Morgunblaðið - 04.12.2001, Page 30

Morgunblaðið - 04.12.2001, Page 30
LISTIR 30 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BJÖRN Steinar Sólbergsson org- anisti hlaut í gær Íslensku bjart- sýnisverðlaunin 2001. Það var Ólafur Ragnar Grímssson, forseti Íslands, sem afhenti Birni Stein- ari verðlaunin við hátíðlega at- höfn í Þjóðmenningarhúsinu. Björn Steinar starfar sem org- anisti og kórstjóri við Akureyr- arkirkju og kennir jafnframt org- elleik við Tónlistarskólann á Akureyri. Hann hefur haldið fjölda einleikstónleika víða er- lendis m.a. á Ítalíu, í Frakklandi, Englandi, Lettlandi og á Norð- urlöndum auk þess að leika í út- varpi og sjónvarpi. Gunnar J. Friðriksson, formað- ur dómnefndar Bjartsýnisverð- launanna, tilkynnti um valið þetta árið. Viðstaddir afhendingu verð- launanna voru jafnframt Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Rannveig Rist forstjóri ISAL, bakhjarlsfyrirtækis verðlaunanna og Peter Brøste, stofnandi Bjart- sýnisverðlaunanna á Íslandi. Björn Steinar þakkaði þann heiður sem honum var sýndur og sagðist glaður og hræður. „Verð- launin eru mér mikil hvatning um að halda áfram að sinna tónlistar- starfi við Akureyrarkirkju. Ég vil því nota tækifærið og þakka ann- ars vegar eiginkonu minni og hins vegar því góða fólki sem starfar í kringum mig í Akureyr- arkirkju, presti, sóknarnefnd og þeim sem vinna að tónlistar- málum við kirkjuna.“ Íslensku bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem fyrst voru afhent árið 1981 og hétu þá Bjartsýnisverðalaun Brøstes. Árið 1999 skoraði upphafsmaður verð- launanna, Daninn Peter Brøste, á íslensk fyrirtæki að veita fram- vegis verðalaunin og á síðasta ári tók ISAL þeirri áskorun. Er þetta í annað skipti sem verðlaunin eru veitt í sinni nýju mynd. Meðal þeirra sem hlotið hafa Bjartsýnisverðlaunin eru Garðar Corets, Helgi Tómasson, Einar Már Guðmundsson, Sigrún Eð- valdsdóttir, Kristján Jóhannsson og Björk Guðmundsdóttir. Björn Steinar Sólbergsson, organisti og kórstjóri við Ak- ureyrarkirkju, hlýtur Bjartsýnisverðlaun Íslands 2001 „Glaður og hrærður“ Morgunblaðið/Þorkell Björn Steinar Sólbergsson tekur við verðlaununum úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar. TÓNLISTARDEILD Listaháskóla Íslands tók til starfa í haust, og hefur farið frekar hljótt. Í þessari viku er hins vegar efnt til merkisviðburðar er fyrstu tónleikar Lista- háskólans eru haldnir í Nemendaleikhúsinu við Sölvhólsgötu. Að sögn Mistar Þorkelsdóttur, deildarstjóra tónlistar- deildarinnar, eru nem- endur við deildina sautján, og koma þeir allir fram á tónleikun- um. „Það var tekin sú ákvörðun í skól- anum í haust, að hafa ekki hefðbundin próf fyrir tónlistarnemana, heldur efna til tónleika, sem jafnframt væru próf. Þetta eru því eins konar jólapróf í tónlistardeildinni, en með þessu sniði. Þetta eru nemendur sem eru komnir langt í sínu tónlistarnámi, og það er verið að horfa á svolítið aðra hluti en bara það hvað fólk getur – nú eru sviðsframkoma og heildarsvipur tónleika farin að skipta máli líka. Í vor verða hljóðfæra- og söngnemar með stærri tónleika, þar sem hver um sig verður með ýmist hálfa eða heila tón- leika.“ Tónleikaröð Listaháskólans hófst í gærkvöldi í Nemendaleikhúsinu, og koma þrír til sjö nemar fram á hverj- um tónleikum og leika um þrjú verk hver. Tónleikarnir hefjast allir kl. 20 og er öllum heimill aðgangur. Söngv- arar og hljóðfæraleikarar koma fram mánudagskvöld til fimmtudagskvöld, en á föstudagskvöldið verða tónleikar með verkum nemenda úr tónsmíða- deild. Lán að fá inni hjá leiklistardeild Tónlistardeild Listaháskólans er skipt í þrjár deildir, söngdeild, hljóð- færadeild og tónsmíðadeild, en að sögn Mistar eru einnig þrír nemar í diplómanámi. Þetta eru krakkar sem enn eru í menntaskólum, en eru komnir á háskólastig í öllu því sem lýtur að tónlistinni. „Þetta nám var skipulagt til að koma til móts við af- burðanemendur, sem eru ekki form- lega komnir á háskólastig – slíkt tíðk- ast víða erlendis, og þá geta þessir nemendur búið í haginn og orðið sér úti um háskólaeiningar, þótt mennta- skólanámi sé ekki lokið.