Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 30
LISTIR 30 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BJÖRN Steinar Sólbergsson org- anisti hlaut í gær Íslensku bjart- sýnisverðlaunin 2001. Það var Ólafur Ragnar Grímssson, forseti Íslands, sem afhenti Birni Stein- ari verðlaunin við hátíðlega at- höfn í Þjóðmenningarhúsinu. Björn Steinar starfar sem org- anisti og kórstjóri við Akureyr- arkirkju og kennir jafnframt org- elleik við Tónlistarskólann á Akureyri. Hann hefur haldið fjölda einleikstónleika víða er- lendis m.a. á Ítalíu, í Frakklandi, Englandi, Lettlandi og á Norð- urlöndum auk þess að leika í út- varpi og sjónvarpi. Gunnar J. Friðriksson, formað- ur dómnefndar Bjartsýnisverð- launanna, tilkynnti um valið þetta árið. Viðstaddir afhendingu verð- launanna voru jafnframt Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Rannveig Rist forstjóri ISAL, bakhjarlsfyrirtækis verðlaunanna og Peter Brøste, stofnandi Bjart- sýnisverðlaunanna á Íslandi. Björn Steinar þakkaði þann heiður sem honum var sýndur og sagðist glaður og hræður. „Verð- launin eru mér mikil hvatning um að halda áfram að sinna tónlistar- starfi við Akureyrarkirkju. Ég vil því nota tækifærið og þakka ann- ars vegar eiginkonu minni og hins vegar því góða fólki sem starfar í kringum mig í Akureyr- arkirkju, presti, sóknarnefnd og þeim sem vinna að tónlistar- málum við kirkjuna.“ Íslensku bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem fyrst voru afhent árið 1981 og hétu þá Bjartsýnisverðalaun Brøstes. Árið 1999 skoraði upphafsmaður verð- launanna, Daninn Peter Brøste, á íslensk fyrirtæki að veita fram- vegis verðalaunin og á síðasta ári tók ISAL þeirri áskorun. Er þetta í annað skipti sem verðlaunin eru veitt í sinni nýju mynd. Meðal þeirra sem hlotið hafa Bjartsýnisverðlaunin eru Garðar Corets, Helgi Tómasson, Einar Már Guðmundsson, Sigrún Eð- valdsdóttir, Kristján Jóhannsson og Björk Guðmundsdóttir. Björn Steinar Sólbergsson, organisti og kórstjóri við Ak- ureyrarkirkju, hlýtur Bjartsýnisverðlaun Íslands 2001 „Glaður og hrærður“ Morgunblaðið/Þorkell Björn Steinar Sólbergsson tekur við verðlaununum úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar. TÓNLISTARDEILD Listaháskóla Íslands tók til starfa í haust, og hefur farið frekar hljótt. Í þessari viku er hins vegar efnt til merkisviðburðar er fyrstu tónleikar Lista- háskólans eru haldnir í Nemendaleikhúsinu við Sölvhólsgötu. Að sögn Mistar Þorkelsdóttur, deildarstjóra tónlistar- deildarinnar, eru nem- endur við deildina sautján, og koma þeir allir fram á tónleikun- um. „Það var tekin sú ákvörðun í skól- anum í haust, að hafa ekki hefðbundin próf fyrir tónlistarnemana, heldur efna til tónleika, sem jafnframt væru próf. Þetta eru því eins konar jólapróf í tónlistardeildinni, en með þessu sniði. Þetta eru nemendur sem eru komnir langt í sínu tónlistarnámi, og það er verið að horfa á svolítið aðra hluti en bara það hvað fólk getur – nú eru sviðsframkoma og heildarsvipur tónleika farin að skipta máli líka. Í vor verða hljóðfæra- og söngnemar með stærri tónleika, þar sem hver um sig verður með ýmist hálfa eða heila tón- leika.“ Tónleikaröð Listaháskólans hófst í gærkvöldi í Nemendaleikhúsinu, og koma þrír til sjö nemar fram á hverj- um tónleikum og leika um þrjú verk hver. Tónleikarnir hefjast allir kl. 20 og er öllum heimill aðgangur. Söngv- arar og hljóðfæraleikarar koma fram mánudagskvöld til fimmtudagskvöld, en á föstudagskvöldið verða tónleikar með verkum nemenda úr tónsmíða- deild. Lán að fá inni hjá leiklistardeild Tónlistardeild Listaháskólans er skipt í þrjár deildir, söngdeild, hljóð- færadeild og tónsmíðadeild, en að sögn Mistar eru einnig þrír nemar í diplómanámi. Þetta eru krakkar sem enn eru í menntaskólum, en eru komnir á háskólastig í öllu því sem lýtur að tónlistinni. „Þetta nám var skipulagt til að koma til móts við af- burðanemendur, sem eru ekki form- lega komnir á háskólastig – slíkt tíðk- ast víða erlendis, og þá geta þessir nemendur búið í haginn og orðið sér úti um háskólaeiningar, þótt mennta- skólanámi sé ekki lokið.