Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 23 TALSMENN viðskiptabankanna og sparisjóðanna eru almennt þeirrar skoðunar að sú gagnrýni, sem sett hefur verið fram um að eiginfjárhlut- fall banka hér á landi sé of lágt, eigi ekki við um sín fyrirtæki. Í skýrslu bandaríska hagfræðingsins Joseph Stiglitz, sem rituð var fyrir Seðla- banka Íslands, segir að hraður vöxtur útlána, eins og verið hefur hér á landi á undanförnum misserum, virðist oft hafa verið ein af meginorsökum fjár- málakreppu á síðari árum. Guðmundur Magnússon prófessor lýsti nýlega þeirri skoðun sinni að ástæða væri til að ætla að æskilegt sé að eiginfjárhlutfall banka hér á landi sé yfir því lágmarki sem lög kveða á um, en samkvæmt lögum skal eigin- fjárhlutfall banka, svokallað CAD- hlutfall, vera 8% hið minnsta. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, hefur ítrekað greint frá áhyggjum Fjármálaeftir- litsins af því að eiginfjárhlutfall lána- stofnana sé of lágt hér á landi. Þetta kom meðal annars fram í ræðu hans á ársfundi Fjármálaeftirlitsins í októ- ber síðastliðnum. Þar sagði Páll Gunnar að Fjármálaeftirlitið hefði lagt áherslu á hækkun eiginfjárhlut- falls lánastofnana og lýst þeirri skoð- un sinni að stærstu lánastofnanir með virka áhættustýringu og innra eftirlit skuli stefna að því að eiginfjárhlutfall sé á hverjum tíma að lágmarki 10% í stað 8% lögbundins eiginfjárhlutfalls. Jafnframt væri ljóst að margar lána- stofnanir þyrftu að setja sér enn hærri markmið um eigið fé í samræmi við áhættu í starfsemi þeirra. Þá lýsti Seðlabanki Íslands þeirri skoðun sinni í Peningamálum í maí síðastliðnum að brýnt væri að lána- stofnanir hækkuðu eiginfjárhlutfall sitt, en það hefði lækkað á síðasta ári, og svipuð sjónarmið komu fram í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um mitt þetta ár. Vega þarf saman arðsemi og öryggi „Eiginfjárhlutfall samstæðu Landsbankans hefur verið að styrkj- ast á þessu ári og við höfum náð því marki sem við höfum sett okkur, að vera með rúmlega 10% CAD-hlutfall. Eftir sölu á eignarhlut í Lýsingu í nóvember er áætlað hlutfall nú 10,5%,“ segir Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka Íslands, og bætir því við að CAD-hlutfallið hafi ekki verið hærra frá því að bankinn var skráður á Verðbréfaþingi haustið 1998. „Það er þekkt erlendis að gerðar séu mismunandi eiginfjárkröfur til banka eftir stærð og áhættustigi,“ segir Halldór, „og sú viðmiðun sem Fjármálaeftirlitið hér heima hefur sett fram, um að stærstu og fjölþætt- ustu bankarnir eigi að hafa CAD- hlutfall upp á 10%, er í samræmi við okkar stefnu.“ Halldór segir útlán Landsbankans hafa vaxið minnst allra banka á þessu ári en innlán auk- ist mest, þannig að bæði lausafjár- staða og eiginfjárstaða bankans sé með besta móti um þessar mundir. Fjárhagsstaða Landsbankans sé því afar traust og eigi eftir að styrkjast enn með fyrirhuguðum breytingum á eignaraðild að Vátryggingafélagi Ís- lands. Halldór bendir einnig á að hafa verði í huga í þessu sambandi að bankar verði að stýra eigin fé sínu rétt. Það sé ekki eðlilegt með tilliti til arðsemiskröfu að hafa of hátt eigið fé, sérstaklega í banka með alhliða áhættudreifinu og traust innlán eins og sé hjá Landsbankanum. Líta verði bæði til arðsemissjónarmiða og ör- yggissjónarmiða. Villandi að alhæfa um eiginfjárhlutfall „Það er að mínu mati mjög villandi að alhæfa um að eiginfjárhlutfall ís- lenskra banka sé of lágt. Það kann að vera að það eigi við um einhverjar lánastofnanir, en það á ekki við um Ís- landsbanka, stærsta bankann í land- inu,“ segir Valur Valsson, forstjóri Ís- landsbanka. „Samkvæmt lögum er lágmarkseiginfjárhlutfall 8% og Fjár- málaeftirlitið hefur mælt með að við núverandi aðstæður sé það ekki undir 10%. Í Íslandsbanka er eiginfjárhlut- fallið 11,9% eða nær 50% hærra en lögboðið lágmark, og hlutfallið hefur farið hækkandi undanfarin misseri. Íslandsbanki er einnig með hæsta eiginfjárhlutfall allra helstu banka Norðurlanda. Nordea, stærsti banki Norðurlanda, er með 9,3% hlutfall, Danske Bank er með 9,4%, SEB 10,4% og sá sem kemur næst okkur er Den Norske Bank með 11,1%.“ Valur bætir því við að gagnrýni um of lágt eiginfjárhlutfall lánastofnana geti ekki átt við um Íslandsbanka og þeir sem haldi fram þessari gagnrýni verði að útskýra um hvaða lánastofn- anir þeir séu að tala. Stefnt að 10% eiginfjárhlutfalli „Búnaðarbankinn hefur verið með eiginfjárhlutfall á bilinu 9–10% og núna er það um 9,5%. Við höfum lýst því yfir að við vildum gjarnan vera nær 10% og höfum stefnt að því,“ seg- ir Árni Tómasson, bankastjóri Bún- aðarbanka Íslands. Hann bætti því við að þegar hægðist á efnahagslífinu væri að öðru jöfnu betra að bankar hefðu hærra eiginfjárhlutfall en þeg- ar betur áraði. Spurður að því hvort útlit sé fyrir að markmið um 10% eiginfjárhlutfall náist í lok þessa árs segir Árni að það mótist af afkomu síðustu mánaða árs- ins og afkoma nóvember liggi ekki endanlega fyrir. Áætlanir geri þó ráð fyrir að bankinn verði farinn að nálg- ast þetta mark mjög í árslok. „Eiginfjárstaða sparisjóðanna hef- ur almennt verið að styrkjast svo þeir eru með hærra eiginfjárhlutfall nú en undanfarin ár,“ segir Guðmundur Hauksson, formaður Sambands ís- lenskra sparisjóða. „Hlutfallið hafði farið lækkandi vegna þess að spari- sjóðirnir hafa stækkað mikið, en hins vegar hafa þeir myndað verulegan hagnað á undanförnum árum og við það hefur eiginfjárstaða þeirra styrkst mikið.“ Guðmundur segir að eiginfjárstaða sparisjóðanna í heild hafi verið yfir 12% og þótt staðan sé misjöfn milli sjóða standi þeir almennt vel að þessu leyti. Þar að auki eigi þeir miklar duldar eignir í dótturfélögum og séu því í ágætri aðstöðu til að styrkja hlutfallið enn frekar. Talsmenn innlánsstofnana ekki sammála gagnrýni um lágt eiginfjárhlutfall Eiginfjárhlutfall að styrkjast Morgunblaðið/Kristinn Eiginfjárhlutfall íslenskra banka hefur farið hækkandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.