Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ EFLA þarf rannsóknir á atferli fisks í veiðarfærum og áhrif veiðarfæra á sjávarbotninn. Þetta kom m.a. fram á fundi Fiskifélags Íslands um þróun veiðarfæra og umgengni um auðlind- ir hafsins sem haldinn var í gær. Einar Hreinsson, sjávarútvegs- fræðingur og framkvæmdastjóri Netagerðar Vestfjarða, fjallaði á fundinum um nútímaveiðitækni og flokkunargetu veiðarfæra. Sagði hann vitneskju fiskimanna á veiði- ferlinu afar takmarkaða, að því leyti að mjög lítið væri vitað um hvað ger- ist neðansjávar við fiskveiðar. Með núverandi tækjabúnaði vissi veiði- maðurinn aðeins hvar hann væri staddur og hve dýpið væri mikið. Hann hefði hinsvegar aðeins vís- bendingar um bráðina, innkomu í veiðarfærið og aflann. Það eina sem hann gæti verið viss um væri sá afli sem kæmi úr veiðarfærinu. Neyðumst til að flokka fisk á yfirborðinu Einar sagði að þær veiðiaðferðir sem notaðar eru væru fáar og veið- arfærin einhæf. Veiðarnar væru þannig fyrirhafnarmiklar og í raun ómarkvissar, því skipin færu yfir gíf- urlegt hafsvæði þar sem lítið væri um fisk. Einar sagði að veiðimenn liðu fyrir upplýsingaskort úr sæ- rýminu og það takmarkaði getu þeirra til að draga rökréttar álykt- anir í veiðiskap. „Við erum í fullkominni óvissu um hvað við erum að fanga, þar til bráðin er á yfirborði sjávar. Kjörhæfni veið- arfæra er almennt slök og mætir hvergi nærri þeim kröfum sem gerð- ar eru til veiðimanna. Við getum að- eins leitast við að ná í einstakar teg- undir og stærðarflokkað hráefnið. Þrátt fyrir það eru sífellt að koma upp tegundir og stærðarflokkar sem okkur er annaðhvort bannað að veiða eða við kærum okkur ekki um að fá. Ástæðan er sú að við vitum ekki hvað á sér stað í og við veiðarfærið meðan á veiðiferlinu stendur og höfum ekki möguleika á að bregðast við því fyrr en veiðarfærið er við yfirborðið á ný og aflinn tiltækur. Þess vegna neyð- umst við til að klára flokkunina á yf- irborðinu.“ Einar sagði að kunnátta og geta Íslendinga í fiskveiðum væri einfald- lega ekki nógu góð. Menn þyrftu að gera sér grein fyrir því, áður en tekn- ar væru stefnumótandi ákvarðanir. Kröfur um kjörhæfni ekki nýjar af nálinni Guðmundur Gunnarsson, mark- aðs- og þróunarstjóri Hampiðjunnar, sagði í framsögu sinni á fundinum að þrátt fyrir mikla og öra þróun í gerð veiðarfæra hefði þróun skipakosts og fiskileitartækja verið nokkuð meiri þegar kemur að fiskveiðum, sérstak- lega á síðustu áratugum. Þannig hefði orðið bylting í fiskveiðum með tilkomu dýptarmæla, skip hefðu stækkað og þar af leiðandi veiðar- færi, til að hægt væri að sækja á dýpri og erfiðari veiðislóðir. Hann sagði umræðu um gerð veiðarfæra í tengslum við brottkast á fiski, og þá ekki aðeins smáfiski, ekki nýja af nál- inni. Alltaf hefðu verið gerðar kröfur um kjörhæfni veiðarfæra og margt hefði áunnist til að skila smáfiski úr veiðarfærum, svo sem með stærri möskvum á togveiðarfærum. Eins hefðu orðið þáttaskil í verndunarað- gerðum með seiðaskiljum, enda væri kjörhæfni þeirra meiri en venjulegs trollpoka og fiskur skaddaðist síður þegar hann færi í gegnum seiðaskilj- ur. Þær hefðu meðal annars