Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 63
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 63 Í ÁRSSKÝRSLU Samkeppnisstofn- unar fyrir árið 1998 hélt Georg Ólafsson forstjóri hennar því fram að ýmis fyrirtæki ættu í heilögu stríði við sam- keppnisyfirvöld. Þetta kom að hans mati m.a. fram í því að fyr- irtækin kærðu nánast alla úr- skurði samkeppn- isyfirvalda og ef með þyrfti færu með þá í gegn um dómskerfið. Af orðum forstjórans má gagnálykta sem svo að Samkeppnisstofnun eigi í heilögu stríði við tiltekin fyrirtæki. Þetta er vissulega skondin framsetn- ing og ég hefði sjálfsagt tekið þessu eins og hverju öðru gríni ef ég og mitt litla fyrirtæki hefðu ekki ein- mitt orðið óþyrmilega vör við þessa afstöðu Samkeppnisstofnunar í verki. Það sem knýr mig til að stinga nið- ur penna eru ekki eigin hagsmunir (fyrirtækis míns) heldur hitt að mér finnst á mér hvíla sú borgaralega skylda að upplýsa almenning í land- inu, sem býr við og borgar fyrir þjón- ustu stofnunarinnar. Samskiptasaga Eðalvara og Sam- keppnisstofnunar er svo flókin og ótrúleg að hún verður ekki rakin í blaðagrein. Ég mun því af handahófi nefna nýlegt dæmi: Þann 11. febrúar s.l. hóf Heilsu- verslun Íslands markaðsherferð sína á svokölluðu Ortis ginsengi með því að auglýsa þann mun á sinni vörur og þeirri vöru sem ég flyt inn að við ræktun Ortis ginseng væru hvorki notuð kemísk efni, skordýraeitur né tilbúinn áburður! Þó Eðalvörur og samkeppnisyfir- völd hafi eldað grátt silfur saman undanfarin ár leitaði ég ásjár þeirra til að stöðva þessa aðför, en þetta til- hæfulausa níð olli fyrirtæki mínu umtalsverðu tjóni. Við meðferð máls- ins lagði ég strax fram sannanir fyrir því að þessi rógur var tilhæfulaus hvað varðar Rautt eðalginseng, sem er nánast eina kóreska ginsengið á íslenskum markaði. Meðal sannanna má nefna yfirlýsingar frá Kóreu og rannsókn Hollustuverndar ríkisins, sem staðfestu hreinleika vörunnar. Þrátt fyrir það lögðu samkeppn- isyfirvöld að meðtalinni áfrýjunar- nefnd samkeppnismála blessun sína yfir auglýsinguna. Í niðurstöðu áfrýjunarnefndar segir ennfremur: „Gögn frá áfrýjanda sem borist hafa áfrýjunarnefnd eftir að ákvörðun samkeppnisráðs 12/2001 hafði borist nefndinni, eru ekki þess efnis að þau fái breytt niðurstöðu þeirri sem hér er lýst.“ Þarna er átt við gögn frá Hollustuvernd ríkisins, sem stað- festu áður framkomnar upplýsingar, frá einni stærstu og virtustu löggiltu rannsóknarstofu í Evrópu, um mikið magn skordýraeiturs í vöru Heilsu- verslunarinnar. Þessi undarlegi úrskurður er nú til umfjöllunar hjá umboðsmanni Al- þingis. Í framhaldi af þessu neitaði Sam- keppnisstofnun að hafa afskipti af markaðssetningu á Ortis ginsengi og umbúðum þess en á þeim stendur að varan sé rækuð samkvæmt aldagam- alli hefð á ómenguðu landsvæði, þrátt fyrir að Hollustuvernd ríkisins hafi af heilbrigðisástæðum krafist þess að sterklega sé varað við of mik- illi neyslu á Ortis ginsengi. Eðalvör- ur áfrýjuðu þeirri ákvörðun til áfrýj- unarnefndar samkeppnismála, sem skipuð var nýjum mönnum m.a. vegna meints vanhæfis. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur nú fellt úrskurð í þessu máli þ.e. „15/2001. Eðalvörur gegn Sam- keppnisstofnun.