Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 36
LISTIR 36 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ þarf ekki að lesa lengi til að komast að því að EKKI ástarsaga er ekkert venjuleg skáldsaga og að hún er ekki hefðbundin ástarsaga. Auk þess að fjalla um ást milli karls og konu fjallar hún líka um öðruvísi ást: Um sjálfsást og ýjað er að samkyn- hneigð. Í bókinni er mikið um falleg- ar, furðulegar og afstæðar myndlík- ingar sem hrífa mann með sér þó þær verði of margar. Það gerir söguna einnig áhugaverða að hún tekur óvænta stefnu þegar lesandinn er leiddur æ lengra inn í hugarheim að- alpersónunnar sem leitar að sjálfri sér í örvæntingu. Hins vegar er slag- síða bókarinnar líka tengd framvind- unni því byggingin er ómarkviss þeg- ar líður á söguna. Sagan fjallar fyrst og fremst um rúmlega þrítugan leikara í Reykjavík nútímans. Hann er neyddur til þess að horfast í augu við sjálfan sig eftir langt tímabil þegar mestu hefur skipt fyrir hann að hafa öruggan ramma til að lifa eftir. Tvær mann- eskjur neyða hann til þess með tilveru sinni og gjörðum: Leikstjórinn hans og kærastan hans. Frásögnin fer fram með þeim hætti að hann og hún, leikarinn og kær- astan, segja frá í fyrstu persónu, að mestu til skiptis. Þau eru nafnlaus eins og allar aðrar per- sónur verksins. Frá- sagnir þeirra eru eins og dagbókarbrot, nokkur í hverjum mánuði sam- bandsins. Kaflarnir heita eftir mánuðunum, sá fyrsti heitir Ágúst 2000 og sagan endar í kaflanum Apríl 2001, eða í Janúar 2001, allt eftir því hvernig túlka má draumana sem eru svo ráð- andi í sögunni. Í fyrstu köflunum er sjónarhorn kærustunnar jafn ráðandi og hans. Það myndast strax spenna í frásögninni þegar þau eru að kynnast og stíllinn er ólíkur eftir því hvort þeirra segir frá. Þau dragast hvort að öðru í mikilli og sannfærandi ástríðu. Eftir því sem á líður verður hann upp- teknari af sjálfum sér, fer lengra inn í huga sinn, en hún og hennar sjónar- horn fölna, minnka og hverfa. Það helsta sem gefið er upp er náið samband hennar við vinkonu sína. Lögð er sífellt minni áhersla á samband kærustupars- ins og jafnvel ýjað að því að það muni ekki ganga upp á meðan hann verður upptekn- ari af sjálfum sér í leik- húsinu með hverjum deginum sem líður. Þetta er spennandi efni en heldur því miður ekki athyglinni til enda, þessi spennandi frá- sagnarháttur sögunnar fjarar út. Auk þess veldur það vonbrigðum að fá ekki að vita mikið meira um kær- ustuna en sagt er frá í byrjun, hún á að vera dularfull og aðeins til þess gerð að varpa ljósi á aðalpersónuna en hún er of óljós og persónusköpun hennar rennur út í sandinn. Stíll frá- sagna þeirra verður stöðugt líkari og svo er einnig um talmál annarra per- sóna. Það virðist vera tilhneiging hjá rit- höfundum um þessar mundir að færa ljóðrænt myndmál prósaljóða og smá- sagna inn í skáldsöguna í heimspeki- legum vangaveltum um tilganginn og tímann, minnið og sjálfið. Þetta gerir Haraldur Jónsson svo um munar auk þess sem hann fer óspart inn á draumalendur. Mörkin milli draums og veruleika fölna stöðugt svo að stundum virðist drauma- og hugar- heimurinn algerlega ná yfirhöndinni. Brota- og tilviljanakenndar hugsanir og draumar aðalpersónunnar snúast um sambandið við konuna og stöðu hans í leikhúsinu, stöðu hans meðal annars fólks, leiðir til að verjast öðr- um, um fortíð og æsku sem gefið er í skyn að hafi verið erfið, um minningar og minnið sjálft og um óttann. Bæði hugsunum hans og talmáli er lýst með