Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 51
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 51 Hreyfihömlunarsvið Greiningar- og ráðgjaf- arstöðvar ríkisins stendur frammi fyrir margþættum vanda sem orsakast af aukn- um fjölda skjólstæð- inga og ónógu fjár- magni til reksturs sviðsins. Greiningar- stöðin er eina stöðin á landinu sem sinnir greiningu barna með alvarleg þroskafrávik. Skjólstæðingum stöðv- arinnar hefur fjölgað árlega frá því að nýtt skipulag stöðvarinnar gekk í gildi 1. júní 1997. Árið 2000 nutu alls 125 börn og ung- menni þjónustu sviðsins, sem var 14% aukning frá 1999. Rúmlega 20% þessara mála voru nýjar tilvísanir. Útlit er fyrir álíka fjölda þetta ár og árið 2000. Fyrstu árin eftir að til- vísun berst stöðinni njóta börn all- mikillar þjónustu, sérstaklega ef þau eru á forskólaaldri. Aukning tilvís- ana hefur þannig í för með sér aukið vinnuálag næstu ár. Ekki hefur verið unnt að ráða í stöður starfsmanna sem fara í leyfi eða hverfa frá stofnuninni í önnur störf. Í litlum einingum með 1–2 starfsmönnum í hverri starfsstétt, hefur fjarvera hvers starfsmanns mikil áhrif á starfsemina. Frá og með 1. janúar 2002 hverfur sálfræð- ingur sviðsins til betur launaðs starfs utan stofnunar. Þá verður starfsemi sviðsins í alvarlegu upp- námi. Sálfræðingur leikur lykilhlut- verk í þroskaathugunum, skipulagi íhlutunar og ákveðnum þáttum með- ferðar fatlaðra barna og ungmenna. Það er vandséð hvernig sviðið getur haldið uppi starfsemi án sálfræð- ings. Í áraraðir hafa verið haldnar mót- tökur fyrir börn og ungmenni með tauga- og vöðvasjúkdóma og klofinn hrygg. Þar hafa komið saman sér- fræðingar frá Greiningarstöð og öðr- um stofnunum, s.s. bæklunarlæknir, hæfingarlæknir, stoðtækjafræðing- ur o.fl. Þannig hefur verið komið til móts við flóknar þarfir skjólstæðing- anna. Undanfarin misseri hafa verið haldnar 8–10 móttökur á haust- og vormisseri, hvoru um sig. Vegna fjárskorts og skorts á starfsfólki varð að fækka mót- tökum í þrjár á yfir- standandi haustmiss- eri. Þar með hefur þjónusta við þennan hóp verið skert veru- lega. Vegna mikillar spurnar eftir þjónustu við skjólstæðinga hefur ráðrúm til námskeiða- halds fyrir samstarfs- aðila verið lítið. Upp- fræðsla starfsmanna þessara stofnana væri skynsamleg „fjárfest- ing“ til framtíðar því sú þekking skil- ar sér síðar í vinnu með önnur börn. Niðurskurðurinn harðastur á landsbyggðinni Óhjákvæmilegt er að bregðast við ástandi því sem að ofan greinir með aðgerðum. Sviðsstjóri sér fram á að miðað við óbreytt ástand muni þjón- usta sviðsins við hreyfihömluð börn á forskólaaldri ganga fyrir öðrum aldurshópum, en hingað til hefur sviðið sinnt skjólstæðingum á aldr- inum 0–18 ára. Í auknum mæli verð- ur því eingöngu treyst á þjónustuað- ila utan Greiningarstöðvar eftir að börn hafa náð 6 ára aldri, þ.e. svæð- isskrifstofur, sveitarfélög og sjálf- stætt starfandi stofnanir. Þessir að- ilar munu án ráðgjafar eða stuðnings Greiningarstöðvar bera ábyrgð á greiningu, íhlutun og eftirfylgd hreyfihamlaðra barna 6 ára og eldri. Reynslan er sú að landsbyggðin stendur hallari fæti hvað varðar sér- hæfða þjónustu og þessi niðurskurð- ur bitnar væntanlega harðast á landsbyggðarbörnum og ungmenn- um. Ennfremur verður ekki séð að unnt verði að standa að þroskamati hreyfihamlaðra barna á forskóla- aldri eins og viðurkennd vinnubrögð segja til um, þar sem ekki verður lengur starfandi sálfræðingur á svið- inu. Móttökur barna með vöðva- og taugasjúkdóma og klofinn hrygg verða ekki haldnar nema að litlu leyti þannig að einungis fá börn munu njóta þeirrar þjónustu. Til viðbótar við aukið vinnuálag munu umræddar breytingar á starf- semi sviðsins verða mjög erfiðar fyr- ir starfsmenn þess og hafa slæm áhrif á starfsanda og vellíðan á vinnustað. Þegar hafa verið áhyggj- ur varðandi hugsanlegan atgervis- flótta frá stofnuninni og í raun er hann orðinn staðreynd. Ofangreind- ar