Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 45 Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284 ✝ Sesselja Aðal-steinsdóttir fæddist í Reykjavík 9. febrúar 1954. Hún andaðist á Landspít- alanum í Fossvogi 24. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar eru Aðalsteinn Snæbjörnsson, f. 20.7. 1918, d. 26.8. 1972, og Svava Stef- ánsdóttir, f. 15.10. 1916. Sesselja ólst upp í Reykjavík í Mjóstræti 4 ásamt sex systkinum, þau eru Snæbjörn, Sveinn Ben, látinn, Þórdís, Kristborg, Stefán og Anna og var Sesselja næstyngst. Sess- elja eignaðist tvo syni: Ingvar Júl- íus Helgason, f. 25.9. 1974, maki Guðbjörg Sif Sigrúnardóttir, f. 1.7. 1976, börn Helgi, f. 25.2. 1994, og Sesselja Júlía, f. 20.12. 1996; og Svav- ar Steinn Pálsson, f. 21.11. 1976, d. 30.6. 1997. Sesselja var gift Kára Jónssyni en þau slitu samvist- um. Sesselja bjó lengst af í Sandgerði og vann við ýmis störf, en síðustu árin bjó hún í Asparfelli 12. Útför Sesselju fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Daddý, elsku besta systir mín. Mig langar að kveðja þig í hinsta sinn hér á jörð, en það er svo erfitt því þú varst alltaf til staðar þegar ég þurfti á þér að halda og eins ég fyrir þig. En nú ert þú komin í faðminn hans Svabba míns sem þú misstir fyr- ir nokkrum árum svo það ríkir mikil gleði hjá ykkur núna og þú áttir svo marga sem biðu eftir þér og öllum þínum þjáningum er lokið. Dagarnir sem ég sat hjá þér eru mér dýrmætir, þú varst svo dugleg og aldrei gleymdir þú húmornum. Best er að vera ekkert að rifja það upp hér, sem við gerðum, það geymi ég með mér í hjarta mínu. Ég elska þig af öllu mínu hjarta Daddý mín og Guð geymi þig og við eigum eftir að hittast aftur. Starfsfólkinu á gjörgæsludeild og á lyfjadeild á 7. hæð Borgarspítalans þakka ég allt það sem þau gerðu fyrir þig, það fyrirfinnst ekki betra fólk, einnig vil ég þakka Svövu frænku og Bibba sem komu frá Seattle og voru okkur mikill stuðningur og eins öllum þeim sem studdu okkur. Elsku mamma mín, Ingvar, Begga, Helgi, Sesselja og öll systkini mín, ég votta ykkur mína dýpstu samúð á þessari stundu. Guð gefi okkur styrk í þessari miklu sorg. Þín litla systir, Anna. Okkar elskulega hálfsystir, við þökkum þér fyrir að gefa okkur tæki- færi á því að kynnast þér sl. þrjú ár og þín verður sárt saknað. Elsku Ingvar, Begga, Helgi, Sess- elja, Svava og hálfsystkini okkar, við vottum ykkur dýpstu samúð. Ó, faðir, gjör mig ljúflingslag sem lífgar hug og sál og vekur sól og sumardag en svæfir storm og bál. (Þýð. Matth. Joch.) Edda Bára Aðalsteinsdóttir, Aðalsteinn Már Aðalsteinsson. Elsku besta Daddý frænka, við berum mikla sorg í hjarta, en við vit- um að nú líður þér vel. Okkur þykir svo vænt um þig, þú varst alltaf svo góð við okkur, sama þótt þú hefðir verið veik, þá brostir þú alltaf. Við viljum þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur, við eigum svo margar góðar minningar um þig sem við gleymum aldrei. Guð geymi þig og varðveiti elsku Daddý okkar. Elsku Ingvar frændi, Begga, Helgi og Sesselja, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Þínir strákar, Haukur Sveinn og Gísli Þór. Með nokkrum orðum langar mig að kveðja þig elsku Daddý mín. Það er erfiðara en orð fá lýst að setjast niður og skrifa til þín, og það eru ótrúlega margar minningar um þig sem koma í huga minn, þú varst svo yndisleg. Ég hef þekkt þig frá barns- aldri og alltaf varstu mér svo góð, við Svavar sonur þinn vorum tengd ótrú- lega sterkum böndum alveg frá barn- æsku og vorum miklir vinir og veit ég að hann hefur tekið vel á móti mömmu sinni, þú sem varst honum allt. Mikið hefði ég viljað geta kvatt þig en þú fórst svo snöggt, en þú vékst ekki úr huga mér. Nú hefur þú öðlast nýtt líf hinum megin og ert laus við alla kvöl, það léttir þetta svolítið en samt er þetta svo sárt. Þú varst