margræðum samlíkingum og mynd- máli sem verður stundum torskilið en stundum fallegt og krefjandi. Til dæmis er líkingamál sem snertir vatn mikið notað. Vatnið er regn, snjór, ís, tár, vakir og vötn og yfirleitt tengt lík- amanum og sársaukafullum tilfinn- ingum. Náttúrulýsingar eru fallega gerðar og margar myndrænar senur í bókinni ættu heima í kvikmynd. Þrátt fyrir að gallarnir séu nokkrir í þessari bók er myndmálið oft mjög fallegt og efnistökin frumleg. Aðalefni sögunnar er áleitið og skilar sér ágæt- lega: Óhamingja og firring ungs manns sem ætti að eiga lífið fyrir sér en notar alla sína orku í að leita að sjálfum sér. Sjálfhverf ást BÆKUR Skáldsaga eftir Harald Jónsson. Bjartur, Reykjavík 2001. 173 bls. EKKI ÁSTARSAGA Hrund Ólafsdóttir Haraldur Jónsson Á FYRRA ári kom út 1. bindi rit- raðarinnar Ísland í aldanna rás og hlaut góðar viðtökur fróðleiksfúsra lesenda. Illugi Jökulsson var þar aðalhöfundur og naut dyggrar að- stoðar hóps sérfræðinga og með- höfunda, sem sumir skrifuðu ein- staka kafla um sérstök svið, unnu að efnisöflun o.fl. Yfir öllu trónaði svo ritstjórinn, Sigríður Harðar- dóttir, og átti að sögn Illuga ekki minnstan þátt í því hve vel bókin var heppnuð. Fyrsta bindi hinnar nýju ritraðar náði yfir fyrra helming 20. aldar, tímabilið 1901–1950. Hér er þráð- urinn tekinn upp að nýju og nær þetta bindi yfir aldarfjórðung, árin 1951–1975. Það skýrist vafalaust fyrst og fremst af því að þótt fyrri helmingur aldarinnar geti á engan hátt talist viðburðasnauður, urðu enn fleiri minnisverð tíðindi á hin- um seinni og ómögulegt að koma frásögn af þeim öllum fyrir í einni bók, ef halda átti sama formi og í 1. bindi. Fyrirkomulag þessa bindis er svipað hinu fyrra. Saga lands og þjóðar er rakin ár frá ári, getið helstu við- burða hvers árs og sagt frá sumum í stuttu máli, öðrum í lengra og hver síða prýdd miklu myndefni. Er þá sem vænta má, að hér er mikill fróðleikur sam- ansafnaður og skil- merkilega sagt í frétta- stíl frá öllu því helsta, sem á daga þjóðarinnar dreif á þessu skeiði. Ýtarlegast er vitaskuld sagt frá þeim atburðum sem mestan svip settu á þjóðlífið og daglega umræðu á hverjum tíma, þorskastríðunum, forsetakosning- unum 1952 og 1968, handritamál- inu, eldgosinu á Heimaey, óhugnan- legum sakamálum og stórslysum, heimsmeistaraeinvíginu í skák árið 1972, og svo auðvitað pólitíkinni. Á þeim vettvangi var þó líkast til kyrrara á þessu skeiði en löngum bæði fyrr og síðar og stafaði það ekki síst af því að sömu flokkar fóru með völd í Viðreisn- arstjórninni svo- nefndu nær helming tímabilsins. Öðrum efnisþáttum er fráleitt gleymt og hér er að finna skemmtilegar frá- sagnir af menningar- málum og deilum á því sviði, sem gátu orðið enn harðvítugri en hinar pólitísku deilur ef eitthvað var. Þar ber sérstaklega að nefna skemmtilega frásögn af bók- menntaumræðunni, sem tengd er útkomu bókar Guð- bergs Bergssonar, Tómas Jónsson metsölubók, árið 1966 og bráð- fyndna lýsingu á viðureign þeirra Thors Vilhjálmssonar og Krist- manns Guðmundssonar í dómssöl- um árið 1964. Víða er svo skotið inn styttri þáttum um efni sem ekki þóttu kannski beinlínis fréttnæm en endurspegla engu að síður ákveðna þætti mannlífsins og má þar nefna skrif ungra stúlkna til „Veru“. Þau eru mörg stórfyndin, þótt bréfriturum hafi sjálfsagt ekki verið hlátur í hug, og enda flest á orðunum „hvernig er skriftin“. Lauslegur samanburður þessa bindis og þess sem út kom í fyrra gæti bent til þess að íslenskt sam- félag