Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 47 Opið hús í Hjallakirkju Á MORGUN, miðvikudaginn 5. desember, verður Opið hús í Hjallakirkju kl. 12-14. Samveran hefst með léttum hádegisverði og síðan verður slegið á létta strengi. Árni Tryggvason leikari kemur í heimsókn og gleður við- stadda með gamanmálum og upplestri. Samverunni lýkur með stuttri helgistund í umsjá presta kirkjunnar. Allir velkomnir. Eldri borgarar í Grafarvogskirkju fá heimsókn ELDRI borgarar í Grafarvogs- kirkju fá heimsókn frá Söng- félagi félags eldri borgara í Reykjavík á morgun 4. desember í kl.13.30. Stjórnandi kórsins er Kristín Pétursdóttir. Dagskráin er hefðbundin: helgistund, handavinna, tekið í spil og spjall- að saman, glæsilegar kaffiveit- ingar að venju. KIRKJUSTARF Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10–14 í neðri safnaðarsal. Skemmtiganga um Laugardalinn eða upplestur kl. 10.30. Umsjón Þóranna Þórarinsdóttir. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12 í kirkjunni. Umsjón Guðrún K. Þórsdóttir. Léttur hádegisverður að stundinni lokinni. Samvera foreldra unga barna kl. 14–16 í neðri safnaðarsal. 12 spora starf kl. 19 í kirkjunni. Bústaðakirkja. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimili eftir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja. Ævintýraklúbburinn kl. 17. Fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn úr 1.–3. bekk í umsjón Guðrúnar Helgu, Sig- rúnar, Völu og Jóhönnu. Öll börn velkomin og alltaf hægt að bætast í hópinn. Ung- lingaklúbburinn MeMe kl. 19.30. Kröftugt starf fyrir unglinga í umsjón Gunnfríðar og Jóhönnu. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45– 7.05. TTT-fundur kl. 16 fyrir krakka í 5.–7. bekk. Fullorðinsfræðsla kl. 20. Sóknar- presturinn sr. Bjarni Karlsson kennir Biblíu- fræðin á lifandi og auðskilinn hátt. Gengið inn um merktar dyr á austurgafli kirkjunn- ar. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Lof- gjörðarstund þar sem Þorvaldur Halldórs- son leiðir söng og lofgjörð við undirleik Gunnars Gunnarssonar. Sóknarprestur flytur guðs orð og bæn. Fyrirbænaþjónusta kl. 21.30 í umsjá bænahóps kirkjunnar undir stjórn Margrétar Scheving sálgæslu- þjóns. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. Litli kórinn, kór eldri borgara kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Nýir félagar velkomnir. Foreldramorgunn mið- vikudag kl. 10–12. Kaffi og spjall. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. Seltjarnarneskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Fríkirkjan í Reykjavík. Kyrrðar- og bæna- stund í dag, þriðjudag, kl. 12 í kapellu safnaðarins á 2. hæð í safnaðarheimili kirkjunnar, Laufásvegi 13. Allir velkomnir til þátttöku. Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar kl. 10– 12. Hittumst, kynnumst, fræðumst. TTT- klúbburinn í Ártúnsskóla kl. 14.20–15.20. Barnakóraæfing kl. 17–18. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja. Leikfimi ÍAK, kirkjustarf aldraðra hefst með leikfimi kl. 11.15. Létt- ur málsverður. Helgistund, samvera og kaffi. Æskulýðsstarf fyrir 10–12 ára á veg- um KFUM&K og Digraneskirkju. Húsið opn- Safnaðarstarf að kl. 16.30. Fótboltaspil, borðtennis og önnur spil. Alfa-námskeiðið. Fræðari sr. Magnús B. Björnsson. Kvöldverður kl. 19, fræðsla, hópumræður, helgistund. Fella- og Hólakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund í kirkjunni. Organisti leikur frá kl. 12. Kl. 12.10 hefst stundin og að henni lokinni kl. 12.25 er framreiddur léttur hádegis- verður í safnaðarheimilinu gegn vægu gjaldi. Fyrirbænaefnum má koma til presta og djákna. Þeir sem óska eftir akstri láti vita fyrir kl. 10 á þriðjud. í síma 557 3280. Starf fyrir 11–12 ára drengi kl. 17 Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borg- ara kl. 13.30. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Kaffi og alltaf eitthvað gott með kaffinu. Kirkjukrakkar í Engjaskóla fyr- ir börn 7–9 ára kl. 17.30–18.30. Kirkju- krakkar í Korpuskóla fyrir börn 7–9 ára kl. 17.30–18.30. Æskulýðsfélag í Grafar- vogskirkju, eldri deild, kl. 20–22. