Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 50
UMRÆÐAN 50 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÉG HEF ekki alveg getað fylgt stjórnar- formanni Línu.Nets, Orkuveitunnar og Sparisjóðs vélstjóra eftir á þeim mikla hraða sem ráðstafanir hans á fjármálasviðinu hreyfast eftir. Því hlustaði ég með öndina í hálsinum á það, hversu fimlega hann varðist atlögum sjálfstæðismanna í beinni útsendingu um fjármál Línu.Nets. Eftir að hafa lýst því hversu góðar og sjálf- sagðar allar hlutafjáraukningar, hlutabréfakaup, hlutabréfaniður- færslur og yfirtökur á skuldum á upplýsingahraðbrautinni milli Orkuveitunnar og Línu.Nets væru kom útrásin: Allar þessar tilfærslur hjá Línu.- Neti væru nú ekki stórar tölur miðað við skuldasöfnun Lands- virkjunar, þar sem viðmælandinn sæti í stjórn. – Aleinn, að manni gat helst skilist. Þessi skuldasöfn- un væri stjórnarformanninum mik- ið áhyggjuefni, hvað sem Línu.Neti liði. Lína.Net væri hinsvegar svo mikið þjóðþrifafyrirtæki að aðeins forneskjur gætu verið á móti því og skuldir þess fyrirtækis hjóm eitt hjá Landsvirkjun. Stjórnarformaðurinn sannaði þarna eftirminnilega, að hann hef- ur sitthvað getað tileinkað sér af útrásarstíl hins mikla leiðtoga síns. En hún þaggar niður gagnrýni stjórnarandstöðunnar með því að draga djúpt andann og blása: „EEEEEnn þið ssssjálfstæðis- menn...,“ af þvílíkum sannfæring- arkrafti og óðmælgi í frammítök- um, að ekkert kvikt stendur eftir á sviðinu. Stórkostlegur fjölmiðla- stíll. Þótt horft væri alveg framhjá því að Reykjavík á nærri helming í því ágæta fyrirtæki Landsvirkjun og hverjir stjórna Reykjavík, þá voru þetta þung og ábyrgðarfull orð og til þess fallin að vekja menn til umhugsunar, í ljósi þess að Reykjavík ráðgerir að skulda sjálf 42 milljarða í lok næsta árs til við- bótar hlutdeildinni í skuldum Landsvirkjunar. En skuldir Lands- virkjunar nema þó aðeins 71 millj- arði eftir tvær nýbyggðar virkj- anir. Hreinar skuldir Reykjavíkur- borgar í valdatíð stjórnarformannsins frá 1994 nema hins- vegar 32 milljörðum og hefur nettóskuldin því aukist um 10 millj- ónir á dag, hvern ein- asta dag, sem hann hefur stjórnað borg- inni. Og það eru 180 dagar til kosninga. Til útskýringar þýð- ir „hrein“ skuldaaukn- ing það sama og skuldasöfnunin eftir að búið var að eyða því sem til var í bankabókunum frá tíð íhaldsins. Viðmælandinn í sjónvarpinu átaldi stjórnarformanninn fyrir skuldasöfnun Línu.Nets og fjár- austur Orkuveitunnar í það fyr- irtæki, sem væri að keppast við að veita þjónustu sem aðrir gætu veitt. Þetta fyrirtæki ætti að selja tafarlaust og láta aðra um starf- semina. Að þessu sögðu náði stjórnarfor- maðurinn hápunkti í framgöngu sinni þetta kvöld. Skelmislegt bros færðist yfir andlit hans þegar hann sagðist ætla að selja Perluna, þar sem rekinn væri veitingarekstur, sem einkaaðilar gætu gert betur. Þetta var útspil, sem hann greini- lega naut til fulls. Já, selja þetta mannvirki, sem sjálfur Davíð hafði látið byggja fyrir milljarð. Fjölmiðlaveizla Og skyndlega var þetta Perlu- mál orðið aðalatriði í fjölmiðlunum. Allt baslið með Línu.Net gufað upp þó að það kosti bráðum tvær til þrjár Perlur. Engu máli skipti þó að einkaaðilar hafi rekið starfsemina og jafnvel farið á hausinn við veitingarekstur í Perl- unni. Þetta er sko að kunna á fjöl- miðla. Næst þegar að honum er sótt getur formaðurinn spilað því út, að hann muni barasta selja Ráðhúsið, sem sami Davíð byggði fyrir stórfé. Þar er líka