Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 33 sameiginlegt að hafa á valdi sínu lag- ið og tilfinninguna og einnig það að nýta sönggetu söngvara betur en margir aðrir tónhöfundar hafa megnað. Mörg lög Sigvalda eru ofin galdri hins óútskýranlega, falleg, leikræn og raddvæn. Sigrún, Jóhann Friðgeir og Jónas fluttu 30 lög, margar af dýrustu perl- um Sigvalda, og hóf Sigrún tón- leikana í Salnum sl. laugardagskvöld, með laginu Vorvindur við ljóð eftir Ragnar Ásgeirsson. Fyrir tónleikana Það kann að hljóma einkennilega að segja það, að Sigvaldi Kaldalóns hafi verið tónskáld en það var hann í víðtækustu merkingu orðsins, því hann bjó ekki til lög, eins og þeir sem hafa lært til verka, heldur söng hann þau, því söngurinn lá honum á hjarta. Að búa til lag er manninum jafn eig- inlegt og að tjá hugsanir sínar með orðum og það gildir sama reglan fyr- ir þá, sem leiknir eru í notkun orða og þá sem eru lagvísir, að þeir gera það sem ekki verður lært og enginn getur útskýrt en er oft nefnt snilld af þeim sem á hlýða. Galdur sá er Sigvaldi sló, var undinn saman úr snjöllum stefhugmyndum og þrunginn túlkun, sem fáir hafa á valdi sínu, því hafi þeir stefið, misferst þeim túlkunin og ráði þeir við túlkunina, tapa þeira stefinu. Verdi og Sigvaldi eiga það hafði Eva, dóttir Ragn- ars, gefið Salnum gips- mynd af Sigvalda eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal, en Ragnar og Sigvaldi voru miklir vinir. Það er að bera í bakkafullan lækinn að tilgreina flutning lista- fólksins á frægustu lög- unum, sem var frábær- lega útfærður. Þau lög sem sjaldan hafa heyrst voru eftirtektar- verð fyrir frábæra túlk- un, eins og t.d. Sofðu, sofðu góði, Lofið þreyttum að sofa og Maríubæn, sem Sigrún söng af einstakri nærfærni. Jóhann söng vel það sérkennilega lag Ég syng um þig, og einnig Vald og það dramatíska lag Stormar. Betlikerlingin, Leitin og Kveldriður eru öll vel kunn og var flutn- ingur Sigrúnar sérlega dramatískur og ef til vill um of í Kveldriður, sem er eins konar tón- lesleikur. Þótt þú lang- förull legðir var frá- bærlega vel flutt af Jóhanni. Tvö síðustu lögin voru Svanasöngur á heiði, sem Sigrún söng með „bravúr“ og síðast var hvellurinn, Hamraborgin, sem Jó- hann „brilleraði á“. Það var ekki aðeins það eina, að söngvararnir léku sér með radd- hljóminn, heldur var túlkunin ein- staklega vel mótuð, bæði á heitum til- finningum í hljómfrekum tilþrifum og viðkvæmum augnablikum, þar sem sungið var sérlega veikt. Hvað túlkun snertir voru þetta einstaklega góðir tónleikar og er ljóst að framfar- ir Jóhanns Friðgeirs eru miklar, þó hann eigi það til að ofgera í túlkun og hreyfingum á sviðinu. Sigrún Hjálm- týsdóttir er mikil listakona og var flutningur hennar hreint ævintýri. Það bar allt að einu á þessum tón- leikum og átti Jónas Ingimundarson mikinn þátt í þeirri andakt sem áheyrendur skynjuðu oft, með frá- bærum leik sínum, enda á hann að baki mörg handtökin í mótun söngv- anna eftir Sigvalda. Þetta voru, þeg- ar til heildarinnar er litið, sannkall- aðir glæsitónleikar. TÓNLIST Salurinn Sigrún Hjálmtýsdóttir og Jóhann Friðgeir Valdimarsson, ásamt Jónasi Ingimundarsyni, fluttu söngverk eftir Sigvalda Kaldalóns. Laugardagurinn 1. desember. 2001. SÖNGTÓNLEIKAR Glæsilegt Kaldalónskvöld Sigvaldi Kaldalóns Jón Ásgeirsson RITHÖFUNDURINN Nils- Aslak Valkepää lést í lok síðustu viku 58 ára að aldri. Valkepää er Íslendingum líklega best kunn- ur fyrir að hafa hlotið bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs árið 1991 fyrir ljóðasafn sitt Sólin, faðir minn. Valkepää fæddist í Enontekiö í Lapplandi 1943. Hann er kom- inn af Sömum og var fyrsti rit- höfundur Sama sem naut al- þjóðlegrar viðurkenningar. Valkepää skrifaði á máli Sama og bætti þannig stöðu málsins með því að verða yngri rithöf- undum hvatning til að gangast við menningarheimi sínum. Yfir 20 bækur hafa verið gefnar út eftir Valkepää og hafa þær verið þýddar á finnsku, norsku, ís- lensku, þýsku, spönsku, ensku, japönsku og frönsku. Ritsmíðarnar einar sér nægðu Valkepää þó ekki og lagði hann einnig stund á ljós- myndun og tónsmíðar auk þess að skreyta oft bækur sínar með næfum myndskreytingum sín- um. Hann átti og í samstarfi við Unesco og var stofnandi Heims- ráðs frumbyggjaþjóða, auk þess að vera brautryðjandi í barátt- unni fyrir réttindum Sama sem sjálfstæðs þjóðflokks. Valkepää látinn Múlinn, Hús Málarans Tríó Delizie Italiane (ítalskt gourmet) heldur tón- leika kl. 21. Tríóið var stofnað í sept- ember 2000 í kringum áhuga meðlima á víni, matargerð og suðrænni menn- ingu og er tónlistin punkturinn yfir i- ið eða. Lögin sem flutt verða eru öll á mállýsku frá Napólí og spanna allt frá 16. öld fram til okkar daga. Tríóið skipa þeir Leone Tinganelli, söngur og gítar, Jón Elvar Hafsteinsson á gítar og Jón Rafnsson á kontrabassa. Súfistinn við Laugaveg Lesið verð- ur upp úr ævisögum og skyldum verkum kl. 20. Eftirtalin verk verða kynnt: Anna Hildur Hildibrands- dóttir: Réttarsálfræðingurinn, Gísli Guðjónsson, ævisaga; Sigurður A. Magnússon: Á hnífsins egg, bar- áttusaga; Björn Ingi Hrafnsson: Fram í sviðsljósið, Halldór Björns- son, ævisaga; Björn Jóhann Björns- son: Álftagerðisbræður, skagfirskir söngvasveinar; Sigursteinn Másson: Undir köldu tungli. Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.