Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 48
UMRÆÐAN 48 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í ritstjórnargrein- um fréttabréfa Sam- taka iðnaðarins undan- farið hefur talsmaður samtakanna farið mik- inn í að gagnrýna íslenskar lánastofnan- ir. Virðist sem tals- maðurinn hafi ákveðið að erfið staða sumra félagsmanna sinna eigi rætur að rekja til útlánastefnu banka og sparisjóða og fákeppni á innlendum fjármála- markaði. Vaxtamunur á lánamarkaði Þessum ásökunum sínum fylgdi hann eftir í fjölmiðlum þar sem m.a. voru lagðar fram tölur um að vaxta- munur lánastofnana það sem af er þessu ári mældist vera um 8%. Jafn- framt sendu Samtök iðnaðarins við- skiptaráðherra bréf þar sem óskað var eftir því að hann léti skoða þróun vaxtamunar innlendra lánastofnana síðasta áratug. Samtök banka og verðbréfafyrir- tækja svöruðu ásökunum talsmanns- ins í fjölmiðlum og lögðu fram tölur sem sýndu að vaxtamunur á Íslandi fór stöðugt lækkandi síðasta áratug, en jókst nokkuð aftur fyrstu 6 mán- uði þessa árs vegna verðbólguáhrifa. Vaxtamunur íslensku bankanna var þannig 4,85% árið 1991, 4,37% 1995 og 2,89% á árinu 2000. Vaxtamunur fyrstu 6 mánaða ársins 2001 reyndist hins vegar vera 3,28%. Vaxtamunur reikn- ast sem mismunur á vaxtatekjum og vaxta- gjöldum, sem gefur vaxtamun í krónum, og til að fá út hlutfallstölu er hefðbundið að deila í með meðalstöðu efna- hags viðkomandi lána- stofnunar. Þar sem verðtryggðar eignir lánastofnana hafa verið meiri en verðtryggðar skuldir hækkar útkom- an úr þessu hlutfalli til skamms tíma eftir því sem verðbólgan eykst. Rétt er að taka fram að hluti þeirra eigna sem ekki mynda vaxtatekjur, s.s. hlutabréf, nemur að- eins örfáum prósentum af heildar- eignum. Kaup eða sala slíkra eigna mælist því vart í breytingu á vaxta- mun. Það er ankannalegt að lesa rit- stjórnargrein nýjasta fréttabréfs iðnaðarins þar sem reynt er á villandi hátt að draga í efa réttmæti fram- angreindra upplýsinga. Ekki síst þegar ein megingagnrýnin beinist að útreikningi á vaxtamuninum. Nær væri að spyrja hvaða rök ættu að standa til þess að reikna þennan mun út á annan hátt hér á landi en tíðkast í öðrum löndum. Ástæða þess að hreinar vaxtatekjur lánastofnana hafa aukist töluvert frá síðasta ári er einföld. Hana má rekja beint til stór- aukinna umsvifa lánastofnana, þ.e. að þær eignir sem skapa vaxtatekjur hafa aukist verulega. Þegar verið er að bera vaxtamun saman við það sem þekkist í ná- grannalöndunum er mikilvægt að horfa til vaxtamunar hjá bönkum af sambærilegri stærðargráðu og hér- lendis. Í könnun sem einn íslensku bankanna lét taka saman fyrir fáum árum kom fram að vaxtamunur ís- lenska bankakerfisins var sambæri- legur við það sem þekkist hjá með- alstórum bönkum á Norður- löndunum. Frá þeim tíma hefur inn- lendur vaxtamunur verið að lækka enn frekar. Hafa ber í huga að t.d. í Danmörku eru húsnæðislán inni í bankakerfinu, en ef sú væri raunin hér á landi mundi vaxtamunurinn vera um 1–1,5% stigum lægri en hann er nú. Viðskiptaráðherra hefur nú boðað að hann ætli að verða við kröfu iðn- aðarins um sérstaka athugun á þróun vaxtamunar síðustu ára hér á landi. Útkoman úr þeirri athugun mun vafalaust staðfesta þær tölur sem SBV hefur þegar kynnt. Samkeppni Í gagnrýni sinni á bankakerfið virðist talsmaðurinn hafa kosið að líta fram hjá þeirri staðreynd að út- lán til innlendra fyrirtækja koma að- eins að hálfu frá bönkum og spari- sjóðum. Hinn helmingurinn kemur frá öðrum aðilum, s.s. erlendum bönkum, lífeyrissjóðum, fjárfesting- arlánasjóðum, eignarleigufyrirtækj- um og tryggingafélögum. Þetta end- urspeglar vel þá staðreynd að lánastofnanir búa við virkt sam- keppnislegt aðhald. Þá ber að hafa í huga að þátttaka í EES-samstarfi og mikil samkeppni um tækni og nýjar leiðir til að sinna þörfum viðskipta- manna hefur valdið því að samkeppni