Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 43 hverju ári fóru þau hjónin ásamt börnum sínum og dvöldu í Hnausa- koti og seinna þegar barnabörnin bættust í hópinn var þeim gjarnan kippt með. Jóhann hafði yndi af að leiða þessa anga um móana og inn- ræta þeim um landsins gæði enda sóttu þau stíft að komast með. Jóhann var mikill söngmaður, söng í kirkjukórum. Aldrei var hann glaðari en þegar Hnausakotskórinn var búinn að stilla sér upp og úr varð blandaður kór sem söng ætt- jarðarlög. Það eru áreiðanlega ekki margir sem geta státað af einkakór með börnum og barnabörnum. Jó- hann veiktist hastarlega um síðustu páska og var ekki hugað líf en hresstist aftur nógu vel til að fara síðustu ferðina norður. Hann átti nefnilega eftir að kveðja dalinn sinn og það gerði hann með reisn eins og allt sem hann gerði. Far í friði, kæri vinur. Jóhönnu og öllum ættingjum votta ég hluttekningu mína. Sigurður Björgvinsson. Það er komið að kveðjustund. Stundaglasið hans Jóhanns er tæmt og ástvinirnir eiga eftir minningarn- ar um elskaðan eiginmann, föður, tengdaföður, afa og langafa. Hann var tengdafaðir minn og við vorum samferða í 36 ár. Ég var svo lánsöm að kynnast tengdaforeldrum mínum meðan þau bjuggu í Hnausakoti og ég skynjaði strax hversu sterkum böndum Jó- hann var tengdur jörðinni sinni og dalnum. Hann fór ekki dult með þá skoðun sína að í Austurárdal væri að finna einn fegursta stað á jörðu hvað svo sem aðrir segja um það. Það voru því eflaust þung spor þeg- ar fjölskyldan þurfti að bregða búi og flytja til Reykjavíkur haustið 1968. En ræturnar slitnuðu ekki og alla tíð var hugurinn fyrir norðan og hvert einasta sumar fóru þau norður í Hnausakot og dvöldust þar í nokkrar vikur. Eftir að börnin þeirra stofnuðu sínar fjölskyldur hvert af öðru dvöldust þau hvert sumar með foreldrum, afa og ömmu í Hnausakoti. Um þessa daga eiga allir í fjölskyldunni dýrmætar minn- ingar og þær verða öllum fjársjóður sem ekki glatast. Jóhanni var það hjartans mál að fjölskyldan, og þá ekki síst barna- börnin þegar þau voru að vaxa úr grasi, gæti dvalið fyrir norðan við sem allra best skilyrði. Því voru flesta vetur lögð á ráðin um fram- kvæmdir næsta sumar. Og mikið var framkvæmt. Ég gleymi aldrei gleðisvipnum á tengdaföður mínum þegar ískalt og tært drykkjarvatn fossaði úr krönum 21. júlí 1975 úr lindinni neðan við Miðdegishólinn. Eldra vatnsbólið var lakara og pípur orðnar ryðgaðar en þegar sú leiðsla var lögð var óvinnandi vegur að grafa með höndum svo langa leið. Margar fleiri myndir renna gegn- um hugann. T.d. afgirtur blettur kringum bæinn, það þýddi meira ör- yggi fyrir litlu börnin, gluggar í hús- inu endurnýjaðir, sólpallur smíðað- ur sunnan við bæinn, og á þeim palli steig elsti sonarsonurinn brúðar- valsinn þetta sumar. Ekki kom ann- að til greina en halda brúðkaups- veisluna í Hnausakoti svo þar var slegið upp stóru tjaldi. Stærsta framkvæmd Jóhanns og Jóhönnu eftir að þau fluttu suður var þegar þau létu leggja rafstreng að Hnausakoti og keyptu í leiðinni öll nauðsynlegustu raftæki sem eitt heimili þarfnast. Allar þessar framkvæmdir höfðu það markmið eitt að afkomendurnir gætu dvalist í Hnausakoti um ókom- in ár við sem mest þægindi og ör- yggi. Jóhann tengdafaðir minn var ekki fyrir gaspur og málalengingar og vildi að fólk stæði við það sem það sagði, í því sem öðru var hann okkur fyrirmynd. Hann bar hag fjölskyldu sinnar mjög fyrir brjósti og fylgdist grannt með hverjum og einum í sínu dag- lega basli. Hann var gæfumaður og auðlegð hans var fólgin í afkomend- unum sem endurguldu honum með umhyggju og ást, ekki