Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 64
DAGBÓK 64 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Slæm þjónusta á hjólbarðaverkstæði NÚ, þegar flestir eru von- andi komnir á vetrarhjól- barða, langar mig að deila með lesendum óskemmti- legri reynslu minni af ónefndu hjólbarðaverk- stæði. Föstudaginn 2. nóv. sl. ákvað ég að vera tíman- lega þetta árið og komst á snoðir um tilboð á umfelgun 3.800 kr. á verkstæði við Grensásveg. Eftir að ég komst að mátti ég doka við í um 30 mínútur á meðan skipt var um dekk, þakkaði svo fyrir viðskiptin og hélt á brott. U.þ.b. 10 mínútum seinna finn ég að ekki er allt með felldu enda eitt dekkið alveg flatt. Þetta kom sér heldur illa því ég hafði boðið heim matargestum og voru þeir væntanlegir klukku- tíma síðar. Sem betur fer var ég nálægt bensínstöð og gat keypt froðubrúsa á 800 kr.sem bjargaði málunum tímabundið. Eftir að hafa grandskoðað dekkið vildu starfsmenn verkstæðisins nú ekki taka alla ábyrgð á sig og skiptust á um að finna alls kyns ástæður fyr- ir óhappinu, t.d. að einhver hefði hleypt lofti úr dekkinu og að ventillinn hefði verið laus í fyrra skiptið. Þeim fannst þetta greinilega mjög fyndið. Mér finnst ótrúlegt að allt loftið leki úr dekkinu á 10–15 mínútum og af hverju var ventillinn ekki festur fyrst þeir tóku eftir því. Þegar ég spurði hvort þeir gætu bætt mér þetta með því að greiða fyr- ir froðubrúsann var tekið þvert fyrir það. Þarna var tilboðið góða komið upp í 4.600 kr. sem er hærra verð en á mörgum verkstæðum. Rúsínan í pylsuendanum var svo þegar ég hringdi í eigandann í vinsemd minni til að kynna honum hvers kyns þjónustu ég fékk á verkstæði hans. Hann mátti engan veginn vera að því að tala við mig, sýndi háð og spott, kjaftaði mig í kaf og skellti á mig áður en ég gat skýrt honum frá einu eða neinu. Eftir að samtalinu lauk fylltist ég reiði og hneykslan, en eftir á að hyggja finnst mér þetta hvimleitt. Að eigandi fyrir- tækis telji sig ekki eiga hagsmuna að gæta þegar óánægður viðskiptavinur á í hlut. Eitt er víst að í framtíð- inni mun ég beina viðskipt- um mínum annað. Anna M. Óskarsdóttir, Birkiási 19. Tapað/fundið Eyrnalokkurinn fundinn KONAN sem týndi eyrna- lokknum sínum á Hótel Sögu á þessu ári og spurðist fyrir um hann er beðin að hafa samband aftur því eyrnalokkurinn er fundinn. Lokkurinn er gylltur með fílabeini og demöntum. Uppl. í síma 525 9900. GSM-sími týndist GSM-sími, Nokia 3310, með grárri framhlið týndist lík- lega við skiptistöðina í Ár- túni, í leið 8 eða í leið 115 sl. föstudag 23. nóv. Ef einhver hefur fundið símann vin- samlega hafið samband í síma 587 3649. Svartur leðurhanski í óskilum SVARTUR leðurhanski fóðraður með skinni gleymd- ist í verslunni Annoru, Miðbæ, Háaleitisbraut, fyrir um 3 vikum. Uppl. á staðn- um eða í síma 553 5230. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... FRÆNDI Víkverja kom nýlegaað máli við hann og var fúll. Hann er kominn svolítið yfir fimm- tugt og finnst aðstaða sín á vinnu- markaði slök. „Það er eins og mað- ur sé orðinn annars flokks starfs- maður þegar maður er kominn yfir fimmtugt,“ sagði hann. Og hélt áfram: „Verði maður fyrir því að missa vinnuna án þess að eiga þar nokkra sök á sjálfur er maður nán- ast á köldum klaka. Það vill enginn ráða í vinnu fimmtugan kall eða kellingu, eins og talað er um fólk sem náð hefur þessum áfanga í líf- inu. Hún er að engu metin sú mikla reynsla sem maður hefur öðlazt og ekki litið á það að fólk á þessum aldri er að öllu jöfnu mjög sam- vizkusamt og mætir vel til vinnu. Það þarf ekki að sitja