Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FÉLAG um lýðheilsu var stofnað í gær en það er félag fagmanna og áhugafólks um lýðheilsu á Íslandi og er starfssvæði þess allt landið. Lýð- heilsa snýst um félagslega og heilsu- farslega þætti og miðar hún að því að bæta heilbrigði, lengja líf og bæta lífsgæði. Formaður félagsins var kjörinn Geir Gunnlaugsson, yfir- læknir heilsuverndar barna í Reykjavík. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráð- herra, ávarpaði fundinn og sagði for- varnir lykilinn að bættri heilbrigði. Ráðherra sagði lýðheilsu nátengda heilsugæslu. Hann sagði mikilvægt að komið yrði upp forvarnamiðstöð sem hefði hlutverki að gegna á svið- um allt milli mæðraverndar og manneldis. Sagði hann stefnumótun slíkrar stöðvar í undirbúningi í ráðu- neytinu og unnið að skilgreiningu á hlutverki hennar. Meðal annars mætti ímynda sér samstarf við vinnustaði og stéttarfélög. Mörg ráð stýrðu nú forvörnum á ýmsum svið- um og breyta yrði fjölda laga til að unnt yrði að koma á slíkri forvarna- miðstöð. Sagði ráðherra ekki gert ráð fyrir fjárveitingum til hennar á næsta ári en á yfirstandandi þingi væri ráðgert að leggja fram frum- vörp vegna áðurnefndra lagabreyt- inga. Sigurður Guðmundsson, land- læknir, ræddi um lýðheilsu á Íslandi og sagði hann í upphafi fara vel á því að félagið væri stofnað í húsnæði Heilsuverndarstöðvarinnar í Reykjavík. Hann sagði fara saman í slíku félagi vísindi, hæfni og lífsgildi sem beindust að því að halda við og efla heilbrigði fólks; lýðsins. Kvað hann mega þakka vellíðan og gott heilbrigðisástand heilbrigðiskerfinu að einum tíunda, hitt kæmi almennt með góðri fæðu, góðu umhverfi og jafnræði á öllum sviðum. Fólk sem byggi við öryggi og frið, ekki aðeins laust við stríð, heldur frið á heimili og vinnustað geti fagnað góðri heilsu. Margvíslegar framfarir Landlæknir rifjaði upp að á síð- ustu öld hefðu ýmsar framfarir leitt til árangurs í heilsufari þjóða og fækkunar slysa, svo sem bólusetn- ingar, öryggi í farartækjum og vinnustöðum, stjórnun smitsjúk- dóma og framfarir í hjarta- og heila- lækningum. Gerði landlæknir tób- aksnotkun að sérstöku umtalsefni og sagði hana geta orðið að faraldri 21. aldarinnar ef ekki tækist að snúa þar vörn í sókn. Sigurður sagði nýgengi lungna- krabbameins hafa aukist meðal kvenna og væri samhengi milli auk- inna reykinga þeirra fyrir 20 árum og tíðni lungnakrabbameins. Nú væri tekið að gæta minnkandi ný- gengis þótt dánartíðni væri enn há. Þá sagði landlæknir að rekja mætti um 400 dauðsföll á ári hverju hér- lendis til lungnasjúkdóma sem stöf- uðu af reykingum. Varpaði hann fram þeim samanburði að gripið yrði strax til aðgerða ef þessi farþega- fjöldi biði bana í rútuslysum. Markmið heilbrigðisþjónustu sagði landlæknir vera að bæta heilsufar, draga úr mismunun, auka afköst og vernda gegn skaða af völd- um sjúkdóma og slysa, einnig að auka hæfni starfsmanna og vernda almenning gegn falsspámönnum sem allt eins gætu verið innan heil- brigðiskerfisins sem utan. Hann sagði nýjar áherslur framundan, m.a. vegna nýrra sjúkdóma, breyttr- ar ásýndar þekktra sjúkdóma, lyfja- fíknar, geðsjúkdóma, hegðunar- vandamála, breyttrar aldursdreif- ingar og vegna upplýsingagjafar og aukinna krafna. Aðlögun kæmi með ábyrgð fólks á eigin heilsu, aukinni samvinnu heilbrigðisstétta, heilsu- gæslu á landsbyggðinni