“ Mist segir að þótt deildinni sé skipt í brautir hafi það ekkert að gera með annað en sérfag hvers og eins. Allir nemendur sækja sömu tíma, til dæmis í tón- fræði og tónlistarsögu, en sækja sína sértíma að auki til fagkennar- anna. Nemendur á tón- smíðabraut eru flestir hverjir líka langt komn- ir í hljóðfæranámi og eru þá með tvær sér- greinar. Kennarar við deildina eru því flestir aðeins í hlutastarfi. Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran kenna á fiðlu og selló, Elísabet Erlingsdóttir kennir söng, Pétur Maté á píanó, Sigurður Þorbergsson á básúnu og Bernharður Wilkinson á flautu. Kjartan Ólafsson, Þorkell Sig- urbjörnsson og Úlfar Ingi Haralds- son kenna tónsmíðar en auk þess kennir Úlfar Ingi tónbókmenntir. Tryggvi M. Baldvinsson og Kjartan Ólafsson kenna tónfræði. Eini kenn- arinn í fullu starfi er Anna Guðný Guðmundsdóttir sem er undirleikari söng- og hljóðfæranemenda. Mist segir þessa fyrstu önn tónlist- ardeildarinnar hafa gengið „lygilega“ vel. „Við áttum í haust að hefja skóla- starfið í Japíshúsinu í Brautarholti, en það gekk til baka á elleftu stundu. Við fengum hins vegar inni hjá leik- listardeildinni á Sölvhólsgötu, sem af rausnarskap hliðraði til fyrir okkur. Það hefur hins vegar reynst ákaflega skemmtilegt að hafa lent þar svona óvart, því það hefur opnað nýjar vídd- ir hjá báðum deildum og orðið grund- völlur samstarfs, eins og með Tú- skildingsóperunni sem nemendur leiklistardeildar og tónlistardeildar settu upp saman. Það hefur verið mjög mikið að gera hjá tónlistarnem- unum í kringum þetta verkefni, og má segja kraftaverk að þeim hafi líka tek- ist að koma upp því veglega tón- leikaprógrammi sem nú er komið í gang. Auk þess að spila og syngja sjálf á tónleikunum hafa krakkarnir komið upp tveimur strengjakvartett- um sem koma líka fram á tónleikun- um, og við vonum auðvitað að það verði til þess að kammermúsíkþátt- urinn verði mikilvægur í skólastarf- inu þegar fram líða stundir.“ Auk ellefu tónverka nemenda sem flutt verða á föstudagstónleikunum syngja þau og leika verk eftir Tele- mann, Beethoven, Mendelssohn, Sjostakovitsj, Atla Heimi Sveinsson, Mozart, Henze, Bernstein, Schu- mann, Debussy og fleiri öll kvöld þangað til. Fyrstu tónleikar nemenda tónlistar- deildar Listaháskóla Íslands Tónleikar í stað prófs Mist Þorkelsdóttir MYNDLISTARSÝNING með verk- um Þórðar Hall myndlistarmanns stendur nú yfir í Hallgrímskirkju. Sýningin er fyrsta sýning á 20. starfsári Listvinafélags Hallgríms- kirkju. Um sýninguna segir listamað- urinn m.a.: „Myndefni mitt sæki ég í íslenskt landslag án beinnar skír- skotunar til kennileita eða ákveð- inna staða. Í myndunum á þessari sýningu vinn ég með ljósið og birt- una í huglægri og hljóðri náttúru. Myndirnar eru allar unnar í olíu á striga.“ Þórður stundaði nám við Mynd- listarskólann í Reykjavík, Myndlista- og handíðaskóla Íslands og fram- haldsnám við Konunglega Listahá- skólann í Stokkhólmi. Þórður hefur haldið fjölda einkasýninga hér á landi og erlendis og hefur tekið þátt í fjölda alþjóðlegra samsýninga hér heima, á Norðurlöndunum, víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Mörg listasöfn og stofnanir hérlendis og erlendis eiga verk eftir hann. Sýningin stendur til 20. febrúar. Hún er opin alla daga frá 9-17. Ljósið í huglægri og hljóðri náttúru Þórður Hall við eitt verka sinna í Hallgrímskirkju. NÚ stendur yfir myndlistarsýning í Vídalínskirkju í Garðabæ. Myndlist- armennirnir, sem eiga verk á sýning- unni, eru Kristín G. Gunnlaugsdóttir, Sigrún Ólöf Einarsdóttir, Sören S. Larsen, Steinunn Þórarinsdóttir og Þorgerður Sigurðardóttir. Að sýning- unni stendur listanefnd Garðasóknar. Sýningin er opin alla daga kl. 10–20 og stendur til 6. janúar. Myndlist í Vídalínskirkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.