“ Mist segir að þótt deildinni sé skipt í brautir hafi það ekkert að gera með annað en sérfag hvers og eins. Allir nemendur sækja sömu tíma, til dæmis í tón- fræði og tónlistarsögu, en sækja sína sértíma að auki til fagkennar- anna. Nemendur á tón- smíðabraut eru flestir hverjir líka langt komn- ir í hljóðfæranámi og eru þá með tvær sér- greinar. Kennarar við deildina eru því flestir aðeins í hlutastarfi. Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran kenna á fiðlu og selló, Elísabet Erlingsdóttir kennir söng, Pétur Maté á píanó, Sigurður Þorbergsson á básúnu og Bernharður Wilkinson á flautu. Kjartan Ólafsson, Þorkell Sig- urbjörnsson og Úlfar Ingi Haralds- son kenna tónsmíðar en auk þess kennir Úlfar Ingi tónbókmenntir. Tryggvi M. Baldvinsson og Kjartan Ólafsson kenna tónfræði. Eini kenn- arinn í fullu starfi er Anna Guðný Guðmundsdóttir sem er undirleikari söng- og hljóðfæranemenda. Mist segir þessa fyrstu önn tónlist- ardeildarinnar hafa gengið „lygilega“ vel. „Við áttum í haust að hefja skóla- starfið í Japíshúsinu í Brautarholti, en það gekk til baka á elleftu stundu. Við fengum hins vegar inni hjá leik- listardeildinni á Sölvhólsgötu, sem af rausnarskap hliðraði til fyrir okkur. Það hefur hins vegar reynst ákaflega skemmtilegt að hafa lent þar svona óvart, því það hefur opnað nýjar vídd- ir hjá báðum deildum og orðið grund- völlur samstarfs, eins og með Tú- skildingsóperunni sem nemendur leiklistardeildar og tónlistardeildar settu upp saman. Það hefur verið mjög mikið að gera hjá tónlistarnem- unum í kringum þetta verkefni, og má segja kraftaverk að þeim hafi líka tek- ist að koma upp því veglega tón- leikaprógrammi sem nú er komið í gang. Auk þess að spila og syngja sjálf á tónleikunum hafa krakkarnir komið upp tveimur strengjakvartett- um sem koma líka fram á tónleikun- um, og við vonum auðvitað að það verði til þess að kammermúsíkþátt- urinn verði mikilvægur í skólastarf- inu þegar fram líða stundir.“ Auk ellefu tónverka nemenda sem flutt verða á föstudagstónleikunum syngja þau og leika verk eftir Tele- mann, Beethoven, Mendelssohn, Sjostakovitsj, Atla Heimi Sveinsson, Mozart, Henze, Bernstein, Schu- mann, Debussy og fleiri öll kvöld þangað til. Fyrstu tónleikar nemenda tónlistar- deildar Listaháskóla Íslands Tónleikar í stað prófs Mist Þorkelsdóttir MYNDLISTARSÝNING með verk- um Þórðar Hall myndlistarmanns stendur nú yfir í Hallgrímskirkju. Sýningin er fyrsta sýning á 20. starfsári Listvinafélags Hallgríms- kirkju. Um sýninguna segir listamað- urinn m.a.: „Myndefni mitt sæki ég í íslenskt landslag án beinnar skír- skotunar til kennileita eða ákveð- inna staða. Í myndunum á þessari sýningu vinn ég með ljósið og birt- una í huglægri og hljóðri náttúru. Myndirnar eru allar unnar í olíu á striga.“ Þórður stundaði nám við Mynd- listarskólann í Reykjavík, Myndlista- og handíðaskóla Íslands og fram- haldsnám við Konunglega Listahá- skólann í Stokkhólmi. Þórður hefur haldið fjölda einkasýninga hér á landi og erlendis og hefur tekið þátt í fjölda alþjóðlegra samsýninga hér heima, á Norðurlöndunum, víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Mörg listasöfn og stofnanir hérlendis og erlendis eiga verk eftir hann. Sýningin stendur til 20. febrúar. Hún er opin alla daga frá 9-17. Ljósið í huglægri og hljóðri náttúru Þórður Hall við eitt verka sinna í Hallgrímskirkju. NÚ stendur yfir myndlistarsýning í Vídalínskirkju í Garðabæ. Myndlist- armennirnir, sem eiga verk á sýning- unni, eru Kristín G. Gunnlaugsdóttir, Sigrún Ólöf Einarsdóttir, Sören S. Larsen, Steinunn Þórarinsdóttir og Þorgerður Sigurðardóttir. Að sýning- unni stendur listanefnd Garðasóknar. Sýningin er opin alla daga kl. 10–20 og stendur til 6. janúar. Myndlist í Vídalínskirkju

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.