Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 52
UMRÆÐAN 52 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ LÆKKUN gengis krónunnar á haust- mánuðum hefur sett efnahagsmálin í upp- nám. Það vekur athygli að gengi krónunnar hefur veikst þrátt fyrir vaxandi vaxtamun við útlönd. Þessi þróun hefur aukið óvissu í hagkerfinu. Verðbólg- an er vegna þess meiri en ella væri. Það er skiljanlegt og eðlilegt að verkalýðshreyfingin nefni uppsögn kjara- samninga og hækkun launa sem hugsanlega leið til að tryggja kjör sinna umbjóðenda. En er það vænleg leið til að bæta kjör launþega? Samtök iðnaðarins hafa um langt skeið talað fyrir því að vextir verði lækkaðir. Það má færa rök fyrir því að það muni jafnframt styrkja geng- ið eins og staðan er í dag. Vaxta- lækkun Seðlabankans í síðasta mán- uði var allt of lítil og nauðsynlegt er að lækka vexti hratt og örugglega á komandi mánuðum ef ekki á illa að fara. Hér dugar ekki minna en 3–4 prósentustiga lækkun. Slík lækkun myndi ekki bara leiða til betri rekstrarskilyrða og aukinnar bjart- sýni fyrirtækja, heldur vera lang- besta kjarabót sem hægt væri að færa skuldsettum heimilum lands- ins. Byggt á tölum sem Kristjón Kol- beins, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, heldur til haga um skuldir heimilanna reiknast mér að þær verði orðnar 645 milljarðar árið 2002. Miðað við að með- allánstími sé 13 ár munu heimilin greiða 103 milljarða í afborg- anir á þessum lánum á komandi ári. Miðað við óbreytt vaxtastig verða meðalnafnvextir á þessi lán 13,75% árið 2002. Það samsvarar vaxtagreiðslum upp á 87 milljarða. Ef vextir lækka um 3% verða vaxtagreiðslurnar 70 milljarðar og 64 millj- arðar ef vextir lækka um 4%. Hér er um að ræða hreina lækkun á bilinu um 17 til 23 millj- arða. Miðað við að áætlaður fjöldi heimila verði 97.000 árið 2002 og að skuldir verði jafnt dreifðar á þau samsvarar 3–4% vaxtalækkun kjara- bót um á milli 175 og 237 þúsund krónur á hvert heimili. Þótt hér sé aðeins um lauslega áætlun að ræða er strax ljóst að um umtalsverðar upphæðir er að ræða. Þar sem skuldir heimilanna hafa vaxið úr 14% af landsframleiðslunni árið 1980 í 89% árið 2001 er ljóst að flest heimili eru orðin talsvert skuld- sett. Því má reikna með að vaxta- lækkun jafngildi kjarabót fyrir vel- flesta launþega í landinu. Til þess að slík kjarabót verði möguleg þarf fyrst að eyða óvissu um verðbólguna. Það er einmitt hægt að gera með því að endurnýja þjóðarsátt um stöðugleika í launa- og verðlagsmálum. Á þeirri forsendu geta lægri vextir bætt lífskjörin í landinu á komandi ári. Reynsla undangenginna ára sann- aði mikilvægi stöðugleika fyrir fyr- irtæki í alþjóðlegri samkeppni. Vel rekin fyrirtæki í stöðugu efnahags- umhverfi eru þess megnug að borga hærri laun á grundvelli aukinnar framleiðni. Ef þau semja um launa- hækkanir umfram framleiðniaukn- ingu leiðir það til ófremdarástands. Það eru innistæðulausar ávísanir. Við erum nú að súpa seyðið af örri hækkun launa undangengin ár. Eina leiðin til að leysa þann efnahags- vanda sem blasir við okkur núna er vaxtalækkun sem byggist á traust- um forsendum. Mikilvægur liður í því er að verkalýðshreyfingin og at- vinnurekendur gæti hófsemi við kjarasamninga. Um leið þurfa stjórnvöld að draga úr ríkisumsvif- um og breyta skattkerfinu til að laða fjármagn til landsins. Í samstilltum aðgerðum felast mikilvæg skilaboð til markaðarins um trúverðugleika, sem er nauðsyn- leg forsenda þess að vextir geti lækkað verulega á næstunni. Um leið gæti Seðlabankinn beitt frekari inngripum, ef þarf, til að forða frek- ara falli krónunnar, eða þar til hjól efnahagslífsins taka að snúast hrað- ar á nýjan leik og jafnvægi kemst á streymi fjármagns inn og út úr land- inu. Bæði Íslendingar og Norðmenn fóru með góðum árangri leið þjóð- arsáttar sem byggðist á stöðugleika á síðasta áratug. Stofnanaleg um- gjörð Seðlabankans hefur breyst síð- an þá og því er ekki lengur hægt að semja við stjórnvöld beint um lækk- un vaxta. Hins vegar má ganga út frá því sem gefnu að Seðlabankinn muni lækka vexti þegar núverandi óvissu um verðbólgu hefur verið eytt. Nú- verandi vaxtastig er þjóðinni óbæri- legt til lengdar. Launþegar þurfa að horfa til þess að myndarleg vaxta- lækkun á komandi ári verður raun- veruleg kjarabót en að óhóflegar launahækkanir munu auka óstöðug- leika og atvinnuleysi, en kaupmátt- inn alls ekki. Það þarf því að endurnýja þjóð- arsáttina með aðgerðum sem leiða til lægri vaxta og treysta um leið for- sendur stöðugleika og hagvaxtar á komandi árum. Lægri vextir eru kjarabót Þorsteinn Þorgeirsson Þjóðarsátt Það þarf því að end- urnýja þjóðarsáttina, segir Þorsteinn Þor- geirsson, með að- gerðum sem leiða til lægri vaxta. Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. LÆKNIRINN og baráttumaðurinn Mustafa Barghouthi frá Palestínu var heið- ursgestur landsfundar Samfylkingarinnar í sl. mánuði. Hann hefur í rúma tvo áratugi verið fremstur í flokki í bar- áttunni fyrir sjálfs- ákvörðunarrétti palest- ínsku þjóðarinnar og friði fyrir botni Mið- jarðarhafs. Mustafa Barghouthi er einn stofnenda hjálparsam- takanna Union of Pal- estinian Medical Relief Committees sem sinnt hafa heilsugæslu og neyðarhjálp í Palestínu við góðan orðstír. Samtök- in fengu fyrr á þessu ári sérstök verðlaun Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunar Sameinuðu þjóðanna (WHO) fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu heilbrigðis og friðar á átakasvæði. Glötuð tækifæri – svikin loforð Frá stofnun Ísraelsríkis árið 1948 hafa nokkrar kynslóðir Palestínu- manna alist upp í óvissu um stöðu sína og framtíð. Hernám Gaza og Vesturbakkans í Sex daga stríðinu árið 1967 jók enn á þjáningar henn- ar. Með Óslóarsamkomulaginu kviknaði von um betri tíma, frið og velsæld Ísraelum og Palestínumönn- um til handa. Sú von er nú næstum orðin að engu. Það kemur ekki á óvart að raunaleg saga glataðra tækifæra og svikinna loforða setji mark sitt á palestínsku þjóðina. Ríkisstjórn Ariels Sharons í Ísrael hefur gengið fram af fádæma grimmd gegn Palestínumönnum á liðnu ári, eða frá því að intifadan (sú seinni) hófst eftir heimsókn Sharons í al-Aqsa moskuna í lok september 2000. Þrautskipulögð aðskilnaðar- stefna er rekin gagnvart palestínsku þjóðinni. Markmið hennar virðist það helst að gera niðurlægingu hins almenna borgara sem mesta í dag- legu lífi með takmarkalitlu eftirliti og nær engu ferðafrelsi. Engum sem hlýddi á mál Barghoutis á meðan á Íslandsdvöl hans stóð dylst hversu hatrömm og dýrkeypt átök síðustu missera hafa verið. Hundruð barna og unglinga hafa týnt lífi. Heimili fólks hafa verið jöfnuð við jörðu. Og menn grunaðir um hryðjuverka- starfsemi sprengdir í loft upp án dóms og laga. Getur það þjónað hagsmunum og öryggi Ísraels að knésetja heimastjórn Palestínu- manna? Ég leyfi mér að efast um það. Tillaga Sam- fylkingarinnar Allir þingmenn Sam- fylkingarinnar hafa flutt tillögu til þings- ályktunar um sjálf- stæði Palestínu, þ.e. lagt er til að ríkisstjórn Íslands beiti sér fyrir því á alþjóðavettvangi að Ísraelsstjórn dragi heri sína frá hernumdu svæðunum, í samræmi við Óslóarsamkomulagið, og geri Palest- ínumönnum kleift að búa sem frjáls þjóð í eigin landi. Einnig er lýst yfir stuðningi við hugmyndir um að al- þjóðlegt gæslu- og eftirlitslið verði sent á vettvang til að koma í veg fyrir vopnahlésbrot. Árið 1989 ályktaði Alþingi Íslend- inga um deilur Ísraels og Palestínu- manna. Þar var sjálfsákvörðunar- réttur palestínsku þjóðarinnar viðurkenndur og tilveruréttur Ísr- aelsríkis. Einnig réttur palestínskra flóttamanna til þess að snúa aftur til fyrri heimkynna sinna í samræmi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna. Í ljósi málflutnings Halldórs Ásgríms- sonar utanríkisráðherra, m.a. á alls- herjarþingi SÞ í haust, og þess að þverpólitísk samstaða hefur áður náðst um þetta mál á þingi, vænti ég þess að Alþingi muni afgreiða og samþykkja tillögu Samfylkingarinn- ar á þessum vetri. Sjálfstæði Palestínu Þórunn Sveinbjarnardóttir Höfundur situr á þingi fyrir Samfylkinguna. Miðjarðarhafsbotn Getur það þjónað hags- munum og öryggi Ísr- aels, spyr Þórunn Sveinbjarnardóttir, að knésetja heimastjórn Palestínumanna? BERÐU ÞAÐ BESTA LAUGAVEGI 49 S: 551-7742 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Falleg jólagjöf Handgerðir grískir íkonar Klapparstíg 40, sími 552 7977. www.simnet.is/antikmunir Verð frá 1.999 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.