mikil baráttukona og kom það best í ljós í baráttunni við þennan illvíga sjúkdóm. Ég þakka fyrir öll árin sem ég fékk að vera í návist þinni og alla góð- mennsku þína í minn garð. Minning þín er sem ljós í lífi mínu. Elsku Ingvar, Begga og börn, Svava og systkini hinnar látnu og aðrir aðstandendur, megi ljós guðs verða ykkur að leiðarljósi og styrkja ykkur í mikilli sorg. Guð blessi ykkur öll, ástarkveðja Gréta Ágústsdóttir. Elsku Daddý, nú ert þú komin til Guðs og við fáum aldrei að sjá eða heyra í þér aftur. Það er mikill sökn- uður hjá okkur núna. Þú varst alltaf svo glöð og kát og gaman að vera í kringum þig. Maður gerði sér ekki grein fyrir því hvað þú varst orðin mikið veik. Þú sagðir alltaf að þú værir hætt að leika sjúkling og ætl- aðir bara að njóta lífsins. Okkur datt því aldrei í hug að þú ættir svona stutt eftir. Ég hefði viljað segja þér það oftar hvað mér þótti vænt um þig og hvað ég mæti það mikils sem þú gerðir fyrir mig. Ég veit samt að þú vissir hversu mikils virði þú varst mér og fjölskyldu minni. Þegar ég var lítil passaðir þú mig oft og ég man hvað mér fannst skemmtileg að fá að vera með þér. Ekki skemmdi heldur fyrir hvað mér fannst þú alltaf falleg. Það besta sem fólk gat sagt við mig var að ég væri með hár eins og Daddý eða þá að ég líktist Daddý. Eftir að þú fluttir til Reykjavíkur aftur fór ég að sjá þig oftar. Við hittumst reglulega hjá mömmu þegar ég var að sækja dætur mínar úr pössun. Það var nú ekki gott að ná þeim heim ef þú varst í heim- sókn. Þær sóttu nefnilega jafn mikið í þig og ég gerði. Þú hafðir alltaf svo gott lag á börnum, nenntir að hlusta á allt sem þau sögðu og sýndir því alltaf áhuga. Síðustu tvö árin hefur þú séð um að halda friðinn heima hjá mér. Þú komst til okkar einu sinni í viku og tókst til. Það var nú meiri lukkan að fá þig. Ég er nú ekki sú framtaks- samasta og var búin að tala um það lengi að fá mér konu til þess að þrífa, þegar þú hringdir í mig eitt kvöldið og sagðir: „Svava, ég kem til þín í fyrramálið.“ Hekla dóttir mín var nú ekki alltaf ánægð með reglurnar sem þú settir, um að það sem væri á gólf- inu yrði sett í svartan ruslapoka og því hent. Hún gat nú stundum ekki sofnað kvöldið áður en þú komst fyrr en hún var búin að taka til í herberg- inu sínu. Þú gafst henni samt ófáa sénsana og aldrei lenti neitt í ruslinu. Þú værir nú samt ánægð með að sjá herbergið hennar núna, hún tók svo vel til í því eftir að þú lagðist inn á spítalann og sagði við ömmu sína að hún ætlaði að halda því fínu fyrir þig. Stelpurnar sakna þín mikið en þær vita að nú ert þú komin til Guðs og Svavars og ert hætt að finna til. Við biðjum fyrir þér á hverju kvöldi og biðjum Guð að passa þig. Megir þú hvíla í friði. Þín frænka, Svava Steina. Elsku frænka. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Lilja Björk, Linda Björg og Óli Geir Stefánsbörn. Jæja, kerlingin. Eftir mikla og hetjulega baráttu ertu komin á vit nýrra ævintýra í Undralandi og ef- laust búin að hitta mikið af góðu fólki sem tekur vel á móti þér. Núna síðustu daga hafa rifjast upp margar ljúfar minningar sem ég geymi vel hjá mér. Ég vil með þessum orðum þakka þér fyrir yndislegar samverustundir sem við höfum átt saman. Oft virðast undarleg örlögin og mörg svo ósanngjörn atvikin, á leið um lífsins braut ef lögð er ókleif þraut. Eitt atvik ávallt í huga býr sem aldrei dofnar né burtu flýr, dæmd voru vorsins blóm vægðarlausum dóm. Í gáska enginn að endinum spyr, óvægin sorgin oft knýr þá á dyr. Augu hrópa, enginn segir þá neitt því orð fá engu breytt. Öll skulum trúa og treysta því sá tími komi að enn á ný við getum glöð í lund átt góðan endurfund. Þá fái sérhver er sorgina bar svarið við því til hvers hún var og veitist veröld blíð sem varir alla tíð. (Ólafur Þórarinsson.) Elsku Daddý mín. Einhvern tíma aftur kemur sá dagur