yfir veikum börnum, því þau eru orðin í það minnsta stálpuð eða flogin úr hreiðrinu. Þetta fólk fer ekki heldur í fæðingarorlof eða frí vegna fæð- inga og þetta fólk er ekki að hugsa um að taka það sem sumir kalla áunna veikindadaga. Að vísu hefur þetta fólk lengra sumarfrí en það nemur aðeins örfáum dögum. Þetta fólk nýtur ekki lengur launaskriðs, það er fast í launaskalanum, reynd- ar efst, en nýtur á móti takmark- aðra eða engra yfirborgana og launaskriðið virðist framhjá okkur fara. Það er æskudýrkunin sem ræður ferðinni. Unga fólkið er kall- að til ábyrgðar nýskriðið út úr skóla og án nokkurrar reynslu af atvinnu- lífinu. Það hefur að undanförnu ver- ið stórlega yfirborgað, en er auk þess miklu dýrari starfskraftur vegna reynsluleysis og væntanlegra frátafa frá vinnu vegna barneigna og ýmislegs sem þeim tengist.“ x x x SVO mörg voru þau orð. Víkverjihefur ákveðinn skilning á óánægju frændans, enda nálgast hann óðum þann áfanga í lífinu að hafa lifað í hálfa öld. Staða eldra fólks á vinnumarkaði getur verið erfið, sérstaklega þegar minna verður um atvinnu. Hins vegar er ástæðulaust að vera í fýlu yfir því að unga kynslóðin hefur áunnið sér góð réttindi og nýtur góðrar mennt- unar í formi góðra launa og eft- irspurnar eftir því á vinnumarkaði. x x x VÍKVERJI og kona hans brugðusér fyrir nokkru austur fyrir fjall í hópi góðra vina og gist var í tvær nætur á Hótel Örk um eina helgi. Í boði var auk gistingar léttur kvöldverður á föstudegi og veizlu- matur á laugardegi og dansleikur að því loknu. Loks var boðið upp á morgunverð báða morgnana, allt fyrir viðunandi verð. Hópurinn dvaldi því á Örkinni í góðu yfirlæti og gott var að breyta til með þess- um hætti svona í skammdeginu. Viðurgjörningur var að mestu góð- ur en tvennt fannst Víkverja hafa mátt betur fara. Pantaður var morgunverður á herbergið fyrri morguninn og var hann hreint út sagt skorinn við nögl og svo lítið í hann lagt að betra hefði verið að fá ekki neitt. Gamalt brauð, hálfsúr einn þriðji af skinkusneið, ostsneið og agúrkur, kaffi, te og vatnsbland- aður ávaxtasafi. Hins vegar var mun meira úrval í morgunverðar- sal, sem skiljanlega var skoðaður seinni morguninn, og var þar allt í góðu lagi. Einnig fannst Víkverja fullmikið lagt á verð rauðvínsflösku sem splæst var í með lambasteikinni. Kostaði hún ríflega 3.000 krónur eða þrefalt meira en í ríkinu og finnst Víkverja það hreint okur. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 glímutök, 8 vogurinn, 9 mergð, 10 spil, 11 fugl, 13 ýtarlegar, 15 höfuðfats, 18 yfirhöfnin, 21 blekk- ing, 22 eyja, 23 drukkið, 24 heillaráði. LÓÐRÉTT: 2 ílát, 3 lokka, 4 halinn, 5 mjó, 6 brýni, 7 kostar lít- ið, 12 veiðarfæri, 14 fisk- ur, 15 snjókoma, 16 nauts, 17 fælin, 18 rán- dýr, 19 erfiðið, 20 brúka. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 rúgur, 4 felds, 7 málin, 8 sóðar, 9 ask, 11 röng, 13 angi, 14 áfátt, 15 list, 17 afls, 20 Sif, 22 úldin, 23 logar, 24 teigs, 25 taðan. Lóðrétt: 1 rimar, 2 gilin, 3 ræna, 4 fúsk, 5 liðin, 6 syrgi, 10 skáli, 12 gát, 13 ata, 15 ljúft, 16 suddi, 18 fagið, 19 sár- in, 20 snös, 21 flot. K r o s s g á t a ÉG vil vekja athygli á frétt sem birtist í Frétta- blaðinu hinn 26. nóv. þess efnis að stjórnendur Aust- urbæjarskóla ákváðu að taka svínakjöt af matseðli nemenda í virðingarskyni við einstaklinga sem ekki borða svínakjöt vegna trúar sinnar. Þetta finnst mér alrangt að gera. Þeir segjast verða að virða rétt allra einstaklinga þegar þeir eru í raun að ganga þvert á rétt allra þeirra sem borða svínakjöt, svo ekki sé minnst á hættuna