og fjarlækn- ingum. Auka mætti samhengi þekkingar og hegðunar Sigurður Guðmundsson sagði verkefni í lýðheilsu vera margvísleg. Hér væri heilsufar almennt gott og umhverfi einnig, bólusetningar í lagi og þekking mikil, spurning væri hvernig auka mætti samhengi milli þekkingar og hegðunar. Benti hann á að menn vissu að ekki væri tryggt að aka á 140 km hraða og að reykingar væru óhollar en hegðuðu menn sér alltaf eftir þessari vitn- eskju? Hann sagði landlæknis- embættið hafa sinnt ýmsum lýð- heilsuverkefnum, svo sem á sviði geðræktar, nýrrar matvælastefnu, neyðargetnaðarvarnapillu, sjálfsvíg- um og tóbaksvörnum. Félag um lýð- heilsu hefði m.a. það verkefni að efla skilning á lýðheilsu meðal almenn- ings, stjórnmálamanna og heilbrigð- isstéttum. Með slíku félagi væri stuðlað að samræmingu hvers kyns forvarna. Sem fyrr segir var Geir Gunn- laugsson, læknir, kjörinn fyrsti for- maður Félags um lýðheilsu og aðrir í stjórn þau Anna Björg Aradóttir, Helga Þorbergsdóttir, Kristinn Tómasson, Laufey Steingrímsdóttir, Sigrún Gunnarsdóttir og Valgerður Gunnarsdóttir. Lýðheilsuþing á tveggja ára fresti Í samþykktum félagsins sem sam- þykkt voru á stofnfundinum segir m.a. að tilgangur þess sé að: Hvetja til þess að gætt sé heil- brigðissjónarmiða sem byggð eru á bestu þekkingu á hverjum tíma við stefnumótun stjórnvalda, að vekja athygli almennings á möguleikum þess að hafa áhrif á eigin heilbrigði og leiðir til heilsueflingar, að hvetja til samstarfs þeirra sem starfa á vettvangi lýðheilsu og þeirra sem geta haft áhrif á heilsufar og velferð, vinna að bættu heilsufari þjóðarinn- ar með því að standa vörð um gæði þjónustu á sviði lýðheilsu og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónstu og að stuðla að menntun, þróun og rann- sóknum á sviði lýðheilsu. Þá segir að stefnt skuli að stofnun nefnda um tiltekin áhugasvið fé- lagsmanna og að stofnun sjóða á vegum félagsins til styrktar rann- sóknum og þróunarstarfi á sviði lýð- heilsu. Einnig er ráðgert að halda lýðheilsuþing að minnsta kosti ann- að hvert ár. Skal þar fjallað um mál- efni lýðheilsu hérlendis sem erlend- is. Félag um lýðheilsu til betra heilsufars stofnað í Reykjavík í gær Félag fagmanna og áhuga- fólks um bætt lífsgæði Morgunblaðið/Þorkell Stofnfundur Félags um lýðheilsu var vel sóttur og skráðu menn sig þar stofnfélaga. Tilgangur Félags um lýðheilsu er að vekja athygli almennings á möguleikum til að hafa áhrif á eigin heilbrigði. Vill félagið standa vörð um gæði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu. HAFRÉTTARDÓMSTÓLL Sam- einuðu þjóðanna í Haag hefur hafn- að kröfu írsku stjórnarinnar um að lögbann verði sett á stækkun kjarn- orkuendurvinnslustöðvarinnar í Sellafield. Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra segir þessa niður- stöðu vonbrigði. Írar freistuðu þess að koma í veg fyrir að ráðagerð um stækkun stöðv- arinnar á norðvesturströnd Eng- lands upp á 470 milljónir punda, jafnvirði 71 milljarðs króna, næði fram að ganga, en breska stjórnin hefur heimilað byggingu nýrrar við- bótarstöðvar í Sellafield þar sem vinna á úr plútoníum og úraníum og eiga breskir umhverfissinnar nú í baráttu gegn þessum áformum fyrir dómstólum. Umhverfisráðherra sagði að þessi niðurstaða væri vonbrigði. Íslend- ingar hefðu, eins og aðrar norrænar þjóðir og Írar, haldið uppi þrýstingi