síst síðustu mánuðina þegar heilsu tók að hraka og þrekið að dvína. Ég kveð tengdaföður minn með innilegri þökk fyrir samveruna og bið eiginkonu hans og fjölskyldunni blessunar. Margrét Benediktsdóttir. Hávaxinn, alvörugefinn og í senn góðlátlegur maður tók í hönd mína og bauð mig velkominn. Voru þetta fyrstu kynni mín af Jóhanni Helga- syni tengdaföður mínum, en þá var ég að koma í fyrsta sinn í Hnausa- kot að vorlagi. Jón Unnar, ásamt tveimur yngstu systrunum í Hnausakoti, sótti mig og Rögnu konu mína að vegamótum hringveg- ar í vestanverðum Miðfirði. Á þess- um degi lá leið mín í fyrsta skipti fram í Miðfjörð og þaðan áfram inn í Austurárdal, en þá voru aðeins tveir bæir af fimm í byggð í þessum frið- sæla dal, Hnausakot og Skárastaðir, og heyra mátti í fuglum vorboðans ásamt nið Austurár. Var hér eins og maður væri kominn inn í sérstakt samspil náttúru og lífríkis dalsins sem var nú að hvetja ábúendur sína til dáða og framsækni til betri tíma. Jóhann Helgason átti heima í þessum dal lengst af ævi sinnar og tókst á við þau störf sem fylgdu bú- skaparháttum þess tíma. Hann tók síðar við búi foreldra sinna í Hnausakoti ásamt konu sinni Jó- hönnu Jónsdóttur frá Skárastöðum. Árið 1968 bregða þau búi og flytja til Reykjavíkur. Jóhann og Jóhanna eignuðust níu börn. Svo stóran systkinahóp á mis- jöfnum aldri, sem er að hasla sér völl í þjóðfélaginu og hefur misjafn- ar skoðanir á uppbyggingu þess og væntingar til velgengni í lífi og starfi, getur verið erfitt að sameina í vináttu og samheldni. Með árvekni Jóhanns og einstakri hógværð, virð- ingu fyrir skoðunum þeirra og tengdabarna sinna, sem koma úr hinum ýmsu stéttum þjóðfélagsins, ber aldrei skugga á vináttu og sam- vinnu þessa hóps. Samheldni þess- arar stóru fjölskyldu hefur gert það að verkum að öll barnabörn þeirra hjóna, tuttugu og sjö að tölu, þekkj- ast svo vel að það er eins og um sé að ræða stóran systkinahóp. Hann var sannur hornsteinn sinna mörgu afkomenda og tengdabarna, sem nutu nærveru hans og báru ótak- markað traust og virðingu fyrir hon- um frá fyrstu kynnum. Jóhann unni sveit sinni alla tíð og fylgdist með öllu sem þar var að gerast. Hnausakot var hans staður og þar vildi hann vera öll sumur í fríum sínum. Hann var mjög fylginn sér og það sem hann tók sér fyrir hendur skyldi fram ganga. Hvatti hann börn sín og tengdabörn til að halda við eignum jarðarinnar og lagði sjálfur fram fjármuni til þess verks. Við Ragna og börnin okkar, Dagbjört Jóhanna, Styrmir Þór og Þorbjörg Inga, erum þakklát fyrir að hafa átt hann svo lengi að. Sökn- uður okkar allra er mikill, og þá er gott að geta yljað sér við margar og góðar minningar. Að leiðarlokum kveð ég Jóhann með þakklæti fyrir ljúfar stundir liðinna ára. Hvíli hann í friði. Þorsteinn B. Jónmundsson. Það er vor í dal og bóndi snýr sér að búverkum. Erfiður vetur að baki í afskekktum dal, fjarri glaumi borgar. Sólin glampar á Austurána og Arnarvatnsheiðin blasir við í dal- botni. En nú hefur bóndi kvatt dal- inn sinn síðasta sinni, stoltur yfir lyktum mála og ævistarfi. Jóhann Helgason, afi minn, var ógleymanlegur maður, stoltur höfð- ingi sem hafði mikil áhrif á sam- ferðamenn. Leiftrandi greindin, stórhugurinn og bjartsýnin eru okk- ur afkomendum hans leiðarljós. Ógleymanlegar stundir eru liðnar og eftir lifir lærdómur af reynslu og lífssögu stórbrotins manns sem lifði tíma tvenna. Sagan og reynslan af því að gleðjast yfir litlu og halda ódeigur áfram þó að fánýti smámun- anna og hégómans virðist ekki ganga manni í hag þá stundina. Bar- áttan snerist um brauðið. Margt gleymist aldrei. Lærdóm- urinn