Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 35 „Við þurfum að næra sálina eins og líkamann,“ segir Hulda Haraldsdóttir í Aloe Vera, Reykjavíkurvegi 64, Hafnar- firði. „Ef við fáum ekki rétta næringu fyrir líkamann veikist hann og það sama gildir um sálina. Við þurfum að þroska hugann og næra andann til þess að okkur líði vel.“ „Það er að verða mikil andleg vakn- ing í heiminum og við erum að læra að við þurfum að styrkja tengslin við náttúruna og okkar innri mann. Streitan og hraðinn í nútímaþjóð- félaginu svo mikill að maðurinn þarfnast friðar. Þennan frið finnum við ekki í undralyfjum og töflum, við verðum að finna hann innra með okkur sjálfum. Vellíðan okkar kem- ur innan frá.“ Dulmögnuð stemmning Verslunin er mjög dulmögnuð og þar ríkir sérstök stemmning. Fjöl- breytnin og uppsetningin bera þess merki að Hulda flytur sjálf inn vör- urnar, rekur heildsölu auk þess sem hún sendir í póstkröfu um land allt. Orkusteinarnir draga að sér við- skiptavininn um leið og hann kemur inn um dyrnar. Sumir þeirra eru í sem næst upphaflegu formi, en aðr- ir eru formaðir í skartgripi eða aðra smáhluti. „Það er vísindalega sannað að í steinunum býr mikil orka,“ segir Hulda. „Það þarf ekki annað en að benda á kvartz sem stillir af ná- kvæmni gangverksins í klukkum. Orkan í steinunum hefur áhrif á okkur eins og allt annað í náttúrunni og við getum notað þessa orku til að byggja okkur upp.“ Orkusteinar og pendúlar velja sér eigendur „Ég er sjálf mikill sjúklingur en ork- an frá steinunum hefur bjargað mér. Um leið og ég fór að vinna með steinana fékk ég mikla bót og ég sæki gífurlega orku í þá á hverjum degi. Ég vildi geta miðlað þessum krafti til annarra og þess vegna fór ég að flytja inn orkusteina. Það er ekki endilega steinninn sem manni finnst fallegastur sem passar manni best. Hver og einn þarf að finna sinn rétta stein, eða öllu held- ur þarf steinninn að finna réttan eig- anda, því þannig gerist það. Ég er með mikið úrval af pendúlum og þeir velja sér líka eiganda. Fólk not- ar þá til að spyrja ráða og skoða orkuflæði sitt, en til þess þarf að finna rétta pendúlinn því þeir svara fólki misvel.“ Að þroska hugann og byggja upp sálina Í versluninni er feikilegt úrval af spilum sem í daglegu tali eru kölluð spádómsspil. „Ég vil heldur kalla þau leiðbein- inga- og þroskaspil,“ segir Hulda. „Auðvitað kaupa sumir þau til að reyna að forvitnast um hið ókomna, en það er meira til gamans gert. Ég er með á fjórða hundrað gerðir af Tarotspilum fjölda af englaspilum, indjánaspilum og ýmsum íslenskum og erlendum spilum sem hafa að geyma jákvæðan boðskap og leið- beiningar fyrir lífið. Spilin eru verk- færi til að öðlast betra líf. Í þau get- um við leitað leiðsagnar um það sem hvílir á okkur og fengið hjálp við að ráða fram úr vanda sem að okkur steðjar. Sum þessara spila eru einungis ætluð sem leiðsögn í gegn- um lífið. Það er t.d. gott að draga eitt spil úr bunkanum að morgni og fá þar hollt veganesti fyrir daginn. Slökun, hugleiðsla og ilmmeðferð „Við þurfum öll á því að halda að tengjast okkar innri manni og það gerum við ekki nema að ná andlegu jafnvægi og ró. Ég held ég geti full- yrt að hvergi annars staðar á Íslandi sé eins stórt safn af hugleiðslu- og slökunartónlist og hér