Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 14
Nokkrir jólasveinar tóku forskot á sæluna og heimsóttu Smáralind. ANDI jólanna ræður lögum og lofum í verslunum á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana enda ekki nema þrjár vikur til jóla. Hver helgi fram að jólum er dýr- mæt fyrir verslunarfólk, en að sögn Sigurðar Jóns- sonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjón- ustu, fór jólasalan eilítið rólegar af stað þessi jólin en þau síðustu. Búast má þó við að viðskiptin glæðist næstu helgi, en þá hefst nýtt kortatímabil og jóla- stemmningin fer að ná há- marki. Opnunartími versl- ana er þegar orðinn lengri en venjan er að vetri og síðustu daga fyrir jól er viðbúið að verslunarfólk þurfi að standa sína plikt frá morgni til kvölds. „Jólasnjórinn er kominn og það hefur líka sitt að segja, nú er fólk að komast í jólaskap,“ segir Sigurður. Jólalögin eru farin að hljóma og jólasveinar, ilm- andi jólatré, glæsilegt jóla- skraut og jólaljós ættu einnig að hjálpa til að skapa rétta andrúmsloftið hvort sem fólk kýs að gera jólainnkaupin innan dyra í hlýlegum verslunarmið- stöðvum eða rölta niður skreyttan Laugaveginn ætti enginn að verða svikinn. Jólasveinarnir eru reyndar ekki væntanlegir til byggða fyrr en að viku liðinni, en nokkrir þeirra gátu ekki setið á sér og kíktu í bæinn til að skoða mannfólkið og athuga hvort allir séu ekki stilltir og prúðir. Þá er sveinunum vissulega um- hugað um að allir fái nýjar flíkur svo enginn fari nú í jólaköttinn. Líf og fjör fram að jólum Morgunblaðið/Árni Sæberg Á Laugavegi gleður ýmislegt augað og margir nutu þar veðurblíðunnar um helgina. Höfuðborgarsvæðið Jólatré er komið upp í Kringlunni og jólalögin farin að hljóma um ganga og verslanir. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ UMFERÐ um Lönguhlíð og Hamrahlíð er að mati um- ferðarnefndar Foreldra- og kennarafélags Hlíðaskóla of hröð og á opnum íbúafundi sem nefndin stóð fyrir á dögunum voru lagðar fram tillögur til að auka umferð- aröryggi við göturnar. Til- lögurnar fela m.a. í sér þrengingu Lönguhlíðar og úrbætur við Hamrahlíð til að draga úr umferðarhraða, en hámarkshraði við götuna er 30 km/klst. Þá leggur nefndin til að sett verði girðing á eyju Kringlumýr- arbrautar frá Miklubraut að Sléttuvegi, að gangbraut verði merkt í Litluhlíð við Eskitorg og að gangbraut verði komið upp á Skógar- hlíð við göngustíg frá Eski- hlíð. Umferðanefndin hefur sent samgöngunefnd Reykjavíkurborgar erindi með tillögum að úrlausnum og kostnaðaráætlun. Er- indinu fylgir ítarleg greina- gerð sem byggð er á tölum um slysatíðni og niðurstöð- um hraða- og mengunar- mælinga svo fátt eitt sé nefnt. Þá sendi nefndin einnig bréf til allra borg- arfulltrúa þar sem tillögurn- ar voru kynntar. Lönguhlíðin sker hverfið í sundur „Segja má að Hlíðahverfið sé rammað inn af Kringlu- mýrarbraut, Miklubraut og Bústaðavegi sem allar eru miklar umferðargötur,“ seg- ir Hafsteinn Helgason for- maður umferðarnefndarinn- ar. „Síðan eru innan hverf- isins tvær vandræðagötur, Hamrahlíð og Langahlíð. Sú síðarnefnda klippir hverfið í tvennt.