Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Söludeildin er opin alla virka daga frá kl. 8:00 - 17:00 nema á föstudögum þá er lokað kl 16:00. VEGAGERÐIN hefur lagt fram skýrslu um mat á umhverfisáhrifum tvöföldunar Reykjanesbrautar frá Hafnarfirði til Njarðvíkur. Skýrslan er til athugunar hjá Skipulagsstofnun og gefst almenningi kostur á að skila inn athugasemdum til 9. janúar næst- komandi. Fyrirhugað er að breikka Reykja- nesbraut á um 24 kílómetra kafla frá sveitarfélagamörkum Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandarhrepps og vestur fyrir Seylubraut í Njarðvík. Lagðir eru fram fjórir valkostir, í þremur þeirra fest tvöföldun braut- arinnar og í einum felst breikkun brautarinnar um eina akgrein. Vega- gerðin hefur valið kost sem fest í tvö- földun brautarinnar og fylgir núver- andi vegstæði að mestu. Á leiðinni verða fimm mislæg vegamót. Við ein gatnamótin, við Vatnsleysustrandar- veg og Keilisveg, eru lagðar til tvær mögulegar staðsetningar og óskað úr- skurðar Skipulagsstofnunar um báð- ar. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist á næsta ári og að þeim verði lokið 2010. Heildarkostnaður við verkið er áætlaður 3 til 3,5 millj- arðar króna, miðað við verðlag í ár, að því er fram kemur í matsskýrslunni. Samkvæmt vegaáætlun 2001 til 2004 eru fjárveitingar til breikkunar Reykjanesbrautar áætlaðar 574 millj- ónir kr. Áfangaskipting hefur ekki verið ákveðin. Einkum sjónræn áhrif Það er niðurstaða Hönnunar hf. sem gerði matsskýrsluna fyrir Vega- gerðina að framkvæmdirnar hafi lítil áhrif á náttúrufar og menningarminj- ar svæðisins en umtalsverð jákvæð áhrif á samgöngur, umferðaröryggi og samfélag. Ekki er talið að einstæð- um jarðmyndunum verði raskað. Framkvæmdasvæðið er þó að stærst- um hluta á eldhraunum sem njóta sérstakrar verndar sem sérstæð landslagsgerð samkvæmt náttúru- verndarlögum. Áhrif eru einkum talin sjónræn, ekki síst áhrif mislægra vegamóta. Talið er að ferðatími um brautina muni styttast og samgöngur verða greiðari og öruggari. Meðalhraði mun aukast og ferðatími styttast um 6-8%. Reykjanesbraut mun geta afkastað þrefalt meiri umferð en nú er, eða um 25-40 þúsund bílum á sólarhring en umferðarspá gerir ráð fyrir 15 þús- und bílum á sólarhring árið 2020. Gert er ráð fyrir því að umferðarslysum muni fækka um 35-65% eftir fram- kvæmdirnar. Fram kemur að umferð hjólreiða- manna verður bönnuð um brautina og að lögð verður ný hjólreiðaleið milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbrautar. Matsskýrslan liggur frammi á skrifstofum Hafnarfjarðarbæjar, Reykjanesbæjar og Vatnsleysu- strandarhrepps og á bókasafni Reykjanesbæjar. Einnig á Þjóðar- bókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun í Reykjavík. Þá er skýrslan aðgengi- leg á heimasíðum Vegagerðarinnar, www.vegagerdin.is, og Hönnunar hf., www.honnun.is. Kynningin stendur yfir í sex vikur, til 9. janúar næstkom- andi, en þá rennur jafnframt út frest- ur til að gera athugasemdir. Vegagerðin stendur fyrir kynningu á framkvæmdinni með opnu húsi í fundarsal Reykjanesbæjar, fimmtu- daginn 6. desember næstkomandi, frá kl. 16 til 19. Tvöföldun Reykjanesbrautar Lítil áhrif á náttúrufar Reykjanesbraut SLÖKKVILIÐ Brunavarna Suður- nesja fékk um helgina afhentan nýj- an og öflugan slökkviliðs- og dælu- bíl. Er afhending bifreiðarinnar lokaáfanginn í endurnýjun tækja- kosts slökkviliðsins og endurskipu- lagningu sem staðið hefur yfir und- anfarin ár. Á undanförnum árum hefur verið unnið að