sagt tekið sig til og gert skopstæl-
ingu af ofan-
greindri hroll-
vekju, í formi
stuttra sagna, og
slegið mjög slöku
við, en vonast til
að selja að
minnsta kosti ein-
hverjar afurðanna
út á hið kunnug-
lega veggspjald, og hinn kunnug-
lega titil. Í þessu tilfelli er ung-
lingurinn með húfuna að bora í
nefið, sem er reyndar mjög lýsandi
fyrir skopskyn myndarinnar og
ætti að vera gestum myndbanda-
leiga til áminningar um að slysast
ekki til að leigja sér eintak. ½
Heiða Jóhannsdóttir
Allt er
nú reynt
SÍÐASTLIÐINN föstudag fögn-
uðu þau Gunnar Már Sigfússon,
Anna Sigurðardóttir og Magni
Már Bernhardsson útkomu Þjálf-
unar og heilsu í Húsi málarans.
Um er að ræða pakka sem sam-
anstendur af bók og myndbandi,
en höfundarnir eru allir einka-
þjálfarar og starfa hjá Þjálfun.is.
Í ritinu/myndbandinu er fjallað
um allt sem snýr að heilsu á öfga-
lausan hátt. Aðaláhersla er lögð á
heilsuna sem slíka og lögð drög
að því hvernig ná má varanlegum
árangri að því leytinu til.
Ýmislegt var á seyði vegna
þessa viðburðar. Sjálfur Herbert
Guðmundsson tók lagið og tísku-
sýning frá Nike var í boði ásamt
vænum veitingum.
Herbert Guðmundsson tók lag-
ið. Hér er hann ásamt útvarps-
manninum Ívari Guðmundssyni.
Hér eru höfundarnir; Magni Már, Anna Sigurðardóttir og Gunnar
Már ásamt útgefandanum, Magnúsi Einarssyni.
Útgáfuveisla vegna Þjálfunar og heilsu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Heilbrigður lífsstíll án öfga
VERNDARINN
(Guardian)
SPENNUMYND
Bandaríkin 2000. (89 mín.) Bönnuð inn-
an 16 ára. Leikstjórn: John Terlesky. Að-
alhlutverk: Mario Van Peebles og Ice-T.
HÉR ER á ferð nett neðri deild-
armynd með tveimur leikurum sem
hófu feril sinn í úrvalsdeildinni en
hafa síðan fallið um
allnokkrar deildir.
Mario van Peebles
og rapphundurinn
Ice-T áttu báðir
góðan leik í stræt-
ismyndinni New
Jack City en hafa
engan veginn náð
að fylgja því eftir.
Dómgreindarleysi í
vali á hlutverkum hefur vafalítið ráð-
ið mestu um að þau sem bjóðast í dag
eru af svipuðu sauðahúsi og í Vernd-
aranum, sem er yfirnáttúruleg
spennumynd um illan morðóðan
anda sem Kanar flytja með sér frá
„stríðshrjáðu“ Írak (en ekki hvað-
an?) á „friðsælar“ heimaslóðir. Þar
eru þeir í sínum kunnuglegu stöðum,
Peebles í hetjuhlutverkinu en Ice-T
fautinn, og standa sig því miður lítið
betur en meðspilararnir leyfa. Allt er
fremur ódýrt, lausnir einfaldar og
markmiðið greinilega það eitt að
skila skotheldri formúlu með sem
minnstri fyrirhöfn. Það fer enginn
upp um deild með slíkri frammi-
stöðu. Skarphéðinn Guðmundsson
Myndbönd
Illu öflin
frá Írak