“ Með úrskurði sín- um er Samkeppnisstofnun þvinguð til að taka málið á dagskrá. Eðalvör- ur fagna þeirri ákvörðun. SIGURÐUR ÞÓRÐARSON, eigandi Eðalvara hf. Heilagt stríð? Frá Sigurði Þórðarsyni: Sigurður Þórðarson Meira á mbl.is/aðsendar greinar ÖLVUNARAKSTUR er eitt af stærstu heilbrigðisvandamálum þjóðarinnar. Varla þarf að fara mörgum orðum um réttmæti þeirrar fullyrðingar – enda enda er það sannað að fimmta hvert banaslys á Íslandi tengist ölvunarakstri á einn eða annan hátt auk þess sem stóran hluta alvarlegra slysa má rekja til þess að ökumaður var drukkinn. Líklega hefði mátt koma í veg fyrir marga harmleiki götunnar ef tekist hefði að stöðva ökumennina áður en slys hlutust af. Því miður virðist sem sumir veigri sér við að tilkynna til lögreglu ef þeir verða þess varir að ölvaður maður sest upp í bíl. Þetta á sérstaklega við ef hinn ölvaði er fjölskyldumeðlimur eða vinnufélagi en þá vilja margir loka augunum og telja að þeim „komi ekki við“ hvað aðrir aðhafast. Slík viðhorf eru beinlínis stórhættuleg. Hver myndi láta undir höfuð leggj- ast að tilkynna um eftirlýstan ofbeld- ismann, eða innbrotsþjóf sem stað- inn er að verki? Líkingin er að því leyti til réttmæt að þeir sem beita fólk líkamlegu ofbeldi og þeir sem setjast undir stýri ölvaðir, ógna um- hverfi sínu og geta skaðað saklaust fólk; fólk sem allt eins gæti verið ná- komið þeim sem veigraði sér við að hringja til lögreglunnar og tilkynna um athæfið. Umferðarslysin fara nefnilega ekki í manngreinarálit. Annar mikilvægur þáttur til að sporna við ölvunarakstri er öflug og markviss löggæsla. Fram hefur komið að ölvunarakstur sé mikið vandamál úti á landsbyggðinni þar sem það þykir nánast sjálfsagt að aka ölvaður heim af ballinu eða kránni. Í ýmsum bæjarfélögum er löggæsla lítil á nóttunni og löggæslu- svæðið stórt sem lögreglumennirnir á staðnum þurfa að sinna. Ef lög- reglan þarf að sinna útkalli um lang- an veg geta ölvaðir ökumenn, og aðr- ir afbrotamenn umferðarinnar, athafnað sig að vild án þess að eiga á hættu að mæta lögreglubíl. Sumir þeirra hafa þegar komist í skýrslur Umferðarráðs yfir „mikið slasaða“ og allt of margir komast á skrá yfir „látna í umferðinni“ – eða það sem verra er: eru valdir að dauða eða ör- kumli farþega sinna. Nú, þegar hátíð fer í hönd, hefur reynslan sýnt að alltof margir láta freistast og aka undir áhrifum áfengis í þeirri trú að „það sé í lagi að aka eftir aðeins einn“. Slíkur hugsunarháttur er ekki aðeins varasamur – heldur beinlínis stórhættulegur. Fyrir utan þann mannlega harmleik sem ölvunar- akstur hefur oft í för með sér, hefur það víðtæk áhrif á alla fjölskylduna ef annað hjónanna er svipt ökurétt- indum – svo ekki sé talað um þann kostnað sem af hlýst. Nú hafa sektir fyrir ölvunarakstur verið stórhækk- aðar og geta menn fengið frá 50 – 100 þúsund króna sekt fyrir ölvunar- akstursbrot. Vátryggingafélag Ís- lands og Slysavarnafélagið Lands- björg hvetja alla landsmenn til þess að halda jólin hátíðleg með því að aka ekki undir áhrifum áfengis. RAGNHEIÐUR DAVÍÐSDÓTTIR forvarnafulltrúi Vátryggingafélags Íslands. Ölvunarakstur kemur öllum við Frá Ragnheiði Davíðsdóttur: Eigum fyrirliggjandi á lager mikið úrval af rúllukragabolum úr ull og bómull fyrir dömur. Margir litir og stærðir. Ítölsk gæði. Háholti 14, 270 Mosfellsbæ, sími 586 8050, fax 586 8051 - Netfang: mirella@isl.is Kaupmenn athugið! ehf - heildverslun Misstu ekki af! Enn er hægt að fá myndatökur og stækkanir. Allar pantanir afgreiddar fyrir jól. Myndir í nýju ökuskírteinin alla virka daga, opið í hádeginu. Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207. Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020. Við teljum niður til jóla! Í dag eru 20 dagar til jóla og 20% afsláttur Á morgun eru 19 dagar til jóla og 19% afsláttur. . . Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur gert í dag Laugavegi 1, s. 561 7760 Sjálfstæðismenn í Reykjavík - Föstudaginn 7. desember nk. efna sjálf- stæðisfélögin í Reykjavík til hinnar árlegu jólateiti í Valhöll frá kl. 17-19. Ásta Möller, alþingismaður, flytur stutta hugvekju, við hlýðum á tónlistaratriði og þiggjum léttar veitingar. Þetta er kjörið tæki- færi til að líta upp úr jólaönnunum og hittast í góðra vina hópi. Allir hjartanlega velkomnir Stjórn Varðar - Fulltrúaráðsins Jólateiti ÞAÐ er ekkert nýtt að fólk ferðist heilsunnar vegna. Á tímum Róm- verja var ekki óalgengt að þeir efna- meiri ferðuðust langar vegalengdir til staða, eins og t.d. Bath á Eng- landi, þar sem boðið var upp á slökun í heilsusamlegu lindarvatni. Það má einnig segja að við, sem búum fjarri miðbaug en ferðumst þangað til þess að geta notið geisla sólarinnar og lát- ið hlýjan andvarann leika um líkama okkar, séum í raun að ferðast heilsu okkar vegna. Hvað er þá heilsutengd ferðaþjón- usta, spyrja sjálfsagt margir. Er þarna um nokkuð annað að ræða en afþreyingu sem snýr að vatni; má nefna sundlaugar, heita potta, gufu- böð og almennt líkamsdekur eða það sem margir vilja kalla „spa tour- isma“. Eða á hugtakið heilsutengd ferðaþjónusta við víðara svið? Marg- ir telja að stærstur hluti þeirra er- lendu ferðamanna sem sækja Ísland heim njóti heilsutengdrar ferðaþjón- ustu nánast allan tímann sem þeir dvelja hér. Í könnunum Ferðamála- ráðs meðal erlendra ferðamanna kemur fram að það sem dregur er- lenda gesti hvað mest hingað sé nátt- úra landsins, hreina loftið, tærleik- inn og víðáttan, en hreint loft, tært vatn og ósnortin náttúra er að margra mati einmitt einn angi af heilsutengdri ferðaþjónustu. Hreyf- ingarleysi, streita, ofát og ýmiss kon- ar óhollusta er því miður eitt af að- alsmerkjum þess lífsstíls sem við Vesturlandabúar höfum tamið okkur á undanförnum árum. Þessu lífs- mynstri fylgir ýmiss konar vanlíðan sem oftar en ekki leiðir til heilsuleys- is. Við gerum okkur flestöll grein fyrir þessu, en því miður er holdið veikt og freistingarnar margar. En hvað er til ráða? Jú, við flykkjumst í auknum mæli til staða þar sem við getum endurhlaðið „batteríin“, losað okkur við nokkur aukakíló og gleymt amstri hversdagsleikans. Þessi markaður er stór í dag og það eina sem hann á eftir að gera á komandi árum er að vaxa og það gríðarlega. Það er því ekki að ástæðulausu að aðilar í ferðaþjónustu, og í heilbrigð- is- og orkugeiranum, séu farnir að huga verulega að þessum þætti ferðaþjónustunnar og hvaða mögu- leika við Íslendingar getum átt á al- þjóðavísu hvað þennan markað varð- ar. ELÍAS BJ. GÍSLASON, Ferðamálaráði Íslands. Að ferðast heils- unnar vegna Frá Elíasi Bj. Gíslasyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.