rekin sjoppa, sem aðrir ættu að reka, samkvæmt formúlu stjórnarformannsins. Og Kjarvalsstaðir yrðu þá væntanlega líka á söluskránni. Enda hvers vegna eiga þessi hús að keppa við boðað Orkukaffi og aðra Orku- drykki, sem framreiddir verða samkvæmt hvítbók í hinum nýju og arðbæru höfuðstöðvum Orkuveit- unnar uppi á Hálsi? Þegar þetta verður allt fram komið er ekki hægt að benda á neitt, sem sjálfstæðismenn hafa einhverntímann gert, sem stjórn- arformaðurinn hefur ekki líka gert. Davíð seldi Bæjarútgerðina og stjórnarformaðurinn selur Perluna á kosningaárinu. Samræmd sjónarhorn Við skulum reyna að sætta okk- ur við það í bili, að enginn nema stjórnarformaðurinn og Orkuveit- an geti rekið Línu.Net. En ætti þá ekki að vera samræmi í málflutn- ingi háttvirts stjórnarformannsins þegar kemur að öðrum borgar- rekstri? Inni á Ártúnshöfða er fyrirtæki, sem mig myndi langa til að kaupa frekar en Perluna eða Ráðhúsið. Malbikunarstöðin Höfði finnst mér fallegt fyrirtæki og vel rekið þó að það stundi ekki veitingarekstur. Ég er búinn að starfa á næstu lóð við það í 37 ár og þekki því vel til þess og þess ágæta fólks, sem þar vinnur. Ég hef velt því fyrir mér af hverju stjórnarformaðurinn sé að láta borgina vasast í þessum at- vinnurekstri, sem aðrir geta sann- anlega séð um og sjá um? Hvernig væri að stjórnarformað- urinn stórhuga seldi mér og mín- um Malbikunarstöðina Höfða, svona til samræmis? Stórhuga stjórn- arformaður Halldór Jónsson Stjórnmál Stjórnarformaðurinn sannaði þarna eftir- minnilega, segir Hall- dór Jónsson, að hann hefur sitthvað getað til- einkað sér af útrásarstíl hins mikla leiðtoga síns. Höfundur er verkfræðingur. Mörkinni 3, sími 588 0640G læ si le ga r gj af av ör ur Bjórglös kr. 1.750 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14. Samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuð- borgarsvæðisins sam- þykkti hinn 9. nóvem- ber síðastliðinn tillögu að nýju svæðisskipulagi til almennrar kynning- ar. Tillagan, sem dansk- íslenska ráðgjafarsam- steypan Nesplanners hefur unnið fyrir nefnd- ina, er svæðisskipulag fyrir átta sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2024. Eitt af meginmark- miðum skipulagsins er að nýta betur land inn- an byggðarinnar fyrir nýbyggingar. Þetta eru gamlar atvinnulóðir og önnur „laus“ svæði sem ekki hafa gildi sem hluti af útivistarsvæðum. Dæmigert slíkt svæði er Borgartúnið í Reykjavík. Slík þróun stuðlar að betri nýtingu grunnkerfa svo sem vega og veitna og hefur oftast jákvæð umhverfisleg heildaráhrif. Á skipulagstímabilinu er einkum horft til þess að ný byggð muni fylla í þær eyður sem eru á milli Mosfells- bæjar í norðri og Hafnarfjarðar í suðri. Austurmörk byggðarinnar munu afmarkast af hinum svokallaða „græna trefli“, sem eru skógræktar- og útivistarsvæðin ofan byggðar. Á norðursvæðinu er reiknað með upp- byggingu á reitum undir Úlfarsfelli og í Blikastaðalandi upp með Úlfarsá að Hafravatni. Á þessu svæði er auk blandaðrar byggðar, gert ráð fyrir uppbyggingu nýs þjónustukjarna. Í Mosfellsbæ verða byggð upp svæðin norðan og austan Reykjalundar og dalurinn þannig fullbyggður. Gufu- nes og Geldinganes munu byggjast upp, m.a. verður byggt at- hafnasvæði umhverfis nýja höfn í Eiðsvík. Norðlingaholtið mun byggjast upp á skipu- lagstímabilinu og svæði austan Rauðavatns verða tekin undir at- vinnustarfsemi. Við Eiðisgranda verða frek- ari landfyllingar til vesturs, sem tengjast munu Seltjarnarnesi. Eftir 2016 