verið mjög mikilvægar í uppbyggingu karfastofnsins hér við land. Norðmenn gera nýstárlegar rannsóknir Guðmundur sagði Norðmenn langfremsta í veiðarfærarannsókn- um í heiminum, enda hefðu þeir úr mun meiri fjármunum að spila en sambærilegar rannsóknastofnanir í nágrannalöndunum. Norðmenn væru þannig mun lengra komnir og stæðu nú í margskonar og nýstár- legum rannsóknum í þessum efnum. Þannig væru þeir nú meðal annars að gera tilraunir með að nýta lyktar- skyn fisks til að veiða hann, sem og með lífræn hljóð sem stór fiskur gef- ur frá sér og fælir í burtu smáfisk. Guðmundur benti á að í nútíma- fiskveiðum væri hægt að mæla allar fjarlægðir í togveiðarfærum en hins- vegar væri lítið vitað um hvað verður um fiskinn eftir að hann kemur í troll. Því þyrfti að rannsaka betur at- ferli fiska í veiðarfærum. Eins væri brýnt að rannsaka betur áhrif veiðarfæra á sjávarbotninn. Í fjörlegum umræðum að framsög- um loknum kom m.a. fram að hér- lendis er ekki til neinn búnaður til mælinga og myndatöku neðansjávar. Það takmarkar mjög rannsóknir á atferli fisks í veiðarfærum, sem og áhrifum veiðarfæra á sjávarbotninn. Veiðiaðferð- ir fáar og einhæfar Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Einar Hreinsson, framkvæmdastjóri Netagerðar Vestfjarða, á fundi Fiski- félags Íslands um þróun veiðarfæra og umgengni við auðlindina. SALA verslana Baugs hf. í Smára- lind er í heild umfram áætlun og hef- ur opnun Smáralindar ekki haft telj- andi áhrif á sölu í öðrum Baugs- verslunum. Sala verslana í miðborg Reykjavíkur hefur þó dregist saman um 30%. Niðurstöður úr níu mánaða upp- gjöri Baugs hf., sem birtar voru í Morgunblaðinu á laugardag, bera merki mikillar uppbyggingar félags- ins á heimamarkaði á þriðja ársfjórð- ungi. Samkvæmt tilkynningu frá fé- laginu er uppgjörið í heild í takt við væntingar að frátöldum rekstri móð- urfélagsins á heimamarkaði í sept- ember, sem er sagður hafa verið erf- iður mánuður í rekstrinum. Í október opnaði Baugur átta verslanir í Smáralind og vegna fjár- festinga í þeim verslunum féll mikill kostnaður á félagið á þriðja ársfjórð- ungi, þá aðallega í septembermánuði. Tekjur af þessum fjárfestingum fóru hins vegar ekki að skila sér fyrr en á fjórða ársfjórðungi. 242 m.kr. tap á 3. ársfjórðungi Auk hins mikla kostnaðarauka í september varð samdráttur í sölu sérvöru upp úr miðjum september, að því er segir í tilkynningu. Þá hafði gengislækkun íslensku krónunnar neikvæð áhrif á reksturinn og eru verðhækkanir af þeim sökum sagðar valda því að framlegð móðurfélagsins er 1% lægri en á sama tímabili árið 2000. Þó er gert ráð fyrir að geng- isbreytingar muni hafa að fullu skilað sér í verðlagi í lok desember. Greiningardeild Íslandsbanka seg- ir tap Baugs á þriðja ársfjórðungi hafa numið 242 milljónum króna og veltufé frá rekstri hafi numið 42 millj- ónum króna á sama tímabili. Afkoma fjórðungsins er sögð í takt við vænt- ingar bankans enda félagið í mikilli uppbyggingu á tímabilinu. Samkvæmt frétt greiningardeildar nam álagning í vörusölu Baugs á þriðja ársfjórðungi 28,1% samanbor- ið við 24,6% á fyrstu sex mánuðum ársins. Munurinn er m.a. sagður skýrast af því að dótturfélagið Bonus Stores í Bandaríkjunum, sem rekið er með 27% framlegð, kom inn í sam- stæðu Baugs 1. júlí sl. Þá segir að EBITDA-framlegð samstæðunnar hafi dregist verulega saman og hafi verið aðeins 2,3% á þriðja ársfjórðungi samanborið við 5,9% á fyrri hluta ársins. Þar kemur m.a. til kostnaður við uppbyggingu hér heima og í Bandaríkjunum. 