endurskipulagningu slökkviliðsins og endurmati á þörf þess fyrir mannafla og tækjakost. Hefur þessi vinna farið fram undir stjórn Sigmundar Eyþórssonar sem tók við starfi slökkviliðsstjóra á árinu 1996. Fjölgað var í slökkvilið- inu svo nú eru þrír menn á vakt í einu. Sigmundur segir að á árinu 1998 hafi hann lagt fram áætlun um end- urnýjun á útkallsbílum og búnaði slökkviliðsins en lítil endurnýjun hafi þá átt sér stað í 12 til 15 ár. Meðal annars hafi verið athuguð af- kastageta dælubíla og vatnsveitna í byggðarlögunum og þeirri þróun sem átt hafi sér stað og farið yfir byggingar með tilliti til bruna- áhættu og nauðsynlegs viðbúnaðar slökkviliðsins. „Það hefur fjölgað nokkuð á starfssvæðinu og áhættan breyst með því að stærri byggingar hafa risið og iðnaðarstarfsemi auk- ist. Þá hefur slysum fjölgað á Reykjanesbrautinni. Þetta endur- mat leiddi í ljós að tækjakosturinn hentaði ekki lengur fyrir starfsem- ina og þær kröfur sem til hennar eru gerðar,“ segir Sigmundur í samtali við Morgunblaðið. Sem dæmi um þetta getur hann þess að aðal- slökkvibíll slökkviliðsins hafi ávallt verið notaður í björgunaraðgerðir vegna umferðaróhappa, meðal ann- ars á Reykjanesbrautinni. Í því hafi falist skerðing á viðbúnaði slökkvi- liðsins. Þá getur hann þess að gömlu bílarnir séu ekki eins hraðskreiðir og nýir bílar. Þrír nýir bílar Stjórn Brunavarna Suðurnesja samþykkti þriggja ára áætlun um endurnýjun tækjakosts slökkviliðs- ins og veita til hennar rúmum 10 milljónum króna á ári. Nota sveit- arfélögin meðal annars arðgreiðslur af eignarhlut sínum í Brunabóta- félagi Íslands í þetta verkefni. Segir Sigmundur að sveitarfélögin hafi sýnt ábyrgð og framsýni í þessu verkefni en það eru Reykjanesbær, Gerðahreppur og Vatnsleysustrand- arhreppur sem standa að Bruna- vörnum Suðurnesja. Ráðist var í kaup á þremur nýjum bílum á tveimur árum. Fyrst var keyptur körfubíll, síðan öflugur björgunar- bíll fyrir umferðaróhöpp sem jafn- framt er búinn slökkvidælu og nú hefur verið tekinn í notkun nýr dælubíll. Fyrir á slökkviliðið tvo gamla bíla sem notaðir verða áfram, lagna- og dælubíll og tankbíll. Nýju bílarnir hafa verið útbúnir nýjustu tækni en enn á eftir að bæta þar við, að sögn Sigmundar, en hann segir að það verði gert smátt og smátt. Reykköfunartæki hafa verið endur- nýjuð og tekið í notkun TETRA- fjarskiptakerfi. Körfubíllinn sem tekinn var í notkun 17. júní á síðasta ári var keyptur notaður frá Svíþjóð. Slökkviliðið átti ekki körfubíl en hafði aðgang að slíku tæki hjá Slökkviliði Keflavíkurflugvallar í neyðartilvikum. Sigmundur segir að körfubíllinn hafi þegar sannað sig í þeim brunum sem orðið hafa síðan hann kom, sérstaklega í frystihús- brunanum í Grindavík fyrr á þessu ári. Var strax hugsað fyrir því að hann gæti nýst þegar aðstoða þyrfti minni slökkviliðin á svæðinu, í Grindavík og Sandgerði, og einnig sem viðbót við tækjakost slökkvi- liðsins á Keflavíkurflugvelli við að- stæður sem þar geta myndast. Þessi fjögur slökkvilið hafa með sér form- lega samvinnu og veita hvert öðru aðstoð eftir því sem þörf er á. Búinn háþrýstikerfi Nýi björgunarbíllinn sem kom fyrr á þessu ári hefur ekki síður sannað sig. Hann var keyptur nýr frá Noregi, Ford 550 sem yfirbyggð- ur var hjá Rosenbauer í Noregi. Hann er fjórhjóladrifinn og hrað- skreiður. Auk góðs björgunarbún- aðar fyrir umferðaróhöpp, svo sem klippur, er hann búinn öflugri slökkvidælu og dælukrafti til að tryggja aðgerðir reykkafara við lífs- björgun við fyrstu aðkomu að