er gert ráð fyrir að uppbygging á Reykjavíkurflugvelli hefjist beggja vegna austur-vestur flugbrautarinnar. Verði allt flug lagt af á svæðinu, mun byggð þróast þar áfram eftir að skipulagstímabilinu lýkur 2024. Í Kópavogi er reiknað með nýrri byggð á uppfyllingu í Fossvogi, en meginuppbyggingin á sér stað með vexti byggðarinnar við Vatnsenda að Elliðavatni. Frekari uppbygging verður í Bessastaðahreppi þannig að byggðin mun mynda samfelldari heildir. Við Arnarnesvog í Garðabæ er gert ráð fyrir byggð á fyllingu. Þá mun byggð teygja sig út á Álftanes þegar Garðaholtið fer undir byggð. Byggt verður á auðum svæðum beggja vegna Arnarnesvegar. Ofan Reykjanesbrautar eru stór svæði í Garðabæ sem áætlað er að byggist upp á tímabilinu, og munu þau ná að græna treflinum. Í Hafnarfirði verð- ur haldið áfram uppbyggingu ofan Reykjanesbrautar að útivistarsvæð- inu við Hvaleyrarvatn sem er hluti af græna treflinum. Erfitt er að sjá hver staðan verður á landnotkun í lok tímabilsins en horft er til nokkurra svæða sem næstu uppbyggingarsvæða í fram- haldi skipulagsins eftir 2024. Þau svæði eru, auk Reykjavíkurflugvall- ar, á Álfsnesi, austan Úlfarsfells og í hrauninu sunnan Hafnarfjarðar. Vinnan við svæðisskipulagið hefur verið mjög yfirgripsmikil og víða þurft að sætta sjónarmið og miðla málum. Slíkt er eðlilegt þegar hlut eiga að máli stór sveitarfélög sem, þrátt fyrir samvinnu á einu sviði, eru í samkeppni á öðrum sviðum. Það er von okkar sem höfum komið að þess- ari vinnu að nýju svæðisskipulagi fylgi skilvirkara samstarf sveitarfé- laganna á höfuðborgarsvæðinu í þeim fjölmörgu málaflokkum sem snúa að þjónustu við þetta samfellda íbúðar- og atvinnusvæði, jafnframt því sem það tryggi að höfuðborgarsvæðið, með landsbyggðina sem bakhjarl, standi traustum fótum í vaxandi al- þjóðlegri samkeppni. Þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu Sigurður Einarsson Skipulag Vinnan við svæðisskipu- lagið, segir Sigurður Einarsson, hefur verið mjög yfirgripsmikil og víða þurft að sætta sjónarmið. Höfundur er formaður samvinnu- nefndar um svæðisskipulag á höf- uðborgarsvæðinu. EUROCARD korthafar og MasterCard korthafar banka og sparisjóða geta snúið sér til EUROPAY í Ármúla 28 vegna kortagreiðslna á ferðum með Samvinnuferðum–Landsýn hf. sem fallið hafa niður eða munu falla niður. MasterCard korthafar geta einnig snúið sér til síns banka eða sparisjóðs. Þeir sem greitt hafa ferðir að hluta með kreditkorti og að hluta með debetkorti, ávísunum eða peningum eru einnig velkomnir og mun EUROPAY þá annast nauðsynleg samskipti við samgönguráðuneytið fyrir þeirra hönd. Þeir sem ekki greiddu með kreditkorti þurfa hins vegar sjálfir að snúa sér til ráðuneytisins. Nauðsynleg eyðublöð og leiðbeiningar liggja frammi í afgreiðslu félagsins í Ármúla 28 og eru einnig á vefslóðinni www.europay.is. Nauðsynlegt er að korthafar leggi fram frumrit gagna frá ferðaskrifstofunni, s.s. reikninga og kvittanir fyrir innborgunum á ferðir eða staðfestingu samgönguráðuneytis á móttöku slíkra gagna. Til að auðvelda afgreiðslu eru korthafar vinsamlega beðnir að ljúka útfyllingu eyðublaða og ljósritun frumrita sinna áður en þeir koma til okkar, ef mögulegt er. 4. desember 2001, EUROPAY Ísland – Kreditkort hf. Auglýsing frá EUROPAY Íslandi vegna gjaldþrots Samvinnuferða–Landsýnar Bankastræti 3,  551 3635 mat; eau de parfum japanski dömuilmurinn hannaður af MASAKÏ MATSUSHÏMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.