43% söluaukning í október Afkoma fjórða ársfjórðungs er, samkvæmt tilkynningu frá Baugi, talin verða mun betri en þess þriðja enda myndist stærstur hluti hagnað- ar Baugs jafnan á síðustu mánuðum ársins. Það sem af er fjórða ársfjórðungi hefur opnun Smáralindar ekki haft áhrif á sölu í öðrum verslunum Baugs. Samdráttur í sölu Baugs- verslana í Kringlunni hefur verið inn- an við 10% og er það talsvert minni samdráttur en reiknað var með. Mestur samdráttur hefur orðið í sölu Baugsverslana í miðborginni, eða lið- lega 30%, sem er sagt í samræmi við áætlanir félagsins. Með opnun Smáralindar jókst fer- metrafjöldi verslana Baugs um þriðj- ung og söluaukning í október var 43% miðað við sama tíma árið 2000. Verslanir í Smáralind eru sagðar hafa fengið góðar viðtökur og um- fram áætlanir Baugs fyrir fjórða árs- fjórðung. Þannig er sala Hagkaups í Smáralind nú 5% umfram áætlun, sala TopShop og Miss Selfridge er 20% umfram áætlanir, sala Útilífs er 15% umfram áætlun og Dótabúðin er 7% yfir áætlun. Verslunin Zara er 40% umfram söluáætlun og sala á hvern fermetra er sú mesta sem verið hefur innan samstæðunnar. Sala í Debenhams er á hinn bóginn um 15% undir áætlun. Uppbyggingarferli Baugs á Ís- landi lauk formlega sl. laugardag þegar opnaðar voru þrjár nýjar verslanir, Bónus á Smáratorgi, 10-11 á Hjarðarhaga og Lyfja í Spönginni. Félagið hefur tilkynnt um að fjárfest- ingar á heimamarkaði verði óveru- legar á næstu misserum og Baugur muni næstu þrjú árin einbeita sér að útrás og vexti erlendis ásamt hag- ræðingu í rekstri innanlands. Samdráttur í verslunum Baugs á heimamarkaði September erfiður í rekstri Baugs ÁRNI M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra, hélt erindi í upphafi ráðstefnu um málefni hafsins sem nú stendur yfir í höfuðstöðvum UNESCO í París. Í máli sínu lagði sjávarútvegsráðherra sérstaka áherslu á mikilvægi Reykjavík- uryfirlýsingarinnar, sem sam- þykkt var á alþjóðlegri ráðstefnu um ábyrgar fiskveiðar í vistkerfi sjávar sem haldin var á vegum ís- lenskra stjórnvalda og FAO í Reykjavík í október sl., fyrir al- þjóðasamstarf í þágu ábyrgra fisk- veiða. Sagði Árni að yfirlýsingin staðfestimikilvægi sjávarútvegs fyrir fæðuöryggi í heiminum og efnahag margra ríkja. Hún mark- aðijafnframt tímamót þar sem með henni sammælist ríki um að inntak vistkerfisnálgunar við fisk- veiðistjórnun sé að jafnt tillit sé tekið til áhrifa fikveiða á vistkerfi sjávar og áhrif vistkerfisins á fisk- veiðistjórnun. Í ávarpi sínu lagði ráðherra jafnframt áherslu á mik- ilvægi þess að ríki heims vinni áfram að því að draga úr mengun hafsins frá landi og fagnaði í því samhengi niðurstöðum nýlokins ráðherrafundar í Montréal um mengun hafsins frá landi. Málefni hafsins rædd ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.