milli lánastofnana hér á landi hefur sjálfsagt aldrei verið meiri. Þessi harða samkeppni varð einmitt rótin að gagnrýni eftirlitsaðila á útlána- aukingu síðustu ára. Í ljósi þessa eru ásakanir um fákeppni á innlendum fjármálamarkaði fráleitar. Benda má á að íslensk fyrirtæki hafa fram til þessa almennt notið betri kjara í erlendum lánum gegn- um innlendar lánastofnanir, mæld í álagi á Libor, en fyrirtæki af sam- bærilegri stærð erlendis eiga kost á. Iðnfyrirtæki landsins, eins og önnur innlend fyrirtæki, hafa notið góðs af þessu. Þátttaka í innlendu atvinnulífi Í skrifum sínum kemur talsmað- urinn einnig inn á það sem hann kall- ar misheppnaðar fjárfestingar lána- stofnana og segir viðskiptamönnum gert að greiða kostnaðinn af þeim. Rétt hefði verið að hann leitaði fyrst upplýsinga frá eigin félagsmönnum um ástæður aukinna fjárfestinga lánastofnana á síðustu árum. Stað- reyndin er sú að fyrirtækin í landinu hafa kallað eftir því að lánastofnanir kæmu í auknum mæli beint inn í at- vinnulífið, svipað og lengi hefur tíðk- ast erlendis, t.d. bæði í Bandaríkjun- um og Bretlandi. Þar er annars vegar um að ræða umbreytingarfjárfest- ingar, þ.e. þegar fyrirtæki sem eru að ganga í gegnum skipulagsbreyting- ar, t.d. samruna eða skráningu á markað, fá inn sterkan fagfjárfesti sem jafnan er keyptur út aftur eftir 12–18 mánuði. Lánastofnanir meta eðlilega forsendur slíkrar aðkomu áður en ráðist er út í að kaupa bréf í viðkomandi fyrirtæki, þótt útilokað hafi verið að sjá fyrir það mikla verð- fall sem orðið hefur á verðbréfa- mörkuðum undanfarið. Hins vegar er það sem nefnt hefur verið framtaks- fjármögnun (venture capital), þ.e. fjárfestingar í nýsköpun og atvinnu- greinum sem eru að byggjast upp í landinu. Sem dæmi um hið síðar- nefnda má nefna þátttöku lánastofn- ana í fjarskipta-, upplýsinga- og líf- tækniiðnaði á síðustu árum. Með því eru fjársterkari fyrirtæki að styðja við mikilvæga þróun íslensks at- vinnulífs. Samtök hagsmunaaðila í þessum greinum, sem höfðu lengi kvartað yfir skorti á aðgangi að fram- taksfjármagni, hafa fagnað breyttum viðhorfum innlendra fjármálafyrir- tækja í þessu efni enda ljóst að þess- ar nýju greinar verða ekki fjármagn- aðar með öðrum hætti. Gagnrýni framkvæmdastjóra SI á íslenskar lánastofnanir Guðjón Rúnarsson Lán Fyrirtækin hafa kallað eftir því, segir Guðjón Rúnarsson, að lána- stofnanir kæmu í aukn- um mæli beint inn í at- vinnulífið. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyr- irtækja. ÞVÍ er haldið fram að kenna megi lífeyr- issjóðunum um hið mikla gengisfall krón- unnar. Þessi fullyrð- ing stenst ekki. Þegar krónan var sem sterk- ust, var útstreymi líf- eyrissjóða í erlendar fjárfestingar mest. Frá miðju síðasta ári hefur verulega dregið úr erlendum fjárfest- ingum hjá lífeyris- sjóðum og á þessu ári er þetta bara brot af því sem það var á árinu 2000. Á þessu ári hafa tveir mánuðir verið með neikvæðu útstreymi, þ.e. seld erlend verðbréf meira en keypt verðbréf. Í rekstri lífeyr- issjóða hlýtur það ætíð að vera markmið að horfa til mjög langs tíma og dreifa áhættu eins mikið og hægt er, til þess að forðast stór áföll í rekstri sjóðanna. Stjórnvöld verða að líta í eigin barm varðandi fall krónunnar. Viðskiptahallinn hefur verið gríðarlegur og að stórum hluta til illkynja og valdið mikilli þenslu. Erlendu lántökurn- ar hafa ekki farið í arðsamar fjár- festingar, jeppum hefur fjölgað og verzlunarhúsnæði stækkað. Mikill vöxtur hefur verið í rekstri hins opinbera og stjórnvöld virðast ráða illa við þennan rekstur. Ekki verður hjá því litið að hið opinbera átti að draga saman seglin þegar hagvöxtur var sem mestur og koma svo inn núna á samdrátt- artíma. Sumir halda því fram að selja eigi öll erlend verðbréf lífeyris- sjóðanna. Núna er krónan að veikjast og má þá ekki segja að innlendu bréfin séu að rýrna í verði. Sjóð- félagar