og jafnvel þjóðin hafi breyst mikið á 20. öldinni. Enginn vafi leikur á því að breytingarnar urðu miklar, en við lestur þessarar bókar hvarflaði það stundum að mér, hvort hún endurspeglaði frekar breytingar á fjölmiðlum en þjóð- inni. Blöð og tímarit þessa tíma eru eðlilega mikilsverðar heimildir höf- unda og það sem þótti fréttnæmt hlýtur því að verða fyrirferðarmik- ið, enda er hér fyrst og fremst um fróðleiksrit að ræða, ekki verk byggt á rannsóknum. Hér segir t.d. mun meira frá stórviðburðum og ýmiss konar voðaverkum en í 1. bindi, en minna fer fyrir umfjöllun um daglegt amstur alþýðu manna. Allur er texti þessarar bókar ágætlega unninn. Hún er fróðleiks- náma um það sem við bar á Íslandi á tímabilinu sem hún tekur til og af eðlilegum ástæðum er myndefni hér enn ríkulegra og betra en í fyrri bókinni. Margar myndanna hafa mikið heimildagildi og allur frágangur bókarinnar er til fyrir- myndar. Hún er prentuð á fallegan pappír og hönnun hennar er ein- staklega vel heppnuð. Öldin áfram þokast BÆKUR Sagnfræði – Saga lands og þjóðar ár frá ári. Illugi Jökulsson (aðalhöfundur): JPV útgáfa, Reykjavík 2001. 352 bls., myndir. ÍSLAND Í ALDANNA RÁS 1951–1975 Jón Þ. Þór Illugi Jökulsson ÞESSI viðtalsbók geymir frá- sagnir fimm íslenskra kvenna. Þær hafa, eins og gengur, upplifað skin og skúrir í lífinu. Allar hafa orðið viðskila við ástvini. Sumar hafa horft á eftir makanum í gröfina, aðrar með öðrum hætti. Þær segja frá æsku og uppvexti og hvað á daga þeirra hefur drifið. Frásagn- irnar eru hver með sínu sniði. Anna Margrét missti eiginmann sinn í snjóflóði í Neskaupstað 1974. Hún segir frá fyrirboðum, biðinni eftir að hann finnist og dofanum sem fylgdi í kjölfarið. Önnu fannst blaða- og fréttamenn full aðgangs- harðir í kjölfar þessa atburðar. Sonur hennar og tengdadóttir sem bjuggu fyrir sunnan áttu ekki að komast austur, því flugvélin var full af fréttamönnum. Einnig var sagt frá því í fréttum að hinir týndu væru látnir, áður en náðist í alla að- standendur þeirra. Sirrý Geirs talar um frægðina og lífið sem henni fylgdi. Ferðalög, frægt fólk, íburður og glamúr. Ástin bankaði upp á öðru hvoru en fá- ir reyndust traustsins verðir, þó á ólíkan hátt. Það skýtur þó skökku við, að í aðra röndina talar Sirrý um að gróu- sögur hafi hrakið einn kærastann á braut og spillt fyrir henni á ann- an máta, en á sama tíma greinir hún frá gömlu máli og með því að nafngreina hlutaðeig- andi ýfir hún upp gróin sár, sem vel hefði mátt komast hjá. Síðari heimsstyrjöldin aðskilur Þuríði frá eiginmanni sínum Carli og sex ár líða án þess að þau sjái hvort annað og enn lengri tími þar til þau sameinast á ný á Íslandi. Þessi frásögn, líkt og Sirrýjar, segir aðal- lega frá staðreynd- um en lítið frá til- finningum og er það veikasti hlekkur þeirra. Lesandinn nær ekki að setja sig í spor þeirra heldur er fjarlægur áhorf- andi. Síðustu tvær frá- sagnirnar eru ein- lægar og djúpar. Sig- urjóna og Margrét segja ekki aðeins frá atburðum heldur hvaða lærdóm þær hafa dregið af þeim og áhrifin á líf þeirra eft- irleiðis. Margréti tekst mjög vel að tala um sitt líf án þess að fella dóma yfir öðrum. Foreldrar henn- ar skildu og hlaut faðir hennar for- ræðið en setti hana síðan í fóstur hjá bróður sínum og mágkonu. Sorg og ekki síst hvernig tekist er á við hana er rætt af konunum. Þær hafa hver sína aðferð. Sumar hefðu kosið að til hefði verið áfalla- hjálp, ekki síst fyrir börnin. Það er erfitt að syrgja og þurfa jafnframt að sinna börnum sínum, sem líka hafa misst mikið. Oft er talað um að fólki aukist styrkur við mótlæti. Sigurjóna er ósammála því. „Það stórskaðar mann að ganga í gegn- um svona sorg, hvað þá ítrekað. Maður dofnar. En smám saman getur maður lifað betur með líf- inu.