og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ég hef líka allt sem þarf til að stunda aromatherapíu s.s ilmolíur, ilmjurtir, nuddolíur, kerti og margt, margt fleira. Þeir sem vilja bæta líf sitt með þessari aðferð þurfa að kynna sér hana og ég býð upp á gjafapakkningar með bókum. Ég hef sérpantað fræðibækur um andleg málefni fyrir fólk auk þess sem að ég reyni að leiðbeina við- skiptavinum mínum af fremsta megni. Með mörgum spilum og pendúlum fylgja leiðbeiningar þannig að fólk geti nýtt sér þá til góðs. Fólk þarf sjálft að læra að finna hvað það er sem veitir því vellíðan. Betra líf Og það er nóg til af alls kyns gjafa- vöru í Aloe Vera „Allt það sem við bjóðum er ætlað að bæta mannlífið og gera okkur að heilbrigðara og hamingjusamara fólki. Hér er mikið af trúarlegum hlutum sem tengjast bæði kristinni trú, búddatrú og kaþólskri trú. Feng Shui kristallar, - bækur og -spil og listmunir eftir frumbyggja Ameríku s.s. draumfangarar, mandölur og hringlur fást í miklu úrvali og þarna má jafnvel fá sett til að rækta sína eigin kristalla. Tækifæriskortin, seglarnir, myndirnar, bollarnir, kert- in og sápurnar; allir þessir smáhlut- ir flytja jákvæðan boðskap og bera með sér kærleika og velvild. Hingað koma margir sem eru að leita að einhverju handa sjálfum sér eða öðrum sem eru að ganga í gegnum erfið tímabil í lífinu og margir koma til að kaupa gjafir handa þeim sem þeim þykir mjög vænt um og vilja gera gott. Það er ekki hægt að gefa ástvinum sínum betri gjöf en ávísun á vellíðan,“ segir Hulda að lokum. Heilbrigðari og hamingjusamari „Fólk notar pendúla til að spyrja ráða og skoða orkuflæði sitt, en til þess þarf að finna þann rétta, því þeir svara fólki misvel,“ segir Hulda Auglýsing Nú kemstu í sólina fyrir jólin á hreint ótrúlegu verði. Beint flug til Kanarí þann 13. desember þar sem þú nýtur 25 stiga hita og veðurblíðu við frábærar aðstæður á þessum vinsælasta vetraráfangastað Evrópu. Þú bókar ferðina núna og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför, hringjum við í þig og látum þig vita hvar þú gistir, og á meðan á dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann. Verð kr. 29.905 Verð fyrir manninn, m.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting og skattar. 13. desember, vikuferð. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 39.950 Verð fyrir mann, m.v. 2 í íbúð, gisting, skattar. 13. desember, vika. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Aðeins 28 sæti Stökktu til Kanarí 13. desember í viku frá kr. 29.905NÆSTSYÐSTA sveitarfélag höf-uðborgarsvæðisins lauk hátíðaárisínu vegna 25 ára afmælis kaup- staðarréttinda með glæsibrag á sunnudaginn var, þegar stórsöngv- arinn Kristinn Sigmundsson efndi til hátíðartónleika ásamt Sinfóníu- hljómsveitinni í sal nýja fjöl- brautaskólahússins að Skólabraut við fjölmenni. Á mörkum var að salurinn bæri þetta stóra hljóm- sveit, líklega mest vegna þess hvað lágt var til lofts, því þó að hljóm- burður væri skýr, skorti töluvert upp á hljómfyllingu, og áherzlur og stakkatónótur urðu að sama skapi heldur þurrpumpulegar. Það kom samt ekki í veg fyrir prýðisgóðan flutning á Töfraflautuforleik Moz- arts, er undirstrikaði glaðlegan há- tíðarblæ þegar í upphafi. Kristinn Sigmundsson söng tignarlega aríu Sarastros, In diesen heil’gen Hallen við hægt en stíllegt tempó hljóm- sveitarinnar, og að því loknu var komið að frumflutningi „Kaldalóns (2000)“ eftir Hróðmar I. Sigur- björnsson, samið 1999–2000 að beiðni S.