á því að skapa kynþátta- fordóma. Þetta er skóla- bókardæmi um það hvernig fordómar í litlu landi sem þessu byrja. Það hlýtur að gefa auga- leið að einhverjir af þeim fjölmörgu nemendum sem borða svínakjöt en mega það allt í einu ekki út af nokkrum einstaklingum og trú þeirra verða fúlir. Fólk með ólík trúarbrögð frá öðrum löndum verður einfaldlega að aðlagast þeim venjum og siðum sem eru á Íslandi. Það er ekki réttlátt að láta nokkra einstaklinga ganga fyrir í málum sem þessum, það er allt of mik- il hætta á því að það skap- ist kynþáttafordómar. Við eigum að vera stolt af því að vera Íslendingar og vera óhrædd við að bjóða þeim erlendu gest- um sem hér eru upp á þann mat sem við erum vön að borða. Arnar. Hvernig fordómar byrja Skipin Reykjavíkurhöfn: Detti- foss og Helgafell koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Ocean Tiger og Rán koma í dag. Fréttir Bókatíðindi 2001. Númer þriðjudagsins 4. des. er 6293. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun í dag kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Bún- aðarbankinn í dag kl. 10. Opið hús fimmtud. 6. des. Húsið opnað kl. 19.30, félagsvist kl. 20, frjáls spilamennska, heitt á könnunni. Skrán- ing er hafin í jólahlað- borð sem haldið verður föstud. 14. des. Árskógar 4. Kl. 9 bók- band og öskjugerð, kl. 13 opin smíðastofa, kl. 10 púttvöllur opinn. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–12 tréskurður, kl. 9–16 handavinna, kl. 10 sund, kl. 13 leirlist, kl. 14. dans. Litlu jólin verða fimmtud. 6. des. Jóla- hugvekja, Björk Jóns- dóttir syngur við undir- leik Svönu Víkings- dóttur. Tvær ungar stúlkur leika á þver- flautu, Bjarki Már El- ísson, 11 ára, les jóla- sögu. Fagnaðurinn hefst kl. 18. Salurinn opnaður kl. 17.30. Skráning í s. 568 5052 fyrir 5. des. Eldri borgarar, Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið, Hlaðhömrum, er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 10 samverustund, kl. 14 fé- lagsvist. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 13 föndur og handavinna, kl. 14.45 söngstund í borðsal. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Þriðjud. 4. des.: Spilað í Kirkju- hvoli kl. 13.30, jólakaffi kl. 15. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Þriðjudagur: Skák kl. 13 og alkort kl. 13.30. Mið- vikudagur: Göngu- Hrólfar fara í göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Jóla- fagnaður í Ásgarði miðvikud. 5. des. kl. 20. Hugvekja, Sálmar sungnir af söng- vökugestum, jólasaga og jólakvæði, sungin jóla- lög. Danshópur sýnir línudans og dansað á eftir. Skráning á skrif- stofu FEB í síma 588 2111. Miðar seldir við innganginn. Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB fimmtud. 6. des. Panta þarf tíma. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 vinnustofa, tréskurður, kl. 10 leikfimi, kl. 12.40 Bónusferð, kl. 13.15 bókabíll. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16, blöðin og kaffi. Félagsstarfið, Furu- gerði. Aðventuskemmt- un verður haldin 6. des kl. 20, veislustjóri, Gunnar Þorláksson, jólahugvekja, smásaga, Jónína H. Jónsdóttir, söngur, Ágústa Ágústs- dóttir og Furugerð- iskórinn undir stjórn Ingunnar Guðmundsd. Garðabær. Opið hús í Kirkjuhvoli kl. 13–16. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 13 boccia. Mánud. 