um virðinguna fyrir nátt- úrunni, gangverki hennar og stór- fengleika. Ekki síst lærdómurinn af ranglæti þess samfélags sem hygg- ur ekki að þeim sem minna mega sín og lenda í erfiðleikum með afkomu og kjör. Um ábyrgð manns á manni og ábyrgð samfélags á einstakling- um sínum. Brennandi áhuginn á hestunum, sveitinni og lífsins gangi sameinaði og brúaði bil kynslóðanna. Kraft- miklar og fjörugar samræður voru tilhlökkunarefni þegar farið var í heimsókn í Unufellið, eða norður í Hnausakot að sumri til. Erli hver- dagsins skotið á frest og sest á rök- stóla. Á níræðisaldri brann andinn sem aldrei fyrr. Nú er göngunni lok- ið og við sem nutum samvistanna við afa geymum með okkur minn- ingarnar, söguna og arfleiðina. Björgvin G. Sigurðsson. Þær eru margar góðar minning- arnar frá liðnum árum sem koma upp í hugann. Við vorum svo lánsöm að búa í sama stigahúsi og Jóhann og fjölskylda í tíu ár. Sambýlið var gott og oft var mikið líf og fjör, bæði hjá þeim fullorðnu sem og börnun- um og átti Jóhann sinn þátt í því. Eftir að við fluttum úr Unufellinu sáumst við kannski ekki oft en feng- um stundum fréttir af þeim hjónum í gegnum börn okkar. Að leiðarlok- um viljum við þakka honum sam- fylgdina þessi ár okkar saman, og við vottum Jóhönnu og fjölskyldu okkar innilegustu samúð. María og Guðmundur. Elsku afi. Þrátt fyrir að þú hafir búið í Unufellinu síðan ég man eftir mér leitar hugurinn ósjálfrátt norð- ur í Hnausakot. Í grösugum hlíðum Austurárdals, þar sem Austurá seytlar niður af Arnarvatnsheiði, stendur kotið og lætur ekki mikið yfir sér. Þér hefur varla verið létt í skapi þegar þú stóðst frammi fyrir því á sínum tíma að þurfa að bregða búi, yfirgefa dalinn og flytja á mölina. Eftir að þú settist í helgan stein var þitt helsta áhugamál að betr- umbæta allar aðstæður í kotinu niðjum þínum til handa. Þú lést aldrei deigan síga þótt málaleitan þinni væri lítt sinnt eða talið úr af viðkomandi stofnunum. Með rök- festu og skynsemi hafðir þú þitt ávallt í gegn. Þú lifir í minningunni sem traust- ur klettur, bjargið sem afkomendur þínir geta byggt á. Þú ert í huga mér skynsemin holdi klædd. Þú hugsaðir öll mál út í þaula áður en þú tókst afstöðu eða ákvörðun sem þú gast svo staðið við. Þú ert fyr- irmynd okkar barnabarnanna sem litum svo mjög upp til þín. Oft verð- ur mér hugsað til þín þegar ég stend frammi fyrir erfiðum ákvörðunum í lífsins ólgusjó: Hvað hefði hann afi minn í Hnausakoti gert í þessum sporum? Þín er sárt saknað, afi, og skarð þitt verður erfitt að fylla. Ég sé þig í anda ríða fram Aust- urárdalinn með þrjá til reiðar. Þú ert kominn norður yfir heiðar, þú ert kominn til að vera. Sigurður U. Sigurðsson.  Fleiri minningargreinar um Jó- hann Helgason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minning- argreina                          !      "    #  $%                       !     "#  $  % &        !'   ! (   ) *+ "     &     &      , - .. /   ' 01 $ #23   &     $  % &     (&      , &2      / 4&     ,& 5#   & 64   " 4   7     ( 5&   5##   64   6#  " 4   #    &       3    + '      5. / + 8)/  ( & #   3 2#  9: 5 3 3    ( !  )*          +  ;   5  )    5    (  5  % 5  5  5  #  5  +                 8)/ <   3=4+ 3 24> ! ? 3+ ' 7 @A   >       BB #=2! 4&2      +   (  3(  , ;+     ,&  4+ 4#  !' (    % & .   . % &     5   5 3#   '    '+      *             ,. ;.5;- 5.,/    ,"- ,   (     +  %   "# 3!'       !'  3      .+ %   4#  !' 5       !' ,   .  !' #3 )    ,     !  3     .+ %   ; &  3  (  ,   .* ) ( 5## "+ ,   3  "   6  "+ %   6#= 5+       '    '+
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.