“ Langahlíð er með tvær akreinar í hvora átt og breiða umferðareyju á milli. Um götuna fara um 9.000 bílar á hverjum degi. Á álagstímum er mikil gegn- umakstursumferð um göt- una, en utan álagstíma er umferðin mun minni. „Við lítum svo á að það fyrir- komulag sem er í Lönguhlíð nú sé í raun gamalt og úrelt skipulagsfyrirbrigði,“ segir Hafsteinn. Settar verði upp umferðareyjar „Gatan þarf ekki að vera svona breið, hún myndi bera þessa daglegu umferð þótt hún væri aðeins með einni akrein í hvora átt, en með því móti teljum við að hrað- inn myndi minnka.“ Sam- hliða þrengingu götunnar þarf að endurnýja gang- stéttir en þær eru að mati nefndarinnar hættulegar á köflum og allar ónýtar. Bið- stöðvar strætisvagna þarf að bæta sem og bílastæða- aðstöðu framan við verslan- ir. Í greinagerð nefndarinn- ar kemur fram að hrað- framúrakstur sé mikill í göt- unni og í sumar varð þar mjög alvarlegt umferðarslys er stúlka varð fyrir bíl. Hamrahlíðin sker Hlíða- hverfið bæði frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð og Hlíðaskóla. Um götuna er áætlað að fari um 8-9.000 bílar á hverjum degi og að drjúgum hluta er um að ræða gegnumstreymisakst- ur, þ.e. umferð annarra en þeirra sem búa eða eiga annað erindi inn í hverfið. „Nær öll börn sem eru í Hlíðaskóla þurfa að fara yfir Hamrahlíð á hverjum degi. Það er 30 kílómetra há- markshraði í Hamrahlíð, en fáir virðast vita af því. Það er mikil gegnumakstursum- ferð á morgnana og í raun allan daginn og því er keyrt mjög hratt um þessa götu. Gatan er mjög opin fyrir slíkri umferð, nokkuð er um framúrakstur og á svæðinu á móts við skólann er blind- beygja.“ Að mati Hafsteins hefur Hamrahlíð ekki það yfir- bragð sem gata með 30 kíló- metra hraða þarf að hafa. Hugmyndir nefndarinnar varðandi Hamrahlíð fela m.a. í sér að tryggt verði að hámarkshraði sé virtur og að merkingar séu góðar þar að lútandi. Þá leggur nefnd- in til að fleiri umferðareyjar verði settar á götuna sem myndu bæði draga úr hraða og hættulegum framúr- akstri. Umferðarnefndin hefur einnig gert tillögur varðandi úrbætur við Kringlumýrar- braut en margir gangandi vegfarendur freistast til að stytta sér leið yfir götuna á móts við Suðurver og hlýst af því mikil slysahætta. Um- ferðarþungi er mikill á Kringlumýrarbraut svo og hraði. Nefndin telur að nú þegar eigi að reisa girðingar á umferðareyjum til að sporna við umferð gangandi vegfarenda. Þá telur nefnd- in að reisa þurfi brú yfir götuna eða undirgöng í framtíðinni. Á fundinn mættu um 70 íbúar auk fulltrúa borgar- innar, þeirra Helga Péturs- sonar formanns samgöngu- nefndar Reykjavíkurborgar, Sigurðar Skarphéðinssonar gatnamálastjóra, Stefáns Finnssonar sérfræðings frá umferðardeild Reykjavíkur- borgar og Sigrúnar Magn- úsdóttur borgarfulltrúa. „Fundurinn var skemmti- legur og mjög málefnaleg- ur,“ segir Hafsteinn. „Borg- aryfirvöld hafa í gegnum árin hlustað á raddir Hlíða- búa um úrbætur í hverfinu og hafa margar þeirra skilað sér í bættu umferðaröryggi. Við reyndum að undirbúa okkur vel fyrir fundinn og ég trúi ekki öðru en að borgaryfirvöld sjái mögu- leika á því að standa að úr- bótum á þessum þáttum í hverfinu þar sem ekki er um mjög kostnaðarsamar fram- kvæmdir að ræða.“ Þrenging Lönguhlíðar dregur úr slysahættu Morgunblaðið/Golli Börn á leið yfir Lönguhlíð á leið sinni heim úr Hlíðaskóla. Hlíðar Umferðarnefnd Foreldra- og kennarafélags Hlíðaskóla kynnti tillögur að úrbótum í umferðarmálum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.