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstundir kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag í safnaðarheimilinu Borgum kl. 10–12. Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús milli kl. 10 og 12. Kaffi og spjall. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30–16 í Kirkjuhvoli. Spilað og spjall- að. Helgistund í kirkjunni kl. 16. Fjölbreytt kristilegt starf fyrir 9–12 ára stúlkur í Kirkjuhvoli kl. 17.30 í umsjón KFUK. Bessastaðasókn. TTT-kristilegt æskulýðs- starf fyrir 10–12 ára í Álftanesskóla, stofu 104, kl. 17.30. Rúta ekur börnunum heim. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 18. Opið hús kl. 17–18.30 fyrir 7–9 ára. Kl. 20–22 æskulýðsfélag yngri fé- laga. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára börn í dag kl. 17. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund með Taizé-söngvum í dag kl. 18. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sókn- arprests eða kirkjuvarðar. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16.30 kirkjuprakkarar fyrir 7–9 ára krakka. Kl. 17.30 TTT-kirkjustarf 10–12 ára krakka. Fíladelfía. Samvera eldri borgara kl. 15. Allir velkomnir. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Borgarneskirkja. TTT tíu–tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17– 18. Helgistund í kirkj- unni sömu daga kl. 18.15–19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Hvammstangakirkja. Æskulýðsfundur í Hrakhólum í kvöld kl. 20. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. AD KFUK, Holtavegi 28 Fundur kl. 20:00, í umsjá Rannveigar Sig- urbjörnsdóttur. Allar konur velkomnar. Elsku langamma, núna ertu farin og von- andi komin á stað þar sem allt er gott. Við munum alltaf muna eftir þér og hugsa um þig. Í huga mínum eru til margar góðar minningar um þig og hvað þú varst góð við alla en ég mun aldrei gleyma því þegar ég var tíu ára og kom til þín á Reyðarfjörð og var í þrjár vikur yfir sumarið. Það var mjög gaman en það kom sá dag- SIGRÚN DANÍELSDÓTTIR ✝ Sigrún Daníels-dóttir fæddist á Kolmúla við Reyðar- fjörð 16. desember 1911. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 24. nóvem- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Reyðar- fjarðarkirkju 1. des- ember. ur að ég fór að sakna mömmu og pabba. Þá ákvaðst þú þá að elda uppáhaldsmatinn minn sem var hakk og spaghettí og baðst þú þá Stjána frænda að keyra okkur niður í kaupfélag þar sem við keyptum í matinn. Ég gleymdi því strax að ég saknaði mömmu og pabba og fór að hjálpa þér að elda. Þú settir hakkið á pönnu og vatn í pott. Þegar vatnið sauð fórstu að brjóta spaghettíið og setja það í pottinn, ég spurði furðu lostin: „Amma, hvað ertu að gera?“ Og þú sagðir: „Ég er að brjóta spaghettíið svo það komist í pott- inn.“ Þetta fannst mér alveg frá- bært, það eru þessi litlu skemmti- legu smáatriði sem verða til þess að ég gleymi þér aldrei og ert þú fyr- irmynd mín í mörgu. Takk fyrir allt, elsku langamma, og vildi ég óska að vegalengdin á milli okkar hefði ekki verið svona mikil því þá hefði ég get- að lært svo miklu meira af þér. Elsku Stjáni, amma, Sigurbjörg, Lúlla, Vignir, Erla og aðrir aðstand- endur, ykkur sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Þessi litla bæn er til þín, langamma, frá mér, Bárði og Svenna: Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesú, ég þér sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, ljúfi Jesú, að mér gáðu. Kveðja, Tinna Guðrún Lúðvíksdóttir. Elsku afi. Nú kveðjum við þig með miklum söknuði því þú hefur gefið okkur í fjölskyldunni svo mik- ið. Þú varst alltaf hress og kátur og vildir allt fyrir alla gera. Þú dans- aðir inn í hjörtu okkar og eflaust margra sem þekktu þig. Með dugn- aði þínum og gleði í gegnum árin var heilsa þín ótrúlega mikil fram á það síðasta. Það var alltaf gaman að koma til þín því þú hafðir alltaf frá svo mörgu og skemmtilegu að segja, sérstaklega frá því þegar þú varst á sjónum og ótrúlegum æv- intýrum í kringum það. Þessar sög- ur hefðu verið efni í heila bók. Það var gaman þegar þú komst til okkar í heimsókn. Þegar Íris Anna, dóttir okkar, var þriggja ára færðir þú henni blómvönd í afmælisgjöf. Þetta var fyrsta skiptið sem hún fékk blóm. Hún hugsaði vel um ODDGEIR KARLSSON ✝ Oddgeir Karlssonfæddist á Seyðis- firði 22. júlí 1915. Hann lést á Landspítala við Hringbraut 31. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sveina Odds- dóttir og Karl Karls- son. Oddgeir átti sjö hálfsystkin. Kona hans var Lillý Magnúsdóttir, f. 6. júlí 1917, d. 7. mars 1981. Sonur þeirra er Sveinn, f. 8. apríl 1943, kona hans er Guðlaug Albertsdóttir. Börn þeirra eru Katrín Lillý, gift Kristni Ragnarsyni, Oddgeir Már, kvæntur Sigrúnu S. Jónsdóttur, og Albert Jón Sveinsson, kvæntur Jónínu Hreinsdóttur. Oddgeir og Lillý ólu einnig upp systurson Lillý- ar, Magnús Má, f. 12. ágúst 1949. Hann lést í slysi 22. febrúar 1955. Útför Oddgeirs fór fram í kyrrþey 8. nóvember. blómin og er þessi at- burður henni mjög minnisstæður því hún talar enn um það í dag þegar langafi gaf henni blómin, en hún er nú sex ára. Við hjónin urðum mjög glöð þegar þú komst til okkar í sum- ar þegar við skírðum drenginn okkar. Þá ákváðum við að bjóða þér í mat og láta um leið taka myndir af ættliðunum fjórum í karllegg, þér, Sveini, Oddgeiri og strákunum okkar, Ey- steini Fannari og Stefáni Má. Við drifum í þessu fyrir fimm vikum og erum mjög glöð í dag að hafa gert þetta strax. Myndirnar sem teknar voru heppnuðust vel og þú hefðir haft gaman af að sjá þær. Þessar myndir eiga eftir að gefa okkur mjög mikið og þá sérstaklega drengjunum okkar þegar þeir verða eldri. En nú ert þú farinn þangað sem þú óskaðir þér þá síðustu daga sem þú lifðir og hefur eflaust verið tekið vel á móti þér. En við munum sakna þín mjög mikið en um leið hugsum við um það hvernig við viljum vera þegar við verðum fullorðin því þá verður þú okkar fyrirmynd. Við kveðjum þig með þessum sálmi. Ég kveiki á kertum mínum við krossins helga tré. Í öllum sálmum sínum hinn seki beygir kné. Ég villtist oft af vegi. Ég vakti oft og bað. – Nú hallar helgum degi á Hausaskeljastað. Í gegnum móðu’ og mistur ég mikil undur sé. Ég sé þig koma, Kristur, með krossins þunga tré. Af enni daggir drjúpa, og dýrð úr augum skín. Á klettinn vil ég krjúpa og kyssa sporin þín. (Davíð Stefánsson). Oddgeir, Sigrún og börn. Mínu fyrstu kynni af Oddgeiri voru fyrir u.þ.b níu árum þegar ég og Albert sonarsonur hans fórum að rugla saman reitum. Oddgeir var perla, hann geislaði af lífsgleði og var alltaf jákvæður. Hann var mjög duglegur að taka þátt í öllu félagslífi og þar má nefna að hann fór dag- lega á Vesturgötu 7, félagsheimili aldraða, og stjanaði við konurnar þar og sá alltaf um að þær fengu ný- lagað kaffi á morgnana. Einnig var hann duglegur að stunda útiveru og fór daglega í sundferðir. Oddgeir var víðfróður og kunni margar góð- ar sjómannssögur, enda loftskeyta- maður á millilandaskipi allt sitt líf. Það var mikill heiður fyrir okkur hjónin að hann skyldi halda dóttur okkar, sem fæddist fyrir fimm ár- um, undir skírn og að hún heitir í höfuðið á konunni hans. En það er líka sorglegt að hann skyldi ekki fá að sjá ófædda barnið okkar sem er væntanlegt eftir fáeina daga, því hann var spenntur að fá að sjá það og sagði mér fyrir hálfum mánuði að hann ætlaði að mæta í skírnina. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Það var okkur mikil ánægja að hann skyldi treysta sér í matarboð til okkar hjónanna fyrir hálfum mán- uði og hann var sjálfur mjög glaður en heilsa hans var þá orðin slæm. Viljum við með þessum fáum línum kveðja góðan afa og langafa. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Kveðja, Jónína Hreinsdóttir. ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minning- argreina ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. 3- :     :    4     -  ,4,    -  ".. "../ 3 ,=!3'  )7    EE "'  + (:          2   & & 4  # & . #   4   "!' ) ( #7 + 4   # &  4  5  + #  "!  4  .  !' + ?       "!   K  3!'2= +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.