væru örugg- lega ekki sáttir við þessa þróun ef lífeyr- issjóðirnir hefðu ekki dreift eignum með fjárfestingum erlend- is. Lífeyrissjóðum var á síðasta ári heimilt að fjárfesta allt upp í 50% af sínum eignum í erlendum fjárfest- ingum. Þrátt fyrir það var meðaltalið um síð- ustu áramót í erlend- um eignum sjóðanna ekki nema rúm 23%. Flestir lífeyrissjóðir hafa því farið afar hægt í það að byggja upp sín erlendu eignasöfn. Auðvitað eru undantekningar á þessu og einhverjir lífeyrissjóðir fóru fullgeyst í erlendar fjárfest- ingar. Erlend fjárfesting lífeyrissjóðs er hluti af langtímamarkmiðum til að dreifa eigninni. Þó svo að verð- bréf sveiflist upp og niður eitt – tvö ár í senn þá verðum við að horfa til mjög langs tíma. Sveiflan á erlendum hlutabréfamarkaði síð- ustu misseri er sú versta og lengsta niður á við síðan 1929. Vonandi taka hagkerfin við og við sjáum ekki svona djúpa niður- sveiflu aftur fyrr en eftir langan tíma. Hagkerfi er ekki haldið gang- andi nema með því að haga seglum miðað við aðstæður hverju sinni og það á ekki síst við um vinnumark- aðinn. Beinhörð kaupmáttarleið í kjaramálum er það eina sem dug- ar, það verður að vera innistæða fyrir kauphækkunum til þess að þær skili kaupmætti. Það er mjög mikilvægt fyrir íslenskt hagkerfi að fá innstreymi erlendrar fjár- festingar t.d. með álversfram- kvæmdum. Annars er ljóst að við verðum að draga mjög saman segl- in í neyslu til þess að minnka við- skiptahallann. Ísland er mjög háð erlendum viðskiptum, flest allt er sótt til útlanda. Til þess að halda uppi hagsæld og velferð verður að tryggja hag útflutningsgreina t.d. eins og álbræðslu. Einnig verðum við að skoða það að draga úr öllum hömlum í fjár- festingum hér á landi fyrir útlend- inga. Hvers vegna á að banna út- lendingum að fjárfesta í sjávar- útvegi á Íslandi? Við gáfum örfáum Íslendingum allan kvótann fyrir tveim áratugum. Þeir hafa haft rúman tíma til þess að tryggja sína hagsmuni og fengið gott forskot á erlenda fjárfesta. Ef þetta yrði leyft, þá fengjum við innspýtingu í gjaldeyrisinnstreym- ið og á móti gætum við greitt nið- ur erlendar skuldir. Er hið mikla gengisfall lífeyris- sjóðunum að kenna? Guðmundur Gunnarsson Krónan Erlend fjárfesting lífeyrissjóðs, segir Guðmundur Gunnars- son, er hluti af lang- tímamarkmiðum til að dreifa eigninni. Höfundur er formaður Rafiðn- aðarsambandsins. Uppgjöf á lífinu Á Íslandi býr stór hópur öryrkja við mjög bág lífsskilyrði. Öryrkjar eiga að hafa sama rétt til lífsgæða og aðrir hér á landi. Staðreyndin er að þessi réttur er brot- inn á öryrkjum. Þeirra líf er barátta frá degi til dags. Þeir eiga ekki fyrir mat fyrir sig og börnin sín. Margir treysta í lok hvers mánaðar á vatnið úr krananum. Sumir svelta sig til að eiga ofan í börnin sín. Þeir horfa fullir ör- væntingar til framtíð- arinnar sem bíður þeirra. Öryrkjar fá ekki að halda sjálfs- virðingu sinni hér á landi. Margir þeirra búa í híbýlum sem varla er hægt að kalla mannabústaðir. Þeir hræðast að lenda á götunni með sjálfan sig og fjölskyldu. Saga margra öryrkja er bæði sorgleg og mjög átakanleg. Börn öryrkja standa ekki jafnfætis við önnur börn. Börn öryrkja eiga það til að einangrast félagslega. Margir ör- yrkjar eru við það að gefast upp í lífsbaráttunni. Það að öryrkjar sjái enga aðra útgönguleið en að taka eigið líf er mjög alvarlegt ástand í okkar samfélagi. Aðstæður öryrkja eru smánarblettur á íslensku þjóðfélagi Ásgerður Jóna Flosadóttir Höfundur stundar meistaranám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Lífsbarátta Margir öryrkjar eru við það, segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, að gefast upp í lífs- baráttunni. w w w .t e xt il. is MORTÉL Eins og notað er í sjónvarpsþættinum kokkur án klæða Verð frá kr. 4.500 Klapparstíg 44 sími: 562 3614
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.