breytingar koma ekki til með að snúa þeirri aðburðarás við. Sérhæfð þjónusta hreyfihömlunarsviðs Það er ekki einfalt að komast að niðurstöðu um hvaða stoðtæki og hjálpartæki henta hreyfihömluðum börnum og ungmönnum best. Það þarf að máta mismunandi gerðir hjálpartækja, stærðir og stýribúnað og tryggja að tækið uppfylli þarfir barnsins og nýtist í umhverfi þess. Mat á hjálpartækjum felur oft í sér prófun við ýmsar aðstæður, svo sem á heimili og í skóla. Stoð- og hjálp- artæki krefjast reglulegrar endur- skoðunar í ljósi líkamsvaxtar, breyt- inga á líkamsstöðum og framfara eða afturfara í hreyfingum eða þroska. Þegar skoðaðar eru leiðir til tjá- skipta verður það ekki gert í tóma- rúmi aðskilið frá öðrum þáttum. Taka þarf tillit til hreyfistjórnar og að einhverju leyti til vitsmunalegrar stöðu og fleiri þátta. Fæstir, sem ekki þekkja til fatl- aðra, átta sig á því hvaða forsendur þurfa að liggja til grundvallar til að hægt sé að veita þá þjónustu sem einstaklingurinn þarf. Margir sér- menntaðir sérfræðingar þurfa að vinna saman til að draga úr fötlun einstaklingsins. Á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins er sérstakt teymi sem vinnur á hreyfihömlunar- sviði með hreyfihömluð börn og ung- linga. Við mat á þörfum einstaklings þarf að taka mið af flóknu samspili þroskaþátta. Að þeim málum vinna barnalæknir, sálfræðingur, sjúkra- þjálfari, iðjuþjálfar, talmeinafræð- ingur, þroskaþjálfi og félagsráðgjafi. Til þessa fólks leita sérfræðingar ut- an stofnunarinnar til ráðgjafar og aðstoðar, enda hefur Greiningar- stöðin það lagalega skilgreinda hlut- verk að vera öðrum meðferðaraðil- um til ráðgjafar og stuðnings hvað varðar sérhæfða þjónustu við fatl- aða. Reynslan hefur sýnt okkur að þjónusta Greiningarstöðvarinnar er þörf og fer sú þörf síst dvínandi ef tekið er mið af fjölda tilvísana og er- inda sem þangað berast. Fjárhagsvandi Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins Steingerður Sigurbjörnsdóttir Fjárskortur Vegna fjárskorts og skorts á starfsfólki varð að fækka móttökum í þrjár á yfirstandandi haustmisseri, segir Steingerður Sigur- björnsdóttir. Þar með hefur þjónusta við þennan hóp verið skert verulega. Höfundur er barnalæknir og sviðs- stjóri hreyfihömlunarsviðs Grein- ingar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. ALLT ÞETTA FYRIR ÞIG frá Estée Lauder ef keypt er fyrir 3.500 krónur eða meira frá Estée Lauder dagana 4.-8. desember í Lyf & heilsu Austurstræti. Gjöfin inniheldur:* Spotlight - Idealist - Intuition edp.spray - Pure Color varalit - Pure Color naglalakk - More Than Mascara - Snyrtitösku - Verðgildi gjafarinnar er um 6.900 krónur. *Meðan birgðir endast. Sérfræðingar frá Estée Lauder verða í Lyf & heilsu Austurstræti í dag, og á morgun, miðvikudag frá kl. 11-16. Sendum í póstkröfu um land allt. Sími 562 9020 SEVERIN - Þýsk gæðatæki! 9 gerðir kaffivéla Vegleg samlokugrill Vöfflujárn í stáli/hvítu Brauðristar í stáli/hvítu Gufustraujárn Öflugir handþeytarar Handryksugur (vatn) Tannhreinsisett Veldu gæðamerki - Það borgar sig ! Ennfremur áleggshnífar, dósaopnarar, pelahitarar, brauðvélar, expresso kaffivélar, rafmagnsofnar o.fl. Frá k r. 2990 Frá k r. 2.950 Frá k r. 2.960 Frá k r. 3.390 Frá k r. 3.290 Frá k r. 3.490 Frá k r. 2.190 Frá k r. 2.490 HVERGI MEIRA ÚRVAL AF ÍSLENSKRI MYNDLIST Rauðarárstíg 14, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400 Smáralind, 535 0400 www.myndlist.is — Erla Huld — Grecian 2000 hárfroða Er hárið að grána og þynnast? Þá er Grecian 2000 hárfroðan lausnin. Þú þværð hárið, þurrkar, berð froðuna í, greiðir og hárið nær sínum eðlilega lit á ný, þykknar og fær frískari blæ. Einfaldara getur það ekki verið. Haraldur Sigurðsson ehf., heildverslun Símar: 567 7030 og 894 0952 Fax: 567 9130 E-mail: landbrot@simnet.is Fæst í apótekum, hársnyrtistofum og „Þín verslun“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.