Í. í minningu þessa sann- kallaða náttúruafls í íslenzkri söng- lagagerð á 20. öld. Verkið byggði Hróðmar á átta sönglögum Sigvalda og skipti í þrjá þætti með lögin Sofðu, sofðu góði og Sandur um kvöld sem efni hægs milliþáttar. Í I. þætti var farið hönd- um um Þú eina hjart- ans yndið mitt, Draum hjarðsveinsins og Vor- vinda, og í lokaþætti lagt út af Ísland ögr- um skorið, Kveldriður og Svanurinn minn syngur. Í örskammri hljómsveitarbók- menntasögu landsins er, burtséð frá ofur- litlu nýklassísku til- hlaupi á 5.–6. áratug, nánast stokkið beint inn í módernismann úr engu. Skort- urinn á þjóðlegum rómantískum tónverkum er því næsta áþreifan- legur, einkum ef tekin eru mið af ríkulegu úrvali bókmenntaverka á 19. öld. Og kannski ekki síður ef haft er í huga, að á sama tíma reistu nágrannaþjóðirnar í land- suðri sér margan sinfónískan bautastein úr arfleifð sögulegra við- fangsefna, m.a.s. ósjaldan fengin frá forníslenzkum bókmenntum. Tímans þunga nið verður að vísu ekki við snúið, en í ljósi áðurnefndr- ar sinfónískrar eyðu var vissulega búbót að framlagi sem þessu, sem Sigvaldi hefði efalítið fagnað að fá að heyra um sinn dag, hefðu tök verið á – og því frekar sem verkið var auðheyranlega unnið af smekk- vísi og vandvirkni. Munu útvarps- hlustendur og síðar e.t.v. hljóm- diskakaupendur njóta afrakstursins enn gerr í hljóðritun færra tækni- manna RÚV, sem væntanlega hafa bætt upp skraufþurrð salarins með raftækni- legum ráðum. Hljóm- sveitin lék þessar inn- blásnu Kaldalóns- fantasíur Hróðmars af mikilli natni undir dýnamískri stjórn Bernharðs Wilkinson. Síðast fyrir hlé lék sveitin undir með Kristni í Þótt þú lang- förull legðir (Kalda- lóns) og Sverrir kon- ungur (Sveinbjörn Sveinbjörnsson) í við- eigandi samræmi við höfugan einsönginn, þrátt fyrir smá ósam- fylgni hljómsveitar og söngvara í tíma á einum stað. Seinni hluti tónleikanna var að mestu undir formerkjum óperunn- ar. Fyrst var reiddur fram rjúkandi Rossini-forleikur að Rakaranum frá Sevillu, og Kristinn tók gráglettni aríunnar La Calunnia úr sömu óp- eru með lymskulegu trompi. Eftir gustmikla úttekt S.Í. á frægasta valsi óperusviðsins, þeim úr Evg- eníj Onegin Tsjækovskíjs, söng Kristinn hina eðalbornu aríu Ljúbví vsé vozrasty pokorný úr sama verki með afburðafáguðu píanissimói í seinni hluta. Loks lék hljómsveitin þrjá vinsæla dansa úr Hnotubrjótn- um, Blómavalsinn, Reyrflautna- dansinn og hinn rússneska Trepak af ýmist dreymandi þokka eða sóp- andi snerpu og leysti þakkláta áheyrendur úr hlaði uppfulla af dill- andi jólagáska. TÓNLIST Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Verk eftir Mozart, Sigvalda Kaldalóns, Hróðmar I. Sigurbjörnsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Rossini og Tsjækovskíj. Kristinn Sigmundsson bassi; Sinfón- íuhljómsveit Íslands u. stj. Bernharðs Wilkinson. Laugardaginn 1. desember kl. 17. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Lagrænt jólakonfekt Kristinn Sigmundsson Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.