brunastað. Hugmyndin með þessum bíl er meðal annars að stytta útkalls- tíma slökkviliðsins til jaðarbyggð- anna, svo sem Hafna, Voga og Garðs, um 30% Síðasti bíllinn, sá sem afhentur var um helgina, er stór og öflugur slökkviliðs- og dælubíll, eingöngu ætlaður til slökkvistarfa. Hann er af Scania-gerð, yfirbyggður af Rosen- bauer. Gamli dælubíllinn var seldur til Vestmannaeyja. Við athöfnina um helgina flutti Ellert Eiríksson bæj- arstjóri, formaður BS, Eyjamönnum sérstakar kveðjur og hamingjuóskir með bílinn. Með tilkomu þessa bíls, sem hannaður hefur verið frá grunni til sinna verka, verða ýmsar nýjungar innleiddar í slökkvistarfi hjá Bruna- vörnum Suðurnesja. Sigmundur getur þess að bíllinn sé á loftpúða- fjöðrum þannig að hægt sé að lækka hann í vinnuhæð á brunastað en það auðveldi alla vinnu og hækka hann sérstaklega í akstri við erfið skil- yrði. Þetta er fyrsti slökkvibíllinn sem búinn er myndavélakerfi í ör- yggisskyni. Í honum er háþrýst og lágþrýst brunadæla. Með honum er slökkviliðið að taka í notkun há- þrýstikerfi sem er talið betra við vissar aðstæður. Vantar mengunarvarnabúnað Sigmundur segir að slökkviliðið sé nú mjög vel búið til að takast á við þau verkefni sem því er ætlað, full- yrðir raunar að það hafi aldrei verið jafnvel útbúið. Segir slökkviliðs- stjórinn að með þessum nýja tækja- kosti nái slökkviliðið betri árangri í störfum, menn gangi ákveðnari og öruggari til verks. Hann getur þess að þekking og þjálfum slökkviliðs- manna sé einnig grunnforsenda þess að vel takist til og þar standi slökkvilið Brunavarna Suðurnesja vel að vígi. Menntunarstig starfs- manna þess sé tiltölulega hátt. Nefnir hann sem dæmi að allir starfsmenn hafi lokið námi í Bruna- málaskóla ríkisins og allir stjórn- endur, þar á meðal varðstjórar, sótt að minnsta kosti tveggja vikna stjórnendanámskeið í Svíþjóð. Þeir hafi tekið að sér kennslu í Bruna- málaskólanum, meðal annars tvö námskeið fyrir skólann. Þá getur hann þess að slökkviliðið annist sjúkraflutninga á svæðinu og séu allir sjúkraflutningamenn með rétt- indi til neyðarflutnings. Í slökkviliðinu eru 30 menn, þar af 17 atvinnumenn í fullu starfi. Hann segir að næsta verkefnið sé að koma upp lágmarksbúnaði til að takast á við nýjar skyldur slökkvi- liða til að bregðast við mengunar- óhöppum á landi. Það hefur búnað til að bregðast við minniháttar efna- slysum, svo sem ammoníaksleka og að hreinsa upp olíu eftir umferðar- óhöpp, en þarf að bæta við þann búnað til fullnægja nýlegum reglum um mengunaróhöpp. Það segir Sig- mundur að verði gert á næstu árum. Endurnýjun tækjabúnaðar Brunavarna Suðurnesja lokið Ljósmynd/Hilmar Bragi Sigmundur Eyþórsson stendur við slökkviliðsbílinn og fjær er björgunarbíllinn. Slökkviliðið aldrei betur útbúið Reykjanesbær/Garður/Vogar LITLU mátti muna að olíubifreið færi í Sandgerðishöfn síðdegis síð- astliðinn föstudag. Bílnum var ekið eftir Suðurgarði, að olíuafgreiðslu fyrir smábáta. Rann hann til í hálku en stöðvaðist á brún grjótgarðsins sem vegurinn liggur eftir. Ekki mátti miklu muna að bíllinn færi í sjóinn en í honum voru nokkur þúsund lítrar af brennsluolíu. Til öryggis voru keðjur og bönd sett á bílinn, þar til hægt var að dæla olíunni yfir á annan bíl. Þá var feng- inn stór krani til að hífa bílinn aftur inn á veginn. Olíubifreið í vanda Sandgerðishöfn Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Keðjur og bönd voru sett á olíu- bílinn til að halda honum á þurru landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.