Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                                BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Á AÐVENTU er sérstaklega vand- að til dagskrár fyrir dvalargesti Heilsustofnunar NLFÍ í Hvera- gerði, en margir dveljast hér í friði og ró sér til heilsubótar um jól og áramót. Fram eftir desembermánuði er boðið upp á kórsöng, helgileiki og lestur úr nýjum bókum. Þeir sem gleðja munu dvalargesti fyrir þessi jól eru m.a. Söngsveit Hveragerðis, börn úr Grunnskóla Hveragerðis, Skálholtskórinn og Kór aldraðra í Reykjavík. Auk þessa verður helgi- stund um jól og áramót. Jólaball starfsmanna og dvalargesta er hald- ið milli jóla og nýárs. Margir stíga á stokk um áramótin og heita sjálfum sér og jafnvel sínum nánustu því að taka nú upp betri siði með breyttum lífsstíl. Í Heilsustofn- un er boðið upp á tvenns konar vik- unámskeið. Annað þeirra er nám- skeið til að hætta reykingum en hitt Heilsudagar – vikunámskeið gegn streitu, þar sem breytt er um lífsstíl til betri heilsu með fræðslu og lík- amsrækt. Ekki þarf tilvísun frá lækni á þessi námskeið. Næsta viku- námskeið til að hætta reykingum hefst 6. janúar 2002. Mikil áhersla er lögð á það í öllu starfi Heilsustofnunar NLFÍ að koma til móts við þarfir dvalargesta og er gæðaráð starfandi sem m.a. tekur við ábendingum dvalargesta um það sem betur má fara að þeirra mati. Einkunnarorð Heilsustofnun- ar eru „Berum ábyrgð á eigin heilsu“ og er leitast við að hjálpa dvalargest- um við að ná eins góðri heilsu og verða má miðað við ástand hvers og eins. Fjölbreytt meðferð er í boði um jólin, sem fyrr, undir handleiðslu fagfólks. Þar má nefna sjúkraþjálf- un, umræðufundi, slökun, hug- leiðslu, sjúkranudd, leir- og heilsu- böð. Flestir sem koma í Heilsu- stofnun NFLÍ dveljast þar í þrjár til fjórar vikur í senn, en fólk kemur helst til dvalar vegna gigtsjúkdóma, ofþyngdar, hjarta- og æðasjúkdóma, síþreytu og bakveiki. Endurhæfing er einnig í boði eftir skurðaðgerðir og meðferð vegna krabbameins, eft- ir mjaðma- og hnjáliðaaðgerðir, beinbrot o.fl. Allir geta notið þjón- ustu Heilsustofnunar NLFÍ að nokkru leyti á göngudeild stofnunar- innar þar sem boðið er upp á leirböð og nudd fyrir einstaklinga og hópa. ANNA PÁLSDÓTTIR, upplýsingafulltrúi HNLFÍ. Aðventa og jól í Heilsustofnun NLFÍ Frá Önnu Pálsdóttur: Það er oft margt um manninn í matsalnum. ENN og aftur er Tækniskóli Ís- lands, TÍ, kominn í umræðuna. Að þessu sinni hefur Birni Bjarnasyni menntamálaráð- herra tekist að fá Margmiðlunar- skólann í um- ræðuna um yfir- töku á stofnun sem ríkið kærir sig kollótta um. Hafa nú margar tilraunir fyrr- nefnds ráðherra mistekist um yfir- töku einkaaðila á TÍ. Á sama tíma og talað er um að efla tæknimenntun í landinu þá fá menn þá bráðsnjöllu hugmynd að fá Margmiðlunarskól- ann til að taka yfir rekstri skóla á HÁSKÓLASTIGI. Gera stjórnend- ur Margmiðlunarskólans sér grein fyrir hvað TÍ er? Tækniskóli Íslands er skóli sem útskrifar nemendur af flestum sviðum með B.Sc gráðu. Sjálfur er ég að ljúka námi í bygg- ingartæknifræði og get ekki betur séð, en setið sé um okkur sem eru að klára tæknifræði við TÍ. Enda erum við eftirsóttir tæknimenn á verk- fræðistofur, hvort sem það er við burðarþolshönnun, byggingareðlis- fræðilegar deililausnir, úttektir, kostnaðaráætlanir, ástandsmat á mannvirkjum, lagnahönnun, eftirlit o.s.frv. Svo tala forsvarsmenn Marg- miðlunarskólans um að koma tækni- menntun á hærra stig. Væri ekki rétta byrjunin að Margmiðlunar- skólinn kæmi sér sjálfum fyrst á sama stig og TÍ er í dag þ.e.a.s. há- skólastigið og þá hefðu þeir ein- hverja hugmynd um hvað tækninám á háskólastigi er. Við byggingardeild eru fimm fastráðnir kennarar og til viðbótar eru um 40 kennarar úr at- vinnulífinu. Þó að atvinnulífið vilji ekki standa að rekstri skólans eins og sakir standa, þá er ekki þar með sagt að TÍ hafi ekki í tengsl við at- vinnulífið. Fyrst nemendur úr tæknifræði við TÍ eru svona eftir- sóttir sem raun ber vitni hvað er þá vandamálið? Er það kennslan sem er vandamálið? Nei, það er hún sem gerir okkur eftirsótta starfskrafta. Hver er möguleiki útskrifaðra tæknifræðinga um framhaldsnám? Það er fjöldinn allur af tæknifræð- ingum frá TÍ sem hafa fengið beina inngöngu í M.Sc nám við virtustu verkfræðiháskóla vestanhafs og komið heim sem fullgildir verkfræð- ingar. Ef það er ekki vitnisburður um gæði náms við TÍ, þá veit ég ekki hvað þessi skóli þarf að sanna fyrir Birni Bjarnasyni. SÆVAR ÞÓR ÓLAFSSON, nemandi við Tækniskóla Íslands. Tækniskóli Íslands Frá Sævari Þór Ólafssyni: Sævar Þór Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.