að við sofum aftur saman í rúminu þínu, og kannski verðum við þá báðar í „skón- um“. Guð geymi þig. Innilegar samúðarkveðjur til fjöl- skyldu og vina. Elísabet Magnúsdóttir. Með aldrinum horfir maður á bernskuna og unglingsárin öðrum augum en þegar við vorum yngri líkt og að gefa blindum aftur sjón eða eins og sagt er í sögunni af gamla manninum sem leit á heimahagana frá fjallstindinum, hann hafði aldrei litið neitt fegurra. Oft marka árin þegar við vorum ekki börn en næst- um fullorðin djúp spor í lífsbókina okkar. Eitthvað sem gengur með okkur lífsins veg. Verða minningarn- ar og fólkið sem bjó þær til okkur dýrmætara en margt annað sem seinna verður á lífsleiðinni. Þannig var vinátta okkar Daddýjar. Þó svo að við hefðum lítið samband hin síðari ár þá vissum við báðar að væntum- þykjan og vináttan var okkur afar dýrmæt. Þegar við heyrðumst á var eins og við hefðum ekkert gert annað en að tala saman í gegnum árin. Það er erfitt að útskýra svona vináttu til þeirra sem hafa ekki upplifað hana. Það er eins og kærleikurinn þarfnist ekki stöðugrar iðkunar, hann er eins og lím sem heldur öllu saman. Það er nefnilega ekki öllum gefið að eignast dýrmæta vini í lífinu, vini sem gera lífsins göngu gleðilegri. Maður þarf aðeins að hugsa til vinarins. Það gef- ur okkur gleði og yljar hjartanu sem gefur manni síðan orku til að halda áfram. Þegar við sendum frá okkur kærleiksboð hvort sem vinurinn er lífs eða liðinn er strax tekið við hon- um því sagt er að hugarorka okkar sé sterkari en nokkur raforka. Stundum er eins og við gerum okkur ekki grein fyrir hve orð og gerðir sem við látum frá okkur fara geta haft mikil áhrif á allt líf fólks. Ósjaldan hélt hún uppi vörnum fyrir mig, þar sem ég var písl, stappaði í mig stálinu og minnti mig stöðugt á „margur er knár, þótt hann sé smár“. Þessi orð vinkonu minnar hafa fleytt mér oft í gegnum misfellur lífsins. Við vorum ungar að uppgötva lífið, keyptum okkur lík föt, vorum fúsar til að passa börn á kvöld- in fyrir fjölskyldur okkar og vini, buðum svo strákunum sem við vorum skotnar í, hlustuðum á plötur, síðan var skotist saman á klósettið til frek- ara skrafs og ráðagerða, pískrað og hlegið. Keyptum okkur eins eldrauð- ar terlínbuxur með uppábroti og okk- ur fannst við vera flottastar. Allt svo einlægt, saklaust og fallegar minn- ingar þegar maður hugsar til baka. Minningarnar leita stöðugt á hugann eins og lítil púsl, litlar myndir sem höfðu samt svo sterk áhrif þegar haldið var áfram út í lífið. Eldhúsið í Mjóstrætinu, sterki hláturinn hennar Svövu, mömmu Daddýjar, hljómaði um allt húsið enda var húsið partur af Svövu eða Svava partur af húsinu. Þegar maður labbar um gamla miðbæinn og horfir á húsið í Mjó- strætinu er það ekkert venjulegt hús heldur hús sem á sér svo mikla sögu úr lífi þeirra sem þar áttu einu sinni heima. Vinkona mín hafði gott hjarta, aumkaði sig yfir þá sem minna máttu sín. Hún átti sér sínar hugsanir og drauma og hvatti okkur hin til dáða. Ríkidæmi hugans er sennilega sú mesta auðlegð sem nokkrum getur áskotnast. Nú hefur vinkona mín losnað við þjáninguna sem krabba- meinið veldur. Klætt sig úr þeirri kápu, skilið hana eftir og haldið á vit betri heima með útrétta arma til að taka á móti faðmlögum allra þeirra sem hún unni svo í englaheimi. 24. nóvember hefur fengið aðra mynd, hann er nú ekki aðeins afmælisdag- urinn minn heldur einnig dánardagur vinkonu minnar. Elsku vinkona, þar til við hittumst aftur í englaheimi, þakka ég af mikl- um hlýhug þær stundir sem við átt- um. Langar mig að senda öllum ást- vinum þínum eftirfarandi. Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug. Sál mín lyftist upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar, – yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Rósa Matthíasdóttir. Elsku Daddý mín, ég vil byrja á því að þakka þér fyrir öll árin sem ég hef þekkt þig og fyrir allt það sem þú hef- ur gert fyrir mig. Þú varst svo miklu meira en bara vinkona hennar mömmu, þú varst líka vinkona mín. Ég man þegar ég var lítil og var í pössun hjá þér, hvað það var gaman hjá okkur og hvað þú varst góð við mig og ég leit á þig sem mömmu númer tvö. Það sem einkenndi þig var góð- mennska og hvað þú varst alltaf hress, en ég vissi samt alveg að þú létir engan vaða yfir þig og að þú gæfist ekki auðveldlega upp. Í fyrrasumar þegar ég kom frá Noregi sagðist mamma þurfa að segja mér slæmar fréttir og þær voru það að þú hefðir greinst með krabba- mein. Ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að taka þessu en ég vissi að krabba- mein væri alvarlegur sjúkdómur og ég horfði á þig ganga í gegnum lang- ar og erfiðar meðferðir, og ég gerði það sem ég hafði ekki gert í langan tíma, ég bað til guðs. U.þ.b. ári seinna sagði mamma að krabbameinið væri hætt að dreifa sér, að það hefði verið gert óvirkt. Það er ekki til það orð sem lýsir þeirri tilfinningu sem helltist yfir mig, en hún var góð, mjög góð. En allt gott hefur sinn endi og það er í raun bara eitt sem mig langar að segja við þig, takk fyrir að hafa verið til. Ég elska þig alltaf. Þín Angela. Ekki rétti tíminn? Við erum gjörn á að segja að þetta sé ekki rétti tím- inn með svo margt og nú þegar þú kveður þetta líf, elsku Daddý, finnst okkur það ekki rétti tíminn en ég er alveg viss um að við hefðum aldrei getað fundið rétta tímann því hann er ekki til. Þú ferð með hluta af hjarta okkar með þér, en við verðum að vera dugleg að muna eftir hinum hlutan- um sem er svo stór en það eru allar minningarnar sem við eigum alltaf eftir í hjarta okkar um þig, elsku Daddý. Ég (Páll Ben) minnist þín eins og þú værir mín eigin móðir enda reyndist þú mér sem slík þegar ég þurfti mest á því að halda þegar pabbi dó og ég flutti einn heim til Ís- lands aftur. Þá varst þú til staðar og hefur alltaf verið síðan. Nú er skarð fyrir skildi. Ég man eftir öllum þeim góðu stundum sem við þrír strákarnir þínir áttum með ykkur á Vallagötunni í Sandgerði. Það var ekki alltaf logn enda aldrei verið í kringum þig og þess vegna er enn meiri missir að þér því með þig sér við hlið gat engum leiðst. Krakk- arnir kölluðu þig alltaf Daddý ömmu og fyrir þau er þetta mikil missir enda gátu þau alltaf heimsótt þig og þau voru alltaf velkomin. Eins og sagt er: Þar sem er nóg hjartarúm, þar er nóg húsrúm. Páll Ben Sveinsson, Stefanía Elísdóttir, Heiðdís og Áki. Ég kynntist Daddý snemma árs 1996 þegar við unnum á sama vinnu- stað. Hún tók mér strax opnum örm- um, eins og reyndar allar samstarfs- konur mínar, en ég tengdist henni mest, sennilega vegna þeirrar sam- eiginlegu reynslu sem við deildum og gátum talað um hvor við aðra og fengið skilning hvor frá annarri. Daddý var líka svo hlý, Svansa mín sagði hún alltaf og var sú eina sem fékk að kalla mig því nafni enda var það algjörlega hennar uppfinning. Þegar ég fór að vinna á nýjum stað um haustið þetta sama ár urðu sam- skiptin minni, enda nánast eingöngu bundin við vinnustaðinn. Við hittumst þó alltaf annað slagið og það var alltaf sama hlýjan í röddinni og augunum. Eftir að Daddý lenti í þeirri skelfi- legu reynslu að missa yngri son sinn í umferðarslysi sumarið 1997 hitt ég hana æ sjaldnar, enda urðu breyting- ar á búsetu hennar. Ég hitti hana síð- ast fyrir tveimur árum og það gleður mig nú, þegar ég er að kveðja Daddý í hinsta sinn, hversu innileg og hlý kveðjustundin var þá. Ég vil að lokum þakka þér, Daddý, fyrir alla hlýjuna, vinsemdina og góð- vildina í minn garð. Hún var mér mjög mikilvæg og dýrmæt á stund- um erfiðum tímum. Hvíl í friði. Ég votta aðstandendum Daddýjar djúpa samúð. Svanhildur Eiríksdóttir. SESSELJA AÐAL- STEINSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.