“ (bls. 118). Sögurnar eru sagðar í nútíð og tók tíma að venjast því að lesa um fortíðina þannig. Þetta gerir það að verkum að þær líkjast fremur sam- tali en upprifjun og er það vel. Frásagnirnar fimm eru ólíkar, ekki bara að innihaldi heldur líka nálgun höfundar. Þær verða því ekki allar jafn eftirminnilegar. Ólíkar sögur saman í bók BÆKUR Viðtalsbók eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur, Vaka- Helgafell, 2001, 150 bls. LITRÓF LÍFSINS Kristín Ólafs Anna Kristine Magnúsdóttir DAGUR með Gínu Línu Jósefínu er eftir Moshe Okon og Sigrúnu Birnu Birnisdóttur, með myndum eftir Önnu Jóa. Þar seg- ir frá fyrsta skóla- degi Þjóðhildar haustið sem hún er sjö ára. Á skólalóðinni tekur Þjóð- hildur eftir því að allir hafa fengið fylgd í skólann nema hún. Hún er sú eina sem kemur alein – og hún er reið. Þess vegna fer hún ekki beina leið heim eftir skólann heldur beygir vilj- andi í vitlausa átt. Brátt er hún komin á slóðir sem hún þekkir ekki og þar verður á vegi hennar glæný vinkona sem líka er einmana. Saman rata þær í mikil ævintýri á leiðinni heim. Áður hefur komið út eftir Moshe Okon og Sigrúnu Birnu bókin Sagan af Músa Mús. Úgefandi er Mál og menning. Bókin er 24 bls., prentuð í Gutenberg. Verð: 1.890 kr. Börn RÍKIR Íslend- ingar er eftir Sig- urð Má Jónsson, blaðamann á Við- skiptablaðinu. Í kynningu seg- ir m.a.: „Hverjir eru ríkustu Ís- lendingarnir? Hvernig urðu þeir ríkir? Í bókinni fléttast saman fyrirtækja- og at- vinnusaga síðustu ára um leið og varpað er ljósi á einstaklingana bak við fyrirtækin.“ Sagt er frá tæplega 200 auð- mönnum, ættum þeirra og fjöl- skylduhögum, innbyrðis tengslum og lagt mat á ríkidæmi hvers og eins þeirra. Í bókinni eru listar yfir ríkustu menn í hverri atvinnugrein og auk þess sérstakur listi yfir 100 ríkustu Íslendingana. Í formála fjallar höfundur um auðlegð Íslend- inga fyrr og síðar. Útgefandi er Framtíðarsýn hf., Nýja bókafélagið sér um dreifingu. Bókin er 352 bls. Kápu hannaði Alda Lóa Leifsdóttir. Verð: 4.480 kr. Fróðleikur Ríkir Íslendingar ÞÓRA – bar- áttusaga II sam- einar tvær síðari Þórubækur Ragn- heiðar Jóns- dóttur, Sárt brenna gómarnir og Og enn spretta laukar, í einni bók. Þóra frá Hvammi brýst til mennta í Reykjavík ásamt því að framfleyta sér og sínum. Í kynningu segir: „Þetta er litrík baráttusaga sterkrar konu og gerist á tímum hinna öru þjóðfélagsbreyt- inga kringum seinni heimsstyrjöld- ina – þegar nútíminn hélt innreið sína á Íslandi. Verkið er talið braut- ryðjendaverk meðal kvenna- bókmennta.“ Útgefandi er Salka. Bókin er 286 bls., prentuð í Gutenberg. Sigrún Guðjónsdóttir hannaði kápu. Verð 4.280 kr. Endurminningar DÖMUFRÍ er eftir Jónínu Benedikts- dóttur. Jónína stóð að hvatning- arnámskeiðinu Konur í kjafti karla og er bókin að hluta til byggð á þeim. Jónína lýsir ólíkum viðhorfum karla og kvenna og togstreitunni sem myndast þegar konan og móðirin reynir að uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru til hennar í hörðum heimi viðskiptanna þar sem lögmál karla eru ráðandi. Útgefandi er Salka. Bókin er 146 bls., prentuð í Odda hf. Anna Karen Jörgensdóttir á Fíton hannaði kápu. Verð: 3.480 kr. Lífsstíll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.