12. des. jóla- hlaðborð í hádeginu í veitingabúð, skráning hafin. Allar upplýsingar í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 10–17 handa- vinnustofa opin, kl. 9.05 og 9.50 leikfimi, kl. 9.30 glerlist, kl. 14 fer þriðjudagsganga frá Gjábakka, kl. 14 boccia, kl. 16.20 og kl. 17.15 kínversk leikfimi. Hand- verksmarkaður í dag sem hefst kl. 13. Til sölu verða ýmsar góðar gjafa- og jólavörur. Gullsmári, Gullsmára 13. Postulínsmálun kl. 9.15, jóga kl. 9.05, handavinnustofan opin kl. 13–16, spænska. Af- mælisfagnaður verður 5. des. kl. 14. Helga Ingv- arsdóttir spilar og syng- ur, Helga Þorleifsdóttir flytur frumsamin ljóð. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 leikfimi, kl. 9.45 banka- þjónusta, kl. 13 handa- vinna, kl. 13.30 bæna- stund. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun, kl. 9 glerskuður og trémálun, kl. 10 boccia, kl. 12.15 verslunarferð í Bónus, kl. 13 myndlist. Föstud. 7. des. verður jólahlað- borð, húsið opnað kl. 17.30, ræðumaður Sig- urður Sigurðsson dýra- læknir, kór leikskólans Núps syngur jólalög, hugvekja, Ágústa Sigrún Ágústsdóttir syngur einsöng, veislustjóri Jónína Bjartmars. Uppl. í s. 587 2888. Háteigskirkja, eldri borgarar. Á morgun fyrirbænastund kl. 11, súpa í Setrinu kl. 12, spil kl. 13. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 tréskurður og opin vinnustofa, kl. 10 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9.15– 16 bútasaumur, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 11 leikfimi, kl. 13 spilað. Jólafagnaður verður fimmtud. 6. des. Húsið opnað kl. 17.30. Ragnar Páll Einarsson leikur á hljómborð. Kór leikskól- ans Núps syngur. Kvartett spilar kamm- ertónlist. Danssýning, Gospelsystur í Reykja- vík syngja, undirleikari Agnar Már Magnússon. Fjöldasöngur. Hug- vekja. Skráning í s. 562 7077. Vitatorg. Kl. 9 smíði, kl. 9.30 glerskurður og morgunstund, kl. 10 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 handmennt og körfu- gerð, kl. 14 félagsvist. Aðventu- og jólafagn- aður verður 6. des. Ým- islegt til skemmtunar. Skráning í s. 561 0300. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leik- fimi kl. 11 í Bláa saln- um. ITC-deildin Fífa, Kópa- vogi. Fundur á morgun kl. 20.15–22.15 í safn- aðarheimili Hjalla- kirkju. Kvenfélagið Fjallkon- urnar, jólafundur verð- ur í Safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju í kvöld kl. 19.30. Jólamat- ur. Konur eru beðnar að muna eftir jólapökk- unum. Tilk. þátttöku til Binnu, s. 557 3240. Úrvals-fólk – Kanarí. Ennþá er laust í ferðina 5. jan. 2002, uppselt í ferðina 2. mars. Höfum bætt við dagsetningum fyrir Úrvals-fólk, 23. feb. í 4 vikur og 9. mars í 3 vikur. Nýir félagar í Úrvals-fólki, kynnið ykkur afsláttinn, uppl. gefur Valdís og sölufólk á skrifstofu Úrvals- Útsýnar, s. 585 4000. ITC Irpa. Jólafundurinn verður í kvöld kl. 20 að Hverafold 5. Uppl. í s. 699 5023. Kvenfélag Fríkirkj- unnar í Reykjavík. Jóla- fundurinn verður í safn- aðarheimilinu, Laufásvegi 13, fimmtud. 6. des kl. 19.30. Munið eftir jólapökkunum. ITC Fífa, Kópavogi, og ITC Korpa, Mosfellsbæ. Sameiginlegur jóla- fundur verður haldinn í safnaðarheimili Hjalla- kirkju, Kópavogi, mið- vikud. 5. des. kl. 20.15 og hefst á helgistund í Hjallakirkju, skemmti- dagskrá. Uppl. hjá Guð- björgu Friðriks, s. 586 2565, eða Guðrúnu Viggós, s. 554 0073. Lífeyrisþegadeild SFR. Jólafundur deildarinnar verður laugard, 8. des. kl. 14. í félagsmiðstöð- inni, Grettisgötu 89, 4. hæð. Þátttaka tilk. á skrifstofu SFR. í s. 525 8340. Kvenfélagið Hring- urinn. Jólafundurinn verður í Akogessalnum við Sigtún miðvikud. 5. des. kl. 19. Í dag er þriðjudagur 4. desember, 338. dagur ársins 2001. Barbáru- messa. Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. (Matt. 6, 14.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.