vegna Sellafield. Þau vildu helst að verinu yrði lokað eða að minnsta kosti að losunin frá verinu yrði minnkuð verulega. Nú lægi fyrir bresku ríkisstjórninni tillaga um að ákveða losunarmörkin til ársins 2006 og þess vegna væri mikilvægt að halda uppi þessum þrýstingi, bæði með tvíhliða aðgerðum og sameig- inlegum yfirlýsingum í þessum efn- um. Siv sagði að við hefðum stutt mál- stað Íra hvað þetta snerti, en þeir hefðu bæði sótt mál sitt á grundvelli Alþjóðahafréttarsáttmálans og einn- ig OSPAR samningsins. Hún sagði að þeir hefðu einkum lagt áherslu á svonefnda MOX fram- leiðslu í sínum málatilbúnaði, en þar væri um nýja starfsemi að ræða í Sellafield, sem væri að fá starfsleyfi nú. Írar hefðu talið að Bretar hefðu ekki sinnt nægilega upplýsinga- skyldu í þessu sambandi og ekki tek- ið með í reikninginn flutning á hafi og ný sjónarmið hvað varðar hryðju- verkaárásir. Þessi nýja starfsemi, ef hún yrði að veruleika, myndi styrkja starfsemina í Sellafield og gerði hana efnahagslega fýsilegri. Kröfu Íra um lögbann á Sellafield hafnað Umhverfisráðherra segir niðurstöðuna vonbrigði Húsráðandi náði inn- brotsþjófi á hlaupum LÖGREGLAN í Hafnarfirði hefur upplýst fimm innbrot í einbýlishús í Garðabæ sem öll voru framin í nóv- ember. Innbrotin upplýstust í kjölfar þess að húsráðandi, sem kom að inn- brotsþjófunum á heimili sínu, hljóp annan þeirra, 18 ára pilt, uppi og hélt honum þar til lögregla kom á staðinn. Sá hefur játað að hafa framið öll inn- brotin en 17 ára piltur hefur gengist við að hafa tekið þátt í einu þeirra. Piltarnir neituðu báðir að hafa átt þátt í innbrotum í tvö önnur hús í Garðabænum. Eldri pilturinn var úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. Hann hefur ját- að að hafa framið öll innbrotin fimm. Gísli Þorsteinsson lögreglufulltrúi segir að smám saman hafi hringurinn þrengst um félaga hans sem var loks handtekinn á laugardag á heimili sínu. Við yfirheyrslur játaði hann að hafa tekið þátt í innbrotinu í húsið við Sunnuflöt. Málin teljast upplýst en lögregla telur að með innbrotunum hafi þeir verið að fjármagna fíkni- efnaneyslu. Fyrsta innbrotið var framið þann 13. nóvember. Öll voru þau framin um miðjan dag á tiltölulega afmörkuðu svæði í Garðabæ. . Piltarnir sóttust helst eftir dýrum og handhægum tækjum sem auðvelt var að bera með sér s.s. DVD-spilurum, fartölvum, stafrænum myndavélum og skart- gripum. Þeir gátu vísað lögreglu á megnið af þýfinu en einhverju hafði verið komið í verð en jafnan eru gríðarleg afföll af verði þýfis í slíkum viðskipt- um. Gísli segir að piltarnir hafi ekki gefið upp hverjir keyptu þýfið. Piltarnir eru báðir búsettir í Garða- bæ og höfðu ekki komið við sögu lög- reglunnar að ráði fram að þessu. Fyrrverandi öryggisvörður ákærður FYRRVERANDI öryggisvörður hjá Securitas hefur verið ákærður fyrir þjófnað á umtalsverðum fjár- munum á skrifstofu Skeljungs hf. við Suðurlandsbraut og úr íbúðum sem hann gætti fyrir viðskiptavini fyrir- tækisins. Féð var í hinum ýmsum gjaldmiðl- um en samkvæmt ákæru er það að jafngildi tæplega 1,5 milljónar króna, miðað við núverandi gengi. Manninum var vikið frá störfum í maí en samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins var hann þá grunaður um að stela talsvert meiri fjármunum en hann hefur verið ákærður fyrir. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.